Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 15
Dagskráin um áramótin
Útvarp kl. 23.30 á gamlársdag:
Karlakórinn Fóstbræóur flytur verkið ásamt Sinfóníuhljómsveit fslands.
„Brennið
þið
vitar“
„Brennið þið vitar", lag
Páls ísólfssonar, verður
flutt í útvarpi af karla-
kórnum Fóstbræður og
Sinfóníuhljómsveit Is-
lands kl. 23.30 á gaml-
ársdag.
Páll ísólfsson tónskáld
Útvarp kl. 16.20
á gamlársdag:
Fréttaann-
áll ársins
sem er
að líða
FRETTAANNÁLL útvarpsins verð-
ur á dagskrá kl. 16.20 á gamlársdag.
„Þetta verður nú ekki tómur
lestur, en með hefðbundnu sniði
að öllum líkindum," sagði Þor-
grímur Gestsson í viðtali við Mbl.,
en Þorgrímur er einn af fjórum
umsjónarmönnum þáttarins.
„Stiklað verður á helstu atburðum
ársins sem er að líða, innlendum
sem erlendum ásamt íþróttaat-
burðum. Og við ætlum að reyna að
gera þetta svolítið fjörlega, skjóta
inn í brotum af viðtölum og jafn-
vel skreppa út á götu og spyrja
fólk hvað því finnist eftirminni-
legast af atburðum ársins. Það
mætti því benda fólki á að fara að
rifja upp strax."
Sjónvarp kl. 21.35 á gamlárskvöld:
Enginn Billy Smart
en sirkus engu að síður
Þýskur hópur fjöllistamanna
sýnir listir sínar í sjónvarpinu í
kvöld.
Fjölleikahús Billy Smart hefur
nú hætt starfsemi sinni og hverf-
ur því af sjónarsviðinu eftir að
hafa verið fastur gestur á skjá
okkar íslendinga síðastliðin 10
gamlárskvöld, eða frá 31. desem-
ber 1972.
Þýski hópurinn sýnir sígild fjöl-
leikahúsatriði. Trúðar og ljón
verða meðal þeirra sem skemmta í
sjónvarpinu frá klukkan 21.35 til
22.40.
Sjónvarp kl. 14.15 á gamlársdag:
„Þytur í laufi“
— þeir Moldi, Froski, Greifingi
og Rotti lenda í ævintýrum
Bresk brúðumynd, „Þytur í
Laufi“, verður á dagskrá sjónvarps
kl.14.15 á gamlársdag. Myndin er
gerð eftir samnefndri barnabók
Kenneth Grahame og lýsir ævin-
týrum fjögurra dýra, moldvörpu,
greifingja, frosks og rottu, sem birt
ast í gervi breskra góðborgara um
aldamótin.
fþróttir og enska knattspyrnan eru að vanda á dagskrá sjónvarps á
gamlársdag. Meðal efnis að þessu sinni er sýning heimsmeistara í
skautaíþróttum, heimsbikarkeppnin í skíðaíþróttum og úrvalsdeildin í
körfuknattleik.
Útvarp kl. 00.10 á gamlárskvöld:
Er árið liðið?
Er árið liðið? er nafn á útvarpsþætti sem hefst þegar tíu mínút-
ur eru liðnar af nýja árinu, það er að segja í kvöld kl. 00.10. Ekki
reyndist unnt að fá upplýsingar um efni þáttarins hjá útvarpinu,
aðrar en þær að sungið yrði, talað og dansað.
Þó hefur öruggur heimildarmaður blaðsins tilkynnt að djass-
hljómsveitin Bigband muni leika léttan djass í hálfa klukkustund
eftir klukkan 1 eftir miðnætti.