Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
hinn bóginn finnast aðrar og betri
leiðir til að jafna þær byrðar, sem
þjóðin öll verður að bera, ann-
aðhvort að greiða launatengd
gjöld að einhverjum hluta til laun-
þega (orlof er hér lengra og dag-
vinnutími styttri en annars staðar
þekkist) eða sameina niðurgreiðsl-
ur úr ríkissjóði og ýmsar aðrar
tilfærslur í frádráttarbærum
tekjuskatti og bæta fremur hag
Iáglaunafólks með þeim hætti en
greiða niður vöruverð bæði fyrir
þá efnameiri og þá sem minna
mega sín.
Af nógu er að taka fyrir þá sem
vilja endurreisa íslenskt efna-
hagslíf. En þessir sem halda um
stjórnvölinn verða að skilja að
þörf er undirstöðubreytinga. Ef
þær koma ekki, hefur þjóðin fært
miklar fórnir til einskis.
*
Asmundur
Stefánsson
forseti Alþýðusambands
íslands
Um síðustu áramót voru lokaorð
mín i þessum pistli: „Víst eigum
við íslendingar við efnahagsvanda
að etja en stjórnvöldum verður að
skiljast að kjaraskerðing er þar
engin allra meina bót. Bágur efna-
hagur og mikil verðbólga verða
ekki heldur læknuð með aðgerð-
arleysi atvinnuieysisins. Fréttir
nú rétt fyrir hátíðir um uppsagnir
verkafólks og sjómanna hjá BÚH
minna enn á að sá samdráttur sem
orðið hefur í framleiðslustarfsemi
þjóðarbúsins ógnar atvinnuöryggi
fjölda verkafólks. Það er frum-
skylda stjórnvalda að tryggja
fulla atvinnu í landinu. Gegn
meinum efnahagslífsins berjumst
við best með nýsköpun arðbærrar
atvinnurstarfsemi og samræmdri
efnahagsstefnu. Það er vandasamt
verkefni að móta efnahagsstefnu
til langs tíma. Hjá þeim vanda
hafa stjórnvöld skotið sér, hver
ríkisstjórnin á fætur annarri. í
stað þess að huga að uppbyggingu
trausts efnahagslífs hafa stjórn-
völd hneigst til skyndilausna á
borð við kaupskerðingar. Mál er
að linni."
Þessi orð voru töluð til annarrar
ríkisstjórnar en þeirrar, sem nú
situr, en sýnast ekki síður eiga við
nú.
Á síðastliðnu vori, áður en ljóst
var hvaða flokkar myndu ganga
saman til stjórnarmyndunar,
gerðu ASÍ og BSRB sameiginlega
samþykkt þar sem samtökin buðu
upp á viðræður um efnahagsmál-
in. í samþykktinni voru talin ýmis
atriði atvinnumála og lögð á það
áhersla, að virk atvinnustefna,
öflug atvinnuuppbygging og betri
hagnýting jafnt landsins gæða
sem mannafla og fjárfestinga, sé
forsenda efnahagslegra framfara
og traustrar atvinnu.
Sú ríkisstjórn, sem mynduð var
í maí, þurfti ekki ráð hjá verka-
lýðshreyfingunni. Hennar ráð var
stórt en einfalt, meiri kjaraskerð-
ing en dæmi eru um áður. Ein-
hliða kjaraskerðing og engar aðr-
ar aðgerðir. Tíu prósent sam-
drætti þjóðartekna skyldi mætt
með tuttugu og fimm prósent
skerðingu kaupmáttar kauptaxta.
í stað þess að ráðast að rótum
verðbólgunnar, þeirri óreiðu sem
einkennir fjárfestingar og rekstur
á íslandi, ákvað ríkisstjórnin að
launafólk skyldi fórna hluta launa
sinna til þess að greiða verðbólg-
una niður. Þessari einhliða kjara-
skerðingu fylgdi bann við gerð
kjarasamninga. Með því var vegið
að einni grundvallarforsendu þess
lýðræðiskerfis sem við búum við.
Vegna andófs verkalýðssamtak-
anna og almenns stuðnings við
kröfuna um frjálsa samninga, hef-
ur samningsréttinum nú verið
skilað aftur, þó ekki sé hann
óskertur. Kjaraskerðinguna búum
við hins vegar við enn, því þó að
samningaviðræður séu hafnar,
sést ekki í lausn.
Lausn atvinnurekenda er að
kjaraskerðingin haldi áfram að
vaxa á næsta ári. Kaupgreiðslur
atvinnurekenda haldist óbreyttar
en launafólk greiði sér smákaup-
hækkun úr eigin hendi með afsali
frídaga og réttar í veikinda- og
slysaforföllum.
