Morgunblaðið - 31.12.1983, Síða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Guðmundur Einarsson, formaður
þingflokks Bandalags jafnaðarmanna:
Sárast að skynja
tregðu til nýsköpunar
legt væri að varðveita tunguna og
gæta sögunnar og þar með grund-
vallarforsendu þess að við köllum
okkur þjóð. Ein meginskýringin á
vandanum í dag felst í þjóðfélags-
gerðinni — neyslukapphlaupinu
þar sem gömlum verðmætum er
hent út í hafsauga einungis vegna
þess að þau eru frá í gær. Önnur
skýring á vandanum felst í herset-
unni og þeim djúpstæða ágrein-
ingi sem nú er uppi um íslands-
sögu síðustu áratuga. Ráðandi öfl
hafa knúið fram utanríkisstefnu
sem hefur ofboðið svo sjálfstæð-
isvitund þjóðarinnar að eitt helsta
ágreiningsmálið er söguskilningur
síðustu fjögurra áratuga. Ekkert
er eðlilegra en að menn hafi skipt-
ar skoðanir, en skortur á sögu-
legum skilningi og áhuga, sýnir að
valdaöflin sem knúðu fram herset-
una samkvæmt skipunum frá
Bandaríkjunum, hafa gengið of
langt. Þau hafa misboðið sögu-
skilningi þjóðarinnar og þar með
stofnað í hættu einni þeirri rót
sem á að næra þjóðarstofninn
sjálfan.
Auk þessara grundvallarvanda-
mála er ljóst að nauðsynlegt er að
efla sögukennslu í skólum og auka
áherslu á íslenskunám. Þá ber að
bæta aðstöðu til námsgagnagerð-
ar svo íslandssagan verði lifandi
viðfangsefni. Má þá ekki banna
umræður um ágreiningsmál eins
og íhaldsöflin hafa reynt á liðnum
árum með linnulausum ofsóknum
gegn þeim kennurum sem hafa
reynt að dýpka skilning nernenda
á umhverfi sínu með því að opna
ágreiningsefni til glöggvunar.
En allt um það: Umræðan um
íslenskukennsluna er góð. Hún er
til marks um það að þeir sem
kærulausastir hafa verið and-
spænis erlendum áhrifum eru að
vakna til lífsins. Það er áreiðan-
lega ekki of seint.
5.
Spurningin er rangt fram sett;
nær væri að segja: Friður hefur
verið í þessum heimshluta þrátt
fyrir hernaðarbandalögin. íslend-
ingar eiga annan kost betri en
þann að leggja allt sitt í hendur
stórveldanna. íslendingar eiga
þess nú kost að taka frumkvæði í
friðarumræðunni og að stíga fram
á þeim forsendum sem friðar-
hreyfingarnar hafa markað. Ég er
sannfærður um að yfirgnæfandi
meirihluti íslendinga er fylgjandi
þeim áherslum sem friðarhreyf-
ingin hefur beitt sér fyrir og það
er athyglisvert að einmitt Morg-
unblaðið hefur verið í stöðugu
stríði við friðarhreyfinguna, eink-
um talsmenn kirkjunnar, sem
hafa beitt sér í þessum efnum á
undanförnum misserum af vax-
andi þunga.
En auk þess er það rangt að
friður hafi verið „tryggður" í þess-
um heimshiuta. Man Morgunblað-
ið, spyrillinn, ekki lengur land-
helgisstríðin þegar NATO-her-
skipin réðust á íslenska fiskimenn
að störfum? Þá réðist NATO-þjóð
gegn NATO-ríki. Hvað um Grikk-
land og Tyrkland? Aðildin að
NATO hefur engan veginn
„tryggt" friðinn. Þvert á móti —
vígbúnaðarkapphlaup stórveld-
anna ógnar heimsfriðnum og þeir
þjóðarleiðtogar sem hneigja sig
fyrir stórveldunum um þessar
mundir og afsala sér rétti til
frumkvæðis taka beinan þátt í
vígbúnaðarbrjálæðinu. Utanríkis-
ráðherra íslands studdi ákvörðun
NATO um uppsetningu meðal-
drægra eldflauga í Evrópu. Þar
með var hann að skipa íslandi á
bekk með þeim þjóðum sem lengst
vilja ganga í vígbúnaði. Það var
athyglisvert að utanríkisráðherra
vildi ekki að Alþingi fjallaði um
afstöðu hans á utanríkisráðherra-
fundi NATO. Hann kom því þang-
að eins og fulltrúi einræðisríkis
sem hefur þjóðþing aðeins að
nafninu til.
