Morgunblaðið - 05.01.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 05.01.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 5 íslenskir stóðhestar í Þýskalandi: Algengt að folatollar nemi 10 til 15 þúsund krónum Lágmarksverð undaneldishrossa því síst of lágt, segir Steinþór Kunólfsson á Hellu „ÉG VIL engu svara til um þetta mál að svo stöddu, enda er nefnd- in ekki framkvæmdaaðili, heldur var hennar verkefni það eitt að setja lágmarksverð á undaneldis- hross,“ sagði Steinþór Runólfsson á Hellu, er blaðamaöur ræddi við hann um hrossaaútflutning. Stein- þór var formaður nefndar á vegum íandbúnaðarráðuneytisins, sem fyrir nokkru setti nýtt lágmarks- verð á undaneldishross til útflutn- ings og tók gildi 1. janúar síöastlið- inn. Síðan hefur það gerst, eins og skýrt hefur verið frá í Morgun- blaðinu, að sótt hefur verið um út- flutningsleyfi á 150 hryssum, án lágmarksverðs, og hafa báðir um- sagnaraðilar þar um, Framleiðslu- ráð landbúnaðarins og Búnaðarfé- lag íslands, mælt með erindinu. Steinþór Runólfsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi ýmislegt hafa verið fullyrt í umræðu um þessi mál síðustu daga, sem ekki stæðist. Hann hefði til dæmis um það upplýsingar, að folatollar á ís- lenskum stóðhestum í Þýska- landi væru oft 1000 til 1500 mörk, eða sem svaraði 10 til 15 þúsund krónum. í þeim saman- burðu sæist að 150 þúsund krónu lágmarksverð fyrir útfluttan stóðhest eða 30 þúsund krónur fyrir hryssu væri varla mikið. Enn benti Steinþór á, að áætla mætti að kostnaður við tamn- ingu hrossa hér á landi væri nú um 5 þúsund krónur á mánuði. Augljóst væri að ekki væri unnt að kosta upp á margra mánaða tamningu á hrossum, sem seld væru á verði innan við lág- marksverð á hryssum, sem er 30 þúsund krónur. Þá sagðist Steinþór einnig vilja koma þeirri skoðun á fram- færi, að Islendingar ættu að huga í ríkari mæli að vöruvönd- un á útflutningsvörum sínum, hrossum sem öðrum vörum. Augljóst væri að stóðhestur, sem ekki seldist á meira en 150 þús- und krónur úr landi, ætti varla mikið erindi á hrossamarkaði erlendis og hið sama gilti um hryssur á verði undir 30 þúsund krónum. Hér yrði að gæta hags- muna til lengri tíma, en ekki láta ráðast af skammtímavanda manna, sem kynnu að þurfa á sölum að halda nú, þótt ekki væri gert lítið úr þeim vanda. En aðalatriðið væri að engar hrossasölur mættu spilla fyrir hrossaútflutningi í framtíðinni. Stóðhesturinn Þór frá Sporz í Þýskalandi, einn þekktasti íslenski stóð- hesturinn þar í landi, undan Stíganda 625 og Perlu frá Kolkuósi, sem bæði eru undan Herði 591 frá Kolkuósi. Eigandi hestsiiis, Andreas Trappe, heldur við hann. Álfabrenna á Víðivöllum Hcstamannafélagið Fákur verður með barna- og fjölskylduskcmmtun við skeiðvöllinn á Víðivöllum laug- ardaginn 7. janúar klukkan 16. Skemmtunin hefst með því að álfakóngur og drottning ásamt fjölbreyttu fylgdarliði koma ríð- andi inn á völlinn og tendra bál. Ýmsar uppákomur verða. Veit- ingar verða síðan í félagsheimili Fáks við Bústaðaveg. Börn eru sérstaklega velkomin og mega þau eiga von á einhverju góðgæti. Skemmtun í Gerðubergi í TILKFNI jóla og áramóta er Reykvíkingum boðið í Gerðuberg fimmtudaginn 5. janúar nk. Skemmtunin hefst kl. 20.30 og stendur í um eina klukkustund. Þjóðdansafélag Reykjavíkur dansar íslenska dansa sem tengj- ast jólum og áramótum. Einnig syngur Jón Þorsteinsson, tenór. Þá gefst fólki kostur á að taka sporið. Aðgangur er ókeypis. Íil t stöitostleear VI III é ver&lækkanir Nokkurdæmi um verölækkun: áður nú Dömupeysur 399.- 199.- Dömuúlpur 1.689.- 1.189.- Dömubuxur 549.- 399.- Herraúlpur 1.589.- 989.- Herrabuxur 599.- 399.- Barnaúlpur 1.249.- 789.- Barnabuxur 289.- 189.- Dömuskór 689.- 499.- Herraskór 789.- 589.- Jergens sápa 69.95. .- 53.95 Eldhúsrúllur Serla 43.55. .- 35.- WC pappír Serla 21.40. .- 17.- Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.