Morgunblaðið - 31.12.1983, Síða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Forseti tslands Vigdís Finnbogadóttir flytur nýársávarp sitt kl. 13 á
nýársdag. Ljósm;nd Karl Öskarsson.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, flytur ávarp kl.
20.00 á gamlársdag og verður því
útvarpað og sjónvarpað samtímis.
Eins verður með ávarp Andrésar
Björnssonar útvarpsstjóra kl.
23.40.
NÝÁRSDAGUR
Forseti íslands Vigdís Finn-
bogadóttir ávarpar þjóðina í út-
varpi og sjónvarpi kl. 13.00 og
verður nýársávarp hennar síðan
endursagt á táknmáli í sjónvarp-
Steingrímur Hermannsson forsct-
isráðherra flytur ávarp kl. 20.00 á
gamiársdag.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
flytur hugleiðingu kl. 23.40 á
gamlársdag.
Sjónvarp kl. 18 á nýársdag:
Stundin okkar
í Stundinni okkar á nýársdag lít-
ur Ása inn í fiskasafnið í Vest-
mannaeyjum og ræðir við forstöðu-
mann þess, Friðrik Jesson, sem sýn-
ir safnið og fræðir okkur um fisk-
ana og sögu safnsins. Brúðubíllinn
sýnir brúðuleikinn „Amma kennir
Lilla að þekkja litina“, hljómsveitin
Hrím leikur og Götunafnagátan
verður á dagskrá.
Smjattpattar og kínversku fjöl-
listamennirnir skemmta og rúsínan
í pylsuendanum verður þegar hinn
kunni skemmtikraftur Eiríkur Fjal-
ar ræðir við jólasveininn um ýmis
vandamál sem fylgja starfi hans, en
þessa heiðursmenn leika þeir Laddi
og Gísli Rúnar Jónsson. Auk þess
tekur Eiríkur Fjalar að sér kynn-
ingar í Stundinni, ásamt Ásu.
Laddi hefur í gegnum árin brugðið
sér hin ýmsu gervi. Hér er hann sem
Þórður húsvörður, en í Stundinni
okkar á nýársdag kemur Eiríkur
Fjalar í heimsókn, en það er Laddi
sjálfur sem verður í gervi hans.
Útvarp kl. 23.00 á nýárskvöld:
Kvöldgestir
— Jón Laxdal og
Guðrún Stephensen
Kvöldgestir Jónasar Jónassonar
að kvöldi nýársdags verða þau Guð-
rún Stephensen leikari og Jón Lax-
dal leikari og rithöfundur. Bæði eru
þau kunnir listamenn á sínu sviði.
Leikrit Jóns, „Návígi", var til að
mynda nýlega sýnt í Þióðleikhúsinu.
Árið 1972 kom Jón til Islands og lék
sem gestaleikari í Óþelló í Þjóð-
leikhúsinu og í leikriti Jökuls Jak-
obssonar, „Dómínó“, sem sýnt var r
Iðnó sama ár.
Guðrún hefur starfað sem leik-
ari um árabil, og einnig var hún
Útvarp kl. 14.35
á nýársdag:
Lífs-
nautnin
frjóva“
— rætt um
vænlegar leiðir til
hamingju
Þáttur um hamingjuna, verður á
dagskrá útvarpsins á nýársdag
klukkan 14.35.
„Við fjöllum fyrst og fremst um
nautnahyggju og vellíðunar-
hyggju," sagði Arthúr Björgvin
Bollason, annar umsjónarmanna
þáttarins. „Gerð verður grein
fyrir kenningum yngri og eldri
heimspekinga um jarðneska sælu
og vænlegar leiðir til að öðlast
hamingju. Þeir leggja annars veg-
ar áherslu á líkamlega vellíðan og
hins vegar á að menn svali fyrst
og fremst þorsta hugans.
Ennfremur komum við inn á
þær hindranir sem verða á vegi
manna er þeir leita hamingjunn-
ar. Við tökum kafla úr allri menn-
ingarsögunni og fléttum inní
bókmenntalega texta eins og frá
Sigurði Nordal og sömuleiðis
verða flutt ljóð um hamingjuna.
Allt er þetta kryddað með músík-
ölsku ívafi. Bertolt Brecht syngur
til að mynda eigin texta úr Tú-
skildingsóperunni, en ekki er vit-
að til að hann hafi sungið nema
tvö lög inn á hljómplötu.
