Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Guðmundur Einarsson
sveitarfélaga miðast ekki síst við
að gefa þeim aðilum, sem þora að
taka ákvarðanir, tækifæri til að
móta iðnaðaruppbyggingu og at-
vinnustefnu á heimaslóð.
Nú bendir flest til þess að Al-
þingi og ríkisstjórn ætli ekki að
hafa forystu og frumkvæði í þess-
um efnum.
Þá er röðin komin að heima-
mönnum.
4.
Það er alveg Ijóst, að menning-
ararfleifð vorri stendur ekki mest
hætta af nýjungum í kennslu-
háttum og námsefni. Henni stend-
ur meiri hætta af því skilnings- og
skeytingarleysi stjórnvalda, sem
birtist í endalausri viðleitni í þá
átt að skerða þjónustu skólanna
og tregðu til að framfylgja settum
lögum um skóla og fræðsluskyldu.
Máli voru og menningu er styrk-
ur af því starfi, sem unnið er við
endurskoðun og mat á námsefni í
íslandssögu og íslensku hjá Skóla-
rannsóknadeild Menntamálaráðu-
neytis. Þó liggur í augum uppi, að
betur væri heima setið en af stað
farið ef vinna á að þessum verk-
efnum af vanefnum og við skiln-
ingsleysi stjórnvalda.
Þingflokkur BJ efast ekki um
hæfni þess fólks sem að gerð og
endurskoðun námsefnis vinnur en
dregur stórlega í efa að því sé
veittur sá aðbúnaður sem verkefn-
inu hæfir. Það getur hver séð sem
nennir að skoða, að á engan hátt
er verið að slaka á kröfum um
þekkingu heldur þvert á móti. Það
sést m.a. á því að nemendum er
ætlað að vinna sjálfstætt að marg-
víslegum athugunarefnum sem að
mestu byggjast á þeirri stað-
reyndaþekkingu, sem óttast er að
verið sé að úthýsa.
Við kennslu móðurmálsins verð-
ur að leggja áherslu á, að málið er
mikilvægt verkfæri og hlýtur
ávallt að breytast og aðlagast
þörfum hverrar kynslóðar og
hvers tíma.
Það er hins vegar skoðun okkar
að jákvæð íhaldssemi í móður-
máls- og íslandssögukennslu sé
dyggð, því gæta verður þess, að
ekki verði skilnings- og trúnað-
arbrestur milli barna, foreldra og
kennsluyfirvalda í þessum efnum.
Þingflokkur BJ lýsir velþóknun
sinni á störfum Skólarann-
sóknadeildar og Námsgagna-
stofnunar, en vanþóknun sinni á
afstöðu stjórnvalda til þarfa þess-
ara lykilstofnana til fjármagns og
aðstöðu.
Á tímum niðurskurðar og spar-
semi er sérstök þörf aðgæslu við
fjármál skólakerfisins. Hagnaður
af rekstri þess verður seint í krón-
um talinn. Það er hins vegar hollt
að minnast orða Bismarcks heit-
ins, sem sagði: „Framtíðin er
þeirrar þjóðar, sem á bestu skól-
ana.“
Þessi orð eru gott nesti I farang-
ur þjóðar sem er að leita sér nýrr-
ar stefnu í atvinnu- og lífsháttum.
5.
í spurningu þessari er sett fram
eftirfarandi fullyrðing: „Atlants-
hafsbandalagið hefur tryggt frið í
35 ár í okkar heimshluta." Hvað er
okkar heimshluti? Eru það aðild-
arríki Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins (NAB)? Ef svo er, má
segja að fullyrðingin sé rétt, þ.e.
að NAB hafi tryggt frið innan
NAB.
Ef við segjum hins vegar, að
Evrópa sé okkar heimshluti, verð-
ur fullyrðingin á þann veg að NAB
hafi tryggt frið í Evrópu. Andro-
pov sagði líka nýlega að friður
hafi ríkt í Evrópu um 30 ára skeið.
Það er ekki víst að Ungverjar,
Tékkar pg Pólverjar taki undir að
friður hafi ríkt í Evrópu í 30 ár.
Fullyrðingin, að friður hafi ríkt
í Evrópu í aldarþriðjung, er raun-
ar röng.
Það, sem varnarbandalögin tvö
hafa hins vegar gert, er að skipta
Evrópu í tvær fylkingar, sem eru á
umráðasvæði hvors stórveldisins
um sig.
Þessir tveir höfuðandstæðingar,
sem síðan í lok seinni styrjaldar
hafa beint hnífsoddum sínum að
mannkyni öllu, hafa játað óskor-
aðan yfirráðarétt hvors á sínum
skika í Evrópu. Síðan standa þeir
gráir fyrir járnum, horfast í augu
yfir járntjaldið, henda hnútum og
státa sig af friði.
