Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 12

Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Hvað segja forystumenn Alþýðubandalags, Alþfðuflokks, Bandalags jafnaðarmanna, Framsóknarflokks og Kvennalista um áramót? Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir forystumenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Bandalags jafnaðarmanna, Framsóknarflokks og Kvennalista í tilefni áramóta. Fara svör þeirra hér á eftir en spurningarnar, sem blaðið lagði fyrir þá voru þessar: 1. Telur þú aÖ á næsta ári takist aö halda áfram á sömu braut í baráttunni gegn veröbólgunni? 2. Tveir meginþættir fisk- veiöistefnunnar 1983 hafa veriö ákveönir, aflamagniö og kvótaskiptingin. Hvem- ig vilt þú aö gripiö veröi á þriöja þættinum: fjár- hagsvanda útgeröarinnar? 3. HvaÖ telur þú nærtækast til aÖ stuöla aÖ nægri at- vinnu miöaö viö núverandi stöðu og horfur? 4. Töluveröar umrœöur hafa oröiö um verndun tung- unnar og íslandssögu- kennslu í grunnskólum. Hvert er þitt álit á þessum málum? 5. Atlantshafsbandalagið hef- ur tryggt friö í 35 ár í okkar heimshluta. Telur þú annan kost betri til að tryggja öryggi íslands? Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Verðbólga verði um eða undir 10% í árslok 1984 Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingflokks Kvennalista: Vopnin eru óþörf ef óvináttu er eytt 1. Já, ég er vongóður um að takast muni á næsta ári að draga enn úr verðbólgu og ná því markmiði, sem ríkisstjórnin hefur sett, að verðbólga verði um eða undir 10 af hundraði í lok næsta árs. Þessa von mína byggi ég ekki síst á því að ég veit, að lslendingar sáu þær hættur, sem fylgdu vaxandi verð- bólgu og erlendri skuldasöfnun og almenningur fagnar því að vera laus úr verðbólgukapphlaupinu. 2. Fjárhagsvanda útgerðarinnar verður að leysa án þess að koma nýrri verðbólguskriðu af stað. Því er sú leið ekki fær að hækka fisk- verðið eins og þyrfti vegna útgerð- arinnar og fella síðan gengið vegna fiskvinnslunnar. Þar sem fjármagnskostnaðurinn hefur hækkað óeðlilega mikið, t.d. vegna mikillar hækkunar dollarans, kemur til greina að leggja til hlið- ar eða jafnvel afskrifa þær skuldir sem af þessu stafa. Málið er þó miklu flóknara en svo að því verði gerð skil í stuttu svari. 3. Minni atvinnu má næstum alla rekja til erfiðleika í sjávarútvegi. Minni afli mun óhjákvæmilega leiða til minni atvinnu í sjávar- þorpum. Hins vegar, með góðu skipulagi veiðanna, má mjög draga úr þeirri atvinnuröskun sem þetta veldur. Lausn á vandamál- um útgerðarinnar er því mikil- vægust í þessu sambandi. Á nokkrum stöðum má efla aðrar greinar. Skipaviðgerðir t.d. eru mjög mikilvægar þar sem aðstaða er til slíks, og verkefni á því sviði mikil. Þar sem vinnubrestur getur orðið staðbundinn og leiðir til úr- bóta breytilegar frá einum stað til annars er nauðsynlegt að skoða sérstaklega hvert tilfelli á meðan við erum að komast yfir þá erfið- leika, sem nú steðja að þjóðfélag- inu. 4. Ég álít fræðslu í þjóðlegum fræðum, íslenskri tungu og sögu, eitt mikilvægasta hlutverk skól- anna. Sterk tengsl við fortíð, tungu og menningu er þjóðinni lífsnauðsyn. „Það er fullt starf að vera fslendingur," sagði skynsam- ur maður nýlega. Undir það hlut- verk þarf að undirbúa æskuna sem best. 5. Hernaðarbandalög virðast vera ill nauðsyn. Ég tel ekki þorandi að hrófla um of við þeirri stöðu, sem myndast hefur að þessu leyti. Sá friður, sem þannig hefur skapast, er hins vegar friður óttans, og það er ekki góður friður. Við íslend- ingar eigum því, á alþjóðlegum vettvangi, einnig innan Atlants- hafsbandalagsins, að beita okkur öfluglega fyrir því, að stórveldin hverfi frá kapphlaupi um fram- leiöslu gjöreyðingarvopna, komi sér saman um öruggt eftirlit og eyði slíkum vopnum. E.t.v. verða hernaðarbandalög þá einhvern tíma óþörf. 1. Þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur helst beitt gegn verðbólg- unni, þ.e. að halda niðri launum fólks, hafa skilað tilætluðum ár- angri. Þess er þó ekki að vænta, að frekari aðgerðir af sama tagi skili meiri árangri. Ýmislegt bendir til þess að verðbólga geti farið aftur vaxandi á næsta ári. Sá halli, sem verður á fjárlögum næsta árs, hlýtur að leiða til versnandi skuldastöðu ríkisins, sem er í sjálfu sér verðbólguhvetjandi. Einnig er vandséð, að komist verði hjá talsverðri fiskverðshækkun og tilsvarandi gengislækkun á næsta ári. Sú hætta, sem þannig skapast á aukinni verðbólgu er áhyggju- efni vegna þess hve launafólk er miklu verr við því búið að taka frekari áföllum eftir þær efna- hagsaðgerðir sem það hefur þegar þurft að þola. Ríkisstjórnin getur því ekki og má ekki ganga lengra í því að rýra kaupmátt almennings. Líka er vert að minnast þess, að þótt nokkur akkur sé í því að ná niður verðbólgu og snyrta talna- dæmi hagsýslunnar er varasamt að beita til þess of harkalegum að- gerðum, sem einungis flytja vandann til í þjóðfélaginu frá hag- kerfinu inn á heimilin. 2. Það er ekki með öllu rétt, að aflamagnið og kvótaskiptingin hafi verið ákveðin. Rétt er, að ákveðin hefur verið hámarksafli fyrir árið 1984, semer minni en undanfarin ár. Samþykkt hefur verið að viðhafa kvótaskiptingu en hins vegar er framkvæmd hennar, nánari viðmiðanir og tilhögun með öllu óákveðin og óskilgreind. Lausn á fjárhagsvanda útgerðar- innar er mjög vandasöm og í reynd nátengd því hvernig fram- kvæmd kvótaskiptingar verður háttað. Til þess þarf að líta, að skipting útgerðaskuldanna er mis- jöfn á skip og ennfremur eru skuldirnar ekki af hreinum stofni en við marga sjóði, opinbera og einkafyrirtækja. Aðstæður eru því mjög misjafnar eftir skipum, fyrirtækjum og stöðum. Þessi mál verða þvf ekki leyst á einfaldan hátt. Þó höfum við eki endalaust efni á bráðabirgðalausnum. Sá mikli vandi, sem við er að fást nú er að hluta til heimatilbúinn. Sjónarmið rányrkju og stundar- gróða hafa reynst okkur dýrkeypt. Fyrirhyggjulaus fjárfesting í fiskiskipum á undanförnum árum kemur okkur nú í koll. Skipunum verður að fækka ef ekki tekst að Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Oftrú á launaskerðingu óréttlát og stórvarasöm í. Sú braut sem ríkisstjórnin hef- ur farið hefur einfaldlega verið fólgin í því að lækka kaupmátt launa og lögbjóða óbreytt kaup meðan verðbólgan hefur haldið áfram og verðlag á opinberri þjón- ustu verið stórhækkað. Kaupgeta launa er enda um þessar mundir u.þ.b. fjórðungi minni en að jafn- aði á árinu 1982. Slíka kjararýrn- un geta margir þolað um sinn, en aðrir þó mjög illa. Til langframa þolir launafólk ekki framhald slíkrar þróunar, enda verður kaupskerðingin æ sárari með hverjum mánuðinum sem líður, einkum meðal hinna verst settu. Þessa braut er því ekki hægt að halda áfram. Það væri bæði mis- kunnarlaust og óskynsamlegt. Sá árangur í verðbólgumálum sem menn þó eygja um þessar mundir kynni þá að verða að engu og óbærilegar þrautir væru lagðar á mörg heimili í landinu. Síst af öllu má þó bæta gráu ofan á svart með því að Ieggja sér- stakan skatt eða gjöld á þá sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eins og boðað hefur verið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Meginverkefninu í baráttunni við verðbólguna hefur í rauninni enn einu sinni verið skotið á frest. Það verkefni er að ná tökum á