Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
21
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Togstreita vegna
veikinda Assads
HAFEZ ASSAD Sýrlandsforseti, sem hefur verið veikur og ekki látiö sjá
sig opinberlega síðan 12. nóvember, er á batavegi og kveðst munu taka
aftur til starfa í janúarbyrjun. Hann virðist enn hafa tögl og hagldir í
Sýrlandi og taka mikilvsgustu ákvarðanir sjálfur, en mun líklega ekki
gegna eins virku hlutverki og áður.
Veikindi Assads hafa leitt til
togstreitu valdamanna, þótt
reynt hafi verið að láta ekki
mikið á því bera, og ef Assad
verður að fara sér hægar ætti
það að auðvelda honum að hafa
áhrif á val arftaka. í valdabar-
áttunni hefur til þessa borið
mest á bróður forsetans, Rifaat
al-Assad, yfirmanni sérþjálf-
aðra sveita, sem hann hefur flutt
til Damaskus til að treysta stöðu
sína.
Þessar sveitir eru skipaðar
30—40.000 mönnum, aðallega úr
sértrúarflokki Alawíta, sem
Assad-fjölskyldan tilheyrir.
Áróðursspjöldum með myndum
af Rifaat hefur verið komið fyrir
í Damaskus.
Rifaat hefur töluverð áhrif í
hernum og gefur út dagblað.
Hann stendur í nánum tengslum
við Sharik Fayah, yfirmann
þriðja herfylkisins fyrir norðan
Damaskus, og fleiri yfirmenn í
hernum. Þriðja herfylkið er búið
nýtízku skriðdrekum og kröftug-
um stórskotaliðsvopnum. Sér-
þjálfuðu sveitirnar eru einnig
vel vopnaðar og sameiginlega
ræður þetta herlið lögum og lof-
um í Damaskus.
Rifaat nýtur lítilla vinsælda
og hefur bakað sér óvild margra
vegna græðgi í fé og völd, bæði
Alawíta og Sunníta, og Rússar
gruna hann um græsku. Sam-
kvæmt sumum fréttum nýtur
hann stuðnings írana, sem hafa
sent náinn ráðgjafa Khomeinis
trúarleiðtoga til Damaskus. Ef
hann fær stuðning bróður síns
virðist fátt geta komið í veg fyrir
að hann nái völdunum.
Utanríkisráðherrann, Abdel
Halim Khaddam, sem þykir
einnig koma til greina, er Sunn-
íti, einn af leiðtogum Baath-
flokksins og talinn hlynntur
Rússum. Hann nýtur stuðnings í
Baath-flokknum og hefur gott
samband við konungsættina í
Saudi-Arabíu.
Hann nýtur einnig stuðnings í
sovétblokkinni, en nýlega þegar
hann var í Moskvu til þess að
útskýra hvers vegna Assad vildi
víkja Yasser Arafat úr stöðu
leiðtoga PLO setti Andrei Grom-
yko utanríkisráðherra ofan í við
hann og krafðist þess að Sýr-
lendingar hættu að ofsækja Ara-
fat.
Tveir aðrir menn, sem koma
til greina, Mustafa Tlas land-
varnaráðherra og Hikmat She-
habi, forseti herráðsins, eru
einnig Sunnítar. Sovézki land-
varnaráðherrann, Dimitri Ust-
inov, mun hafa mætur á Tlas og
óvinir Khaddams í Baath-
flokknum styðja hann. Shihabi
hershöfðingi er metnaðargjarn
og hefur mikla reynslu í leyni-
þjónustustörfum, en er ekki
gæddur eins miklum skipulags-
hæfileikum og sannfæringar-
krafti og keppinautar hans.
Annar valdamesti maður
Baath-flokksins, Abdullah
Ahmar, sem líka hefur verið
nefndur, er einnig Sunníti.
Margir telja að Alawítar muni
reyna að halda völdunum, en sá
möguleiki er ekki útilokaður að
hópur Alawíta og Sunníta sam-
einist gegn hópi annarra Alaw-
íta og Sunníta og að reynt verði
að afstýra trúarklofningi.
Assad hefur verið kallaður
„Refurinn frá Damaskus“,
„Bismarck Araba" eða „Hinn nýi
Saladin". Hann kom til valda
1966 í byltingu, sem leiddi til
þess að um 400 yfirmenn úr röð-
um Sunníta voru myrtir eða
sendir í útlegð. í hreinsun, sem
Assad stóð fyrir 1970 og beindist
gegn samstarfsmanni hans,
Salah Jadid, beindi hann spjót-
um sínum gegn Alawítum og
Drúsum, sem hann taldi ógna
sér. Undir forystu Assads réðust
Sýrlendingar á ísraelsmenn í
samvinnu við Egypta 1973 og
urðu fyrir miklu manntjóni.
Fyrir tveimur árum gerðu
strangtrúarmenn Sunníta upp-
reisn og Assad hefndi sín
grimmilega. Borgin Hamma, að-
almiðstöð uppreisnarmanna, var
nánast jöfnuð við jörðu og talið
er að 30.000 manns hafi verið
drepnir.
Fyrst eftir að borgarastyrjöld-
in í Líbanon hófst studdi Assad
kristna menn gegn Falangistum,
en síðan studdi hann PLO gegn
kristnum mönnum. Sýrlend-
ingar studdu í raun við þakið á
PLO unz hreyfingin virtist hafa
komið sér upp varanlegri her-
stöð í landinu og var orðin nokk-
urs konar ríki í ríkinu. Afleið-
ingin varð sú að Assad náði
kverkataki á helmingi Líbanons.
