Morgunblaðið - 31.12.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 31.12.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 25 Ljósmyndasafnið: Sýning frá Seyðisfirði f Ljósmyndasafninu við Flókagötu verður opnuð sýning um Seyðisfjörð 3. janúar nk. Verður sýningin tví- skipt, annars vegar rakin þróunar- saga staðarins í máli og myndum, og hins vegar haldin sýning á gömlum Ijósmyndum frá Seyðisfirði. Sýning- in er unnin fyrir tilstilli mennta- málaráðuneytisins og verður hún opin til 8. janúar. Meðfylgjandi mynd er meðal gamalla mynda af Seyðisfirði sem hafa varðveist. Myndina teiknaði Karvel Sédivy af Seyðisfirði þann 10. júlí 1882 og birtist hún skömmu síðar í danska blaðinu Illustreret Tidende ásamt grein um Seyðisfjörð, sem í íslenskri þýðingu er á þessa leið: Seyðisfjörður er sá hinna fjöl- mörgu fjarða á austurströnd ís- lands sem auðveldast er að sigla, þar eð engin sker eru fyrir fjarð- armynninu. Þessi fjörður varð því fyrir valinu þegar skosku bræð- urnir Rays reistu þar hvalstöð fyrir um það bil tuttugu árum. Veiðin fór þannig fram að hvalur- inn var skotinn þegar hann leitaði yfirborðsins, aðferð sem hinn þekkti hvalveiðimaður Svend Fayn hafði beitt með góðum árangri. Frá þeim tíma eru hinar yfirgefnu byggingar á Vestdals- eyri, tanga eða eyri Miðfjarðar, norðan fjarðarins, þar sem sýslu- maðurinn býr og kaupmannsverzl- unin stendur. Á þeim tíma var innfjörðurinn að mestu óbyggður. Þar var aðeins eitt hús, aðsetur hnignandi kaup- mannsverslunar og nokkrir stakir moldarkofar eða „bæir“. Þegar á þessum tíma var Seyðisfjörður þekktur fyrir mikla síldargengd en hún var ekki nytjuð. Fyrst fyrir um það bil fimm árum komu dug- legir norskir síldveiðimenn hingað og hófu veiðar. Fyrir þann sem þekkti Seyðis- fjörð fyrir þann tíma er það undr- unarefni að koma hingað. Allur innri hluti fjarðarins hefur fengið norskt yfirbragð. Moldarkofarnir eru horfnir og í þeirra stað komn- ar íbúðarhúsaraðir og fjöldi stórra vöruhúsa (pakkhúsa) á milli. Byrj- að er á veglagningu og allsstaðar eru hinar stóru síldarnætur breiddar til þerris. Bólverk eru byggð þar sem briggskip geta Borgarlæknir: 1.177 veikst af farsóttum í nóvember í fréttatilkynningu frá skrifstofu borgarlæknis kem- ur fram að 1.177 Reykvíkingar hafa þjáðst af farsóttum í nóv- embermánuði, samkvæmt skýrslum átta lækna og læknavaktar. Taflan sýnir hversu margir hafa veikst af hverri farsótt. Inflúensa 28 Lungnabólga 29 Kvef, hálsbólga, lungnakvef o.fl. 884 Streptókokkahálsbólga, skarlatsótt24 Einkirningasótt 4 Kíghósti 1 Hlaupabóla 9 Mislingar 1 Rauðir hundar 7 Iðrakvef og niðurgangur 107 Kláði 3 Flatlús 13 Önnur lúsasmitun 6 Lekandi 16 Þvagrásarbólga (Chlamydia) 45 lagst að, fermt og affermt, og lítill gufubátur þýtur sem örskot yfir Bugtina. Hér má oft sjá um þrjá- tíu skip, stór og smá, samankomin og fjörðurinn er orðinn miðstöð fyrir íslenzku póstskipin tvö. Myndin er séð frá botni fjarðar- ins og fyrir miðri innsiglingunni sést freigátan „Sjælland" þurrka seglin eftir ágjafasama siglingu um hafið. Einfalt REIKNINGSDÆMI FYRIR TROMP MIDAEIGENDUR Lað er nauðsynlegt fyrir trompmiðaeigendur að kunna að margfalda með 5. Trompmiðinn hefur nefnilega þá eiginleika, að hann fimmfaldar alla vinninga, sem á hann falla. í vinningaskrá HHÍ ’84 stendur t.d. 9 vinningar á eina milljón. Sá sem á trompmiðann afvinningsnúmerinu, hlýtur 5 milljónir í vinning — góð útkoma það! Líttu við hjá umboðsmanninum og náðu þér í tromp. VINNINGASKRÁ FYRIR TROMPMIÐAEIGENDUR 1 i í 23 298 2.415 12.212 5.000.000 1.000.000 500.000 100.000 20.000 12.500 50 aukav. 75.000 15.000 5.000.000 1.000.000 11.500.000 29.800.000 48.300.000 152.650.000 3.750.000 252.000.000 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS happ í hdlfa öld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.