Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983
Finnsku vöruskiptakartöflurnar:
5—15% dýrari
en bjóðast ann
arsstaðar í dag
ÚTIMARKAÐUR verndaða vinnustaöarins í Hrísalundi, sem rekinn er frá Vistheimilinu Sólborg, stendur þessa
dagana á göngugötunni á Akureyri. Þar selja þroskaheftir ýmiss konar varning, sem þeir hafa unnið í vetur, svo
sem bastvörur, kerti og ýmislegt fleira. Er þarna um mjög vandaða vinnu að ræða, enda mikil aðsókn í hluti sem
þar eru á boðstólum.
Frumvörp til fjárhagsáætlana fyrir árið 1984:
Útsvör í Hafnarfirði
lækki úr 11,88% í 10,5%
Áfram 10,5 á Seltjarnarnesi, fasteignagjöld lækka
„ÞAÐ ER algengt að aðrir aðilar sjái
um innflutning kartaflna, sérstak-
lega þegar um kaup frá austurblokk-
inni er að ræða. Heildsalar hafa oft
haft milligöngu um innflutning það-
an. I þessu tilviki eru kaupin tengd
sölu dilkakjötsins sem Sambandið
hefur með að gera og svo koma
skipamálin þarna inní; ég reikna
með að þeir flytji þetta sjálfir,“ sagði
Gunnlaugur Björnsson forstjóri
Grænmetisverslunar ríkisins í sam-
tali við Morgunblaðið er hann var
inntur eftir því hvort það væri ekki
óalgengt að aðrir aðilar en Græn-
metisverslunin sæu um innflutning
kartaflna, en, eins og sagt var frá
hér í blaðinu á fimmtudag, hefur SÍS
milligöngu um innflutning kartaflna
frá Finnlandi sem keyptar voru í
skiptum fyrir íslenskt dilkakjöt.
Gunnlaugur sagði, að Grænmet-
isverslunin væri raunverulegur
kaupandi kartaflnanna, enda
dreifingaraðili þeirra hér á landi,
en SÍS fengi sín umboðslaun með
samningum við seljandann úti.
Aðspurður um verð kartaflnanna
sagði Gunnlaugur að þær væru
5—15% dýrari eftir sendingum,
hingað komnar, miðað við þær
kartöflur sem Grænmetisverslun-
in hefði verið að kaupa að undan-
förnu annars staðar frá. Sagði
hann að Grænmetisverslunin
hefði sett þau skilyrði að þær
SALA lceland Seafood, dótturfyrir-
tækis Sambandsins í Bandaríkjunum
fyrstu II mánuði ársins nemur 112,9
milljónum dollara eða rúmlega 3,2
milljörðum íslenzkra króna. Á sama
tíma í fyrra nam salan 92,1 milljón
dollara. Er það aukning, sem nemur
22,6%. í magni nemur salan 39.100
lestum en á sama tíma í fyrra var hún
væru keyptar á svipuðu verði og
aðrar kartöflur. Við samanburð-
inn þyfti að hafa það í huga að
búist væri við hækkun kartafln-
anna eftir því sem á veturinn líð-
ur, en finnsku kartöflurnar koma
til landsins í janúar, febrúar og
mars.
Aðspurður hvort útboð færi
fram á flutningi þessara kartaflna
eins og við kaup á kartöflum fyrr í
vetur, sagði Gunnlaugur að svo
væri ekki. Grænmetisverslunin
keypti þessar kartöflur hingað
komnar og verðsamanburðurinn
færi fram á cif-verði þeirra þann-
ig að lækkun flutningsgjaldanna
fyrr í vetur kæmi óbeint til góða
við þessi kaup nú. Finnsku kart-
öflurnar eru af „rekord", „sabina"
og „binté" tegundum sem Gunn-
laugur sagði að væru svipaðar að
gæðum og þær kartöflur sem nú
væru á markaðnum, samkvæmt
þeim sýnishornum sem komið
hefðu. Gunnlaugur sagði einnig að
með kaupum á þessum finnsku
kartöflum væri séð fyrir kartöflu-
neyslu landsmanna fram til vors
og þá sagðist hann vonast til að
hægt yrði að fá nýjar kartöflur,
jafnvel á lægra verði en nú væri
hægt að fá þær á. Þessi 2100 tonn
sem keypt hafa verið af Finnum
kosta 3.787 þúsund norskar krónur
sem samsvara 14 milljónum ís-
lenskum.