Ég tel að brýnasta verkefni
landsmanna í utanríkismálum sé
nú aö sameina sem flesta um nýja
utanríkisstefnu sem byggist á for-
sendum friðarhreyfingarinnar. Ég
er sannfærður um að yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar styð-
ur slíka utanríkisstefnu og hafnar
þar með hernaðarstefnu núver-
andi ríkisstjórnar.
1.
Þegar spurt er hvort á næsta ári
takist að halda áfram á sömu braut
í baráttunni gegn verðbólgu vakna
enn fleiri spurningar.
Þýðir „á sömu braut", að barátt-
an verði áfram háð
a) með sviptingu samningsréttar
b) með beitingu bráðabirgðalaga
c) með rosafengnum áróðri emb-
ættismanna og skrifstofuveldis
ríkisstjórnarinnar
d) með þeim einhliða áróðri að
höfuðorsök efnahagsvandans
sé kröfupólitík launþega og bí-
lífi þeirra
e) með einhliða aðgerðum í kaup-
gjaldsmálum án þess að nokk-
uð örli á nýsköpun í fyrir-
tækjarekstri og atvinnumálum.
Ef „á sömu braut" þýðir þetta
og annað sem ríkisstjórnir hafa
dregið upp úr handraðanum, hiýt
ég að svara því að ég tel, að vita
gagnslaust sé að halda áfram á
sömu braut. Þessi braut leysir
ekki efnahagsvandann til fram-
búðar. Þessi braut gefur stjórn-
völdum lag um stundarsakir á
kostnað launþega.
Við undangengin kauprán tókst
ríkisstjórnum ekki að koma stjórn
á efnahagsmálin. Það bendir því
miður fæst til þess að þessari rík-
isstjórn muni takst að nýta sér
lagið til að gera hluti sem skipta
máli til frambúðar.
I glímu okkar við verðbólguna,
hefur úrræðið alltaf verið það
sama, þ.e. að skerða laun almenn-
ings. Þegar þessum aðferðum hef-
ur verið beitt á gróflegasta hátt á
undanförnum 20 árum hafa fylgt
harðvítug átök og sviptingar á
vinnumarkaði. Þessu hafa fylgt
gífurlegar sveiflur á kaupmætti og
lífskjörum, miklu meiri en þær
sveiflur sem á sama tíma hafa
orðið á þjóðartekjum.
Deilur um lífskjör og tekju-
skiptingu setja auðvitað sífellt
mark sitt á samskipti aðila vinnu-
markaðarins og á starfsemi ríkis-
stjórna. En það er misjafnt og á
mannanna valdi hversu heiftar-
legar þær eru.
Ef við lítum í kringum okkur
sjáum við að harkan í slíkum deil-
um er mismikil eftir þjóðfélögum.
Pólland er dæmi um þjóðfélag,
sem er í sárum vegna átaka um
lífskjör og hugmyndafræði.
í Bretlandi eru landlægar illvíg-
ar deilur á vinnumarkaði, sem lík-
lega hafa valdið þjóðinni óbætan-
legu tjóni.
En annars staðar hefur um
langt skeið ríkt friður á vinnu-
markaði. Nærtækust dæmi um
það eru Svíþjóð og Noregur. Þar
tóku aðilar vinnumarkaðarins
höndum saman um mótun megin-
stefnu í þróun framleiðslu og
lífskjara. Skyldi þar hafa verið
beitt þeim aðferðum sem taldar
voru upp hér að framan í liðum
a-e?
Varla.
Lykillinn að lausn þessara mála
er samráð. Sá hluti verðbólguvand-
ans sem að launamálum snýr
verður ekki leystur nema í sam-
vinnu þeirra aðila, sem um eiga að
fjalla.
Það er ekki vænlegt til árangurs
þegar ríkisstjórn slær málsaðila
utanundir með blautum sjóvettl-
ing, og segir þeim að hunzkast út í
horn!
Það er heldur ekki vænlegt til
árangurs að ríkisstjórn taki ein-
arða afstöðu með öðrum málsaðil-
anum, geri málflutning hans að
sínum og öfugt, þegar hún loks
hleypir þeim á vettvang.
Það er víðs fjarri sannleikanum
að undirrót efnahagsóreiðu okkar
sé launamál. Ef ríkisstjórn heldur
til streitu þeirri stefnu sinni að
láta launafólk halda verðbólgunni
niðri verða örugglega hörð átök á
vinnumarkaði innan 12—18 mán-
aða, ef dæma má af reynslu und-
anfarinna tveggja áratuga.
