Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Fyrir áhuga- fólk um Ijóölist Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Sjö skáld í mynd Myndir eftir Ólaf M. viö Ijód sjö skálda 48 bls. Svart á hvítu. Jóhannesson Mikill hluti þessarar bókar eru myndir ólafs M. Um þær treysti ég mér varla til að segja annað en að mér finnst þær misjafnlega skemmtilegar, en allar haganlega gerðar og smekklegar. En þetta álit mitt er ekki grundvallað á Olafur M. Jóhannesson neinu fræðilegu mati. Ég tel mig einfaldlega ekki hafa myndlistar- þekkingu til að stunda slíkt. í raun ætti myndlistargagnrýnandi fremur að fjalla um þessa bók heldur en bókmenntaskríbent, til að myndunum yrðu gerð þau skil sem þeim ber. Auk myndanna, sem margar eru litprentaðar, eru í þessari bók ljóð eftir sjö viðurkennd skáld, Gunn- ar Dal, Jóhann Hjálmarsson, Steinunni Sigurðardóttur, Vil- borgu Dagbjartsdóttur, Jón úr Vör, Matthías Johannessen og Snorra Hjartarson. Eftir þau flest er aðeins eitt ljóð í bókinni, en þó tvö eða þrjú eftir sum. Ljóð þessi munu ekki hafa birst áður, þó finnst mér ég hafa séð hend- ingarnar eftir Gunnar Dal áður, kannski í Lesbók Mbl. Myndirnar við þær hendingar eru vel dregn- ar, einkum sú sem einnig er á kápu bókarinnar, en ekki liggja tengsl þeirra við Ijóðið í augum uppi. Það er sjálfsagt ekki heldur ætlunin. Ljóð Jóhanns Hjálmarssonar um þögnina á sér samastað á dul- úðugum mörkum dags og nætur, hversdagsleika og draums. Grunar mig að ljóðaunnendur bíði enn óþreyjufyllri en áður eftir nýrri bók frá hans hendi er þeir lesa þetta fallega ljóð. Ljóð Steinunnar eru annað hvort tvö, eða eitt í tveimur köfl- um, eftir því hvernig uppsetningin er túlkuð. Ég hallast að fyrri kost- inum. Þau eru blessunarlega laus við fyndni og skáldinu og skáld- skapnum til mikils sóma. Hið fáorða ljóð Vilborgar er fal- leg mynd og ég veit svei mér ekki hvort myndin á síðunni á móti bætir einhverju við. Hún spillir þó engan veginn. Eftir Jón úr Vör eru þrjú æðru- laus Ijóð sem öll tengjast ellinni. í einu þeirra standa þessi yfirlætis- lausu en innihaldsríku orð: Nú á ég ekki framar von á neinu sem gæti komið mér á óvart, ég vaki, ég sef. Mér finnst Ólafi M. hafa tekist einna best upp við myndskreyt- ingu Ijóðs Matthíasar Johannes- sens um vorið. Mér finnst hið háa sjónarhorn í myndunum hæfa ljóðinu sérlega vel. Einhvern veg- inn dettur mér í hug sú sjón sem getur blasað við manni út um flugvélarglugga þegar komið er upp að suðausturlandinu. Stór- snjöil er ljóðmyndin af eyjunum sem koma „óboðnir gestir/ í heim- sókn til lands." Hið dularfulla sjónarhorn í myndinni við haustljóð Snorra Hjartarsonar gerir gæfumuninn hvað hana varðar. Sú mynd stelur engu frá hinni skýru ljóðmynd en tengslin á milli þeirra eru ljós. „Sjö skáld í mynd" er vel frá- gengin bók, með þeirri stóru und- antekningu að ein prentvilla hefur slæðst inn í hana. Það er auðvitað allt of mikið í svo viðkvæmum texta. Fyrir áhugafólk um Ijóðlist og alvörubókmenntir er fengur að þessari bók. Enginn veit sín örlög Bókmenntir Jenna Jensdóttir Evi Bögenæs Enginn veit sín örlög Margrét Jónsdóttir þýddi Brian Pilkington teiknaði kápu lounn, Reykjavík 1983 Bækur Evi Bögenæs eiga mikl- um vinsældum að fagna hér á landi. Þær sanna að hinar róm- antísku, gömlu ástarsögur eru furðu lífseigar. Sögur um ungu stúlkuna sem á sér draumaprins og honum verður væntanlegur eig- inmaður að líkjast. Ástarkvöl sem brennir vitundina, afbrýðisemi, alls konar