32.200 lestir. Nemur sú aukning
21,4%.
Guðjón B. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að birgðastaðan í þorskafurðum
væri í lægra lagi en öðrum afurð-
um nokkuð eðlileg. Birgðir af
Útsvarsprósenta í frumvarpi til
fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar
fyrir árið 1984 er 10,5% en hún var í
ár 11,88%. Þá er og reiknað með
þorskflökum væru í lágmarki en
birgðir af þorskblokk eðlilegar, það
er, dygðu til að fleyta fyrirtækinu
yfir það tímabil, sem minnst fram-
leiðsla er hér heima, það er í des-
ember og janúar. Ekki væru neinar
umframbirgðir hjá fyrirtækinu.
Hann taldi að fyrirtækið gæti selt
meira af fiski fengist hann að |
heiman og þá helzt meira af
þorskflökum.
Aðspurður um það hvort verð-
lækkun á fimmpunda pakkningum
af þorski hefði skilað sér í sölu-
aukningu, sagði Guðjón, að erfitt
væri að svara því beint. Skoðun
hans væri óbreytt í því, að lækkun
hefði verið óhjákvæmileg ráðstöf-
un til að koma í veg fyrir áfram-
haldandi minnkandi markaðshlut-
deild íslands á þessum markaði.
Verðmunurinn hefði aldrei verið
orðinn meiri og lækkun því óhjá-
kvæmileg. Það þyrfti ekki snjallan
reiknimeistara til að sjá, að með
því að selja vöruna nokkuð eftir
hendinni, þó það kostaði eitthvað
lægra verð, væri það hagkvæmara
en að liggja með vöruna mánuðum
saman. Vextirnir einir væru fljótir
að éta upp mismuninn.
Þá sagði Guðjón, að hann myndi
varla eftir harðari verðsamkeppni
á þessum markaði og því miður
hefði neyzla dregizt heldur saman
á síðustu tveimur árum í stað þess
að aukast eins og menn hefðu von-
azt til. Hann væri þó heldur bjart-
sýnn á það, að næsta ár gæti orðið
hagstætt. Mikil vinna hefði verið
lögð í kynningu nýrra afurða, 49
tegundir alls og vonir stæðu til að
hún skilaði sér fljótlega í aukinni
sölu.
lækkun á fasteignagjöldum. í frum-
varpi til fjárhagsáætlunar Seltjarn-
arness er reiknað með að útsvars-
prósentan verði áfram 10,5%. Þar er
og áætlað að gefa hæsta leyfilega
afslátt á fasteignagjöldum íbúðar-
húsnæðis, þ.e. 25% í stað 20% eins
og nú er.
Fasteignagjöld í Hafnarfirði
eru áætluð 0,4% á árinu 1984, þau
eru nú 0,421%. Á atvinnuhúsnæði
eru þau áætluð 1% í stað 1,15%
eins og nú er. Á Seltjarnarnesi er
áætluð álagning fasteignagjalda á
íbúðarhúsnæði 0,375% í stað 0,4%.
Er með því gefinn hæsti leyfilegi
afsláttur, þ.e. 25%, en í ár nam
hann 20%. Fasteignagjöld á at-
vinnuhúsnæði verða áfram 1%.
Fyrsta umræða um frumvarp til
fjárhagsáætlunar Seltjarnarness
fór fram í fyrradag. Niðurstöðu-
tölur fjárhagsáætlunarinnar eru
liðlega 73 millj. kr. að sögn Sigur-
geirs Sigurðssonar bæjarstjóra á
Seltjarnarnesi, sem er um 45%
hækkun frá síðasta ári. Sigurgeir
sagði ennfremur, að á komandi ári
yrði aðaláherslan lögð á að lag-
37 ÁRA gamall starfsmaður ís-
bjarnarins í Reykjavík hefur verið
úrskurðaður í gæzluvarðhald fram
á aðfangadag að kröfu Rannsókn-
arlögreglu ríkisins vegna rann-
sóknar á mointum stuldi á fiski úr
frystihúsinu.