Á meðan launþegar halda niðri í
sér andanum verður ríkisstjórnin
að gera raunverulegar efnahags-
aðgerðir, sem eru m.a. aðgerðir í
atvinnumálum, en að þeim verður
vikið í svörunum hér á eftir.
í stuttu máli er svar mitt við
spurningunni það að ég tel ólíklegt
að ríkisstjórninni takist að halda
áfram á þeirri braut sem hún hef-
ur valið sér í verðbólgumálum,
vegna þess að hún hefur þar ekki
boðið upp á neinar raunverulegar
aðgerðir til iangtímalækningar.
Launþegar munu ekki una þessu
til lengdar. Ég vil bæta því við að
síðustu, að ég vona, að stjórnin
haldi ekki áfram á þessari ein-
hliða kjararánsbraut, heldur geri
einhverja þá hluti, sem að gagni
mættu koma fyrir okkur sjálf og
börnin okkar.
2.
í spurningunni eru taldir fram
þrír meginþættir fiskveiðistefn-
unnar fyrir 1984, þ.e. aflamagn,
kvótaskipting og fjárhagsvandi
útgerðarinnar. Sá fyrsti, þ.e. afla-
magnið, hefur þegar verið ákveð-
inn. Það er hins vegar rangt að
búið sé að ákveða annan þáttinn,
kvótaskiptinguna.
Alþingi afgreiddi fyrir jól lög
sem heimila ráðherra að grípa til
víðtækari aðgerða um veiðistjórn
en áður hafa þekkst. Um þessi lög
voru mjög skiptar skoðanir og þau
hlutu nauman meirihluta í efri
deild þingsins og komust raunar í
gegn með atkvæðum þingmanna
sem þó lýstu sig andvíga þeim í
meginatriðum. í þessum lögum er
ekkert kveðið á um eftir hvaða
reglum kvótum skuli úthlutað á
skip eða hvaða reglur skuli gilda
um framsal kvóta, með eða án
endurgjalds.
Ráðherra lýsti því hins vegar
yfir, við umræður í þingi, að höf-
uðreiknireglan við stærð kvóta
yrði viðmiðun við meðalafla
þriggja síðustu ára. Einnig kvaðst
ráðherra andvígur því að leyft
yrði að selja kvóta. Þetta eru einu
forsendurnar, sem hafa verið birt-
ar opinberlega.
Það verður ekki sagt með réttu
að kvótaskipting næsta árs hafi
verið ákveðin fyrr en nákvæmar
reglur um útreikning kvóta og
framsal kvóta hafa verið opinber-
lega birtar. Samkvæmt síðustu
fregnum verða reglur um kvóta-
skiptingu vart tilbúnar af hálfu
ráðuneytisins fyrr en í febrúar og
jafnvel síðar.
Það eru einkennilegar fréttir,
þar sem höfuðréttlæting ráðherra
á einræðislegri meðferð málsins í
þinginu og einræðislegu innihaldi
frumvarpsins, var sú að atriði
málsins yrðu öll að vera ljós í
janúarbyrjun. Þess vegna væri
enginn tími til að þingið fjallaði
nánar um málið, jafnvel þótt það
komi saman um miðjan janúar.
Sá hluti fiskveiðistefnunnar,
sem kvótaskiptingin er, verður því
að teljast algerlega í lausu lofti,
því kvótaskipting, sem samþættur
hluti af fiskveiðistefnu, er ekki
ákveðin ennþá. Hún er ekki ákveð-
in fyrr en nákvæmlega kemur í
ljós hvaða svigrúm hún gefur
skipum og útgerðum til að endur-
skipuleggja rekstur sinn.
Um lausn á fjárhagsvanda út-
gerðarinnar er erfitt að fjalla í
stuttu máli. Þar koma margir
hlutir við sögu.
I)
Kvótakerfið. Eins og áður segir
mun nánari útfærsla kvótakerf-
is ráða ýmsu um fjárhagsvand-
ann. Að gefnum þeim takmörk-
uðu upplýsingum sem tilteinkar
eru má segja að
a) Kvóti, sem byggist á 3ja ára
meðalafla eingöngu, er líklega
skilvirk leið til að bjarga fisk-
stofnunum en mun varla bjarga
útgerðinni.
b) Þegar rætt er um verulega
aukningu á gæðum og þar með
verðmæti afurða í kjölfar kvóta-
kerfis vegna bætts skipulags
veiða og vinnslu er auðvitað um
leið verið að segja að nú fari
verulegir fjármunir í súginn
vegna skorts á samstarfi aðila í
greininni. Þeim mun meiri verð-
mæti, sem menn telja að muni
vinnast af þessum sökum, þeim
mun alvarlegri vitnisburður er
það um ástandið í þessari at-
vinnugrein núna, sem hefur
„heimastjórn" í sókn og vinnslu
afurðanna.
