Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 30

Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Veistu svarið? Nú árið er liðið. Þá líta menn gjarnan um öxl og gaumgæfa það sem gerst hefur á árinu. Við ætlum að gera slíkt hið sama, athuga kristniliT á íslandi árið 1983 og slá á léttari strengi. Allt er þetta nú í gamni gert. Það er okkar von að þið hafið gaman og ef til vill eitt- hvert gagn af þessum spurninga- leik. Látum gamminn geisa og bregðum á leik. Við hverja spurn- ingu eru þrír möguleikar á svari. Lausnimar eru annars staðar á síð- unni. 1. Á jólaföstu stóð Hjálpar- stofnun kirkjunnar fyrir lands- söfnun. Peningana sem söfnuð- ust átti meðal annars að nota til að: a) Senda fiskipillur til Súdan. b) Setja upp stórmarkað í Eþíópíu. c) Setja upp æfingamiðstöð og heilsurækt í Kenýa. 2. í sumar fékk kirkjan nýjan vígslubiskup. Hann heitir: a) Ólafur Skúlason b) Ólafur Jóhannsson c) Helgi Skúlason 3. Fyrir nokkru féll dómur í all- sérstæðu sakamáli þar sem ein ákæran var meðal annars um að verið væri að hæða og spotta trúartilfinningar kristinna manna. Hasarinn var út af: a) Halldóri Gröndal fyrir að auglýsa prestabrandarabók- ina. b) Alberti Guðmundssyni fyrir að bjóða kirkjuna til sölu. c) Speglinum. 4. Hvernig fallbeygist orðið Jes- ús? a) í nefnifalli Jesús, en í auka- föllunum Jesú. b) í nefnifalli Jesús, í þolfalli Jesúm, og Jesú í ávarps-, þágu- og eignarfalli. c) Það beygist eins og Magnús. 5. Hver er kirkjumálaráðherra: a) Ragnhildur Helgadóttir c. b) Jón Helgason c) Svavar Gestsson 6. Af hverju er staðið upp við ákveðna liði messunnar? a) Frómur prestur sem uppi var um 1850 fann upp á þessu til að gefa sóknarbörnum sínum færi á að liðka lúin bein og koma blóðinu á hreyfingu, en í þá daga voru allir kirkju- bekkir harðir og óþægilegir og auk þess kalt í kirkjum. b) Þetta er gert til að auka þátttöku hins almenna kirkjugests í sjálfri messunni og gera messuna fjölbreytt- ari. c) Þetta er virðingarvottur við ákveðna liði messunnar, svo sem guðspjall og blessun. 7. „Ekki er öll vitleysan eins,“ sagði kerlingin. Lög um presta eru sum orðin gömul og úrelt. Það kemur vafalaust sumum spánskt fyrir sjónir að lesa að það sé í lögum að: a) Prestar skuli kvænast hreinni mey. b) Prestar skuli vera umskornir. c) Prestur megi ekki segja skilið við konu sína. 8. Nú á dögunum var ný kirkja, Áskirkja, tekin í notkun í Reykjavík. Vígslan var: a) 3. sunnudag í aðventu. b) 5. sunnudag í aðventu. c) 7. sunnudag í aðventu. 9. Á þessu ári var víða í kirkjum landins minnst þess merkisat- burðar að: a) 50 ár eru liðin frá fæðingu Martin Luther King. b) 50 ár eru liðin frá dauða Gandhis. c) 500 ár eru liðin frá fæð- ingu Martin Luther. 10. Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar er fyrsti sunnudagur í mars. Hver var yfirskrift sein- asta æskulýðsdags? a) Uppeldi til friðar. b) Líf í Jesú. c) Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig? 11. í Bandaríkjunum kom út all- sérstæð og umdeild Biblíuþýðing á þessu ári. Það sem deilum olli var: a) að Reagan og Ameríku var ekki getið í sköpunarsögunni. b) að ekki voru notuð kyngreind orð eins og sonur, en þess í stað talað um barn. c) sú breyting þýðingarnefndar- innar á sköpunarsögunni að segja að Guð hefði skapað himin og jörð á 700 milijón- um ára en ekki sjö dögum. 