Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Ánægjuleg kvöldstund í húsinu hans Alto Ritað í tilefni af óvæntri sýningu kvikmyndar eftir André Malraux Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Undirritaöur þáði meö þökkum boð franska menningarfélagsins og bókaforlagsins Svart á hvítu um að mæta uppí Norræna hús að hlýða á Thor Vilhjálmsson flytja erindi um André Malraux og horfa á kvikmynd eftir þann ágæta franskættaða snilling. Þetta var á þriðjudegi og skammdegið laukst utanum meistaraverk Alto eins og flauel. Mér fannst eins og ég gengi í björg og í huga mér hljómuðu FLÖIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN orð prófessorsins sem ég hitti á gangi á háskólalóðinni fyrir skömmu: Ólafur, ég stóð eitt sinn útvið glugga í kennslustofunnfcog var að hvíla mig eftir fyrirlestur, þá sýndist mér efri hluti Norræna hússins hafa sópast af, — prófess- orinn bendir í átt til Norræna hússins — ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum en svona rann þetta saman við himininn. Viss- irðu annars að Alvar Alto stóð þarna í gömlu háskólabygging- unni þegar hann ákvað staðinn fyrir Norræna húsið. Ég sá bless- að húsið greinilega og ekki veit ég um sannleiksgildi þessara orða en það var hlýtt og notalegt þetta þriðjudagskveld í fjallasalnum framundan háskólanum. Thor Vilhjálmsson hefir einstakt lag á að gæða mál sitt lífi svo maður kemst ekki hjá að hrífast með og upplifa þann texta sem hann flyt- ur. Franskur sendimaður flutti og tölu sem ég kann ekki mikil skil á. Ég verð sennilega að fara að læra frönsku, slík er gestrisni franska sendiráðsins og Ministére des rel- ations extérieures de la Répu- blique francaise, sérstaklega þeirrar deildar er nefnist: Direct- ion générale des relations cultur- elles, scientif iques et techniques. Annars er ég ekkert hissa á að þessar hávirðulegu stofnanir efni til mannfagnaðar í tilefni af út- komu eins magnaðasta ritverks Frakka, La Condition humaine eftir fyrrgreindan Malraux, á þeirri tungu er nefnist íslenska og töluð er á eyju nyrst i Atlantshafi. Bók þesái sem Thor Vilhjálmsson hefir snarað undir nafninu Hlutskipti manns, ætti að vera komin út fyrir löngu í þeim ríkjum sem telja sig menningarríki því þar er á óvið- Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 André Malraux jafnanlegan hátt fjallað um stríðið þessa höfuðmeinsemd jarðlífsins. Því miður hef ég ekki átt þess kost að lesa bókina í þýðingu Thors og orðið nokkuð langt síðan ég las hana en enn man ég sumt eins og lýsingarnar á fangelsunum í Shanghai en bókin fjallar um kommúnistauppreisnina í Shang- hai-borg 1926. Fleira kemur upp í hugann eins og hinar nákvæmu lýsingar á atferli og hugmynda- heimi hryðjuverkamannsins Chen — lýsingar sem eiga viðspyrnu i veruleika augnabliksins eins og hann birtist okkur eftir kvöldmat sex daga vikunnar. Mynd sú er var sýnd fyrrgreint þriðjudagskveld var í ætt við ein- hverja slungnustu sögu Malraux L'Espoir og fjallaði sömuleiðis um borgarastríðið á Spáni. Mig minn- ir endilega að Malraux hafi gert þessa mynd í Barcelona undir lok þess margfræga stríðs en hún hafi ekki verið sýnd almenningi fyrr en '45 þegar de Gaulle var orðinn meðreiðarsveinn Malraux. Mynd þessi er í ætt við kvikmyndir stríðsáranna. Greinilegt er að Malraux stendur með lýðveldis- sinnum mót fasistum