Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 224. Víkingur Guðmundsson á Akureyri hefur orðið öðru sinni. Hann segir í framhaldi af bréfi sem að hluta birtist í síðasta þætti: „En sláum á léttari strengi. Jólaundirbúningur er hér í fullum gangi sem annarstaðar. Konur voru hér með málshætti og þar var í orðið „örvhentur". Um var rætt hvernig það skyldi skrifa. Ég vildi halda því fram að orðið væri „ör/ventur“ og þýddi: snýr öfugt við aðra. Þeir sem þannig eru, hafa oft svipaða hneigingu til að nota vinstri fót þegar þeir vanda sig. Varla eru þeir þó taldir örvfættir. Hvað finnst þér? Forskeytið ör getur bæði verið jákvætt og neikvætt, sbr. ör- smár og öreigi. Mitt málskyn segir mér að rétt sé að segja örventur, en örv/hendur á ég bágt með að skiija hvernig er myndað. Það er þó sú mynd sem er gefin í orðabók Árna Böðvarssonar." Hér grípur umsjónarmaður fram í fyrir bréfritara, því að honum finnst þetta hið merk- asta viðfangsefni, en fyrst vek- ur hann athygli á næmu mál- skyni Víkings. Það lýsir sér t.d. í því að segjast hafa hneigingu til, ekki tilhneigingu til. Rétt er það að orðabók Menningarsjóðs (Árna Böðv- arssonar) gefur myndina örv; hendur, einnig örvhentur. í Blöndalsorðabók eru hafðar myndirnar örvhendur og örf- hendur. Athyglisvert er, sbr. skýringartilgátu Víkings, að í orðabók Fritzners er myndin örvendr, dæmi úr Fornbréfa- safni og Flateyjarbók. Flateyj- arbók yar skráð á 9. tug 14. aldar. í upprunaorðabók Jans de Vries eru bæði orðmyndirnar örvendr og örvhendr, hin síðri einnig í hinni miklu bók dr. Al- exanders Jóhannessonar. Skýr- endur greinir á. Mér sýnist að fleiri geri ráð fyrir að til hafi verið orðið örvhönd = vinstri (verri) hönd, og væri örvhendur þá dregið af því orði. I því sam- bandi er vitnað í gotnesku arwjo = árangurslaust og forn- ensku geærwe = öfugur, rangur, vondur. í þessum skýringum er sem sagt alltaf gert ráð fyrir því að samsett sé af orðinu hönd, en vinstri höndin var ekki eins góð og sú hægri. Hæg- ara. (auðveldara) var að at- hafna sig með henni. En ekki eru allir á þessu. Til eru þeir skýrendur sem haft hafa sömu hugmyndir og Vík- ingur Guðmundsson nú. Ture Johannesson kenndi, eins og Víkingur; að ör væri hér for- skeytið, neitandi forskeyti eins og í örbirgð, öreigi og örvænting. Síðari hluti orðsins væri með v-i frá upphafi, vendur væri dregið af venda (wandjan) = snúa, og örvendur þá = sá sem snýr öfugt. í síðari tíma máli væri h komið inn fyrir alþýðu- skýringu, þar sem reynt væri, annars vegar vegna skilnings- skorts á uppruna orðsins og hins vegar vegna merkingar þess, að tengja það við orðið hönd. Ég er ekki maður til að dæma um þetta allt, hins vegar þekki ég mætavel orðið örvfætt- ur, myndað í líkingu við örv- hendur, enda hef ég sjálfur myndast við að sparka bolta með vinstri fætinum. Gefa skal Víkingi orðið enn: „Ekki get ég lokið þessu bréfi án þess að nöldra svolítið út af málfari okkar margsiglda fjöl- miðlafólks og fyrirmanna þjóð- arinnar. Það er fremur ógeð- fellt fyrirbæri þegar erlend setningaskipan er notuð með íslenskum orðum, íslensk orð sett beint í staðinn fyrir erlend og erlend málblóm tekin beint inn í íslenskuna og notuð þar í algjöru óhófi. Nú er svo komið að sárfáir íslendingar svara beinni spurningu öðruvísi en að byrja á a segja: „Ég mundi segja" (I would say). Þetta gæti svo sem gengið ef spurningin væri á þessa leið: Hverju mundir þú svara ef þú værir spurður? Þá er annað. Spyrjandi ber fram spurningu. Sá sem svar- ar, byrjar venjulega á þessa leið: Þetta var góð spurning (this is að good question), þó oft með svolitlum tilbrigðum, erfið spurning, tímabær spurn- ing o.s.frv. Nú er mikið rætt um fiskinn þáttur og alltof margir tala um að bæta gæðin (make better qual- ity). I frumvarpi um fiskmat segir: Unnið skal að bættum gæðum. Það er orðin undan- tekning ef heyrist í manni sem talar um aukin gæði