Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983
29
þess að stunda kennarastörf í
Loðmundarfirði var hún farkenn-
ari síðar á Fáskrúðsfirði og í Seyð-
isfjarðarhreppi og kennari og
prófdómari á Seyðisfirði.
Margrét og Trausti felldu hugi
saman og 1938 hefja þau búskap á
Sævarenda, en þá jörð hafði hann
nytjað í nokkur ár, eða frá því um
1930 og verið þar með fjárbúskap.
Þar bjuggu þau til ársins 1963 að
þau fluttu til Seyðisfjarðar, enda
byggð þá farin að grisjast í Loð-
mundarfirði.
Börn þeirra eru: Vilhjálmur Örn
sem Trausti ættleiddi, f. 1930,
bifvélavirki í Rvík; ólafía Svan-
hvít, f. 1940, húsmóðir í Kópavogi;
Stefán Ingvar, f. 1943, stýrimaður
í Rvík.
Það hljóta að hafa verið mikil
viðbrigði fyrir þau hjón að flytja
úr fjallakyrrðinni í Loðmundar-
firði yfir á Seyðisfjörð, sem þá var
í örum uppvexti síldaráranna, með
öllu því umróti og brambolti sem
þeim fylgdi. Þau festu kaup á hús-
inu Múla við Búðareyri á Seyðis-
firði. Stórglæsilegt hús sem stend-
ur hátt í byggðinni og er mikil
bæjarprýði. Þar var þeirra heimili
ætíð opið vinum og vandamönnum
og margir eru þeir sem minnast
með hlýhug gestrisni hjónanna í
Múla.
Fljótlega eftir að Trausti hafði
komið sér fyrir á Seyðisfirði hóf
hann störf við afgreiðslu Ríkis-
skipa á staðnum, auk þess sem
hann vann á síldarplönum á sumr-
um með. Síðan tók hann að sér
afgreiðslu á olíu og bensíni fyrir
Esso og rak söluskála félagsins í
kaupstaðnum. Þann starfa hafði
hann með höndum til dauðadags.
Trausti var mikill samvinnu- og
félagshyggjumaður. Hann var í
stjórn kaupfélagsins á sínum tíma
og varamaður í bæjarstjórn. Auk
þess átti hann sæti í fjölda nefnda
á vegum kaupstaðarins. Hann var
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Seyðisfjarðar og formaður hans
um skeið. Hann var formaður
Framsóknarfélags Seyðisfjarðar í
mörg ár og í miðstjórn Framsókn-
arflokksins var hann fulltrúi í
nokkur ár.
Trausti var hógvær og lítillátur
en fastur fyrir ef því var að skipta.
Hann var vinur lítilmagnans og
hygg ég að oftar en ekki hafi hann
með góðvild sinni og umhyggju
lagt þeim lið sem til hans leituðu
og þeir voru ekki fáir.
Nú er Trausti burtkallaður frá
okkur, af þeim einum sem ræður
okkar dvalarstað hér á jörðinni.
Það er trú mín að síðar hittumst
við handan landamæranna og þá
getum við tekið upp þráðinn þar
sem frá var horfið er við síðast
hittumst.
Ég er einn af þeim sem tel mig
hafa orðið ríkari í sálu minni við
að hafa fengið að kynnast honum
og eiga hann að vini og eitt er víst
að vandfyllt verður skarðið eftir
svo kæran vin. Þær stundir sem
við höfum átt saman allt frá því
að ég kynntist honum nokkru eftir
að hann flutti í kaupstaðinn
okkar, mun ég geyma í hjarta
mínu, sem einar þær dýrmætustu.
Oft sátum við saman á skrifstofu
Trausta í Esso-sjoppunni og rædd-
um málin.
Af mörgu var að taka og mis-
jafnt var hver móður var á okkur,
en alltaf hafði hann sínar skoðan-
ir á hlutunum og var þá ódeigur að
láta þær í ljósi.
Ég minnist þess hve oft honum
þótti við ungu mennirnir fara full-
geyst í sakirnar og vera óbilgjarn-
ir í ýmsum málum. Þá tók hann
okkur tali einn og einn, setti svo-
lítið ofan í við okkur, já, stundum
skammaði hann okkur, en í föður-
legum tón. Síðan setti hann fram
sínar skoðanir á málinu, oft
byggðar á reynslu og þekkingu, á
þann hátt sem honum var lagið og
ekki var hægt að misskilja. Ég
neita því ekki að stundum fóru
þessar umvandanir í taugarnar á
mér fyrst í stað, en svo fór nú
oftast á endanum að margt sem
hann hafði til málanna að leggja
reyndist happasælt. Undir niðri
þá dáðist ég alltaf að þessum
hæfileikum og vildi ég gjarnan að
fleiri hefðu fengið að kynnast
Trausta á þennan hátt.
