Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
„ !Attu eJcki a.f þessurn mc£ bláu hi/itu
röndur\um 09 6tn\. er &ns og kúnfislcur a,
b rag&'Á ? "
ást er ...
... að sýna hug sinn.
TM Rag U S Pal Oft —all rights rcserveU
e1983 Los Angetes Times Syndicate
&°a>aní,n/
Augnablik. — Ég man ekki íöð-
urnafnið ...
Ég hélt við ættum ekki að svífa.
Aðeins svífa i okkur!
HÖGNI HREKKVISI
(?&SSl KAKAf’... HOJN VAR. PÖNTl/p AF
UN£áFE.ll< BRjÁl<J6>U B'NU."
Austurstræti:
Bankarnir hefji samvinnu
til að auðvelda skuldunaut-
um fangbrögð við víxla
og skuldabréf
Leifur Sveinsson skrifar 15. des-
ember:
„Kæri Velvakandi.
Viltu vera svo vænn að koma
eftirfarandi tilmælum á fram-
færi við „Austurstrætisnefnd
bankanna".
Til Austurstrætisnefndar
bankanna, Reykjavík.
Vinsamlegast hefjið samvinnu
um síma- og veitingaþjónustu við
viðskiptamenn ykkar.
a) Búnaðarbankinn veitir kaffi
allan daginn, en veitir ekki að-
gang að síma.
b) Landsbankinn veitir aðgang að
síma, en ekkert kaffi.
c) Ég hef sannfrétt að Útvegs-
bankinn lumi á snúðum, en hafi
hvorki síma né kaffi.
Eins og er verða menn að brjót-
ast með kaffið úr Búnaðarbank-
anum í átt að Landsbankanum til
að hringja í síma. Þetta er mjög
bagalegt, bæði er það að kaffið
kólnar og ryk getur fokið í boll-
ann. Nú er það tillaga mín til
Austurstrætisnefndar bankanna,
að þeir hefji samvinnu í máli
þessu, skiptist á sína vikuna hver
að hafa kaffi, síma og snúða fyrir
viðskiptavini sína, þannig að
okkur skuldunautum bankanna
verði auðvelduð fangbrögð okkar
við víxla og skuldabréf.
Með fyrirfram þakklæti."
Fáum
við
vandann
leyst?
Bjargey Arnórsdóttir, Hof-
stöðum, Þorskafirði, sendir
okkur eftirfarandi kvæði, sem
hún hefur ort:
Til íslendinga
Lifum með fósturfoldu
og finnum hvert hjartaslag,
landsins sem öll viö erföum
og eigum aö vernda hag.
Okkur í æðum rennur
ólgandi blóöiö heitt,
og lífaeöar landsins hafa
Ijósflóðið bjarta veitt.
Hitinn und hrjúfu brjósti
hart gat á björgin þrýst,
og eldanna ægikraftur
ennþá úr viöjum brýst.
Stórbrim í stormsins veldi
strendurnar hrammi slær.
Leikandi létt á flúöum
lognölduskvaldriö hlær.
Laufiö og litlu blómin
lifa þess moldum á.
j hlíöunum fuglinn frjálsi
fóstra vill unga smá.
Lindir og lækjarfossar
Ijóöa viö eyru kátt.
Straumgára stoltir svanir
stööuvatn fagurblátt.
Fetum um fjöll og hálsa,
finnum þess dýröar til,
lifandi angan loftsins
og lyngsins mýkt viö il.
Laugaö í Ijóma sólar
líkist helst Paradís;
landiö sem liggur stundum
lamað í myrkri og ís.
Þaö land hefur okkur aliö
og áföllin rætur treyst.
Þess frelsi er okkur faliö.
Fáum viö vandann leyst?
Frá Austurlöndum nœr 1983
Sigursveinn Hersveinsson sendi okkur eftirfarandi vísu
sem hann hefur ort:
Sjá kúlnahríðin koldimm er,
og köldu stríðin sanna,
að enga prýði andinn sér;
því elnar kvíði manna.
m HEILRÆÐI
Foreldrar:
Brýnið fyrir börnum og unglingum að fara varlega með eld og
leiðbeinið þeim með meðferð flugelda, stjörnuljósa og blysa.
Börn og unglingar:
Farið varlega með eld. Gætið vel að kertaljósum á heimilum
ykkar. Fiktið ekki við flugelda, stjörnuljós og blys.
Vegfarendur:
Tökum höndum saman í baráttunni gegn umferðarslysum.
Sýnum öll árvekni, dómgreind og tillitssemi við akstur. Hvert
fótmál krefst umhugsunar og aðgæslu.
Um áramótin klæðast heimilin hátíðarbúningi, og viðmót fólks
einkennist af tilhlökkun og gleði.
Sýnum í orðum og athöfnum aga og hlýðni. Verum vel á verði
gagnvart hvers kyns hættum og ofmetum aldrei eigin getu.
Höldum gleðileg og slysalaus áramót.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann fór niður til Afríku.
Rétt væri: Hann fór suður til Afríku.
s