óáran, sem sækir í sál- ina meðan hinn rétti er ekki kom- inn — allt þetta leggst jafnan eins og farg á ungu stúlkuna. Ekki bætir úr skák ef stúlkan er nú fest einhverjum, sem hún er í innstu hugsun sinni óánægð með, þá er vísast að tilvonandi tengdamóðir sé óþolandi persóna, sem hefur ekki lofað piltinum að slíta barnsskónum í öllum skilningi. Og þar af leiðandi verður tilvonandi tengdamóðir — svona í laumi — hæstráðandi í öllum hans orðum og gerðum. Allt bjargast þetta að lokum, því einhvers staðar í fjarska — stundum í nálægð — er annar ungur maður, venjulega læknanemi, eða læknir og hjá hon- um er að finna allt það er skapar sælu og öryggi fyrir framtíð ungr- ar stúlku. Og ekki skemmir það að piltur- inn sá er vanalega búinn að kvelj- ast lengri eða skemmri tíma af löngun til stúlkunnar. Stundum er leiðin til samvista löng og tárum stráð — en eins og rómantíkin mælir fyrir endar allt vel að lok- um. Þetta er nú að mestu lýsing á efni sögunnar Enginn veit sín ör- lög. En hún getur einnig verið nokkurs konar samnefnari fyrir allar bækur hins vinsæla höfund- ar. Fallegar, hugljúfar ástarsögur, sem táningsstelpur hafa virkilega gaman af að lesa — og þær eru víst ekki einar um það. Ágæt bók og frágangur góður. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Ekki blasir framtíðin björt við Arafat — en sýndi hann kænsku gæti hann þó styrkt stöðu sína Arafat Það var ekki mikil reisn yfir brottflutningi Yassir Arafats, yfirmanns Frelsissamtaka Palestínumanna og lios hans frá Trípólí í Líbanon. Svo gæti virst sem lánio og lukkan hefðu endanlega snúið baki við Arafat; hann hefur haldið linkulega um stjórnvöl samtakanna síðan ísraelar gerðu innrásina í Líbanon í fyrra og það hefur kostað miklar blóðsúthell- ingar, átök og hrylling, sem ekki þarf að orðlengja svo mjög sem allt þetta mál hefur verið í fréttum um langa hrío. Nú er því svo varið, að um þær mundir sem Abu Mousa, með liðstyrk Sýrlend- inga, hóf uppreisnina gegn for- ystuhlutverki Arafats innan PLO, mátti merkja að Arafat myndi ekki útiloka að samtökin viðurkenndu ísrael gegn ákveðn- um skilmálum. Yassir Arafat hefur orðið mun hófsamari í af- stöðunni til ísrael hin síðustu ár, kannski myndu sumir orða það svo, að hann hefði orðið raun- særri. En þetta er auðvitað kjarni málsins, því að meðal Palestínumanna eru fjölmennir hópar, sem vilja ekki í neinu hvika frá harðlínuafstöðu gagn- vart f srael. Og dyggilega studdir af Sýrlendingum virðast þessir menn nú hafa náð þeim áfanga að auðmýkja Arafat eina ferðina enn og telja það væntanlega svo djúpa og mikla auðmýkingu, að hann eigi sér ekki viðreisnar von. En menn skyldu ekki vanmeta styrk Arafats, þótt hann hafi ekki sýnt nægilega einbeitni og ekki tekist að tryggja stöðu sína. f reynd eru það hvorki landar hans, Palestínumenn, né ísrael- ar sem hafa kippt stoðunum undan valdi hans. Það eru hinir arabisku bræður hans, með Sýr- lendinga fremsta í fylkingunni. Hefði sá hörmulegi atburður ekki gerst í Jerúsalem fyrir nokkrum dögum, að sprengju var komið fyrir í strætisvagni með þeim afleiðingum að nokkr- ir biðu bana og um fimmtíu slös- uðust, er trúlegt, að ísraelar hefðu ekki gert neitt til að koma í veg fyrir að Arafat og menn hans kæmust á brott. Deildar meiningar voru um það, hvort PLO hefði staðið að þessu hryðjuverki, sem er hið alvarleg- asta um langan tíma. Sumir sjálfskipaðir talsmenn samtak- anna lýstu fjálglega yfir að sam- tökin hefðu látið koma sprengj- unni