Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 11

Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 11 þjóð. Þá getum við átt von á að verða allra „karla og kerlinga elst“ á þessari jörð, þar sem hér er með- alaldur sá hæsti sem um getur, jafnframt er ungbarnadauði einn sá minnsti í heiminum. Velferð okkar hefur þó ekki ver- ið reist á nægilega sterkum grunni, og nú reynir á okkur að við stöndum saman og sigrumst á erf- iðleikunum og byggjum upp nýjan og betri grundvöll. Meginforsenda þess að okkur takist það er að í þjóðfélaginu skapist stöðugleiki í efnahags- og atvinnumálum, stöðugleiki sem eykur trú manna á framtíðina og eflir framkvæmdaviljann í at- vinnurekstrinum. Veigamikill þáttur í þróun efna- hagsmála á næstunni eru kjara- samningar aðila vinnumarkaðar- ins. Við verðum í þessum kjara- samningum að gera okkur Ijóst að til þess að við getum viðhaldið lífskjörum okkar verður verð- mætamyndunin í þjóðfélaginu að aukast. Kaupmátturinn ákvarðast ekki við samningaborðið, heldur úti í þjóðfélaginu þar sem verð- mætasköpun vex eða minnkar eft- ir aðstæðum. Verði atvinnulífinu búið það umhverfi og aðstæður sem nauðsynlegar eru til þess að heilbrigð og vel rekin fyrirtæki geti vaxið og dafnað, mun at- vinnureksturinn fljótt leggja fram grundvöll, sem duga mun þjóðinni til áframhaldandi velmegunar. Eins og ég hef margsinnis bent á áður, þá fara hagsmunir fyrir- tækja og starfsmanna þeirra sam- an, fyrirtækin munu viðhalda og bæta lífskjörin í landinu ef þau geta blómgast og dafnað og þann- ig gert mögulegt að veita starfs- fólki sínu raunverulegar kjara- bætur. Við þurfum að fjölga þeim at- vinnugreinum sem flytja út vörur sínar og þjónustu, en við eigum í öllum atvinnugreinum á að skipa vel menntuðu og duglegu fólki, sem er ein aðalauðlegð þjóðarinn- ar. Við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að leita markaða fyrir framleiðslu okkar og þjónustu er- lendis og efla fyrirtæki til aukins útflutnings með viðeigandi lögum og reglugerðum. Lykillinn að framtíðarvelmegun þjóðarinnar er ekki einangrun, heldur virkari þátttaka í atvinnu- lífi umheimsins. Um slíka stefnu í atvinnumálum verður að nást samstaða aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins. Nýlega bauð Vinnuveitenda- samband íslands Alþýðusambandi íslands til viðræðna um leiðir til eflingar atvinnulífinu, og eru þessar viðræður nú hafnar. Von mín er að þessar viðræður geti aukið skilning beggja aðila á þeim vandamálum sem við er að etja og að öllum verði ljóst að undirstaða velmegunar í landinu er að hér dafni öflugur og arðbær atvinnu- rekstur. Gleðilegt ár! Ragnar S. Halldórsson formaður Verslunar- ráðs íslands Þáttaskil hafa orðið í íslensku efnahagslífi síðan ný ríkisstjórn tók við völdum síðastliðið vor. Meginárangurinn af stjórnar- stefnunni er sá, að tekist hefur að minnka verðbólguhraðann úr hátt á annað hundrað prósentum sl. vor niður í um tuttugu prósent nú. Þetta hefur stórbætt skilyrði til atvinnurekstrar. f kjölfar þessa hafa vextir lækkað og verð á vöru og þjónustu er tekið að lækka einnig. Mikilvægt er að varðveita þennan árangur í baráttunni við verðbólguna samhliöa því sem unnið verði að þeirri endurreisn í atvinnulífinu, sem löngu er orðin tímabær. Árangurinn af breyttri efna- hagsstefnu hefur víðar komið fram. Meðal annars hefur hallinn á viðskiptum við útlönd, sem var 10% af þjóðarframleiðslu 1982, nær horfið, dregið hefur verið úr gjaldeyrishöftum og skattur á ferðamannagjaldeyri hefur verið afnuminn. Mörkuð hefur verið að- haldsstefna í ríkisfjármálum með nýjum fjárlögum og stefna ríkis- stjórnarinnar um sölu ríkisfyrir- tækja er að komast í framkvæmd með sölu fyrsta fyrirtækisins og útboði hlutabréfa í eigu ríkissjóðs. Mættu sveitarfélög gjarnan fylgja þessu fordæmi. í Reykjavík gæti til dæmis fyrsta skrefið verið að afhenda útsvarsgreiðendum í borginni