Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 32
Maybelline Mest seldu snyrtivörur í Ameríku. Fleiri orö eru óþört. Pétur Pétursson, hsildvsrzlun, Suöurgötu 14, símar 21020 — 25101. TIL DAGLEGRA NOTA FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Útflutningur iðnaðarvara óháður útflutningsleyfum Flugvélaríkveikjan á Keflavíkurflugvelli: Dæmdur til sjö ára erfiðisvinnu BANDARÍSKI sjóliöinn Mark R. Huxhold var síðastliöinn þriðjudag fundinn sekur um aö hafa kveikt í flutningaflugvél af geröinni C 118 1. október síðastliöinn á Keflavíkur- flugvelli. Hann var dæmdur til 7 ára erfiðisvinnu og brottrekstrar úr hernum. Mark R. Huxhold er 19 ára gam- all og hefur verið fluttur í fangelsi bandaríska sjóhersins í Fíladelfíu, þar sem hann verður hafður í haldi á meðan áfrýjunarréttur bandaríska sjóhersins fjallar um mál hans. Áhrif greiðslukorta á verslun: Kaupmenn merkja ekki söluaukningu SVO virðist sem spáin um kaup- æöið, sem margir bjuggust við að skylli á eftir þann 20. með til- komu greiðslukortanna, ætli ekki að rætast. Samkvæmt reglum um greiðslukort þurfa handhafar þeirra ekki að greiða vörur, sem keyptar eru eftir 20. þessa mán- aðar, fyrr en í febrúar. Þrátt fyrir greiðslufrestinn var ekki hægt að merkja söluaukningu á viðbrögö- um kaupmanna. Morgunblaðið hafði sam- band við átta mismunandi verslanir við Laugaveginn í Reykjavík og í aðeins einni þeirra sagðist viðmælandi blaðsins geta merkt söluaukn- ingu. Hana væri þó ekki hægt að tengja beint tilkomu greiðslukortanna. Á hinum stöðunum sjö var viðkvæðið það sama. Verslunin svipuð og við mætti búast á þessum árstíma og ekki væri neinn verulegur kippur merkj- anlegur. „VIÐ erum að sjálfsögðu ánægðir með þessa breytingu. Hún er einn liðurinn í stærra máli, sem er að einfalda alla útflutningsskjala- gerðina,“ sagði Víglundur l>or- steinsson, formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda, í samtali við Mbl. í tilefni þess, að viðskipta- ráðuneytið hefur gefið út auglýs- ingu, þar sem kveðið er á um, að útflutningur á íslenzkum iðnað- arvörum skuli undanþeginn út- flutningsleyfum. Víglundur sagði einkennandi fyrir iðnaðarvöruútflutninginn, að útflytjendur væru margir og sendingar væru smærri, en þeg- ar um stórútflutning, eins og fiskútflutning væri að ræða. „Þessi breyting léttir og auð- veldar því alla útflutnings- starfsemi. Pappírsvinna og skriffinnska minnkar verulega," sagði Víglundur Þorsteinsson ennfremur. í fréttatilkynningu viðskipta- ráðuneytisins segir, að allar al- mennar iðnaðarvörur falli undir þessa auglýsingu og séu því óháðar útflutningsleyfum. Hins vegar sé útflutningur á skinnum og húðum áfram háður útflutn- ingsleyfum. „Ráðuneytið mun áfram hafa eftirlit með útflutningi þessara vara og getur krafið útflytjend- ur um þær upplýsingar, sem það óskar, um allt er varðar sölu og útflutning þeirra," segir í frétta- tilkynningu ráðuneytisins. Þá kemur fram í fréttatilkynning- unni, að vegna sérákvæða í lög- um um lagmetisiðnað nái þessi breyting ekki til útflutnings á lagmeti. Breyting þessi nær síðan ekki til almenns útflutnings á sjávar- afurðum og landbúnaðarafurð- um. Veruleg aukning á fiskflutningum FERSKFISKFLUTNINGAR með flugvélum til útianda hafa aukizt verulega á undanfórnum misserum. Að sögn Sæmund- ar Guðvinssonar, fréttafulltrúa Flugleiða, voru