Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 18

Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Hvers er helzt að minnast frá árinu Þegar áriö er aö líöa í aldanna skaut líta menn oft til baka, ekki síöur en fram á viö, og rifja upp atburði líðandi árs. Man þá hver eftir því, sem hann hefur mestu skipt á einn eöa annan hátt. Til aö gefa nokkra mynd af því, sem markverðast kann aö viröast í byggöum landsins á árinu, sem nú er aö líöa, hefur Morgunblaöiö eins og undanfarin ár, leitaö til nokkurra fréttaritara sinna víðsvegar um landiö og fengið þá til aö rifja upp þaö, sem þeim hefur þótt markverðast í sinni sveit eöa landsmálum. Fara pistlar þeirra hér á eftir: Einar Jónsson, Árnesi, Ströndum Þá er árið 1983 nær á enda runnið og brátt liðið í skaut ald- anna. Ekki byrjaði það vel. Fyrstu mánuðir þess einkenndust af fá- dæma ótíð, rafmagnstruflunum og samgönguvandræðum, svo sem annars staðar á landinu. Snjóa leysti afar seint, vorið var kalt og tún kól víða. Sumarveðráttan var heldur rysjótt, heyskapur gekk þó sæmilega víðast hvar, enda svo til eingöngu verkað í vothey. Spretta brást illa sums staðar og var talsvert um heykaup að sunnan. Hrognkelsaveiði brást algjör- lega annað árið í röð og saltfisk- verkun var með minnsta móti. Bæði olli gæftaleysi og svo hitt, að þorskur virðist fara smækkandi. Nóger af smáfiski og millifiski, en málfiskur til innleggs gerist nú æ vandhittnari á grunnmiðum. Fisk- urinn virðist hafa nóg æti, fullur af síli og rækju. Má nærri geta hver röskun verður á efnahag þeirra, er sjávarafla eru háðir. f litlu samfélagi eins og okkar verð- ur tjón þeirra tap okkar allra. Gamla athafnaplássið Djúpavík fór endanlega í eyði síðastliðið haust, en þá fluttust síðustu íbúar þar suður. Það er mikil eftirsjá að því fólki og byggð þarna, sem var eins og vin á langri og hrjóstrugri strandlengju. Var tómlegt fyrir leitarmenn að koma að köldum og lífvana húsum í nóvember og snæða þar kaldan bita úr skjóðu og hugsaði margur sitt. Landbúnaður er mjög skyn- samlega rekinn hér, þó búin séu smá, flest um hálft vísitölubú, en bændur fá góðan arð af gripum sínum. Ræktun er erfið og ljóst er, að stækkunarmöguleikar eru ekki fyrir hendi. Margir hafa einhver búdrýgindi af reka, en bæði er hann mjög misjafn milli ára og markaður óviss og sveiflukenndur. Auðsýnt er, að vaxtarbroddur Árneshrepps hlýtur að byggja á auknum sjávarafla. Héðan er stutt á miðin, sem er gott innlegg í allt þetta sparnaðartal og á grunnslóð er gnægð rækju og hörpudisks. Það er blóðugt að sjá aðkomubáta toga upp við land- steina og sigla með fenginn í fjar- læg byggðarlög. Það minnir einna helzt á aldamótaárin, þegar enskir togarar ösluðu um upp við land- steina, landslýð til leiðinda. Margir glöddust í hjarta sínu við að sjá menn frá Vita- og hafn- armálastofnun að mælingum hér í sumar, þótt stuttspunalegir væru. í ljós kom þó, að þetta var ekki undanfari bráðra umsvifa. Hins vegar mun lenging bryggjustubbs- ins á Norðurfirði vera einhvers staðar á blaði framkvæmdaáætl- unar, en fjárhagur þjóðarbúsins leyfir ekki slíka rausn eins og er. Þetta er þó eina höfnin á áætlun Ríkisskips, þar sem notazt er við uppskipunarpramma úr landi. Er ekki vanzalaust að viðhalda óbreyttri skipan mála vegna þess hve gámaskipin eru há og kranar þeirra