12. Síðasta kirkjuþing var við- burðamikið. Margt var skegg- rætt. En mesta athygli vakti þó ósamstaða manna varðandi ályktun um: a) Bjórinn b) Upphlut Fjallkonunnar c) Friðarmálin 13. Nú í sumar var haldið í Vancouver í Kanada heimsþing Alkirkjuráðsins. Yfirskrift þess var: a) Jesús Kristur og María Magdalena. b) Jesús Kristur og þjáning heimsins. c) Jesús Kristur — líf heimsins. 14. Af hverju blanda prestar stundum vatni saman við messu- vínið? a) Til að drýgja vínið. b) Svo að ekki komist á kreik sá orðrómur að kristnir menn drekki óblandað vín við alt- arisgöngur. c) Því innihald kaleiksins á að tákna blóð og vatn Krists sem kom út úr síðu hans á kross- inum. 15. Hvað eru kvenprestar ís- lensku kirkjunnar margir? Þær eru: a) Sex b) Fjórar c) Tuttugu og fimm Rétt svör: 1A, 2A, 3C, 4A(B), 5B, 6C, 7A, 8A, 9C, 10A, 11B, 12C, 13C, 14B, 15A. Hugvekja Lúk. 12:35—40 Við erum þjóð, sem kennir sig við Krist. Stjórnarskráin, löggjöfin, þjóðkirkjan, skírn, ferming og hátíðirnar eru af- gerandi dæmi þess, að kristinn arfur og trú eru okkur einhvers virði. En hverju breytir þessi stað- reynd fyrir okkur sem þjóð? Hvar snertir hún líf einstakl- inganna í landi okkar? Hverju breytir hún fyrir þig og mig? Jesús sagði eitt sinn við læri- sveina sína að þeir væru eins og þjónar eða ráðsmenn sem hefðu það verkefni að gæta og ávaxta eigur húsbónda þeirra, meðan hann færi i ferðalag. Enginn vissi hvenær hann kæmi aftur, og ef allir væru á sínum stað og gerðu það sem fyrir þá var lagt við heimkomu hans, væri það gott. Þetta er okkar staða. Flest erum við skírð og fermd, en í fermingunni samþykktum við það að við urðum þjónar Guðs. Eignir þær, sem við eigum að gæta og ávaxta, eru allir þeir góðu hlutir sem við höfum og eigum sjálf: fjölskylda okkar, vinir, vinna, þjóðfélag, eignir, við sjálf. Og svo mætti lengi telja. Ábyrgð okkar felst í því að leggja rækt við þessa hluti af þeirri kostgæfni og trúfesti sem Guði okkar hæfir. En hvað gerum við? Þjónum við Guði eins og vera ber? Ef já: Getur nokkur sagt mér þá hvers vegna svo mikið böl líðst í þjóðfélagi okkar? Börn okkar ráfa mörg um götur í annar- legri vímu, í leit að lífsfyllingu; margir einstaklingar eru ein- mana og finna sig yfirgefna; margar fjölskyldur eru á barmi fjárþrots og efnahagslíf þjóðarinnar á heljarþröm. Er þetta ekki okkur að kenna? Eitt sinn var uppi maður að nafni Jóhannes, kallaður „skír- ari“. Hann hafði þann boðskap að flytja, að menn skyldu snúa sér til Guðs. Fólkið sem hlust- aði á hann var eins og við; Guðstrúar og ónýtir þjónar. Eftir hann kom Jesús og sætti okkur við Guð, sem við bregðumst svo oft. Trú okkar á þennan Guð krefst þess, að við játum breyskleika okkar fyrir honum og tökum við þeim styrk sem hann getur gefið okkur, til að bjarga því sem bjargað verður, og til að styrkja hið góða sem ennþá stendur. Til Súdan Til Súdan w Svo kornabörnin þar kallist ánægð Gefum af fiski hungruðum heimi, af kærleik allir skilji, frá helju færum skjótt. nú gefum af íslands hjartans gnægð Siðgæðið kristna út það streymi, Guð það held ég vilji. svörum og nærum fljótt. k.B. jólin ’83 Gullkálfurinn Biblíulestur vikuna 1.—7. janúar. Exodus (2 Mós.) 32:1-14 Exodus 33:12-17 Hósea 1:2—2:1 Hósea 2:8-21 Davíðssálmur 38 Orðskviðirnir 22:17-29 Orðskviðirnir 22:1—16 Matteusarguðspjall 24:32-51

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.