Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
29
Hjónaminninp:
Guðrún Gísladóttir
og Svavar Gíslason
Guðrún
Fædd 4. september 1915
Dáin 2. mars 1980
Svavar
Fæddur 9. aprfl 1915
Dáinn 26. nóvember 1983
Kaldur nóvemberdagur hér á
meginlandinu, nokkrir sam-
starfsmenn á spjalli yfir volgum
kaffisopa, er ég skyndilega rak
augun í íslenska lopapeysu vinar
míns og eitthvað tók að bærast
innra með mér. Peysan átti at-
hygli mína óskipta um stund og
mér varð ljóst, að sá tregi, sem ég
nú skynjaði, tengdist henni á ein-
hvern hátt. Ég kom mér fyrir í
næði, lét hugann reika og reyndi
að skynja og skilja tilfinningar
mínar. Mér varð hugsað til þess,
er ég bað nágranna minn hana
Gunnu að prjóna peysuna góðu,
sem ég síðan gaf vini mínum.
Hugurinn festist við Gunnu, tregi
og sársauki mögnuðust hið innra
og ég endurlifði á stuttri stundu
síðustu dagana fyrir lát hennar
veturinn 1980. Óljós grunur um að
hún ætti skammt eftir, en jafn-
framt neitaði eitthvað í mér að
fallast á að svo væri. Ég frestaði í
sífellu fyrirhugaðri heimsókn
minni til hennar í sjúkrahúsið.
Undir niðri vissi ég að um yrði að
ræða kveðjustund og ég vildi ekki
fallast á að tími væri kominn til
að kveðja. Dag nokkurn var það
um seinan. Gunna var dáin og ég
gat ekki lengur kvatt. Þennan
kalda nóvemberdag meira en
þremur og hálfu ári seinna fann
ég hversu sárt það var að þurfa að
kveðja — en einnig hversu sárt
það er að hafa ekki kvatt. Viku
síðar barst mér sú frétt, að Svavar
væri dáinn.
Þau bjuggu við Skipasund, á
kaflanum milli Holtavegar og
Brákarsunds. Þar var og er enn
dálítið sérstakt samfélag, iítið um
flutninga í gegnum árin, en tím-
inn líður, börnin orðin fullorðin og
eiga börn og margir hafa fallið frá
undanfarin ár. í heimi okkar
barnanna var mikið líf. Við þekkt-
umst vel og umhverfið bauð upp á
óþrjótandi möguleika. Stórir
drullupollar urðu að úthöfum og
tengdust öðrum með þar til gröfn-
um skipaskurðum á ómalbikaðri
götunni og óbyggð Kleppstúnin
með öllum sínum skurðum voru
heimsins besti leikvöllur og
íþróttaleikvangur. Af fullorðna
fólkinu kynntist ég mörgum, sum-
um við að sækja leikfélagana
heim, aðrir komu í kaffi eða spil-
uðu bridge við foreldra mína. Og
loks voru þeir, sem fengnir voru,
þar eð þeir. kunnu til verka. Þetta
voru galdramenn og gatan átti
marga slíka.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
STEFANÍA GUÐBJÖRG GESTSDÓTTIR,
éöur til heimilia aö Eiríksgötu 33,
verður jarösungin þriöjudaginn 3. janúar kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
Erna Helgadóttir, Hjörleitur Jónsson,
Sævar Helgason, Helga Pélmadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GUDMUNDUR KARLSSON
frá isafiröi,
Engjaseli 86, Reykjavlk,
sem lést 25. þessa mánaöar veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunnl í
Reykjavík mánudaginn 2. janúar kl. 13.30.
Kristjana Magnúsdóttir
og börn hina látna.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR,
Hólmgaröi 62,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. janúar kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð
Landspítala.
Méllríöur Einarsdóttir,
Guölaug Einarsdóttir, Sveinbjörn Björnsson
og barnabörn.
t
Sonur okkar,
HÖGNI ERPER TRYGGVASON,
sem lést þann 24. desember, veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaglnn 2. janúar kl. 10.30.
Ragnheióur Brynjólfsdóttir, Tryggvi Sigurösson.
t
Sonur minn og bróöir okkar,
BENEDIKT BENEDIKTSSON,
Keilugranda 8,
veröur jarösunglnn frá Neskirkju þrlöjudaginn 3. janúar kl. 15.00.
Jarðsett veröur í Fossvogskirkjugaröi.
Gyöa Erlendsdóttir
og aystkini hina létna.
i
Gunna kom oft í kaffi. Hún kom
haltrandi utan úr búð og mátti til
að fá sér smá sopa. örstutt hlé var
gert á amstri dagsins og eldhús-
krókurinn fylltist lífi. Bláókunn-
ugt fólk stóð allt í einu ljóslifandi
á miðju eldhúsgólfinu og frá
mörgu var að segja. Glaðværð og
glettni fylgdu þessari konu, sem
svo oft var líkamlega sárþjáð og
átti erfitt með gang. En þá var
hún bara „óttalegur ræfill" eða
skildi ekki, hvað hún gat verið
mikill „aumingi" og hún hló. Þetta
var hennar aðferð. Og svo hélt hún
allt í einu, að hún væri bara að
verða vitlaus að slóra svona —
verkin kölluðu.
Svavar var einn af þessum
galdramönnum. í höndunum á
honum breyttust aumkunarverðir
sárum þaktir gluggarnir heim í
stolta, rennislétta hvítgljáandi
glugga og óhreinir eldhúsveggirn-
ir öðluðust á svipstundu nýtt líf.
Slík kunnátta vakti aðdáun mína.
Og stoltur var drenghnokkinn,
sem gat heilsað Svavari vagn-
stjóra, er hann gekk upp í Alf-
heimavagninn. Síðustu árin urð-
um við góðir kunningjar. Stundum
aðstoðaði ég hann eilítið við hitt
og þetta, en veikindi gerðu honum
ekki kleift að galdra sem fyrr. En
hann hætti aldrei, dundaði við
Skodann sinn, brá sér í ferðalög og
hóf meira að segja matseld á sjö-
tugsaldri. Hann átti líka til þessa
glettni og sagði mér gjarnan
glaðhlakkandi frá samskiptum
sínum við kartöflur, kótilettur og
fleira góðgæti. Að fást við eitt-
hvað var jú hans líf.
Skipasundið hefur á ný breytt
um svip. Enn hefur fækkað í þess-
ari kynslóð, sem byggði upp göt-
una. { þessari kynslóð, sem ólst
upp við þá lífsnauðsyn að láta
aídrei verk úr hendi falla og þurfti
að stelast til að staldra örstutt við.
Handan götunnar stendur húsið
þeirra sem fyrr, en það hafa orðið
kaflaskipti. Svavar fæst ekki við
neitt lengur og í eldhúsgluggann
vantar hana Gunnu, þessa bros-
andi vinkandi konu, sem mér þótti
vænt um. Ég sakna þeirra hjóna,
þetta var gott fólk.
Wurzburg í desember 1983
Sigmar Karlsson
t
Eiginmaöur minn og faðir,
ÓLAFUR SVEINSSON,
kaupmaöur fré Maalifellsé,
Ásvallagötu 20,
andaöist í Landakotsspítala 29. desember.
Stefana Guömundsdóttir,
Pórunn Ólafsdóttir.