Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Tillögur Umferðarlæknisfræðifélags íslands: Endurskoðun á umferðarlögunum Bifreiðaslys — Lögbinda öryggisbeltanotkun í aftursætum bifreiða og setja við- urlög gegn brotum í lög. — Lögbinda skal ljósaskyldu bif- reiða frá 1. september — 30. apríl hvert ár. — Setja skal nánari ákvæði um akstursþjálfun til ökuprófs og taka upp ökukennslu í fram- haldsskólum. — Lækka hámarkshraða í íbúð- arhverfum niður í 35 km/klst. Rökstuðningur Við árekstur er farþegum í aft- ursætum ekki síður hætt við meiðslum en farþegum í framsæt- um. Auk þess valda farþegar í aft- ursæti oft meiðslum á farþegum í framsæti við árekstur. Án viðurlaga virðist ekki mögu- legt að fá'fólk almennt til þess að nota öryggisbelti. Yfirleitt er bíl- beltanotkun almennings ekki hærri en 30—40% án viðurlaga en 80—90% ef viðurlögum er beitt. Ljósaskylda dregur úr tíðni slysa samkvæmt reynslu ná- grannaþjóða. Samræma ber kröfur um öku- réttindi á íslandi þeim kröfum sem eru í gildi á Norðurlöndum, eftir því sem við verður komið. Taka ber fram í lögum að veru- legum hluta æfingatíma nemenda verði varið við akstur á æfinga- brautum eða við óhagstæðar að- stæður, t.d. á malarvegum. Hámarksökuhraði bifreiða í íbúðarhverfum skal ekki vera hærri en 35 km/klst. Flest slys á börnum verða er börn hlaupa óvænt út á götu í veg fyrir bifreið. Þessu verður seint breytt enda eðli barna að fylgja skjótt eftir skyndiákvörðunum. Vitaskuld ber þeim er aka bifreið að fara með gát og koma á þann hátt í veg fyrir óvæntar „uppá- komur". Vélhjólaslys — Hækka ber réttindaaldur til aksturs léttra bifhjóla úr 15 árum í 16 ár. — Ljósaskylda skal vera árið um kring. — Taka upp kennslu í vélhjóla- akstri í skólum. Rökstuðningur Slysatíðni er einna hæst meðal 15 ára. Auka ber kröfur til þess að óðlast ökuréttindi á vélhjóli. Rúm 40% þeirra ökumanna er verða fyrir slysum á vélhjóli hafa ein- ungis haft réttindi í 6 mánuði eða styttra. Við slys á vélhjólum í Reykjavík er tekinn réttur af „vélhjóli" í 66% tilfella. Gera skal kröfur til þess að stöðugt sé ekið með fullum ljósum. Reiðhjólaslys — Börnum 9 ára og yngri skal ekki vera leyfilegt að hjóla í um- ferð. — Lögleiða ber notkun hlífðar- hjálma meðal barna á reiðhjólum. f ljós hefur komið að 30% af börnum á reiðhjólum sem verða fyrir slysum í umferð eru 6 ára eða yngri. Niðurstöður fleiri rann- sókna gefa ótvírætt í skyn að börn hafi ekki öðlast fullan sjónþroska fyrr en 9—12 ára gömul. Ekki er nauðsynlegt að börn á reiðhjólum beri stálhjálma en á markaði erlendis eru ágætir hjálmar úr haldgóðum gerviefn- um. Alvarleg höfuðslys meðal barna á reiðhjólum eru mjög tíð. Fótgangandi — Herða ber viðurlög við ákeyrslu á fótgangandi á gang- brautum. Hafa ber í huga að hæsta hlut- fall innlagðra á sjúkrahús er vegna umferðarslysa meðal gang- andi. Hæsta tíðni er meðal barna og unglinga. Nauðsynlegt er að gangbraut sé varin sem mest fyrir ágangi. Ökuhæfni ungra og eldri bifreiðastjóra Ökuhæfni byggist á ýmsum eig- inleikum s.s. sjón, viðbragðsflýti, hæfni til ákvörðunartöku, æfingu við akstur, heyrn o.fl. Eldri bifreiðastjórar horfa yfir- leitt lengra fram á veginn og fylgjast með því sem gerist til hliðar með því að beita hliðarsjón (án þess að hreyfa höfuðið). Þeir yngri horfa yfirleitt skammt fram á veginn og snúa frekar höfðinu til hliðar þegar þeir horfa í hliðar- spegil (Mourant og Rochwed 1972, 72). Eldri bifreiðastjórar fylgjast betur með umferðinni en þeir yngri (Mourant og Donohue 1977). Framangreind viðbrögð hafa í för með sér að eldri bifreiðastjórar fylgjast yfirleitt betur með um- ferðinni en þeir yngri. Um viðbragðsflýti Að öllu jöfnu eru viðbrögð yngri manna skjótari en þeirra eldri. Yfirleitt verða viðbrögðin sneggri fram til 20 ára aldurs en seinkar síðan nokkuð fram til 50—60 ára aldurs en eftir þann aldur verða þau mun seinni (Velford 1980). Af þessu mætti ráða að yngri menn bregði við skjótar í umferð en þeir eldri, svo er þó ekki. Af mynd 1 má að vísu sjá að viðbrögð yngri manna þegar þau eru athuguð á rannsóknarstofu eru sneggri en eldri manna en þegar viðbrögðin eru athuguð í umferðaröngþveiti eru (mynd 2) viðbrögð eldri manna sneggri (Quimbv og Watts 1981). Sjá töflu 1 og 2 Næsta tafla sýnir hvernig menn bregðast við ef bifreið sem ekið er fyrir framan þá stöðvast snögg- lega. Mælikvarðinn á viðbragðs- flýtinn er hve mikið af upphaflegu millibili (vegalengdin) milli bif- reiðanna notast upp áður en aftari bifreiðin stansar (Colbourn o.fl. 1978). Tafla 1. ÖKUHRAÐI 50 65 80 km/klst. km/klst. km/klst. Óreyndir öku- menn meðalald- ur 20 ára. Haft ökuskírteini 1—6 ár að meðaltali 50 46 44 Nokkuð reyndir ökumenn meðal- aldur 23 ára. Haft ökuskír- teini i 4 ár að meðaltali 43 41 40 Þjálfaðir ðku- menn meðalald- ur 41 árs. Hafa ökureynslu í 18 ár að meðaltali 33 36 36 Keyrslumáti Eldri bifreiðastjórar hafa betri stjórn á bifreiðum en þeir yngri. Ef reynslulítill bifreiðastjóri þarf skyndilega að beygja nær hann seinna að rétta bifreiðina af en þjálfaður bifreiðastjóri. Sjá mynd. Sjá töflu 3 og 4 Svo virðist sem reynslulitlir bif- reiðastjórar ráði mun verr við bif- reiðina ef eitthvað ber útaf en þeir reyndari. HEIMILDIR: Við samantekt þeasa er stuðst við greinar úr Social Medicinsk Tidskrift N. 8—9, 1983 og Acta Psychologica 1981.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.