Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
ERLEND
1.
Belgískur maöur að nafni Herge lést
í mars á þessu ári. „Sonur“ hans er
fra gur um allan heim meöal ungl-
inga á öllum aldri. Hann heitir:
a) Lukku-Láki
b) Ástríkur
c) Ferdinand
d) Tinni
2.
Sjötta mars fóru fram kosningar í
Vestur-Þýskalandi og unnu kristi-
legir demókratar glæstan sigur.
Formaður flokksins og kanslaraefni
var:
a) Franz-Josef Kohl
b) Helmut Schmidt
c) Helmut Kolh
d) Petra Kelly
3.
Konald Reagan flutti merka ræöu og
boöaöi varnarkerfi í geimnum sem
gcröi þaö aö verkum, aö kjarnorku-
vopn yrðu gersamlega úrelt og
gagnslaust dót. Ræðan hefur veriö
kölluö:
a) „Varnarræðan mikla"
b) “Stjörnustríðsræðan"
d) „Gettysburgarræðan síðari"
d) „Kjarnorkuvopnin kvödd"
4.
Stjórnvöld í Kúmeníu ákváðu að
refsa þeim sem gerst heföu brotlegir
og spillt „allsherjarfriöi og reglu“
með því aö:
a) banna þeim að lesa ræður
Ceausescu
b) senda þá í sumarleyfi til Síb-
eríu
c) banna þeim að nota ritvél
d) úthýsa þeim úr kommúnista-
flokknum
5.
Argentínumönnum, sem sáu enga
leið út úr óöaveröbólgu og efnahags-
öngþveiti, datt þaö snjallræöi í hug
aö fara bara að dæmi íslenska
stjórnvalda:
a) tóku upp útflutningsbætur á
nautakjötinu, aðalútflutn-
ingsvörunni
b) hófu stórkostlegan innflutning
á skuttogurum
c) settu það í lög að verðbólgan
væri bara 4%
d) köstuðu fjórum núllum aftan
af pesóinum
6.
Tíu ára gömul bandarísk stúlka,
Samantha Smith, fékk bréf frá
kunnum flokksleiötoga og forystu-
manni:
a) Deng Xiao-ping
b) Yuri V. Andropov
c) Steingrími Hermannssyni
d) Olof Palme
7.
Upp komst um ósvífið svindl í
Vestur-I’ýskalandi. Vlaöur nokkur
reyndist hafa falsaö bækur og selt
þær sem ekta fyrir offjár. Um var aö
ræða:
a) gamlar dómabækur vegna
brunans á Bergþórshvoli
b) dagbækur Stalíns
c) dagbækur Hitlers
d) dagbækur Görings
8.
Norömenn fóru aö dæmi frænda
sinna Svía og tóku aó eltast við
ókunnan kafbát í Haróangursfirði.
I>eir þóttust ekki í neinum vafa um
að hann væri sovéskur vegna þess
aö hann var af:
a) vodka-gerð
b) bourbon-tegund
d) stolichnaya-gerð
d) whiskey-gerð
9.
Danir fengu skemmtilegan gest í
Limafjörð og dreif að fjölda fólks til
að viröa hann fyrir sér. Var þar um
að ræöa:
a) danskt flugskeyti á villigötum
b) hvítan hval
c) síðasta selinn við Danmörku
d) rússneskan kafbát sem rataði
ekki út aftur
10.
Fjörutíu vestrænir fréttamenn voru
handteknir í Póllandi um miójan
nóvembermánuð. Þeim var sleppt aö
tveimur stundum liðnum. Að sögn
yfirvalda höfðu þeir gerst sekir um:
a) að syngja fjöldasöng á skrif-
stofu Jaruzelskis
b) að reyna að fylgjast með yfir-
heyrslum yfir skriftaföður
Walesa
c) að hafa í sameiningu hrundið
hálfsmíðuðum togara af stokk-
unum í Lenín-skipasmíðastöð-
inni í Gdansk
d) að neita að nota fornfálegar
pólskar ritvélar við störf sín
íHtrWH i MMCTMTV
""vtfinua
Macuirað itfflm
i <» -rnrmm 1
Brúökaupsterta danska feröaskrif-
stofukóngsins Simon Spies var eng-
in smásmíó, eins og glöggt má sjá á
þessari mynd. Tertan var 11 metrar
og 40 sentimetrar á hæö og þurfti
krana til aó koma henni fyrir á rétt-
um staö í veisluhöllinni.
a) mikilmennskubrjálæðis eg-
ypsku fornkonunganna
b) skorts á skíðabrekkum í land-
inu
c) offramboðs á tilhöggnu grjóti
d) ölæðis egypskra arkitekta á
árshátíð samtaka þeirra eitt
árið
14.
Skákeinvígis þeirra Garry Kasp-
arovs og Victor Koschnois var beðiö
með míkilli eftirvæntingu á meöal
skákunnenda. ílrslit einvígisins
uröu þau, aö:
a) báðir voru mátaðir en hvorug-
ur passaði
b) Kasparov sigraði örugglega
með 7 vinningum gegn 4
c) Korhncoi vann með 6 vinning-
um gegn 5 xh vinningi Kasp-
arovs
d) hvorugur aðilinn sætti sig við
keppnisstaðinn og neitaði að
tefla
15.
írski þjóöfrelsisherinn, IRA, skaut
almenningi í Bvrópu skelk í bringu
er hann stóó fyrir sprengingu í
þekktri stórverslun skömmu fyrir
jól. Hvaöa verslun var þetta?
a) Hagkaup, Skeifunni
b) Vestfálicher Bundeskaufhaus í
Dusseldorf
c) Harrod’s í Lundúnum
d) Marks og Spencer í Glasgow
16.
