Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 19 Apavatn: Athugasemd frá tveim hreppsnefndarmönnum TVEIR hreppsnerndarmenn í Laugardalshreppi hafa óskað eftir birtingu á eftirfarandi athugasemd vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag um tillögu, er lögð var fram á kynningarfundi um fyrirhugaða fiskeldistöð Laugarlax hf. við Apavatn: .1. Þar sem við teljum fréttina villandi viljum við að tillagan sé birt í heild sinni. 2. Það er ekki rétt, sem fram kemur að hreppsnefnd hafi lagt tillöguna fram. Hún var lögð fram af okkur tveimur án þess að hreppsnefnd fjallaði um hana. Hins vegar töldum við, og teljum, að hún sé mjög í anda og stefnu hreppsnefndar frá upphafi, sem lagt hefur á það höfuðáherslu, að frárennsti frá stöðinni geti ekki valdið tjóni á veiði í vötnunum. 3. Báðir aðilar, þ.e. bændur við Apavatn og stjórn Laugarlax hf., lýstu ánægju sinni með að þessi tillaga kom fram. Tillaga á kynningarfundi um laxeldistöð í laugardalshreppi 15. desember 1983 um að: 1. Frárennsli stöðvarinnar, að fengnu samþykki Hollustuverndar ríkisins og veiðimálastjóra, geti runnið i hvort vatnið sem er, Apa- vatn eða Laugarvatn. 2. Veiðimálastofnun ríkisins skal árlega ákveða í hvort vatnið (Laugarvatn eða Apavatn) frá- rennsli stöðvarinnar á að fara. 3. Strangt eftirlit sérfræðinga á vegum ríkisins skal vera með báð- um vötnunum (Laugarvatni og Apavatni). 4. Rekstrarleyfi stöðvarinnar skal vera til eins árs í senn næstu fimm árin enda liggi fyrir álit sér- fræðinga og veiðimálastofnunar ríkisins hverju sinni. 5. Fundurinn er því meðmæltur, að ef veiðifélag verður stofnað við vötnin, fái félagið, ef það óskar þess, einn fulltrúa í stjórn Laug- arlax hf., enda stangist það ekki á við lög og reglur hlutafélaga." Friðgeir Stefánsson, Laugardalshólum. Árni Guðmundsson, Böðmóðsstöðum. Aths. ritstj. Rétt er að það komi fram, að upplýsingar um að tillagan væri frá hreppsnefnd eru frá oddvita Laugardalshrepps komnar. Siglufjörður: Guðrún Jónsdóttir afla- hæsti rækjubáturinn SiglufirAi. 22. desember. MIKIL vinna hefur verið hér að undanförnu og er enn. Til 7. desember síðastliðins hefur verið landað hér 464 lestum og 714 kflóum af rækju og hefur vinnslan gengið vel. Þá hafa togarar landað hér samtals 7.549 lestum af fiski fyrstu 11 mánuði ársins. Aflahæstu rækjubátarnir eru: Guðrún Jónsdóttir SI með rúmar 89 lestir, Gissur Hvíti ÓF með tæpar 70 lestir, Þorleifur EA með rúmar 68 lestir, Sænes EA með rúmar 66 lestir, Áskell ÞH með rúmar 48 lestir, Kópur VE með rúmar 48 lestir, Árni ÓF með rúmar 24 lestir og Guðmundur Ól- afsson ÓF með rúmar 15 lestir. Aðrir bátar eru með um 31 lest samtals. Eitthvað hefur verið landað af rækju síðan 7. desember. Fyrstu 11 mánuði ársins hefur Stálvík landað hér 2.484 lestum í 26 veiðiferðum, Sigluvík 2.482 lest- um í 24 veiðiferðum, Siglfirðingur 1.683 lestum í 21 veiðiferð og Haf- þór 945 lestum í 9 veiðiferðum. Auk þessa hefur Sigluvíkin landað 78 lestum erlendis, Hafþór 97 og Siglfirðingur 186,4. Þá hefur Sigl- firðingur landað 50 lestum á Skagaströnd. Sigluvíkin landaði hér í gær um 90 lestum af þorski og Stálvík er væntanleg hingað á morgun með góðan afla. Fréttaritari Aðeins kr. Tölva með sólarrafhlöðum sem endast ævilangt Þetta er mjög vel hönnuð reiknivél, sem hefur alla algengustu reiknimöguleika. Jólagjöfin sem reiknað er með. Skipholti 19, sími 29800 ING0LFUR A HELLU Umhverfi oq ævístan • • Ondvegisrit • í bókinni er sagt frá því hvernig Viöreisnarstjórnin starfaöi af manni, sem sat í stjórninni allan valdatíma hennar. • Ingólfur segir frá kynnum sínum af Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni, Jóhanni Hafstein, Gunnari Thoroddsen, Geir Hallgrímssyni og mörgum öörum. • Hvaö segir Ingólfur á Hellu um deilurnar milli Gunnars og Geirs og deilur sjálfstæö- ismanna í Suourlandskjördæmi? • Ævisaga Ingólfs á Hellu er öndvegisrit, sem á erindi til allra áhugamanna um stjórnmál og sögu, fróöleiksnáma um stjórnmálabaráttuna á íslandi síöustu áratugi Barónsstíg 18, sími: 18830. 4f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.