flutt 1.072,2 tonn á tímabilinu janúar til október sl., en til samanburðar voru flutt samtals 531,6 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 101,7%. ALLMARGAR verslanir höfðu auglýst opið til kl. 22.00 í gær- kvöldi, þrátt fyrir reglugerðir um leyfilegan afgreiðslutíma til kl. 20.00. Þar á meðal voru versl- anirnar Víðir, Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og Karnabær í Austurstræti, en eftir að viðvör- un hafði borist um að lögreglan mundi loka verslununum kl. 20.00 afréðu kaupmenn að loka sjálfir á þeim tíma. Eða eins og einn verslunarstjóri Karnabæj- ar orðaði það eftir að lögreglu- tilmælin höfðu borist: „Mánað- armerki Karnabæjar er „áfram miðar í anda friðar" þannig að við höldum friðinn og lokum sjálfir klukkan átta.“ Meðfylgj- andi mynd var tekin við verslun- ina Víði um áttaleytið og eins og sjá má var ekki vænlegt fyrir jólasveinana, frekar en aðra að komast þar inn. Verzlanir opnar til kl. 23 Byggingarvísitala hækkaði um 55,1% frá upphafi til loka árs: Meðaltalshækkunin á árinu er um 70,8% Hækkun framfærsluvísitölunnar væntanlega um 76,6% Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 55,1% frá upphafi til loka ársins, var 1.482 stig í upphafi árs, en nú í lok ársins er hún 2.298 stig. Hallgrímur Snorrason, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, sagði í samtali við Mbl., að útreikn- ingur vísitölu byggingarkostnaðar væri miðaður við verðlag um miðjan hvern mánuö, eða 15. desember til 15. desember í þessu tilviki. Meðalhækkun vísitölu bygg- ingarkostnaðar á árinu var 70,8%. Að sögn Hallgríms eru sambæri- legar tölur fyrir síðasta ár 63% hækkun frá upphafi til loka árs og 56,2% meðalhækkun á árinu. „Verðbólgan fór vaxandi fram eft- ir öllu síðasta ári og hélt áfram að vaxa fram á mitt þetta ár. Síðan hefur hins vegar dregið umtals- vert úr henni, eins og kunnugt er. Það er skýringin á þeim mikla mun, sem er milli hækkunar frá upphafi til loka árs og meðaltals- hækkun milli ára.“ Að sögn Hallgríms er tólf mán- aða hækkun framfærsluvísitöl- unnar frá desember til desember 76,6%. „Við reiknuðum síðan með, að hækkunin frá upphafi til loka árs verði mjög svipuð þessu. Með- alhækkunin á árinu verður um 84%. Til samanburðar við þessar tölur var hækkunin frá desember til desember 59,8% og hækkunin frá upphafi til loka árs 59,2%. Meðalhækkun framfærsluvísitöl- unnar á síðasta ári var 51%. ’ Sæmundur Guðvinsson sagði að langstærstur hluti fisksins hefði farið til Bandaríkjanna, en eitthvað hefði farið til ýmissa Evrópulanda. Fiskurinn er frá fjölmörgum framleiðendum hér innanlands. „Annars hafa vöruflutningar okkar gengið mjög vel á þessu ári. Fyrstu tíu mánuði ársins jukust þeir um 83,7% á Norður- Atlantshafinu, en stóðu nokk- urn veginn í stað á Evrópuleið- um, en við höfðum gert ráð fyrir nokkrum samdrætti þar, með hliðsjón af efnahagsástandinu almennt. Samdráttur hefur að vísu orðið í innflutningi, en hin mikla aukning í útflutningi hef- ur vegið það upp,“ sagði Sæ- mundur Guðvinsson. Samningafund- ur ASÍ og VSÍ á fimmtudag Samninganefndir Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitend- asambands íslands komu saman til fundar í gærdag. Málin voru reifuð, en ekki fékkst niðurstaða. Ákveðið var að koma saman til fundar að nýju nk. fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.