Þeir leyfa sér að státa sig af því
að hafa ekki gert Evrópu, heimili
okkar, að vígvelli blóðugs uppgjörs
í átökum þeirra um heimsbyggð-
ina.
I spurningunni er sagt að NAB
hafi tryggt frið og vissulega er það
eitt af höfuðmarkmiðum samtak-
anna. En hversu tryggur er friður-
inn í dag?
Hið rétta er að NAB hefur hald-
ið friðinn en hann er síður en svo
tryggur. Það er sitthvað að halda
frið og tryggja frið.
NAB hefur brugðist í því hlut-
verki sínu að tryggja frið í álf-
unni. í skjóli þess og Varsjár-
bandalagsns hefur ríkt æðis-
gengnasta vígbúnaðarbrjálsemi
sögunnar. íbúar Evrópu flykkjast
47
milljónum saman út á göturnar í
dauðans angist og krefjast friðar
og framtíðar.
NAB hefur brugðist þeim. NAB
hélt friðinn en tryggði hann ekki.
Ennþá skiptist Evrópa í tvær fylk-
ingar.
Ennþá eru mannréttindi fótum
troðin í austurhluta hennar. Við
skorumst ekki undan því að taka
afstöðu með eða á móti mannrétt-
indum. Við viljum eiga samstöðu
með opnum og frjálsum þjóðfélög-
um.
NAB er samstarfsvettvangur
þjóða, sem eru okkur skyldar 'að
menningu og stjórnarfari, þjóða,
sem við viljum eiga samleið með.
Þess vegna skulum við taka þátt í
starfsemi NAB.
En við skulum játa hreinskiln-
islega, að það hefur mistekist að
tryggja friðvænlega framtíð álf-
unnar, þótt tekist hafi að halda
friðinn við Andropov og forvera
hans. Við eigum að nota aðstöðu
okkar á vettvangi NAB til að tala
máli friðarins, taka málstað
þeirra milljóna sem búa í skugga
ógnarvopnanna.
Nú reynir á Vesturlönd og stöðu
þeirra sem málsvara frelsis og
lýðræðis. Stjórnvöld standa
frammi fyrir kjósendum sínum,
sem æ fleiri krefjast frumkvæðis
þeirra í afvopnunardeilunum.
Verður farið að vilja fólksins?
Má lýðræðið sín einhvers gagn-
vart hernaðarsinnunum? Hver á
að taka fyrsta skrefið?
Umboðsmenn vöruhappdrættis SÍBS 1984:
Aðalumboð, Suðurgötu 10.
Umboðið Grettisgötu 26.
Sjóbúðin, Grandagarði 7.
Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24.
Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76.
SÍBS-deildin, Reykjalundi.
Björk Valsdóttir, Sogni, KJÓSARHREPPI.
Verslunin Staðarfell, AKRANESI.
Sigríður Bjarnadóttir, Reykholti, BORGARFIRÐI.
Elsa Arnbergsdóttir, BORGARNESI.
Anna Þórðardóttir, Miðhrauni, MIKLAHOLTSHREPPI.
Gunnar Bjarnason, Böðvarsholti, STAÐARSVEIT.
Ingveldur Þórarinsdóttir, Stóra-Kambi, BREIÐUVÍK.
Svanhildur Snæbjörnsdóttir, HELLISSANDI.
Verslunin Þóra, ÓLAFSVÍK.
Guðlaug E. Pétursdóttir, GRUNDARFIRÐI.
Esther Hansen, STYKKISHÓLMI.
Ólafur Jóhannsson, BÚÐARDAL.
Jóhann G. Pétursson, Stóru-Tungu, FELLSSTRÖND.
Halldór D. Gunnarsson, KRÓKSFJARÐARNESI.
Einar V. Hafliðason, Fremri-Gufudal, GUFUDALSSV.
Sólveig Karlsdóttir, Hjöllum 2I, PATREKSFIRÐI.
Sóley Þórarinsdóttir, TÁLKNAFIRÐI.
Gunnar Valdimarsson, BÍLDUDAL.
Guðrún Ingimundardóttir, ÞINGEYRI.
Alla Gunnlaugsdóttir, FLATEYRI.
Guðmundur Elíasson, SUÐUREYRI.
Guðrún Ólafsdóttir, BOLUNGARVÍK.
Vinnuver, Mjallargötu 5, ÍSAFIRÐI.
Steinunn Gunnarsdóttir SÚÐAVÍK.
Engilbert Ingvarsson, Tyrðilsmýri, SNÆFJALLASTR.
Pálína Þórólfsdóttir, Finnbogastöðum, ÁRNESHREPPI.
Sigurmunda Guðmundsdóttir, DRANGSNESI.
Hans Magnússon, HÓLMAVÍK.
Erla Magnúsdóttir, Þambárvöllum, BITRUFIRÐI.