hlutabréf í Bæjarútgerð Reykjavíkur eftir að rekstrinum hefur verið komið í viðunandi horf. Einnig má nefna, að ágrein- ingsmálum ríkisstjórnarinnar og Alusuisse hefur verið komið til lausnar. Nú ræða aðilar um mögu- leika framtíðarinnar í stað þess að þrátta um fortíðina. Margt hefur skipast til betri vegar á árinu, en því fer fjarri að nóg hafi verið að gert. Það hefur verið hlutskipti Verslunarráðsins á undanförnum árum að halda uppi gagnrýni á efnahags- og at- vinnustefnu stjórnvalda; veita rík- isstjórnum aðhald á hverjum tíma án tillits til þess hverjir eru við völd. Hvorki fyrrverandi ríkis- stjórn né núverandi hafa farið varhluta af þeirri gagnrýni, en Verslunarráðið hefur kappkostað, að hún sé málefnaleg — og vissu- lega ber einnig að geta þess sem vel er gert. Þótt mörkuð hafi verið þáttaskil með nýrri efnahagsstefnu, skiptir framhaldið mestu máli; hvernig til tekst að hrinda í framkvæmd þeim málum sem nú eru í undir- búningi. íslenskt hagkerfi ber enn of mikið svipmót af stöðnuðu, miðstýrðu hagkerfi til þess að framtak einstaklinganna, frum- kvæði þeirra og hugkvæmni geti notið sín til fullnustu. Við höfum ekki enn innleitt að fullu þá skip- an í efnahagsmálum, sem tíðkast í samkeppnislöndum okkar. Hér hefur pólitísk þröngsýni ráðið ríkjum um langt árabil og átrún- aður á hina dauðu hönd ríkisfor- sjár hefur verið hafður í hávegum. Verkefnin framundan eru bæði stór og mörg. Við verðum að stokka efnahagskerfið upp til þess að varðveita þann árangur sem náðst hefur og hleypa nýju blóði í atvinnulífið, þannig að það geti staðið undir kröfum fólks um betri lífskjör í framtíðinni. Meðal mikilvægustu verkefn- anna er að koma á frjálsri verð- myndun. Hin aukna samkeppni í kjölfar minnkandi eftirspurnar er kjörið tækifæri til að innleiða frjálsa verðmyndun. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir, að frjáls samkeppni heldur vöruverði niðri, en ekki fyrirmæli stjórn- valda. Opinberar verðákvarðanir af því tagi sem viðhafðar hafa ver- ið hér síðastliðna áratugi eru ekki einasta gagnslausar til að halda vöruverði niðri eins og dæmin sanna, heldur einnig beinlínis skaðlegar, þar sem í þeim felst innbyggður hvati til óhagkvæmni bæði í framleiðslu, verslun og þjónustu. Frjáls verðmyndun, þar sem hörð samkeppni ríkir, neyðir menn á hinn bóginn til hag- kvæmni, hvort sem þeim líkar bet- ur eða verr. Um þrír fjórðu hlutar peninga- kerfisins eru undir opinberri stjórn. Slíkt þekkist ekki annars staðar á Vesturlöndum nema þar sem sósíalistar eru við völd. Ráðstöfun fjár í óarðbær verkefni hefur verið ein mesta meinsemd í efnahagsstjórn undanfarinna ára. Hún á stóran þátt í þeirri efna- hagslægð, sem við erum í. Veru- legur hluti þessa peningastreymis hefur komið í gegnum opinbera sjóði eða beint úr ríkissjóði. Efna- hagsleg framtíð þjóðarinnar velt- ur að miklu leyti á því, hvort fjár- magnið leitar í verkefni sem skila arði eða ekki. Því þarf þessari óráðsíu að linna. Almenna banka- kerfið verður að taka yfir hlutverk opinberra fjárfestingarsjóða, en einnig ætti að breyta ríkisbönkun- um í hlutafélög og örva samkeppni milli þeirra með frjálsri ákvörðun vaxta. Með þessum hætti ætti að vera unnt að tryggja að arðsemi verði látin ráða við val verkefna. Ef engar breytingar verða á þessu sviði er tvísýnt að árangur náist í efnahagsmálum til lengri tíma lit- ið. Málefni landbúnaðar og sjávar- útvegs eru í þeim farvegi, að ekki verður við unað. f öllum atvinnu- rekstri þarf að búa svo um hnút- ana, að menn séu hvattir til ýtr- ustu hagkvæmni, og ef fleiri eru um hituna en rúm er fyrir, verða þeir hæfustu að veljast úr. Við þurfum að losna við allar fjár- magnstilfærslur innan landbúnað- arins, láta verð til neytandans endurspegla kostnaðinn við fram- leiðsluna og markaðinn stjórna framleiðslunni; auka frjálsræði og örva samkeppni í vinnslu og dreif- ingu