vanbúnir til slíkra nota. Hefur stundum legið við slysi af þeim sökum. Ýtir því margt á bryggjugerð þarna og vonandi rætist úr þessu á næstu misserum. Þingmenn og frambjóðendur hafa lítið sézt í ár, enda var ófærð fyrir kosningar þeim nokkur vor- kunn. Þorvaldur Garðar, sem löngum hefur verið manna iðnast- ur við heimsóknir, sást ekki að þessu sinni og varð það mörgum harmsefni. Sá eini, sem gerði stuttan stanz til að vitja lýðs síns, var Kjartan Ólafsson, glöggur maður og fróður, og mörgum au- fúsugestur eins og fleiri, er hingað rekast, þó ekki öllum eins og geng- ur. En lífið á norðurslóðum er ekki tómur barlómur. Þess ber að geta að haustið var afburða gott, fall- þungi dilka um kílói hærri en í fyrra og fé gekk víða sjálfala fram á jólaföstu. Flugvallarfram- kvæmdir á Gjögri voru einhverjar, þótt betur mætti að sjálfsögðu gera. Þá var rafmagnskrani settur niður á bryggjustúfinn á Gjögri, sem kemur sér vel þó einn sé. Árneshreppsbúar eru félagslynt fólk og félagslíf hér er ekki lakara en annars staðar, ef ekki betra. Kirkjukórinn hefur æft hálfsmán- aðarlega í vetur og þá jafnframt slegið á léttari strengi. Skákmót hafa og verið haldin nokkuð reglu- lega að frumkvæði skólastjórans, Gunnars Finnssonar, en hann er slyngur taflmaður, enda gamall áskorendaflokksmaður. Kirkju- sókn um jólin var góð og litlu jólin voru haldin í skólanum við góðar undirtektir. Þau voru svo endur- tekin í samkomuhúsinu 28. des- ember með jólatré og jólasveini eins og hefðin býður. Svo munu dagar nýja ársins sil- ast áfram, fet fyrir fet í sólarátt og þrátt fyrir ýmsan mótblástur horfa þó Árneshreppsbúar björt- um augum fram um veg, óska öðr- um landsmönnum árs og friðar og vona að þeir séu sama sinnis. Þórsteinn Ragnarsson, Miklabæ, Skagafirði Þegar litið er yfir atburði ársins 1983, kemur margt upp í hugann. fyrst er að nefna það, sem gerzt hefur á opinberum vettvangi í héraðinu og skiptir máli fyrir íbúa Skagafjarðar og raunar alla ís- lendinga. Jarðvinnsluframkvæmdum í sambandi við byggingu hinnar umræddu steinullarverksmiðju er nú lokið. En eins og kunnugt er, verður hún reist á Sauðárkróki á næsta ári. Undirritaðir hafa verið samningar við finnsk-norska aðila um kaup á vélum í verksmiðjuna og verða þeir sömu aðilar hluthaf- ar í verksmiðjunni (14%). Ríkis- sjóður mun eiga 40% hlutafjár, en Samband íslenzkra samvinnufé- laga og Kaupfélag Skagfirðinga rúmlega 20%. Sauðárkrókskaup- staður og ýmsir fleiri aðilar skipta með sér því sem eftir er. Verk- smiðjan mun væntanlega hefja framleiðslu vorið 1985 og veita um það bil 30 manns vinnu. Fram- leiðsla verksmiðjunnar verður til að byrja með 3.000 lestir af stein- ull á ári. í ágúst í sumar tók til starfa graskögglaverksmiðjan Vallhólm- ur hf. Þar unnu meðan á fram- leiðslu stóð 17 manns og fram- leiddar voru 1.290 lestir af gras- kögglum. Sala hefur gengið vel í desember, enda um úrvals hráefni að ræða. Öldrunarheimili, sem tengt er við sjúkrahúsið á Sauðárkróki, varð fokhelt í haust. Hér er um að ræða tvær álmur, annars vegar hjúkrunarheimili fyrir 26 ein- staklinga og hins vegar íbúðir fyrir 23 einstaklinga. Þess má geta, að ákveðið hefur verið að reisa einnig öldrunarheimili á Hofsósi og í Varmahlíð á komandi árum. Glæsileg heilsugæzlustöð var nú á dögunum tekin í notkun við sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Var heilbrigðismálaráherra, Matthías Bjarnason, viðstaddur þá opnun. Þessi nýbygging við sjúkrahúsið bætir starfsaðstöðu hjúkrunar- fólksins og einnig eykst sjúkra- rými. í sambandi við verklegar fram- kvæmdir vil ég að lokum nefna merkilegt framtak einstaklings á Sauðárkróki. sem er brautryðj- endastarf. „Islenzkt lindarvatn" er nafn á fyrirtæki, sem hyggst tappa neyzluvatni á flöskur og selja til Bandaríkjanna. Tekizt hafa samningar við aðila vestra um dreifingu á vatninu og tilskilin leyfi liggja fyrir. Vatnið verður flutt sjóleiðis í gámum. Búið er að steypa grunn verksmiðjunnar og þegar framleiðsla hefst, verða um 30 manns í vinnu hjá fyrirtækinu, sem mun framleiða um 12 milljón- ir flaskna á ári. Þessar eru helztu framkvæmdir hér í Skagafirði á árinu 1983. Margt fleira hefur að sjálfsögðu verið gert og má í viðbót nefna hina glæsilegu verzlunarbyggingu Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð- árkróki, sem var opnuð í haust. Hér er um að ræða „risamagasín" með einna glæsilegustu innrétt- ingum sem ég hef séð hér á landi. Útgerðarmál Skagfirðinga ganga bærilega. Einn af togurum útgerðarfélagsins, Hegranes, hef- ur verið endurbyggður og kostaði sú endurbygging 40 milljónir króna. Togarinn skilar nú betri afla en áður og þykir viðgerð tog- arans hafa tekizt vel. Togarar út- gerðarinnar eru tiltölulega gömul skip og þess vegna eru fjárfest- ingarskuldir ekki þungur baggi á félaginu. Aðalatvinnuvegur Skagfirðinga er landbúnaður og úrvinnsla land- búnaðarvara. Landsmönnum er vel kunnugt um, að illa hefur gengið að selja hinar hefðbundnu landbúnaðarafurðir, bæði innan- lands og utan. Þessi tregða kemur niður á framleiðendum, sem hafa þurft að taka á sig tekjuskerðingu af þeim sökum. Skuldasöfnun er víða mikil meðal bænda og erfið lánakjör gera það ókleift að skulda mikið til lengdar, enda er afrakstur framleiðslunnar ekki í samræmi við fjárfestingar og rekstrarkostnað búanna. Þessi kreppa er einkennandi fyrir árið 1983 í landbúnaði, samkvæmt upp- lýsingum frá Kaupfélagi Skagfirð- inga. Þess má geta, að sumarið var erfitt vegna óþurrka, en þó mun víðast hafa tekizt að ná upp með- alheyfeng og eru heysýnaniður- stöður nokkuð góðar. í þessu stutta yfirliti hef ég að- eins tæpt á helztu þáttum þess lífs, sem lifað er hér í Skagafirði. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast nokkrum orðum á menn- ingarlíf Skagfirðinga hér í niður- laginu. Tónlistarlíf er með miklum blóma í Skagafirði. Tveir tónlist- arskólar eru starfræktir og eru nemendur hátt á þriðja hundrað talsins. Kórar eru fjölmargir og sönglíf mikið og kemur það sér vel á hinum árlegu þorrablótum og vetrarskemmtunum í Skagafirði. Leiklistarlíf er bæði á Sauðár- króki og frammi í firði og er þess að vænta, að boðið verði upp á leikrit með hækkandi sól og nýju ári. Að lokum skal þess getið, að kirkjusókn var góð um jólin og ekki er frítt við að fólk sé almennt jákvæðara nú gagnvart kirkju og kristindómi. Gamli hrokinn og sjálfsánægjan er víkjandi fyrir kærleiksboðskapnum á þessum tímum öngstrætisaksturs mann- kyns, þar sem hugviti- og fjár- magni er sóað í gjöreyðingarvopn og undir er kynt með ofbeldi og hatri. Eiríkur Finnur Greipsson, Flateyri Þegar þetta er ritað, eru aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá