Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Sjónvarp kl. 22.40 á gamlárskvöld:
6. Hvað eru mennirnir að gera?
Svar: ________________________
2. 1‘essi kona er stödd:
a) f hannyröaverslun Lóu □
b) um borð í farþegaskipi □
c) í Þjóðminjasafninu □
1. Þessi kona sem kemur fram í
Skaupinu er:
a) Astralíumeistari í cha cha cha á
fundi með íslenskum fótsnyrti-
fræðingum á Hótel Sögu □
b) fræg amerísk sjónvarpsstjarna
sem kom hingað til lands í því
skyni að koma tveggja ára syni
sínum fyrir á góðu, íslensku
sveitaheimili □
c) fyrrverandi fegurðardrottning
Englands á fundi hjá félagi hár-
kollugerðarmeistara með þátt-
takendum í alþjóðlegu fegurðar-
samkeppninni sem haldin verður
á íslandi á næsta ári á vegum
jafnréttisráðs □
5. Þessi broshýra kona leikur við
hvern sinn fingur í Skaupinu og
segir:
a) Við byrjum á einfoldum æfing-
um ... □
b) Nú tökum við þráðlaus spor ...
□
c) Gleðilegt ár! □
Áramótaskaup
góðlátlegt og græskulaust gaman
Áramótaskaup sjón-
varpsins verður á dagskrá
klukkan 22.40 í kvöld. Höf-
undar skaupsins aö þessu
sinni eru Andrés Indriöason
og Þráinn Bertelsson og að
þeirra sögn er hér um að
ræða þjóðlífsspéspegia.
„Við höfum víða leitað fanga
enda af nógu að taka. Þetta er þó
allt góðlátlegt og græskulaust
gaman, eins og vðra ber,“ sagði
Andrés er blm. forvitnaðist um
efni skaupsins. „Stjörnur og
stjórnmál ársins verða í brenni-
depli eins og fyrri daginn og ef-
laust koma sumir auga á sjálfa sig
4. Söngglaði skaupkúrekinn á hesti
sínum. Syngur hesturinn með?
•) Ján
b) Nei □
3. Þessi heiðursmaöur tekur svo til
orða í Skaupinu:
a) Þetta var nú meira árið! □
b) Nú sláum við öllu upp í grín! □
c) Við tökum öllu sem að höndum
ber með brosi á vör! □
í þeim sextíu smámyndum, sem
koma fyrir augu á þeim stuttu
sextíu minútum, sem skaupið hef-
ur til umráða.
Það er álitlegur hópur gaman-'
leikara sem birtist í áramóta-
skaupinu að þessu sinni. Átta leik-
arar fara með samtals hundrað og
ellefu hlutverk. Þarna eru ný-
græðingar í sjónvarpi, Guðmund-
ur Ólafsson, Pálmi Gestsson og
Örn Árnason, ungir leikarar sem
hafa þegar getið sér gott orð á
leiksviði. Við hlið þeirra standa
leikarar með ögn meiri reynslu,
Hanna María Karlsdóttir, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Edda
Andrés Indriðason, annar höfunda
Skaupsins, rýnir í myndavélina hjá
myndatökumanninum, Agli Aðal-
steinssyni.
Björgvinsdóttir og Sigurður Sig-
urjónsson. Kunnir gamanleikarar
allt saman, en ég má nú alls ekki
gleyma að nefna einn mann, sem
einnig kemur fram í skaupinu.
Það er hann Árni Tryggvason,
sem hefur kitlað marga hlátur-
taugina um dagana.
Þórhallur Sigurðsson leikstýrði
þessu ágæta liði. Leikmyndirnar
eru eftir Gunnar Baldursson og
Magnús Kjartansson sér um tón-
listina."
Andrés Indriðason stjórnaði
upptöku á skaupinu, en vindum
okkur nú út í aðra sálma ...
Meðfylgjandi myndir eru af
nokkrum þeirra sem koma við
sögu í skaupinu í kvöld. Geta les-
endur sér til gamans reynt að ráða
í hvaða fólk þetta er, hvað það er
að segja, hugsa eða aðhafast. Að
skaupinu loknu má svo sjá hvort
krossarnir hafa lent á réttum
stöðum. Góða skemmtun og gleði-
legt nýár!
L4UG4RD4GUR
31. desember
Gamlársdagur
13.45 Fréttaágrip á táknmáli
14.00 Fréttir, veður og dagskrár-
kynning
14.15 Þytur í laufi (Wind in the
Willows) Bresk brúðumynd
gerð eftir sígildri barnabók eftir
Kenneth Grahame. Myndin lýs-
ir ævintýrum fjögurra dýra,
moldvörpu, greifingja, körtu og
rottu, sem birtast í gervi
breskra góðborgara um alda-
mótin. Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
15.35 íþróttir og enska knatt-
spyrnan
Efni þáttarins: Sýning heims-
meistara í skautaíþróttum,
heimsbikarkeppni í skíðaíþrótt-
um, úrvalsdeildin í körfuknatt-
leik og enska knattspyrnan.