og bætta meðferð." Umsjónarmaður grípur hér enn fram í fyrir Víkingi. í sjón- varpinu 19. des. talaði ráðu- nautur um góó kjötgæði, enda vildu sumir koma þvílíku kjöti í stjörnuflokk, eins og nærri má geta. Víkingur enn: „Þá er ég mjög óhress með orð eins og stærðargráðu, pró- sentustig, fjölmennar kirkjur o.m.fl. (Innskot umsjónar- manns: Frægt var á sínum tíma, þegar sagt var að fjöl- mennir öskuhaugar hefðu verið í Svíþjóð.) Ég hef hneigingu til að það sé dansk- og þýskmenntað fólk sem notar sögnina að koma, í tíma og ótíma. Fjallað var um þýskan stjórnmálamann og sagt: Hann kemur úr Kristi- lega demókrataflokknum. Heyrt hef ég spurt um ætt og uppruna manna með þessum orðum: Hvaðan kemur hann? = Hvaðan er hann? Og nú kemur útvarpsefnið frá Akureyri og veðrið versnar þegar kemur fram á daginn. Sögnin að koma er íslensk, en notkunin er ekki alltaf íslensk. í lokin: Nokkur kryddyrði úr ríkisfjölmiðlunum: „Er löngu búið að renna sér til húðar" og „það er nú svo með söguna að hver skilur hana með sínu nefi“. Enn gerir umsjónarmaður innrás i mál Víkings. Auðvitað eru hér „skemmtileg" dæmi um samruna (contamination). Eitthvað rennur sitt skeið, og annað gengur sér til húðar. Má vera að ég skýri það seinna. Þá syngur hver með sínu nefi, eins og fuglarnir gera víst, að minnsta kosti sumir. Ég mætti kannski, þangað til við bíðum allra síðustu loka- orða Víkings í næsta þætti, bæta við nyjasta dæminu um samruna, þegar kerlingin stundi mæðulega og sagði: Já, ein beljan býður annarri heim! Laugarnes — 3ja herb. Um 80 fm hæö í þríbýli viö Laugarnes- veg. íbúöin er aö miklu leyti sér. Mikiö geymslurými. Eígnin selst meö rúmum losunartíma. Seljahverfi — 2ja herb. Vönduö um 70 fm séribúö á 1. hæö í nýlegu þríbýli. Skipti á 3ja herb. íbúö helst á 1. eöa 2. hæð í Breiöholti æskileg. Nálægt Skólavörðu Um 60 fm skemmtileg ibúö á haaö í þribýli i gamla bænum. Smekklegar og góöar innréttingar. Gamli bærinn — 2ja herb. Til sölu 2ja herb. litíl en snotur kjallara- íbúö viö Njálsgötu. Sanngjarnt verö. Laus nú þegar. Jón Arason lögmaöur, málflutnings og fasteignasala. Heimasimi sölustj. Margrét sími 76136. ÓSKUM VIÐSKIPTA- VINUM OKKAR GLEÐI- LEGS ÁRS OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. 95 EicnRmiéLumn ’&rBA'fíír ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SiMI 27711 Sólustjóri Sverrir Kristinsson Þorleifur Guömundsson sölumaóur Unnsteinn Beck hrl., simi 12320 Þórólfur Halldórsson lögfr. Kvöldsími sölumanns 30483. XV rl / N ] 27750 rASTli I jV BCtTSIÐ Ingólfsatrati 18 s. 27150 I I Fasteignasalan Kjöreign þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða og óskar viðskiptamönnum sínum gleðilegs nýárs KjöreignVt Ármúla 21. Dan V.S. Wiium lögtr. Ólatur Guömundsson söiumaður. Gleðilegt I Benedikt Halldórsson sölustj. HJalti Steinþórsson hdl Gústaf Wr Tryggvason hdl. MclsíilubUu) ú hverjum degi! Grímsbær óskdr öllum sínum viðskiptavinum gleðilegs nýs árs og þakkar viðskiptin á liðna árinu. Grímsbær við Bústaðaveg. ÁVOXTUNSfW VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun sf. óskar viðskiptavinum og lands- mönnum árs og friðar. Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarleiðina hjá Ávöxtun sf. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 02.1.’84 Ár Fl. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1977 2 1.637 1971 1972 1972 1 1 2 14.569 13.187 10.766 1978 1978 1979 1 2 1 1330 Overðtryggð 903 veöskuldabréf 1973 1 8.133 1979 2 678 20% 27% 1973 2 7.751 1980 1 600 Ar 1974 1 5.072 1980 2 453 1 75,8 80,2 1975 1 3.977 1981 1 387 2 67,3 73,0 1975 2 2.955 1981 2 285 3 60,5 67,2 1976 1 2.698 1982 1 272 4 55,1 62,5 1976 2 2.223 1982 2 200 5 50,8 58,5 1977 1 1.962 1983 1 154 6 47,2 55,3 Verðtryggð vcðskuldabréf Ár Solug. 2 afb/ári. i 95,2 6 81,6 2 91,9 7 78,8 3 89,4 8 76,1 4 86,4 9 73,4 5 84,5 10 70,8 Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.