c) Möguleikar á skiptum og sölu
á kvótum milli skipa, útgerðar
og byggðarlaga eftir ákveðnum
reglum, geta haft heillavænleg
áhrif á fjárhagsafkomu greinar-
innar. Þannig geta veiðar geng-
ið til þeirra, sem hafa góðan
rekstur, sýna dugnað og harð-
fylgi og liggja vel við ákveðnum
veiðum. Frelsi í þessum efnum
gæti bætt upp ósveigjanleika i
kvótaútreikningi á einstök skip.
II)
Akvöröun fiskverös. Það er skoð-
un Bandalags jafnaðarmanna
að í verðlagsmálum útvegsins
beri umsvifalaust að stefna til
frjálsari viðskiptahátta. Fisk-
verð hlýtur endanlega að miðast
við markaðsverð afurðanna.
Engar millifærslur og hag-
stjórnarbrellur geta breytt
þeirri staðreynd. Það er undar-
legt að atvinnugrein, sem byggir
á frumkvæði, frelsi og útsjón-
arsemi einstaklinga í svo ríkum
mæli, skuli búa við eiturharða
miðstýringu í verðlagningu og
sölumálum. I stað þess að ríkis-
valdið tryggi óábyrga samninga
við loforðum um gengisfellingar
og sjóðabrellur, leggjum við til
aukið frelsi í samningum um
fiskverð. Þeir verða þá að taka
mið af afla og markaðsverði,
sem eru þau raunverulegu verð-
mæti sem til skiptanna eru.
Þannig verður einnig aukin
ábyrgð einstaklinga og fyrir-
tækja, því þá mun hver liggja
svo sem hann hefur um sig búið.
Þar með hlýtur að aukast að-
hald í rekstri og fjárfestingu.
Á þennan hátt er hægt að rjúfa
vítahring ríkisforsjónarinnar
sem sífellt hefur kallað á geng-
isfellingar og styrki.
I þessu sambandi má geta þess
að frjálsir samningar um fisk-
verð eru besta gæðaeftirlit sem
völ er á hvort sem er upp úr
skipi eða út úr vinnslustöð. Af
blaðafregnum og umræðum um
gæðamál er ljóst að pottur er
víða brotinn.
Ef við lítum á stefnu ríkis-
stjórnarinnar í gengismálum og
heitstrengingum hennar um
áframhaldandi lækkun verð-
bólgu, er augljóst að væntanleg
fiskverðsákvörðun er prófsteinn
á getu hennar og vilja til ný-
sköpunar.
III)
Skuldir. Þegar rætt er um fjár-
hagsvanda útgerðar í dag er yf-
irleitt átt við skuldasöfnun
hennar, sem talin er nema u.þ.b.
tveim þúsundum milljóna. Það
er augljóst að í mörgum tilfell-
um eru skuldir einstakra fyrir-
tækja orðnar miklu meiri en
eðlilegur rekstur muni nokkru
sinni geta jafnað upp. Því verð-
ur það vafalaust hlutskipti þjóð-
arinnar allrar að taka talsverð-
an hluta þessara skulda og
greiða með einhverjum hætti.
En þá skiptir höfuðmáli hver
aðferð verður notuð. Útstrikanir
og styrkir eftir almennum með-
altalsreglum eins og kvótinn
margumræddi, eru hvorki í
samræmi við réttlætiskennd né
viðskiptavenjur. Þegar pen-
ingastofnanir fjalla um fjár-
hagsvanda aðila í iðnrekstri,
eða jafnvel heimilisrekstri, er
reynt eftir megni að hjálpa
þeim, sem hjálpa sér sjálfir og
eiga sér lífsvon. Hinir, sem hafa
sýnt ábyrgðar- og aðhaldsleysi í
rekstri og fjárfestingum, eru
látnir sæta ábyrgð.
í þessum efnum gildir að greina
sauðina frá höfrunum. Allar að-
gerðir verða að hafa það að
markmiði að koma lífvænlegum
fyrirtækjum á lygnan sjó, þann-
ig að þau geti séð sér farborða
með eðlilegri þjónustu pen-
ingastofnana. En það er nauð-
synlegt að leiða þau frá pilsföld-
um ríkismaddömunnar eins
fljótt og auðið er.
