Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Minni ungbarnadauði en áður í fátækustu þróunarlöndunum m Arangur mikilla framfara í heilsuvernd barna Hvorki fátækt né efnahags- kreppa þurfa að koma í veg fyrir róttækar breytingar á heilbrigði og lífskjörum barna. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF, en skýrslan fjall- ar um stöðu barna í veröldinni árið 1983. í allmörgum þróunar- löndum hefur tekist að lækka dánartíðni barna verulega. í ljós hefur komið, að með einföldum og ódýrum aðferðum er hægt að bjarga lífi milljóna barna og gera í raun byltingu á sviði heilsuverndar fyrir börn. Venjulega er það svo, að ríkj- um er raðað upp í töflur eftir vergum þjóðartekjum. í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna um stöðu barna í veröldinni árið 1984 er ríkjum hins vegar raðað eftir heilbrigðisástandi ungbarna. Er þá miðað við þann fjölda af hverjum þúsund fædd- um börnum, er deyja á fyrsta ári. Ástandið bezt á Norðurlöndum Lægstur er ungbarnadauðinn eðlilega í auðugu löndunum. Sví- þjóð, Finnland og Japan eru efst á blaði hvað þetta varðar, en þar er talan u.þ.b. 7 af þúsundi. Danmörk, Noregur, Holland og Sviss fylgja þétt á eftir með töl- una 8 af þúsundi. Neðst eru lönd eins og Efra-Volta, Afganistan og Sierra-Leone, þar sem ung- barnadauðinn er meira en 200 af þúsundi. En ekki eru öll fátæk lönd neð- arlega á þessum lista. Sé þessi Iisti borinn saman við töflu, þar sem löndunum er raðað með til- liti til vergra þjóðartekna sést, að 11 lönd hafa tekið stökk upp listann að því er lækkun ung- barnadauða varðar, þannig að sum þeirra hafa flutt sig upp um 30 sæti. Meðal þessara landa má nefna Burma, Costa-Rica, Kúbu, Kenýa, Kína, Madagascar, Sri- Lanka, Tanzaníu, Thailand, Ví- et-Nam og Zaire. Langmestur árangur virðist hafa náðst í Sri-Lanka, því það land flutti sig upp um 60 sæti. Lífsgæði Töflur um ungbarnadauða „segja jafnmikið um lífsgæði eins og um dánartíðni", segir James Grant, aðalframkvæmda- stjóri UNICEF, í skýrslunni. Þar sem meðaltekjur á mann hækka, þá getur minnkun ungbarna- dauða aðeins orðið vegna þess, að aðstæður hjá miklum fjölda fólks hafa batnað. í flestum þeim tilvika, þar sem orðið hafa miklar framfarir í heilsuvernd barna í löndum, þar sem efnahagsþróun er tiltölulega skammt á veg komin, virðist svo sem ráðandi afl hafi verið af- staða stjórnmálaleiðtoga í land- inu, segir í skýrslunni. Vilji þeir skapa aukna velferð til handa öllum íbúum landsins og fylgi þeir stefnu, sem nýtir þær auð- lindir og það fjármagn, sem til staðar er sem best má verða, get- ur árangurinn vissulega orðið góður. Þessar staðreyndir hafa nú um stundir mikla þýðingu, þegar við búum við samdrátt í heimsvið- skiptum og efnahagslífi, sem hugsanlega kann að vera það sem eftir er þessa áratugar. Einfaldar aðferðir Þær einföldu og ódýru aðferð- ir, sem teknar hafa verið í notk- un á síðustu árum og sem smám saman hafa verið að öðlast gíf- urlega auknar vinsældir gera það auðveldara en áður var að ná miklum árangri með litlum til- kostnaði. Hin svonefnda ORT-aðferð, sem byggir á því, að gefa sér- staka vökvablöndu til að koma í veg fyrir að líkaminn þorni um of, en slíkt er oft afleiðing niðurgangs og slík ofþornun er algengasta dán- arorsök barna í þróunarlönd- unum. Ofþornun veldur því, að um 5 millj. barna deyja árlega. Aukin vernd með tilkomu bóluefna gegn 6 algengum sjúkdómum, en úr þessum sjúkdómum deyja nú 5 millj- ónir barna árlega og aðrar 5 milljónir hljóta örkuml. Bættar upplýsingar og vís- indalega sannaðar staðreynd- ir um kosti þess að hafa börn á brjósti og áhættuna sem er því samfara að nota mjólk- urduft. Notkun einfalds spjalds til að gera foreldrum auðvelt að fylgjast með, hvernig börn þeirra þyngjast. Séu börnin vegin reglulega og fylgst með þeim, þá hefur þetta í för með sér, að foreldrarnir eiga betra með að nýta þau matvæli barninu til handa, sem til eru á heimilinu. Helmingnum er unnt að bjarga Á sl. ári létust 15 millj. ung- barna í þróunarlöndunum. Þetta samsvarar því, að næstum óll börn yngri en 5 ára í allri Vest- ur-Evrópu létust á skömmum tíma, segir í