fjárfestingunni, stuðla að nýsköp- un í atvinnulífi og stokka upp úr- elt skipulag í ýmsum greinum at- vinnuvegastjórnar, sjóðakerfis og niðurgreiðslna. Oarðbæra fjár- festingu verður að hindra og skapa þannig svigrúm til nýsköp- unar og til þess að mæta þörfum sem nú verða útundan. Þetta á bæði við í atvinnulífi og hjá hinu opinbera. Þannig yrði dregið úr frumorsökum verðbólgu og lífs- kjörin treyst. Á sama hátt verður að taka til endurskoðunar stjórn- kerfi í atvinnumálum sem stuðla að sóun og laga þau að nútíman- um. Dæmi um það er stjórnkerfið í landbúnaðinum sem greinilega flytur fé frá launþegum og bænd- um til vinnslustöðva og annarra milliliða. Til þess að vernda kjör iaunafólks án þess að skapa verð- bólguþrýsting hefði stefnan nú átt að vera sú að lækka skattbyrði hjá öllu venjulegu launafólki mjög verulega og koma til móts við hina alverst settu með greiðslu af- komutryggingar, þannig að hagur þeirra væri réttur með samfélags- legri aðgerð. Því miður hefur rík- isstjórnin valið að auka á skatt- byrðina og hún stefnir að áfram- haldandi rýrnun kaupmáttar launa samkvæmt þeirri forskrift sem hefur verið kynnt fyrir árið 1984. Þessi oftrú ríkisstjórnarinn- ar á launaskerðingu sem áfram- haldandi aðalvopni í viðureigninni við verðbólguna er óréttlát og stórvarasöm. Hún er óréttlát vegna þess að byrðunum er ekki réttlátlega dreift og hún er vara- söm vegna þess að fyrir bragðið komast menn ekki til þeirrar endurskipulagningar sem nauð- synleg er og hér hefur verið rakin, Svar mitt við spurningunni er þess vegna augljóslega að ekki verði haldið áfram á sömu braut í baráttunni við verðbólguna eins og fetuð hefur verið hingað til. Nú er þörf á nýjum tökum þar sem tekið er á frumrótum vandans. Með þeim fjölþættu aðgerðum, sem ég hef hér rakið, má leggja grunn að batnandi lífskjörum og jafnframt virða réttinn til mann- eskjulegs lífs. 2. Ég vil fyrst benda á tvö atriði sem ekki á að gera eða veita í þessum vanda. Það á ekki að bregðast við fjárhagsvandanum með því að strika út skuldir hinna skuldugustu og láta þannig fólkið í landinu axla byrðarnar. Fyrir því eru engin'rök, en í slíkri aðgerð fælist á hinn bóginn mikið órétt- læti gagnvart þeim sem af for- sjálni hafa haft hóf á skuldasöfn- un sinni. Fyrir þá forsjálni má ekki refsa þeim eins og penna- strikaaðferðin mundi gera. Það á ekki heldur að leysa fjárhags- vanda útgerðarinnar með gengis- fellingu sem væri látin bitna á kjörum fólksins i landinu ofan á allt sem á undan er gengið. Til þess að fjárhagsvandinn minnki í stað þess að aukast verður hins vegar að tryggja viðunandi rekstr- arafkomu. Einn meginþátturinn I því verður að vera sá að draga úr kostnaði við veiðarnar og auka verðmæti afurðanna, einkum með auknum gæðum. Drýgsta leiðin til þess að draga úr tilkostnaðinum er að fækka þeim skipum sem veiðarnar stunda á hverjum tíma. Til þess að það sé unnt verður að heimila framsal á þeim kvótum sem fyrirhugaðir eru, þar sem takmarkanir á framsali væru einkum miðaðar við atvinnusjón- armið. Með þessum hætti mundi at- vinnugreinin laga sig að núver- andi aðstæðum. Jafnframt ætti að tengja þetta fjárhagslegum að- gerðum þannig að greiðslum af skipum sem létu af veiðum væri frestað um sinn og þær léttar. Á sama hátt ætti með fjárhagsleg- um aðgerðum að hvetja til þess að úrelt skip yrðu tekin úr sjósókn. Á hinn bóginn er ljóst að það bann sem í raun hefur gilt gagn- vart því að fara á hausinn á ekki að haldast. Slíkt aðhald verður að vera í gildi þannig, að einhverjir finni fyrir því einhvern tíma, að þeir séu í raun ábyrgir gjörða sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.