fyrir, aðrir talsmenn hörm- uðu atburðinn og sögðu hann hafa orðið fyrir tilverknað klofn- ingshóps sem reyndi að grafa undan samtökunum og veikja enn veika stöðu Arafats. Áður en þessi atburður gerðist var margt sem benti til að for- ystumenn ísraels og forystu- menn PLO væru undurhægt að þreifa fyrir sér með það, hvernig þeir gætu nálgast hvorir aðra og hvernig væri hugsanlegt að hefja einhvers konar samninga þeirra í millum. Þó að sú stað- reynd blasi við að Arafat hafi ekki orðið mikið ágengt — raun- ar ekki nokkurn skapaðan hlut — í því að endurheimta land- spildu af hinni fornu Palestínu, er ljóst af skrifum ísraelskra blaða upp á síðkastið, að þar hef- ur kveðið við annan tón þegar Arafat er annars vegar. Þó svo að fsrelar skilji það manna best, Shamir Assad að sundrung sé innan Frelsissamtakanna, liggur það fyrir, að Arafat er sá maður sem nýtur trausts og stuðnings þorra óbreyttra Palestínumanna, hvort sem þeir búa á Vestur- bakka Jórdanár eða í flótta- mannabúðum tvist og bast. Það er Israelum ljóst og þar sem hann hefur á varfærnislegan hátt reynt að nálgast ísraela hefur forystumönnum þar ekki blandast hugur um, að það væri við hann sem þyrfti að tala ef að því kæmi að þessir fornu fjendur reyndu að nálgast. ísraelar vita einnig að þrátt fyrir auðmýk- ingu sem Arafat hefur sætt og álitshnekki sem hann hefur beð- ið, jafnvel meðal óbreyttra Pal- estínumanna, er þó vitið meira að snúa sér að honum en Abu Mousa og sem ýmsir hafa kallað leikbrúðu Sýrlendinga. En inní þetta blandast auðvit- að fleiri þættir; þrálátur orð- rómur um alvarleg veikindi Assads Sýrlandsforseta hefur vakið óróa innan ísraels. ísrael- ar hafa á honum óþokka að vísu, en þeir hafa marglýst því yfir, að hvað sem segja megi um Assad sé hann um margt „verðugur og ærlegur andstæðingur". Ef hann er að hverfa frá völdum er eins víst að við taki valdastreita og ringlureið í Sýrlandi og það þýð- ir einfaldlega það, að ísraelar kynnu að telja sig knúða til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Sýrlendingum. Það hafa þeir viljað forðast í lengstu lög, og sama máli gegnir með Assad Sýrlandsforseta, þótt báðir aðil- ar hafi talað digurbarkalega á stundum. Sú óvissa og það óvissuástand sem nú ríkir í Sýrlandi og írak vegna stríðsins við íran gæti haft sín áhrif á framvindu mála. Það mætti segja að ekki væri á þá spennu bætandi, sem hefur verið í þessum heimshluta. En hún gæti átt eftir að versna enn. Brottflutningur Yassir Arafats er partur af því. En sumir þjartsýnismenn eru þeirrar skoðunar, að Arafat kunni ef til vill að geta stokkað spilin þegar hann er kominn í brottu frá Líb- anon og styrkt stöðu sína og jafnvel er talað um að þar myndu Jórdanir og Bandaríkja- menn veita aðstoð þótt það yrði ugglaust allt gert á bak við tjöld- in. Arafat getur hrósað happi yf- ir því að Begin er ekki lengur forsætisráðherra í ísrael. Þó að Shamir forsætisráðherra sé vissulega harður í horn að taka er hann ekki nándar nærri eins öfgafullur í skoðunum og fyrir- rennari hans. Hann er laginn að ná sínu fram með makki bak við tjöldin. Um það má deila hvort slíkt sé fagur og fríður eiginleiki. En hann gæti jafnvel átt eftir að koma Yassir Arafat til góða. En menn hafa líka bent á að Arafat verði að halda betur á málum en hann hefur gert, til að svo megi verða. (HeiroiMir: Kconomist, AP, Jerasilem Post o.n.) Jóhanna Krístjónsdóttir er blaða- madur á Morgunbladinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.