Síðari árin hafa félagsleg rétt-
indi aukist og þar með hefur af-
komuöryggi orðið meira. Nú gera
ýmsir lítið úr þessum réttindum
og vilja þau á söluskrá. Sá sem
ekki horfir til elli eða örorku,
kann að telja lífeyri óþarfan. Sá
sem aldrei verður veikur nýtur
ekki launa í veikindaforföllum eða
greiðslu úr sjúkrasjóðum. Sé at-
vinna traust, kunna atvinnuleys-
isbætur að virðast óþarfar. Fæð-
ingarorlof snertir beint aðeins þá
sem eignast börn. Verkamannabú-
staðir bæta við ódýrum íbúðum,
en leysa beint aðeins vanda þeirra
sem þar fá inni. Fyrir þá sem eld-
ast, veikjast, missa starfið, fæða
barn eða sækja um íbúð í verka-
mannabústöðum er þörfin ljós.
Allir sem til þekkja vita að enn
má betur gera og afsal félagslegra
réttinda kemur grimmast við þá
sem minnst mega sín.
Ekki hafa samskipti verkalýðs-
samtakanna og atvinnurekenda
verið illdeilur einar á árinu sem er
að líða. Á vegum Alþýðusam-
bandsins og Vinnuveitendasam-
bandsins er hafið starf að at-
vinnumálum, þar sem gengið er til
viðræðna með leitandi huga og, að
ég hygg, af beggja hálfu góðum
vilja til að skoða alla þætti for-
dómalaust. Það starf mun vonandi
skila heilladrjúgu framlagi til
varanlegrar lausnar á þeim vanda
sem við er að etja í dag. Einhliða
kjaraskerðing dugir skammt.
Þjóðin verður að vinna sig út úr
vandanum.
Atvinnuástand er um þessar
mundir uggvænlegt og endur-
speglar samdrátt þorskaflans, auk
þess sem tekjurýrnunarinnar er
farið að gæta. Meðalatvinnuleysi
liðins árs er um tvöfalt það sem
var árið á undan og samsvarar því
að 1.300—1.500 manns hafi verið
atvinnulausir allt árið. Á komandi
ári eru horfur verri og atvinnu-
leysi gæti orðið alvarlegt.
Aðsteðjandi vandi í atvinnu-
málum verður ekki leystur á ein-
faldan hátt — líta verður til allra
þátta. Skipulag veiða og vinnslu,
bætt gæði og aukin fullvinnsla
sjávarafurða eru lykilatriði, en
einnig verður að hefja sókn á öll-
um öðrum sviðum atvinnulífsins
og leita allra leiða til þess að efla
atvinnu. Þá er nauðsynlegt að
auka tekjur launafólks, svo það
hafi efni á að kaupa innlenda vöru
og þjónustu.
Lágmarkstekjur fyrir fulla
dagvinnu eru í dag 10.961 króna á
mánuði. Lífeyrisþegi, sem býr
einn á eigin vegum og ekki á rétt á
lífeyrissjóði, fær 8.311 krónur á
mánuði í lífeyri, tekjutryggingu og
heimilisuppbót. Hvernig ætlum
við þessu fólki að draga fram lífið
á sama tíma og matvöruútgjöld
gömlu vísitölufjölskyldunnar eru
9.800 krónur á mánuði? Úrlausn
fyrir þetta fólk þolir enga bið.
Þess vegna vildi Alþýðusambandið
hækka lágmarkstekjurnar strax i
bráðabirgðasamningi á meðan
unnið yrði að samningi til lengri
tíma. Áfdráttarlaust nei atvinnu-
rekenda er tákn þröngsýni og
skammsýni.
Tekjufall launafólks hefur verið
mikið á stuttum tíma og bil milli
samningsaðila er stórt. Það er
bannað að semja um verðtrygg-
ingu launa í nokkru formi. Samn-
ingaviðræður hljóta því að verða
erfiðar og þær geta tekið tíma.
Stjórnvöld auðvelda ekki samn-
ingsgerðina með því að hækka
beina skatta íil ríkis og sveitarfé-
laga um sem svarar einu og hálfu
prósenti tekna, sé gengið út frá
áætlunum stjórnvalda.
Ég ætla ekki að fjölyrða hér um
stöðu samningaviðræðna nú. En
ég vil minna á að eins og alltaf
hlýtur framvindan að verða undir
því komin að atvinnurekendur
finni þungann á bak við kröfugerð
samtakanna. Félögin á hverjum
stað og starfsfólk á hverjum
vinnustaö verður að láta atvinnu-
rekendur finna að samninga er
krafist.