Forráðamenn Isbjarnarins
fóru fram á við RLR að meintur
þjófnaður á fiski yrði rannsak-
aður og beindist grunur að
starfsmanninum. Þá krafðist
RLR í gær gæzluvarðhalds yfir
38 ára gömlum manni, sem
grunaður er um að hafa keypt
fiskinn, en Sakadómur hafði
ekki tekið afstöðu til kröfunnar
í gærkvöldi. Rannsóknin beinist
meðal annars að því að kanna
hvort fiskurinn hafi verið seldur
úr landi, en grunur leikur á að
svo sé.
færa slæma fjárhagsstöðu bæjar-
ins, þannig að framkvæmdir yrðu
litlar. Eignabreytingar myndu
lækka í krónutölu og eins framlög
til verklegra framkvæmda. Þá
sagði Sigurgeir að haldið yrði
áfram að gefa elli- og örorkulíf-
eyrisþegum afslátt af eigin íbúð-
arhúsnæði.
Frumvarp til fjárhagsáætlunar
Hafnarfjarðar fyrir árið 1984 var
lagt fram á fundi bæjarráðs í gær.
I frumvarpinu er reiknað með, að
sameiginlegar tekjur ársins 1984
verði 268,8 millj. kr. Rekstrargjöld
eru 233,2 millj. kr. Útgjöld til
eignfærðrar fjárfestingar eru
áætluð 41,9 millj. kr., á móti koma
17,7 millj. kr. sem framlög ríkis-
sjóðs.
Einar Halldórsson bæjarstjóri
Hafnarfjarðar sagði í viðtali við
blm. Mbl. í gær, að bæjarsjóður
stæði nú þokkalega. Bærinn væri
vel staddur hvað varðar áhvílandi
skuldir og því vildu menn koma til
móts við bæjarbúa á þrengingar-
tímum og láta þá njóta þessarar
stöðu.
Starfsmaður ísbjarnarins er
grunaður um að hafa selt að
minnsta kosti tvö tonn af fiski,
einkum ýsuflök, sem höfðu verið
unnin til útflutnings. Tveir
menn voru í yfirheyrslum hjá
RLR í gærkvöldi vegna rann-
sóknar málsins.
Strokufangi
gómaður
MAÐUR sá sem strauk úr hegn-
ingarhúsinu á Skólavörðustíg í
síðustu viku náðist í gær. Hann
hafði verið úrskurðaður í gæzlu-
varðhald að kröfu Rannsóknar-
lögreglu ríkisins vegna síbrota.
Brauð handa hungruðum heimi:
Lokaátakið
verður í dag
SÉRSTAKT átak veróur gert í dag
í Landssöfnun lljálparstofnunar
kirkjunnar, Brauó handa hungruó-
um hcimi. Um sex milljónir króna
hafa þcgar safnast en Hjálpar-
stofnunin býst vió aó fjölmargir
vilji gera skil í dag og hafa verió
geróar sérstakar ráóstafanir til aó
auóvelda fólki aó koma af sér
baukum og framlögum.
í Reykjavík verða söfnunarbíl-
ar við stórverslanir og á Lækj-
artorgi. Einnig verða söfnunar-
bílar í miðbæ Akureyrar, ísa-
fjarðar og Keflavíkur. Söfnunar-
bauka verður vitjað á heimilum
m.a á Grundarfirði, Flateyri,
Eskifirði, Reyðarfirði og Rauf-
arhöfn.
Milli kl. 18 og 21 í kvöld mun
kirkjan á öðrum þéttbýlisstöðum
hafa opna móttöku á söfnunar-
baukum og framlögum, annað-
hvort við kirkjudyr eða við versl-
anir.
Fermingarbörn og æskulýðs-
félög kirkjunnar ásamt fjöl-
mörgum sjálfboðaliðum aðstoða
við söfnunina og móttöku söfn-
unarfjár, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Hjálparstofnun kirkj-
unnar.
Iceland Seafood Corporation:
22,6% söluaukning
það sem af er árinu
Gætum selt meira af þorskflökum, fengjust
þau að heiman, segir Guðjón B. Ólafsson
Fiskhvarf úr ísbirninum
til rannsóknar hjá RLR
Starfsmaður úrskurðaður í gæzlu og krafa
sett fram um gæzlu yfir 38 ára gömlum manni