Þegar PLO varð að lúta í lægra
haldi fyrir ísraelsmönnum og
halla fór undan fæti fyrir hreyf-
ingunni kom hann af stað upp-
reisn innan hennar gegn Arafat
og sú uppreisn leiddi til þess að
Arafat hrökklaðist frá Sýrlandi.
Síðan styrjöldinni í Líbanon
lauk hefur Assad verið þrándur í
götu friðartilrauna. Hann hefur
neitað að taka í mál að herlið
Sýrlendinga verði flutt frá Líb-
anon, nema ísraelsmenn hörfi
þaðan fyrst. Sýrlendingar hafa
róið undir baráttu Drúsa og
Araba gegn stjórn Amin Gemay-
el forseta og orðrómur hefur
verið uppi um að Sýrlendingar
hafi staðið á bak við sprengju-
árásina á bandaríska sendiráðið
í Beirút, tilræðið við bróður
Gemayels, Bashir Gemayel, og
skotárásirnar á bandarísku
landgönguliðana að undanförnu.
Assad hefur verið einn eindregn-
asti andstæðingur samninganna
í Camp David og er bandamaður
strangtrúarmanna í íran og
Khadafys Líbýuleiðtoga.
Heima fyrir er stefnu Assads
þannig lýst í aðalatriðum í nýrri
bók eftir falangistaleiðtogann
Karim Pakradouni:
Með því að semja við Rússa
hefur hann gert vinstrisinnaða
stjórnarandstæðinga áhrifa-
lausa og gert sér kleift að koma
fram í hlutverki róttæklings,
auk þess sem hann hefur treyst
hernaðarstöðu sína. Með því að
semja við Saudi-Araba hefur
hann bætt efnahagsstöðu lands-
ins, slegið vopnin úr höndum
hægrisinnaðra andstæðinga og
gert sér kleift að koma fram í
hlutverki hófsams leiðtoga.
Þannig hefur honum tekizt að
þagga niður í kommúnistum með
þegjandi samþykki Rússa og
leyst upp Bræðralag Múham-
eðstrúarmanna með þegjandi
samþykki Fahds konungs, Khad-
afys og Khomeinis. „Róttækni"
hans aflar honum stuðnings
verkamanna og ungs fólks, þótt
hann sé enginn „annar Nasser".
„Hófsemi" hans aflar honum
stuðnings borgara og bænda úr
röðum Sunníta, án þess að hann
verði „annar Sadat".
Veikindi Assads komu á
óheppilegum tíma fyrir Sýrlend-
inga, þar sem þeir virðast standa
á barmi hernaðarárekstra við
Bandaríkjamenn og eru á önd-
verðum meiði við flest önnur
Arabaríki vegna tilraunanna til
að steypa Arafat af stóli. Enn
heldur Assad völdunum og ef
hann neyðist til að draga sig í
hlé má vera að bróðir hans taki
við. Einnig getur verið að úrslit
valdabaráttunnar verði útkljáð
með hálflýðræðislegum hætti
innan Baath-flokksins.
Baath-flokkurinn virðist hafa
reynt að hafa áhrif á valdabar-
áttu þá sem virðist háð að
tjaldabaki með útifundum og
viðræðum við erlenda gesti og
fréttaritara. Hvort það tekst
getur komið í ljós á þingi, sem
flokkurinn heldur á næstunni.
Hvernig sem valdabaráttan fer
er talið líklegt að sigurvegarinn
verði hermaður eða tengdur
hernum.
HAGVIRKI HF.
sendir starfsmönnum
sínum bestu nýársóskir.
Þökkum samstarfið á liðnu ári.
HAGVIRKI HF
VERKTAKAR
VERKHÖNNUN
4
Hjónaklúbbur
Garðabæjar
Þrettándagleöi veröur haldin aö Garðaholti laugar-
daginn 7. janúar 1984 kl. 21.00. Miöapantanir í
símum 43238, 43884 og 52726.
Stjómin.
Ég óska öllum fyrrverandi samstarfs-
mönnum mínum hjá hf. Hamri heilla-
ríks komandi árs og þakka alla vináttu
á liðnum árum.
Gísli Oddsson,
Ljósheimum 20.
Flugelda-
sala
Óskum velunnurum félagsins og ödrum
landsmönnum árs og fridar.
Erum meö ódýra en fjölbreytta fjölskyldu-
poka á kr. 300 og 600 auk mikils úrvals í
lausasölu í Framheimilinu viö Safamýri.
Fram
| SJÁLFSÞEKKING - SJÁLFSÖRYGGI |
Námskeið
Samskípti og f jölskyldulíf
Flestum verður æ Ijósara hve mikilvæg andleg
líðan og sjálfsöryggi er í vinnu og einkalífi.
Tilgangur námskeiösins er aö leiöbeina einstakl-
ingum aö átta sig á tengslum í fjölskyldunni og
samskiptum í sambúö.
Á námskeiöinu kynnast
þátttakendur:
• Hvernig sérstæö reynsla einstaklingsins mótar hann.
• Hvaö stjórnar sambandi fjölskyldumeðlima.
• Hvaö hefir áhrif á samband maka.
• Hvaö leiöir til árekstra í einkalífi.
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi.
Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Guðfinna
Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir.
Innritun og nánari
upplýsingar í símum
21110 og 24145 kl.
18—20.