Arabi nokkur gerði tilraun til flug-
ráns meö boróhníf aö vopni á leið-
inni frá Saudi-Arabíu til New York.
Tilraunin misheppnaóist þar sem:
a) hnífurinn reyndist bitlaus
b) ræninginn sofnaði um borð
c) hnífurinn var úr plasti
d) gaffal vantaði
17.
Skoöanakönnun á trúarlífi Svía var
birt á vordögum og vakti þar athygli
aó:
a) Helmingur Svía trúir á eilíft líf
b) Svíar trúa á kafbáta
c) Enginn Svíi er trúaður
d) Allir Svíar eru trúaðir
18.
Ný stjórn borgaraflokkanna tók við í
Noregi í júníbyrjun, f.g er þaó fyrsta
meirihlutastjórnin í Noregi í 12 ár.
Leiðtogi stjórnarinnar er:
a) Jan Erik Laure
b) Gro Harlem Brundtland
c) Fleksnes
d) Káre Willock
Sá erlendi atburöur sem líklega er mönnum hvað efst i huga er þaö voðaverk Rússa aö skjóta niður suður-kóreska
farþegaflugvél í áætlunarflugi með tæplega þrjú hundruö manns innanborös. Hér er sovézki aöstoöarvarnarmálaráö-
herrann Nikolai Ogarkov að lýsa aðdraganda verknaóarins „að rússneskum hætti". Hélt hann því fram að flugvélin
heföi veriö njósnavél á vegum Bandaríkjanna.
19.
Flugmaður brezkrar Harrier-þotu
komst í heimsfréttirnar í sumar
vegna atviks út af Portúgal:
a) Hann skaut niður tvær friðar-
dúfur
b) Reyndi að fleyta kerlingar á
sjónum
c) Lenti þotu sinni á þilfari
spænsks flutningaskips
d) Gerði loftárás á drottningar-
snekkjuna
20.
Tillack-hjónunum í Ohio brá heldur
í brún í febrúar er þau vitjuóu húss
sem þau höfðu leigt út í nokkur ár:
a) Húsið var brunnið
b) Húsinu hafði verð breytt veru-
lega
c) Húsinu hafði verið stolið
d) Húsið var hrunið
21.
Grænlendingar fóru í Evrópureisu
snemma árs til að sannfæra Evrópu-
menn um að grænlenskir veiðimenn
dræpu ekki selskópa né nokkra þá
selategund sem hætt væri útrým-
ingu. Gengu þeir á fund:
a) Kristjáns Loftssonar
b) Valla víðförla
c) Brigitte Bardot
d) Hringormanefndar
22.
Þótt erfitt muni að segja til um slíkt
meö mikilli nákvæmni hermdu
heimildir aö nærri mundi láta aö í
Sovétríkjunum væri fjöldi þeirra
sem væri í nauóungarvinnu þar:
a) fjórtán
b) fjórir
c) fjörutíu
d) fjórar milljónir
23.
Yfirvöld í Jórvík á Englandi ákváðu
aö reyna aö laða fleiri feröamenn til
borgarinnar í sumar meö því að
reisa þar:
a) steinullarverksmiðju
b) styttu af Agli Skalla-Gríms-
syni
c) víkingaþorp
d) kísilmálmverksmiðju
24.
Líbanskur þotuflugstjóri var staöinn
að eiturefnasmygli á Arlandaflug-
velli í febrúar og er talið að hann
hafi leikið þann leik oft áður:
a) var með hálft kíló af heróíni í
kaskeitinu
b) faldi hass í eldhúsi þotu sinnar
c) reyndi að smygla myndum af
Khaddafy
11.
Fregnir bárust af því í nóvember aó
Yuri Andropov hefði veriö skotinn í
handlegginn og þar væri komin
skýring þess aó hann heföi ekki sést
opinberlega í marga mánuói. Sá er
talinn er hafa skotið leiötogann í
hendina er:
a) Ronald Reagan
b) valdafíkinn embættismaður
frá Bakú
c) Yuli Brezhnev, sonur Leonid
Brezhnevs heitins
d) Konstantin Chernenko, einn
helsti andstæðingur leiðtogans
12.
Hugmyndir norsks fyrirtækis um
byggingu risastórs farþegaskips hafa
vakið mikla athygli. Skipið þykir
sérlega athyglisvert sökum ýmiss
byltingarkennds búnaðar. Eitt er
þaö sem mesta athygli hefur vakió.
I>aö er:
a) skipið er 1200 metra langt
b) allir farþegar verða njörvaðir
niður í sérstök sjúkrarúm
c) pláss er fyrir 4000 farþega,
helmingi fleiri en rúmast í
stærsta núverandi farþegaskipi
heims
d) skipið fer allra sinna ferða neð-
ansjávar
13.
Kenningar um píramýdana einstæóu
■ Egyptalandi koma fram alltaf ann-
aö veifíð. Þekktur fræðimaóur lagði
þá kenningu fram í desemhermán-
uði aó byggingu þeirra mætti rekja
til:
Svíar hafa margainnis verið ónáðaðir á árinu af ferðum ókunnra kaf-
báta og dvergkafbáta. Þessi fremur óskýra mynd er tekin á hafsbotni í
sænska skerjagarðinum og sýnir Ijósa rákin staöinn þar sem sérfræö-
ingar hersins telja aó lítill kafbátur hafi legið um stund. Nær öruggt er
talið aö hór hafi sovézkir kafbátar veriö á feröinni.