Pálmi Sæmundsson, BORÐEYRI.
Róberta Gunnþórsdóttir, HVAMMSTANGA.
Kaupfélag Húnvetninga, BLÖNDUÓSI.
Ása Jóhannsdóttir, SKAGASTRÖND.
Verslunin Björk, SAUÐÁRKRÓKI.
Guðbjörn Jónsson, Austurgötu 24, HOFSÓSI.
Georg Hermannsson, Ysta-Mói, HAGANESHREPPI.
Kristín Hannesdóttir, SIGLUFIRÐI.
Jórunn Magnúsdóttir, GRÍMSEY.
Valberg hf„ ÓLAFSFIRÐI.
Guðlaugur Jóhannesson, HRÍSEY.
Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn, DALVlK.
Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, AKUREYRI.
SÍBS-deildin, Kristnesi, EYJAFIRÐI.
Bára Sævaldsdóttir, Sigluvík, SVALBARÐSSTRÖND.
Hafdís Hermannsdóttir, GRENIVÍK.
Rannveig H. Ólafsdóttir, Laugum, S.-ÞINGEYJARS.
Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, MÝVATNSSVEIT.
Eysteinn Hallgrímsson, Grímshúsum, AÐALDAL.
Jónas Egilsson, HÚSAVÍK.
Óli Gunnarsson, KÓPASKERI.
Vilhjálmur Hólmgeirsson, RAUFARHÖFN.
Eysteinn Sigurðsson, Sunnuv. 14, ÞÓRSHÖFN.
Hafliði Jónsson, BAKKAFIRÐI.
Kaupfélag Vopnfirðinga, VOPNAFIRÐI.
Jón Helgason, Laufási, BORGARFIRÐI EYSTRA.
Óli Stefánsson, Merki,JÖKULDAL.
Björn Pálsson, Laufási 11, EGILSSTÖÐUM.
Ragnheiður Gunnarsdóttir, SEYÐISFIRÐI.
Viðskiptaþj. Guðm. Ásgeirssonar, NESKAUPSTAÐ.
Benedikt Friðriksson, Hóli, FLJÓTSDAL.
Hildur Metúsalemsdóttir, ESKIFIRÐI.
Ásgeir Metúsalemsson, REYÐARFIRÐI.
Margeir Þórormsson, FÁSKRÚÐSFIRÐI.
Kristin Helgadóttir, STÖÐVARFIRÐI.
Þórður Sigurjónsson, Snæhvammi.BREIÐDAL.
Elís Þórarinsson, Höfða, DJÚPAVOGI.
Kaupfélag A.-Skaftfellinga, Höfn, HORNAFIRÐI.
EinarÓ. Valdimarsson, KIRKJUBÆJARKLAUSTRI.
Marteinn Jóhannsson, Bakkakoti, MEÐALLANDI.
Halldóra Sigurjónsdóttir, Vík, MÝRDAL.
Fanný Guðjónsdóttir, Skólav. 6, VESTMANNAEYJUM.
Jóna Guðmundsdóttir, Arnarhvoli, HVOLSVELLI.
Hafsteinn Sigurðsson, ÞYKKVABÆ.
Aðalheiður Högnadóttir, Verkalýðshúsinu, HELLU.
Hjalti Gunnarsson, Fossnesi, GNÚPVERJAHREPPI.
Sólveig Ólafsdótir, Grund, HRUNAMANNAHREPPI.
Sigurður Bjarnason, Hlemmiskeiði, SKEIÐUM.
Páll M. Skúlason, Reykolti, BISKUPSTUNGUM.
Þórir Þorgeirsson, LAUGARVATNI.
Kaupfélag Árnesinga, bókabúð, SELFOSSI.
Þórgunnur Björnsdóttir, Þörsmörk 9, HVERAGERÐI.
Oddný Steingrímsdóttir, STOKKSEYRI.
Þuríður Þórmundsdóttir, Túng. 55, EYRARBAKKA.
Bóka- og gjafabúðin, ÞORLÁKSHÖFN.
Magnús Ingólfsson, Staðarhrauni 19, GRINDAVÍK.
Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, HÖFNUM.
Jórunn Guðmundsdóttir, Hlíðarg. 31, SANDGERÐI.
Ingveldur Jónsdóttir, Gerðum, GARÐI.
Jón Tómasson, Vatnsnesvegi 11, KEFLAVÍK.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Vogum, VATNSLEYSUSTR.
Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókab. Oliv. Steins, HAFNARF.
Lilja Sörladóttir, Túngötu 13, BESSASTAÐAHR.
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, GARÐABÆ.
SÍBS-deildin, VÍFILSSTÖÐUM.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, KÓPAVOGI.
Sparisjóðurinn SELTJARNARNESI.
Happdrætti SIRS ^