Víglundur
Þorsteinsson
formaður Félags ís-
lenskra iðnrekenda
Árið 1983 verður lengi eftir-
minnilegt af ýmsum ástæðum. Ein
ástæða öðrum fremur gerir það í
mínum huga eftirminnilegasta ár-
ið frá því ég hóf störf við stjórnun
atvinnufyrirtækis fyrir nær þrett-
án árum. Þar á ég við hin snöggu
umskipti í efnahagsmálum sem
orðið hafa. Á sjö mánuðum hefur
tekist að ná tökum á þeirri óða-
verðbólgu sem hér „herjaði" á
fyrri hluta ársins og mældist
130—150%, og draga svo úr henni
að nú við lok ársins mælist hún
15—20%. Með öðrum orðum, á sl.
vori var upplausn og stjórnleysi
hér, en nú er stjórn. Þessi árangur
er ánægjulegur og kveikir von um
stöðugleika í efnahagsmálum og
hagvöxt sem einn getur lagt grunn
að betri kjörum okkar.
Hins vegar þurfum við nú að
gera okkur ljóst, að sá árangur,
sem náðst hefur í verðbólgubar-
áttunni, er ekki varanlegur, nema
því aðeins að vinnuveitendur og
launþegar nái saman um raun-
hæfa kjarasamninga og stjórnvöid
skapi þá festu í stjórn efnahags-
mála, sem svo lengi hefur vantað.
Um þessi áramót steðjar að
okkur mikill vandi vegna rányrkju
okkar sjálfra á eigin fiskstofnum,
jafnhliða því sem við sitjum uppi
með alltof stóran fiskveiðiflota.
Þetta vandamál er í raun sam-
eiginlegt vandamál þjóðarinnar
sem öll naut stundarávinnings
rányrkjunnar, og það þarf að
leysa. Miklu skiptir að það verði
gert á varanlegan og raunhæfan
hátt þannig að fiskiskipafloti og
sóknarkostnaður minnki sam-
hliða. Allar aðgerðir þurfa að vera
með þeim hætti að þær skaði ekki
aðra atvinnuvegi. I mínum huga
er stærð þessa vandamáls slík, að
lausn þess krefst sameiginlegs
átaks okkar allra.
Mestu skiptir nú að í fyrsta sinn
um langan tíma er lag til að leysa
þau vandamál sem hafa hrjáð
okkur undanfarin ár og vonandi
BÁÐUM
BÚÐUM
KL 9—12
berum við gæfu til að nýta það.
Takist okkur þetta í upphafi
næsta árs er unnt að hefja nýtt
uppbyggingarstarf, það uppbygg-
ingarstarf sem öllu skiptir nú, svo
nýtt hagvaxtarskeið geti hafist.
Sá hagvöxtur þarf að byggja á
alhliða vexti í iðnaði, stórum sem
smáum, á heimamarkaði og í út-
flutningi. Við núverandi aðstæður
er slíkur vöxtur mögulegur án sér-
stakra ráðstafana hins opinbera
nema til þarf að koma aðstoð við
markaðsstarfsemi á erlendum
mörkuðum. Hér skiptir mestu
máli gott samstarf íslenskra iðn-
fyrirtækja og allrar þjóðarinnar.
Besti grunnurinn fyrir útflutning
er styrkleiki á heimamarkaði.
Þann styrkleika geta íslenskir
neytendur gefið iðnaðinum og
sjálfir notið verulegs hags af í
leiðinni.
Á stjórnvöldum hvílir hins veg-
ar að hefja nýja uppbyggingu
stóriðjunnar, því nýting orkunnar
og vöxtur stóriðju verður að koma
til hið bráðasta. I þeim málum
verður framsýni og þor að ráða
ferðinni, en úrtölur og afturhald
að víkja.
Takist okkur að sameinast til
lausnar núverandi vanda og hefja
jafnframt nýja atvinnuuppbygg-
ingu í iðnaði og stóriðju, þurfum
við ekki að bera neinn sérstakan
kvíðboga fyrir framtíðinni.
Sigurður
Kristinsson
forseti Landssambands
iðnaðarmanna
Er ég lít yfir skrif mín, sem
birtust á þessum sama vettvangi
við síðustu áramót, má glögglega
sjá kvíða um horfur í efnahags- og
atvinnumálum, ekki síst í þeirri
atvinnugrein er ég hef helst borið
fyrir brjósti, þ.e. í iðnaðinum.
Sjálfsagt þykir það ekki saga til
næsta bæjar þótt ummæli fulltrúa
atvinnulífsins séu nokkuð bölsýn-
iskennd, svartnættistal sé að
verða lenska slíkra manna hér á
landi. Tíminn hefur þó leitt í ljós
að kvíði minn og annarra hefur
Vörumarkaðurinn hf.
Armúla 1A — Eiðistorgi 11