Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 15 Sprengjuleit Lögreglumaður í London rannsakar skjalatösku, sem sprengd var í loft upp fyrir utan Hilton-hótelið í London þar sem grunur lék á að í henni fælist tímasprengja. Taskan fannst yfirgefin við hótelið og var óttast að þar væri um sprengju að ræða. Tölvusmygl alþjóðahrings upprætt? Settu steinsteypuklump í stað leysitækjanna Denver, ('olorado, 22. desember. AP. TOLLVERÐIR hafa við rækilega leit í fyrirtæki í V-Þýskalandi fundið skjöl, sem sanna að það tengist al þjoðlegri áætlun um að flytja há- þróaðan bandarískan tæknibúnað á leynilegan hátt til Sovétríkjanna. Upp um áætlunina komst er bandarísk yfirvöld settu 700 kílóa steypuklump í stað leysigeisla- tækja í stóran kassa og fylgdust með flutningum á honum. Hafnaði kassinn að endingu hjá fyrirtæki í Míinchen, sem ber nafnið Science- care. Þaðan átti hann að fara til Moskvu. Við yfirheyrslur yfir tveimur mönnum, sem handteknir voru í Colorado á þriðjudag og grunaðir eru um að eiga aðild að umrædd- um alþjóðasamtökum, kom m.a. fram, að tollverðir hefðu leikið á þá er þeir stöðvuðu upprunalegu sendinguna og sendu þess í stað steypuklumpinn úr landi. Verði mennirnir sekir fundnir eiga þeir yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi og 150.000 dollara sekt hvor um sig. Nokkurs konar jólasaga frá Ohio: Makalaus atburðarás vegna jólatréskaupa Kolumbus, Ohio, 22. desember. Frá Óla Erni Andreassen, frétUriUra Mbl. HÉR ER sagan, sem allir voru að tala um í Newark, Ohio; nokkurs konar jólasaga. Hjónin höfðu verið að undirbúa jólin eins og milljónir annarra hér vestanhafs og keyptu sér jólatré, sem var þannig frágengið, að greinarnar voru bundnar upp. Tréð settu þau inn í stofu og á meðan húsbóndinn brá sér í steypibað tók eigin- konan til við að losa umbúðirnar af trénu. Þá gerðist það. Þegar losna tók um greinarnar vissi eiginkonan ekki fyrr til en snákur tók að liðast út úr greinun- um. Eðlilega rak frúin upp skaðræðisöskur og bóndinn kom æðandi, kviknakinn og rennblautur úr steypibaðinu, til þess að komast að því hverju óhljóðin sættu. Er hann kom í stofuna var eiginkonan á bak og burt, hafði leitað skjóls í næsta herbergi. Snákur- inn hafði líkast til ekki orðið síður skelkaður og skriðið undir sófann. Vopnaður priki og með hand- klæði um sig miðjan réðst húsbóndinn til atlögu gegn snáknum. Sem hann var í miðjum aðgerðum bar heimil- ishvuttann að. Hefur hann vafalítið talið hús- bónda sinn hafa bryddað upp á nýjum leik og var aldeilis til í tuskið. Áður en húsbóndinn varð hans var náði hvutti að bíta hann í afturendann. Ekki var að sökum að spyrja: það steinleið yfir heimil- isföðurinn, sem taldi snákinn hafa verið þarna að verki. Þegar hér var komið sögu hafði frúin loks kjark i sér til að fara aftur inn í stofuna. Er þangað kom sá hún mann sinn liggjandi á gólfinu og ályktaði, að hann hefði fengið hjartaáfall. Hringdi sam- stundis á sjúkrabifreið, sem kom að vörmu spori. Þegar verið var að bera manni,... út tóku burðar- mennirnir skyndilega eftir snáknum á gólfinu. Þeim brá svo illilega, að þeir misstu börurnar. Við fallið brotnaði annar handleggur húsbóndans. Eftir þessa reynslu er víst áreiðanlegt að a.m.k. ein fjölskylda í Newark lætur það ógert að kaupa barrtré um næstu jól. RAFEEKJAD H HEKLAHF w a ¦ Laugavegi 170-172 Slmar 21240-11687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.