UNICEF-skýrsl- unni. Þar er einnig bent á ýmis dæmi, frá um það bil 20 löndum um það, hverju hinar nýju að- ferðir að því er heilsuvernd barna varðar geta fengið áorkað. Unnt hefði verið að bjarga helm- ingi þessara 15 millj. barna. I Bangladesh, Guatemala, Hondúras, Indlandi og Egypta- landi hefur vökvablandan, sem Haustmót Taflfélags Seltjarnarness: Þröstur Bergmann vann allar skákir sínar ^rm Margeir Pétursson ÞRÖSTUR Bergmann sigraði með miklum yfirburðum á Haustmóti Taflfélags Seltjarnarness sem lauk fyrir skömmu. Þröstur vann allar skákir sínar, níu að tólu, og varð tveimur vinningum á undan næsta manni, Erlingi Þorsteinssyni. Þröstur er 24 ára gamall og var meðal okkar efnilegustu unglinga fyrir u.þ.b. tíu árum. Þá varð skák- in að víkja fyrir öðrum áhugamál- um, þar til nú að hann nær þessum glæsilega árangri, sem vonandi er að hann fylgi eftir. Þátttakendur á mótinu voru 30 talsins og tefldu þeir níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Röð efstu manna varð þessi: 1. Þröstur Bergmann, TS, 9 v. af 9 mögulegum. 2. Erlingur Þorsteinsson, TK, 7 v. 3. Jón Þ. Jónsson, TS, 6 v. 4.-9. Hilmar Karlsson, TS, Har- aldur Haraldsson, TS, Ágúst Ingimundarson, TR, Guðmundur Árnason, TR og Tómas Björns- son, TR 5% v. Unglingameistari Taflfélags Seltjarnarness varð Kristinn Guðmundsson sem vann allar skákir sínar, sjö að tölu. Ungl- ingarnir einokuðu baráttuna um efsta sætið á hraðskákmótinu. Þar hlutu þeir Snorri Bergsson og Guðmundur Árnason báðir 11 v. af 14 mögulegum, en í úrslita- keppni sigraði Snorri 2—1. Þriðji varð Tómas Björnsson með 10 '/2 v. Að venju voru veitt fegurðar- verðlaun fyrir fallegustu skák- irnar. Þær valdi Jón Pálsson, al- þjóðlegur meistari í bréfskák, og komu fyrstu verðlaunin í hlut Erlings Þorsteinssonar fyrir skák hans við Snorra Bergsson og önnur verðlaunin í hlut Tóm- asar Björnssonar fyrir skák hans við Eggert ólafsson. Síðarnefnda skákin var sér- lega stutt og laggóð: Hvítt: Eggert Ólafsson Svart: Tómas Björnsson Skandinavísk vörn 1. e4 — d5, 2. exd5 — Rf6, 3. c4 3. Bb5+ er aimennt talið bezt. 3. - c6, 4. dxc6 - Rxc6, 5. h3? Slíkri tímaeyðslu hefur hvítur ekki efni á. Nú nær svartur að byggja upp óskastöðu. 5. - Bf5, 6. Rf3 - e5, 7. Da4 - Bc5, 8. Be2 Ekki 8. Rxe5? - Dd4. 8. — Re4, 9 <H) — Rg3,10. Hel — <H), 11. Rc3 — e4, 12. Rh2 — Dh4, 13. Bg4 JL h «*¦ I ilfl* m ^iPv WHí W% (\ E? & ......» Y/'*^'yM^*777^''4W////' • b c d • t o m 13. — BXÍ2+, 14. Kxf2 - Rhl ++, 15. Ke2 - Rd4+, 16. Ke3 - Df2 mát. Islandsmeistaramót stofnana og fyrir- tækja í bígerð Keppnir á milli fyrirtækja- sveita njóta mikilla vinsælda, Nýja Seiko-kvarsskákklukkan svo sem keppni Taflfélags Reykjavíkur í marz þar sem u.þ.b. 50 sveitir tefla og Flug- leiðamótið sem fram fer árlega í nóvember. Skáksamband íslands hyggst nú koma á nýrri keppni þar sem teflt verður um íslands- meistaratitil stofnana og fyrir- tækja. Aðeins átta sveitum verð- ur boðið til leiks og er það til þess að hver þeirra geti teflt við allar hinar. Ætti þá að fást úr því skorið hvaða fyrirtæki á ís- landi eigi öflugast skáklið. Við'val sveitanna verður m.a. tekið mið af frammistöðu þeirra í fyrirtækjakeppni TR og Flug- leiðamótinu, auk þess sem boðið verður utan af landi. Heyrst hef- ur að eftirtalin fyrirtæki komi einna helst til greina: Búnaðar- bankinn, Utvegsbankinn, Einar Guðfinnsson hf. á Bolungarvík, Landsbankinn, Flugleiðir, Dag- blaðið, íslenska járnblendifélag- ið, Þýzk-íslenzka verzlunarfélag- ið, Verkamannabústaðir í Reykjavík, Stjórnarráðið, Grunnskólar Reykjavíkur o.fl. Mjölnir er á lífi Svavar G. Svavarsson, for- maður Skákfélagsins Mjölnis í Reykjavík, kom að máli við skákþátt Mbl. nýlega og bað um að leiðréttingu við síðustu árs- skýrslu Skáksambands íslands yrði komið á framfæri. Þar var sagt að Skákfélagið Mjölnir hefði verð lagt niður, en svo er þó alls ekki. Félagið hefur sagt sig úr Skáksambandi íslands og þiggur ekki lengur opinbera styrki, en mót á vegum þess fara enn fram fyrir félagsmenn. Ný hárnákvæm skákklukka komin á markaðinn Nákvæmni í tímamælingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.