landbúnaðarvara. Á undanförnum árum hefur okkur mistekist að laga kostnað við fiskveiðar að tekjum. Aukinn afli gerði það að verkum, að við gátum frestað að finna lausn á vandanum, en nú brennur hann á okkur með tvöföldum þunga vegna ofveiði og fyrirhyggjuleysis við skipakaup. Það ráð, sem ákveðið hefur verið að taka upp, tryggir ekki, að best reknu útgerðarfélög- in fái að njóta sín og það torveldar mjög alla endurnýjun í greininni. Aðrar leiðir verður því að fara til að ná árangri við stjórnun fisk- veiða, sem taka mið af því, að fjöldi skipa sé í samræmi við hag- kvæmustu nýtingu fiskimiðanna. Ef ekki tekst að laga kostnaðinn að tekjum, verður fótunum kippt undan þessari atvinnugrein, sem er uppspretta velmegunar á ís- landi. Verslunarráðið er andvígt kvótakerfi, en úr því að gripið hef- ur verið til þess ráðs, verður að vera hægt að selja þessa kvóta á almennum markaði án ihlutunar ríkisvaldsins. Jafnframt verður að koma í veg fyrir óeðlilega sam- keppni, meðal annars að fé úr óskyldum atvinnurekstri eða sveitarsjóðum verði notað til að kaupa upp aflakvóta. Þá er óeðli- legt, að úthlutunarvaldið sé í höndum eins ráðherra. Fyrir Alþingi liggja nú tvö stjórnarfrumvörp þess efnis að gera verðbréf í atvinnulífinu jafn- rétthá öðrum sparnaðarformum og hvetja almenning til þátttöku í atvinnurekstri með skattbreyting- um. Þessi frumvörp eru mikilvæg spor í rétta átt, en því miður ganga þau of skammt og eru því ekki líkleg til að valda þeim straumhvörfum, sem vænst var og þörf er á. Þarna vantar skilning á því, að atvinnulífið þarf einnig á rekstrarfé að halda, en möguleik- ar á því eru þrer.gdir með tillögum um afnám varasjóðs. Þá hefur al- menningur ekki mikla möguleika á því að nýta sér þær leiðir sem honum eru ætlaðar til þátttöku í atvinnurekstri, vegna þess að vænlegasta leiðin er bundin við hlutafélög með 100 hluthafa eða fleiri. Hér hefur verið gengið hik- andi til leiks og að hika er sama og tapa. Þessi ríkisstjórn hefur fengið góðan byr frá frjálshuga fólki á öllum aldri úr öllum stéttum þjóð- félagsins sem vill breytingar. Nú er lag til að byggja upp heilbrigt efnahagslíf. Ef þetta tækifæri er ekki gripið og vasklega gengið til verks, mun slá í bakseglin, en and- stæðingar frjálslyndis munu mála skrattann á vegginn, hvort sem gengið er skemmra eða lengra. Samdráttur í sjávarafla og rýrnun þjóðartekna um nær 9% á sl. 2 árum og því næsta setja svip sinn á efnahagslífið og sníða þjóð- arbúinu þröngan stakk. Hagur fiskvinnslu og útgerðar hefur ver- ið bágur, en samkeppnisstaða inn- iends iðnaðar batnaði bæði á heimamarkaði og erlendis. Veltan í verslun og þjónustu minnkaði og samkeppni á þessu sviði hefur sjaldan verið meiri. í heild hefur afkoma fyrirtækja verið erfið og er þar fyrst og fremst efnahags- óstjórn fyrri ára um að kenna. Samdrætti í efnahagslífinu fylgir lítill fögnuður, en þó gegnir hann ákveðnu hlutverki. Óhagkvæm- ustu fyrirtækin heltast úr lestinni, en hin herðast í andstreyminu. Leitað er ieiða til meiri hagræð- ingar og sparnaðar og hugað að nýjungum. Eftir samdráttartíma- bil er atvinnulífið því betur undir samkeppni búið en áður. Framundan eru kjarasamn- ingar. Eðlilegt er að launþegar reyni að bæta sér upp þá kjara- skerðingu sem orðið hefur. Vegna þess að miklum kaupmætti var haldið uppi með erlendum lántök- um og þjóðin lifði um efni fram, varð kaupmáttarrýrnunin óhjá- kvæmilega meiri en rýrnun þjóð- artekna. En svigrúmið til kaup- hækkana er því miður ekki neitt. í þessum kjarasamningum er því um ekkert annað að semja en verðbólgustigið á næsta ári. Launahækkanir við þessar að- stæður eru því síður en svo kjara- bót. Hver króna í hækkuðum laun- um brennur upp í verðbólgu. Á ortofonik HUOMBÆR MÉk HOEÖ ®TDK «4»audio MM&< 'somc HUOMaHEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 I IERA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.