Frankós, enda gengur myndin út á að sýna hvílíkan skort lýðveldisherinn leið. Er raunar ákall um liðstyrk. En þrátt fyrir þessa einsýni, hreifst maður með því hér voru ekki leikarar að reyna að búa til veruleika heldur veruleiki að búa til mynd. Þannig hafði þessi mynd meiri áhrif á mig en margar stór- stríðsmyndir. Ahorfandinn gat hvarvetna greint örvæntingu þess sem finnur að senn er stríðið tap- að. Hef ég ekki séð í kvikmynd í mörg herrans ár jafn stolt fólk og tilfinningahreint. Hér voru á ferð menn sem áttu hugsjón. Uppréttir menn sem skriðu ekki einu sinni fyrir byssukúlum. Mér varð hugs- að til allra þeirra er láta lífið dag hvern í Afganistan, í El Salvador, í Beirút. Þessir menn deyja fyrir föðurland sitt, fyrir hugsjón, fyrir vonina um bætt líf afkomendanna. Við horfum á þá kviðfullir og geispum af leiðndum. Kannski að prestarnir finni handa okkur hug- sjón sem enst gæti yfir hátíðina. Hugsjon sem lyftir okkur úr sjón- varpsstólnum að glugganum þar sem okkar minnstu bræður standa með innistæðulaus plastkortin sundurskotin. Takk fyrir ánægju- lega kvöldstund og þá sérstaklega frabært hvítvínið. Hljóðstöðumyndir Jóns JúL Þorsteinssonar komnar út „Hljóðstöðurayndir, íslensk mál- hljóð, lestrarkennsla og hljóðlestrar- aðferð", verk Jóns Júl. Þorsteins- sonar, fyrrum kennara á Akureyri, er komið út. Eru það alls 83 spjöld með myndum af stöðu talfæranna, vara, tungu og gómfíllu, við myndun allra málhljóða í íslensku. Af hverju hljóði eru tvær myndir, andlitsmynd, sem sýnir vel opnunarstig og kring- ingu eða gleidd við myndum sér- hljoða, og langskurðarmynd af munn- og nefholi þar sem staða tungunnar sést svo og leið loftsins út um munn eða nef. Þá er ein yfir- litsmynd af talfærunum. Myndirnar af 32 hljóðanna eru gerðar eftir myndum Jóns Júl., en hann notaði þær árum saman við tal- og lestrarkennslu. Er þeim ætlað að skýra myndum mál- hljóða i íslensku og vera til halds við lestrarkennslu svo og fram- burðarkennslu, bæði fyrir íslend- inga og útlendinga. Hver mynd er á sérspjaldi og í plasthylki og skiptast myndirnar i þrjár möppur. Myndunum fylgja síðan skýringar Árna Böðvarsson- ar, þar sem myndun hvers hljóðs er skýrð og skilgreind. Samtímis kemur svo út fjórða mappan með lestrarkennslu Jóns Júl. Þor- steinssonar sem tekin var á segul- band nokkru áður en hann andað- Jón Júl. Þorsteinsson, fyrrum kenn- ari á Akureyri. Minningarsjóður hans gefur Hljóðstöðumyndirnar út. ist. Útgefandi er sem fyrr segir Minningarsjóður Jóns Júl. Þor- steinssonar, en sýniseintök og pontunarlistar eru fáanlegir í Bókaverslun Jónasar á Akureyri og hjá afgreiðslu Bókmenntafé- lagsins. Gægjubækur AB Bókmenntir Siguröur Haukur Guðjónsson Gægjubækur AB Höfundur: Eric Ilill. Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdótt- ir. Setning: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentun í Singapore. Útgefandi: Álmenna bókafélagið. Þær eru þrjár þessar bækur, Andheiti, Dýrin, Hver er hvað, sjálfsagt ætlaðar börnum, sem enn ráða ekki við erfiðan texta. Höfundur notar sér leikþörf barna, spyr og lætur þau leita svara með því að opna gægjugöt á myndum. Myndirnar eru snotrar, en það er líka allt, sem um þær er hægt að segja. Vænti mér sannarlega meiri átaka fyrir börn af svo virtu út- gáfufyrirtæki.,,,,,,.,„„...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.