Einungis frjáls og sterk eru þau
samboðin sjálfsvirðingu at-
vinnurekenda og verkafólks,
sem engir vilja bónbjargarmenn
vera.
3.
Tvennt ber sérstaklega að hafa
að leiðarljósi í atvinnumálum.
í fyrsta lagi þarf að gera nú
þegar þær aðgerðir í atvinnumál-
um, sem væru um leið raunveru-
legar aðgerðir í efnahagsmálum
og liður í baráttunni gegn verð-
bólgunni.
í öðru lagi þarf að móta stefnu
næstu áratuga í atvinnumálum
þjóðarinnar, til að auka þjóðar-
tekjur, búa til ný störf fyrir tug-
þúsundir, sem koma á vinnumark-
aðinn til aldamóta, og tryggja nú-
verandi byggð í landinu.
í þessu sambandi má víða koma
við, en að þessu sinni verður sér-
staklega vikið að málefnum iðnað-
arins.
Stjórnvöld á íslandi hafa um
langt skeið verið með glýju stór-
iðnaðar fyrir augunum. Tími og
atorka embættis- og stjórnmála-
manna hefur farið í endalausar
deilur um kosti og lesti stóriðju,
staðsetningu hennar og orkukaup.
Á meðan hefur næstum
gleymst, að í landinu er þegar um-
fangsmikill iðnaður af ýmsu tagi,
sem hefur mátt þola stórkostlegar
sveiflur í rekstrarskilyrðum, þeg-
ar gengisfellingum og öðrum hag-
stjórnartöfrum hefur verið beitt
til að leysa vandamál annars stað-
ar í þjóðfélaginu.
Þessi iðnaður hefur upp á að
bjóða flest það sem okkur vantar í
dag. Þar er fjármagnskostnaður á
hvert starf margfalt lægri en í
stóriðju. Fjárfesting fer fyrr að
skila arði en í stóriðjufram-
kvæmdum. Stærð fyrirtækjanna
er margbreytileg og getur hæft
mismunandi aðstæðum.
Að því leyti getur iðnaður leyst
þá kreppu, sem byggðastefnan er
komin, með sjávarútveg að leið-
arljósi.
Én hvert á hlutverk ríkisvalds-
ins að vera við iðnaðaruppbygg-
ingu?
Ríkisvaldið á ekki að hafa forsjá
og ábyrgð á rekstri fyrirtækjanna.
Ríkisvaldið á hins vegar að
styðja við frumkvæði einstaklinga
og fyrirtækja, sem vilja vinna í
greininni. Það er hægt að gera
með ýmsum almennum aðgerðum,
s.s. tímabundnum lækkunum
opinberra gjalda, fjármögnun
rannsókna á iðnaðarmöguleikum,
sérfræðilegri aðstoð við eintakl-
inga og fyrirtæki, og framlagi
áhættufjár til einstakra verkefna.
Ýmsir spyrja hvort þetta sé ekki
gert nú þegar. Því er til'að svara,
að til er vísir að slíkri starfsemi,
en hún þarf að aukast stórkost-
lega.
Það er einstaklega lærdómsríkt
að blaða í fjárlögum fyrir 1984 og
bera saman framlög ríkissjóðs til
landbúnaðar, sjávarútvegs og iðn-
aðar. Þar kemur fram að fyrr-
nefndu greinarnar tvær njóta gíf-
urlegra styrkja til daglegs fram-
færis síns, á meðan iðnaðurinn er
stórlega afskiptur.
Eitthvað er bogið við uppeldið,
þegar þessar tvær greinar hanga
ennþá í móðurpilsunum eftir
þroskaskeið sem er jafnlangt bú-
setunni í landinu.
Bandalag jafnaðarmanna lagði
til að hluti fjárframlaga til land-
búnaðar og sjávarútvegs yrði á
næsta ári færður til rannsóknar-
og þróunarsjóða iðnaðarins.
Hugmyndin var ekki að koma iðn-
aðarrekstrinum á ríkisspenann.
Hugmyndin er hins vegar sú að
sá til nýrra vaxtarsprota, hlúa að
þeim í uppvextinum og sjá til þess
að þeir verði færir um að standa
sjálfir af sér válynd veður.
Þessar breytingatillögur voru
að sjálfsögðu allar felldar. Sárasta
reynslan var raunar ekki sú, að sjá
á eftir tillögunum, heldur var sár-
ast að skynja tregðuna til nýsköp-
unar og hræðsluna við að breyta.
Valddreifingarhugmyndir
Bandalags jafnaðarmanna um
aukið sjálfsforræði landshluta og