Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 27 Þegar pabbi dó Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson Þegar pabbi dó Höfundur: Guðrún Alda Harðardótt- ir. Kápa og myndskreyting: Tryggvi Tryggvason. Prentverk: ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Hasla hf. 6 ára drengur missir föður sinn í slysi. Bókin greinir frá viðbrögð- um hans, mömmu og systur, afa og ömmu. Þau kafa myrkrahylinn, fjötruð af sorginni, en ná síðan landi í Ijósuhlíðar lífsins á ný. Höfundur segir þessa sögu mjög vel, og það er þakkarvert að þetta efni skuli tekið til meðferðar. Spurnir barna um dauðann geta verið á margan veg, og oft standa fullorðnir ráðvilltir gagnvart þessum spurnum. Bókin er tilraun til þess að hefja slíka umræðu, gera hana eðlilega, auðveldari. Allt, sem höfundurinn segir, segir hann vel, lýsir sveiflum drengsins milli ótta, reiði og sakn- aðar, en eg sakna þess sáran, að hann skyldi ekki skrifa bókina lengri, leyfa drengnum að brjóta um það heilann, hvert hinir dánu tara, hvernig þeir geti fylgst með okkur hér, án þess við sjáum þá eða skynjum. Það er þessum spurnum sem eg hefi séð fullorðið fólk eiga erfiðast með að svara. Og litlir drengir og litlar hnátur vilja vita, fyrst þau hafa ekki pabba eða mömmu hjá sér lengur, hvað um þau varð. Eru þau uppi í kirkju- garði, eða annars staðar? Myndir Tryggva eru mjög góðar og falla ágætlega að efni. Prentun og allur frágangur mjög góður. Hafi höfundur og útgáfan kæra þökk fyrir ágætisbók. Kærkomnar jólagjafir Feröatöskur — Picnictöskur Skjalatöskur — Snyrtitöskur v E R ZLUN l'N geísíp; yynfijn HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI Glæsilegar trévörur til jólagjafa Gluggaskraut kr. 250.- Serviettustatif kr. 270.- 3431 3432 Salatáhöld kr. 243.- settíö. Upptakarasett kr. 273.- settið. Brauökassi Kr. 396.- Uppþvottagrind stærri kr. 220.- minni kr. 185.- Kassettu- geymsla kr. 290.- Körfustólar fyrir börn Kr. 790.-, kr. 790.-, kr. 790. Furunáttborö kr. 2.220.- Furukollur kr. 770.- Setjarahilla kr. 288.- GLEÐILEG JÓL Massift furuskrifborð 120x63 kr. 4.900.- Skrifborðsstóll kr. 1.580.- Skrifborðslampi kr. 1.238.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.