Ég vil sérstaklega þakka
Trausta samverustundir okkar
sumarið 1980. Þá var ég svo lán-
samur að hann treysti mér til þess
að lagfæra húsið sitt, Múla, að
utan og mála. ófáir voru þeir
kaffibollarnir sem við drukkum þá
saman og Margrét í eldhúskrókn-
um við gluggann. Smeykur er ég
um að vinnumaðurinn hafi þá oft
brotið á vinnuveitanda sínum
hvað lengd kaffitíma varðar. En
þessar kaffibollastundir okkar þá
um sumarið voru oft fyrir mig
eins og áhugasaman nemanda sem
situr á skólabekk og hlustar á
frásögn góðra kennara. Greind
Margrétar konu Trausta dró ég
aldrei í efa, en það hve hún fylgd-
ist vel með öllum þjóðfélagsmál-
um og gerði sér far um að kynnast
nútímanum fordómalaust og sjá
alltaf hið bjarta í fari manns-
skepnunnar, fékk mig oft til að
verða lítinn við kaffibollann. Oft
hefur mér síðan verið hugsað til
þess, hve heimurinn gæti verið
öðru vísi og betri ef fleiri hefðu átt
þess kost að drekka kaffibolla með
þeim hjónum í eldhúsinu í Múla.
Ekki megum við gleyma öllu
starfinu sem við áttum saman í
flokknum okkar, hér heima, í kjör-
dæminu, eða í Reykjavík. Ég man
að oft fannst honum við vera
áhugalítil um félagsstarfið hér
heima fyrir og eitt er víst að öll
þau mörgu ár sem Trausti var
formaður í Framsóknarfélaginu
okkar hér á Seyðisfirði, var elja og
áhugi sem oft kveikti þann neista
sem þurfti til að hrista upp í lið-
inu.
Sérstaklega vil ég þakka þær
stundir sem við áttum saman á
flokksþingum eða miðstjórnar-
fundum og þá oftast í Reykjavík.
Þar sá ég best hvílíkur mann-
þekkjari hann var og hve auðvelt
hann átti með að koma málum á
framfæri, þó hann legði það ekki í
vana sinn að fara í ræðustól. Hlýtt
handtak, maður við mann, örlítið
afsíðis var hans aðferð, það var
hans einkenni og það kunnu marg-
ir að meta.
Vissulega var oft leikið á létta
strengi í þessum ferðum okkar og
þegar hann náði sér vel á strik, fór
hann oft á kostum sem fáir þekkja
nema manninn reyna.
Hann lá á Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað þegar ég talaði
við hann síðast í síma.
Baráttan var hafin við þann
sjúkdóm sem síðar vann og tók
hann frá okkur yfir móðuna bláu.
Ég minnist orða Trausta sem
hann talaði til mín áður en við
kvöddumst. Ekki datt mér þá í
hug að það væru lokaorðin okkar á
milli hérnamegin landamæranna.
En þau orð mun ég geyma í
hjartastað.
Að lokum vil ég þakka mínum
kæra vini allt sem hann var mér.
Hann gaf mér mikið sem ég get
aldrei fullþakkað.
Kona mín og börn senda kveðj-
ur, þau sjá eftir góðum vini. Seyð-
isfjörður hefur misst einn sinn
mætasta mann.
Megi góður Guð styrkja og
vernda Margréti, börn þeirra og
barnabörn og önnur ættmenni.
Við hittumst síðar, hressir að
vanda.
„Hinsta sinni hljóður
hjá þér ennþá krýpur
nú að ieiðarlokum
litli drengurinn.
Þakkar ástúð alla
allt til hinstu stundar.
Biður Guð að geyma
góða vininn sinn.“
(Jón Sigfússon, Eiðum)
Þorvaldur Jóhannsson,
Seyðisfirði.
öruggt, sérstaklega á því eldra.
Hún hlustaði á útvarp, og fylgdist
vel með, og sagði manni það sem
var í fréttum. Það er ekki litils
virði að hafa kynnst Guðrúnu og
manni hennar, og hef ég þeim
margt að þakka.