20.00 Ávarp forsætisráöherra,
Steingríms Hermannssonar.
20.15 Innlendar og erlendar
svipmyndir frá liðnu ári. Um-
sjón: Fréttamenn Sjónvarpsins.
21.35 í fjölleikahúsi
Þýskur sjónvarpsþáttur. Fjöl-
listamenn, trúðar og dýr leika
listir sínar á hringsviði fjölleika-
hússins.
22.40 Áramótaskaup
Stjörnur og stórmál ársins í
spéspegli. Höfundar: Andrés
Indriðason og Þráinn Bertels-
son. Leikstjóri: Þórhallur Sig-
urðsson. Hljómsveitastjóri:
Magnús Kjartansson. Leikend-
ur: Árni Tryggvason, Edda
Björgvinsdóttir, Guðmundur
Ólafsson, Hanna María Karls-
dóttir, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Pálmi Gestsson, Sigurð-
ur Sigurjónsson og Orn Árna-
son. Stjóm upptöku: Andrés
Indriðason.
23.40 Ávarp útvarpsstjóra, Andrés-
ar Björnssonar.
00.05 Dagskrárlok.
SUNNUD4GUR
1. janúar
Nýársdagur
13.00 Ávarp forseta íslands
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, flytur nýársávarp
sem síðan verður endursagt á
táknmáli.
13.25 Innlendar og • erlendar
svipmyndir frá liðnu ári. Endur-
teknir þættir frá gamlárskvöldi.
14.35 Turandot
Ópera eftir Giacomo Puccini.
Sýning Ríkisóperunnar í Vín-
arborg. Illjómsveitarstjóri Lor-
in Mazel. Aðalhlutverk: Eva
Marton, José Carreras, Katia
Ricciarelli og John-Paul Bogart.
Óperan gerist í Peking fyrr á
öldum, að mestu við hirð keisar-
ans, og segir frá Turandot
prinsessu og prinsi úr fjarlægu
ríki sem leggur höfuð sitt að
veði til að vinna ástir hennar.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
17.00 Hlé
18.00 Hugvekja
Séra Myako Þórðarson, prestur
heyrnleysingja, flytur.
18.05 Stundin okkar
Umsjónarmenn: Ása H. Ragn-
arsdóttir og Þorsteinn Marels-
son. Stjórn upptöku: Elín Þóra
Friðfinnsdóttir.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir, veður og dagskrár-
kynning
20.25 Erling Blöndal Bengtson
Erling Blöndal Bengtson leikur
á selló svítu nr. 5 í c-moll eftir
J.S. Bach. Stjórn upptöku: Tage
Ammendrup.
20.50 Lágu dyr og löngu göng
Að Skarðsá í Sæmundarhlíð í
Skagafirði er eftir því sem best
er vitað síðasti torfbærinn á ís-
landi, sem búið er í og líkist
þeim húsakynnum sem íslensk
alþýða bjó í um aldir. Þar býr
Pálína Konráðsdóttir, 83 ára
bóndi og einbúi, og unir vel hag
sínum. Myndataka: Helgi
Sveinbjörnsson. Hljóð: Oddur
Gústafsson. Umsjónarmaður:
Ómar Ragnarsson.
21.30 Jenný
Annar þáttur. Norsk sjón-
varpsmynd í þremur þáttum,
gerð eftir samnefndri sögu eftir
Sigrid Undset, með Liv Ull-
mann í aðalhlutverki. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord-
vision — Norska sjónvarpið.)
22.50 Dagskrárlok.
AHMUD4GUR
2. janúar
19.35 Tommi og Jenni
bandarísk teiknimynd.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
Umsjónarmaður Guðmundur
Ingi Kristjánsson.
20.50 íþróttir
Umsjónarmaður Ingólfur Hann-
esson.
21.25 Allt á heljarþröm
Lokaþáttur.
Breskur grínmyndaflokkur.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.50 Bláþyrillinn
(The Kingfisher)
Bresk sjónvarpsmynd gerð eftir
samnefndu leikriti eftir William
Douglas Home.
Leikstjóri James Cellan Jones.
Aðalhlutverk: Rex Harrison,
Wendy Hiller og Cyril Cusack.
Roskinn piparsveinn og ekkja
taka upp þráðinn að nýju þar
sem frá var horfið i blóma æsk-
unnar.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
23.15 Dagskrárlok