samþykkt laga um kvótaskiptingu veiða. Lagasetning þessi mun án efa eiga eftir að hafa veruleg áhrif á þróun mála hér á Flateyri á ár- inu 1984, vonandi góð áhrif. Hér byggist mannlífið allt á fiski og því sem honum er tengt, eins og sést þegar rifjaðir eru upp helstu atburðir ársins 1983. Togarinn Gyllir ÍS-261 hefur aflað ágætlega á árinu, en þó talsvert minna en árið 1982. Minnkandi afli og verri aflasam- setning hefur sett merki sitt á af- komu sjómanna og landverka- fólks, en atvinnuástand hefur þó verið gott á árinu. — í ágúst sl. keypti útgerðarfélagið Aldan hf. 239 lesta bát af Glettingi hf. í Þorlákshöfn í skiptum fyrir minni bát. Nýi báturinn hlaut nafn for- vera síns, þ.e. mb. Ásgeir Torfason ÍS-96. Skipstjóri er Guðmundur H. Kristjánsson, útgerðarstjóri er Gunnar Á. Benediktsson. Ásgeir leggur upp afla sinn hjá Hjálmi hf. og Snæfelli hf., sem er systur- fyrirtæki Öldunnar. Þriðji bátur- inn sem gerður er út héðan að staðaldri er mb. Sif ÍS-225, út- gerðaraðili og eigandi er Kaupfé- lag Önfirðinga. Nú sl. haust var mb. Guðmund- ur B. Þorláksson ÍS-62 gerður út héðan á síldveiðar í Djúpinu og gekk vel. Sildin var fryst í beitu hjá Hjálmi hf. Fjórir aðilar verka fisk á staðnum, Hjálmur hf., sem er langstærsti fiskverkandinn, Snæfell hf., Kaupfélagið og Har- aldur Jónsson. Tvö trésmíðaverkstæði eru á staðnum, Hefill hf. og Árni og Böðvar sf. Hefill hf. hefur nú í sumar unnið við byggingu verka- mannabústaða á Þingeyri ásamt öðrum framkvæmdum hér á staðnum. Hjá fyrirtækinu eru að staðaldri 6—15 menn í vinnu. Rafvirki og pípulagningamaður eru einnig á staðnum. Vélsmiðja Steinars Guðmundssonar er með 4—6 menn í vinnu að öllu jöfnu. Plastiðnaðarfyrirtæki er hér einn- ig, heitir það Flugfiskur hf., og framleiðir báta og ýmislegt annað, svo sem ruslatunnur o.fl., en að sögn Hrafns Björnssonar, frkv.stj. Flugfisks, vantar starfsfólk til fyrirtækisins. Þrátt fyrir mikla ótíð sl. sumar, sem reyndar var tæpast sumar, munu bændur hafa náð að heyja nægjanlega mikið fyrir búfénað sinn, en a.m.k. hjá sumum bænd- anna er heyið ekki nógu kjarnmik- ið, þ.e. gefa þarf talsverðan fóð- urbæti með töðunni. Mjólkur- framleiðsla hér í firðinum er mjög mikil og líklega sú mesta á Vest- fjörðum. Mjólkin er flutt með tankbíl til Mjólkurstöðvarinnar á ísafirði. Á þessu ári munu tveir bændur í firðinum hafa fengið leyfi til þess að stofna refabú og er búist við því að refarækt geti haf- ist hér á næsta ári. Síðastliðið sumar var haldið árlegt íþróttanámskeið á vegum íþróttafélagsins Grettis. Þessi íþróttanámskeið eru orðin það vinsæl að mikið er um það að börn séu send hvaðanæva af landinu til ættingja og kunningja hér til þess að þau geti tekið þátt í þessum mjög svo ánægjulegu námskeið- um. — Sundlaugarmannvirkið okkar er nú á lokastigi og er fyrir- hugað að leyfa Flateyringum að stinga sér til sunds i fyrsta skipti á morgun, þ.e. 22. desember. Formleg vígsla sundlaugarinnar verður þó ekki fyrr en eftir ára- mót. Félagsmálastarfsemi er mjög öflug á staðnum, og þann 13. október sl. var stofnaður Kiwan- isklúbburinn Þorfinnur. Fyrsti forseti klúbbsins er Gísli Valtýs- son. Lionsklúbbur Önundarfjarðar hefur starfað frá árinu 1971. Lionsmenn fóru þann 18. des. sl. í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.