Oft kom það fyrir þegar maður
þurfti að stoppa í bænum, að farið
var á Ásvallagötuna, og vel tekið
þar. Stundum nú á síðari árum,
þegar ólk er farið að búa í rúm-
góðum íbúðum hefi ég hugsað um
hvernig þau hjón gátu hýst allt
það fólk er þangað kom í sinni
litlu íbúð.
Glaðværð og velvild var í fyrir-
rúmi, ekki hugsað um greiðslu.
Enda þau hjón samhent og um-
gengust hvort annað með gagn-
kvæmri virðingu.
Foreldrar Guðrúnar voru hjá
þeim síðustu árin. Það hefir svo
sannarlega verið fallegur lífsstíll
er þau hjón kusu að lifa eftir.
Við Ágústa óskum Guðrúnu
velfarnaðar í nýjum heimkynnum.
Skarphéðinn Helgason
Guðrún Þorbjörns-
dóttir - Minning
Guðrún Þorbjörnsdóttir, Ás-
vallagötu 51, lést á Borgarspítal-
anum 11. desember, eftir stutta
veru þar, 94 ára að aldri. Þegar ég,
er þessar línur skrifa, kynntist
Guðrúnu frænku minni og manni
hennar, Runólfi Sigurjónssyni, en
hann lést fyrir 9 árum, bjuggu þau
á Ásvallagötu 51, ásamt yngri
dóttur sinni Þóru. Stefanía, eldri
dóttirin, var farin að heiman.
Þetta hefur verið eftir 1932 á
kreppu- og atvinnuleysistímum,
og ekki alltaf auðvelt að afla þess
er þurfti, þó hafði þeim hjónum
tekist að festa kaup á íbúð þeirri
er þau bjuggu í. Þar bjó Guðrún
svo að segja til æviloka. Síðustu
árin var Guðrún sjóndöpur, og
næstum blind. Það bugaði hana
ekki, þótt við bættust aðrir erfið-
leikar. Andlega þrekið var í góðu
lagi. Hjálp fékk hún frá húshjálp
Reykjavíkurborgar, og kunni vel
að meta þá hjálp, enda heppin með
fólk. Einnig var vel fylgst með
Guðrúnu af hennar fólki.
Úr íbúðinni vildi Guðrún ekKÍ
fara fyrr en í síðustu lög, en í
haust fannst henni að breyting
þyrfti á að verða og ákvað það
sjálf. Undirritaður leit stöku sinn-
um inn til Guðrúnar. Það var
gaman að tala við hana, minnið
SVAR
MITT
eftir Billy Ciraham
Upprisan
Kirkjan okkar notar „postullegu trúarjátninguna". Þar seg-
ir, að Jesús „reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum'*. Hvað
þýðir orðið aftur hér?
Sumar kirkjur nota ekki þessa fornu, stuttu játn-
ingu trúarinnar, en í öðrum kirkjum er hún höfð yfir
á hverjum sunnudegi, og þannig lýsir fólk yfir trú
sinni á Krist. Ætla má, að játningin sé allt frá
þriðju öld, með nokkrum síðari viðbótum. Hún er
kennd við postulana, ekki vegna þess að þeir sömdu
hana, heldur af því að hún felur í sér meginkenn-
ingar postula Jesú. Talið er næstum öruggt, að
skírnþegar hafi farið með hana, áður en þeir voru
skírðir, til að tjá trú sína á Jesúm Krist.
Setningin, sem þér vísið til, merkir einfaldlega, að
Jesús „lifanði aftur" eftir dauða sinn á krossinum.
Hún bendir á dásamleg og mikilvæg sannindi: Það er
upprisinn frelsari, sem við tilbiðjum og þjónum.
Enn fremur er þetta vísbending um, að allt þetta
gerðist samkvæmt ráðsályktun Guðs, eins og sagt
var fyrir í Gamla testamentinu. Guð skapaði þennan
heim, og hann skapaði mannkynið, til þess að það
hefði samfélag við hann. En syndin kom inn í heim-
inn, og tengslin við Guð voru rofin. Það var ekki
aðeins, að maðurinn skildist við Guð, heldur kom
dauðinn til sögunnar í heiminum sem refsing fyrir
syndina. Dauðinn er síðasti óvinurinn, sá sem að
lokum tortímir lífinu.