Að lokum verða í þættinum
nokkrar skilgreiningar á hugtak-
inu HAMINGJA, auk þess sem við
veltum vöngum yfir, og hugleiðum
þetta hugtak öðrum til uppörvun-
ar.
Útvarp kl. 19.25 á nýárskvöld:
„Látum barnið borga"
— smásaga eftir Herdísi Egilsdóttur
fyrir foreldra í nútíð og framtíð
„Látum barnið borga", smásaga eftir Herdísi
Egilsdóttur, verður flutt í útvarpi 1. janúar kl. 19.25.
Herdís les söguna sjálf og um efni hennar hafði hún
þetta að segja:
„Þetta er saga um litla fjölskyldu og er aðallega
ætluð eyrum foreldra í nútíð og framtíð. Hún segir
frá því hvernig persónugervingur nútímans kemst
upp á milli ungs barns og foreldra þess, með ísmeygi-
legum fortölum sínum og tækni. Ungu hjónin láta til
leiðast fyrir hans orð, að taka þátt í miskunnarlausu
lífsgæðakapphlaupi og leggja allt í sölurnar til þess
að höndla hamingjuna á þann hátt, en komast að því,
raunalega seint, að þau leituðu hennar langt yfir
skammt.
Guðrún
barnakennari í nokkur ár. Hún lék
meðal annars Soffíu frænku í
barnaleikritinu „Kardimommu-
bærinn" og kerlingu Jóns.í
„Gullna hliðinu". Um þessar
mundir leikur Guðrún í „Línu
langsokk," sem sýnd er í Þjóð-
leikhúsinu.
Þess má geta í lokin, að þau
voru skólafélagar í Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins á árunum
1952-1953.
Sigurbjörn Einarsson fyrrver-
andi biskup flytur ræðu í þættin-
um „Á Skálholtsstað".
Útvarp kl. 21
á nýárskvöld:
„A Skál-
holtsstað“
„Á Hkálholtsstað" nefnist þátt-
ur sem verður á dagskrá útvarps
kl. 21.00 á nýársdag og var efni
hans að hluta til hljóðritað á
Skálholtshátíð sl. sumar.
Dr. Sigurbjörn Einarsson
fyrrv. biskup flytur ræðu,
Matthías Johannessen les ljóð
sitt „I Skálholtskirkju" og
Hjörtur Pálsson les þýddan
ferðabókarkafla eftir Martin A.
Hansen. Kór Nicolai-kirkjunnar
í Hamborg, ásamt söngkonun-
um Angeliku Henschen og Metu
Richter, syngur undir stjórn
Ekkehard Richters kantötuna
„Der Herr denket an uns“ eftir
Bach og „Þýska messu“ eftir Jo-
ann Nepomuk David.
Sólrún
Bergþór
Lára
Útvarp kl. 22.35 á nýárskvöld:
Ljóðasöngur í útvarpssal
Hjónin Bergþór Pálsson, baritón,
og Sólrún Bragadóttir, sópran, verða
með Ijóðasöng í útvarpssal að kvöldi
nýársdags klukkan 22.35. Lára
Rafnsdóttir leikur með á píanó.
Bergþór og Sólrún stunda bæði
söngnám við tónlistarskólann í
Bloomington í Indiana-ríki í
Bandaríkjunum og eru nú á öðru
ári þar.
Þetta er í fyrsta sinn sem þau
syngja í útvarpi, en þau hafa bæði
komið fram i óperum sem tónlist-
arskólinn í Bloomington hefur
sett upp.
Pálína fyrir utan torfbæ sinn sem að
öllum Ifkindum er sá síðasti sem bú-
ið er í.
Sjónvarp kl. 20.50
á nýárskvöld:
Ómar heimsækir
Pálínu bónda
að Skarðshlíð
„Lágu dyr og lágu göng“ nefnist
sjónvarpsþáttur Ómars Ragnarsson-
ar sem sýndur verður kl. 20.50. á
nýársdag. Hann skreppur að þessu
sinni í heimsókn til Pálínu Kon-
ráðsdóttur, 83 ára einbúa og bónda
á Skarðsá í Sæmundarhlíð í Skaga-
firði. Skarðsá er eftir því sem best
er vitað síðasti torfbærinn sem búið
er í og líkist þeim húsakynnum sem
íslensk alþýða bjó í um aldir.