Sigrún Björns-
dóttir Minning
Fædd 28. febrúar 1899.
Dáin 13. desetnber 1983.
Með örfáum orðum vil ég minn-
ast Sigrúnar Björnsdóttur, sem
var mín besta vina og tengdasyst-
ir. Mér er hvíld hennar fagnaðar-
efni, hún var orðin sjálfri sér
byrði.
Ég minnist okkar síðustu sam-
funda sem voru í sumar, er ég
dvaldi hjá henni part úr degi, þar
sem hún bjó á elliheimilinu á
Akranesi og undi þar vel hag sín-
um, enda vel þar að öldruðum bú-
ið, og börnin hennar höfðu sam-
band við hana daglega.
Nú þegar hún er horfin yfir
landamærin kemur svo ótal margt
mér í huga frá liðnum árum. Eg
minnist þá fyrst okkar fyrstu
kynna er Björn bróðir minn kom
heim sem búfræðingur frá Hólum,
með Sigrúnu að festarmey. Mér
varð á að virða hana vel fyrir mér,
hún var svo falleg, prúð, hæglát og
vönduð í orði og allri framkomu,
svo gjörólílk þessum fyrirferðar-
miklu unglinga- og barnaskara
sem þá var fyrir í Bæ.
Ég býst við að fleiri en ég veiti
því athygli hvað fólk er ólíkt hvað
framkomu og siði snertir. Það er
eins og hvert byggðarlag eigi siði
og lífsvenjur út af fyrir sig, en
þetta kom ekki að sök með þau
hjónin. Okkar kynni urðu ekki
löng þá í Bæ, því þau fluttu í
heimabyggð hennar 1926 og hófu
búskap á móti foreldrum hennar,
Birni Björnssyni og Signýju Jóns-
dóttur. Heldur mun hafa verið
þröngt um Sigrúnu og Björn í
Göngustaðakoti en þau voru at-
hafna- og dugnaðarfólk.
Þegar faðir minn flytur til
Hólmavíkur og hættir búskap í
Bæ, fluttu þau að Bæ 1935 og fóru
að búa á hans parti, en sárt mun
Sigrúnu hafa fallið að fara úr sín-
um kæra dal þar sem hún var
fædd, en ekki kastaði hún sínum
tilfinningum í augu fjöldans.
Nýlega eftir komu þeirra að Bæ
urðu þau fyrir þeirri stóru sorg að
missa elsta soninn af slysförum og
það sár vildi ekki gróa.
Um tíma bjuggu þau á Drangs-
nesi þar sem Björn byggði traust
og vandað steinhús, en hann var
meðal annars smiður góður.
Á meðan börnin voru að alast
upp og þar til þau flytja að
heiman, voru ár mikils dugnaðar
og árvekni. Þar var hennar hlutur
stór. Þau eignuðust sjö börn og nú
eru niðjar þeirra orðnir margir,
allt menntað dugnaðarfólk og
styrkar stoðir í þjóðfélaginu. En
þó mikið væri starfað, bar heimil-
ið glögg merki þrifnaðar og reglu-
semi. Börnin fóru snemma að taka
þátt í daglegum störfum eins og
þá varð að vera. Elsta dóttir
þeirra var sterkasta stoð Sigrúnar
enda varð þeirra aðskilnaður aldr-
ei langur. Þau fluttu til Akraness
litlu eftir að hún settist þar að og
hjá henni dvaldi hún eftir að hún
missti manninn.
Eftir að Sigrún fór á elliheimil-
ið á Akranesi var hennar daglega
vitjað af dætrunum sem þar eru.
Leiðir okkar skildu um áraraðir,
en eftir að ég missti manninn og
settist að á Akranesi lágu leiðir
okkar saman aftur. Það voru mér
og okkur öllum ómældar ánægju-
stundir. Margt var að rifja upp frá
liðnum árum, og svo var spilað og
fleira.
Nú er Sigrún Björnsdóttir horf-
in af sviði jarðlífsins og þrautir
horfnar, en endurfundir eru til og
í von um þá lifum vér.
Þú færð að halda heilög jól
helgað guðs við náðarstól,
þar unaðsraddir engla hljóma
eilífum í náðarblóma.
(J.J.)
Friður guðs hana blessi. Börn-
um og öðrum ættingjum vinu
minnar óska ég góðrar framtíðar.
Þuríður Guðmundsdóttir
frá Bæ.