Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 14

Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Alþýðan og auðvaldið Bókmenntír Guömundur Heiðar Frímannsson Einar Oigeirsson: Kraftaverk einnar kynslóðar, Jón Guðnason skráði, Mál og menning, 1983 Nú fyrir jólin kom á markað annað bindi minninga Einars Olgeirssonar, Kraftaverk einnar kynslóðar. Það fyrsta kom árið 1980. í því er fiallað um „sjálf- stæðisbaráttu Islendinga hina nýju“, eins og það er orðað, sam- skipti íslendinga við umheiminn og hvaða augum Einar lítur þau. Frásognin þar er einskorðuð við þetta efni „því að of mikið væri í fang að taka fyrir þjóðmálabarátt- una yfirleitt svo og verkalýðs- hreyfinguna og flokksstarfsemina í hálfa öld“. Þessi skoðun hefur bersýnilega breytzt, því að nú hef- ur komið bók, sem einmitt fjallar um líf Einars og starf í stjórnmál- um og verkalýðshreyfingu frá því að hann kemur heim frá námi í Berlín 1924 til 1942. f þessari bók er víða komið við, margir menn nefndir til sögunnar, enda er hún rétt tæpar fjögur hundruð blaðsíð- ur í nokkuð stóru broti. í bókinni eru margar myndir, sem prýða hana verulega. Fyrri bókin var fremur heimild um Einar Olgeirsson og skoðanir hans á alþjóðamálum en þann tíma, sem hún átti að fjalla um. Þessi bók, sem nú kom út, er mun fróðlegri, læsilegri og greinir frá fjölmörgum mikilsverðum stað- reyndum. Muninn á þessum tveim- ur bókum má sjá greinilega þegar Einar víkur að aiþjóðamálum síð- ast í Kraftaverki einnar kynslóðar með svipuðum hætti og í fyrri bók- inni. Hann fjallar þá um Finn- landsstríðið 1939—1940. Þar setur hann svo dæmalausar staðhæf- ingar fram um þetta stríð og það, sem því tengist, að það er eðlilegt að spyrja sig, hvað valdi. Sú til- gáta, sem liggur beinast við, er slæm samvizka, vegna þess að skoðanir og aðgerðir Einars og fé- laga hafa reynzt vera haldlausar. Auðvitað víkur Einar víða að al- þjóðamálum, en þá fipast honum ekki eins hrapallega og þarna. í þessari bók er greinargerð Ein- ars fyrir því, hvers vegna hann og félagar hans ákváðu að kljúfa Al- þýðuflokkinn og stofna Kommún- istaflokk fslands 1930. Aðdragand- inn hefst 1926, þegar Alþýðusam- bandið, sem þá var hluti Alþýðu- flokksins, ákveður að ganga í 2. al- þjóðasamband verkamanna. Það gátu skoðanabræður Einars ekki liðið, því að þeir töldu að þetta samband hefði svikið málstað verkalýðsins í fyrri heimsstyrjöld- inni. Einar segir, að ástæðan til þessarar ákvörðunar Alþýðusam- bandsins hafi verið fjárhagsvand- ræði Alþýðublaðsins. Kratarnir hafi getað fengið styrk frá danska Sósíaldemókrataflokknum gegn því skilyrði, að Alþýðuflokkurinn gengi í 2. alþjóðasambandið (bls. 112—114). En það kom fleira til. Einar taldi Jónas frá Hriflu hafa of mikil áhrif á forystu Alþýðu- flokksins, forystan væri allt of lin í baráttumálum verkalýðsins og stöðugar ofsóknir krata gegn kommúnistum, þótt enn væru þeir í sama flokki. Ein ástæða, sem Einar nefnir ekki, en lesa má af þessum síðum, er sú, að þessi klofningur hafi verið að undirlagi Komintern. Sjötta heimsþing Al- þjóðasambands kommúnista 1928 lagði áherslu á einangrunarstefnu, sem kom á næstu árum fram í bar- áttu gegn sósíaldemókrötum og brottrekstri trotskyista (bls. 134). Á þessu þingi var Einar. 1930 um sumarið var hér Norðmaður að nafni Hávard Langseth frá Kom- intern til að undirbúa stofnun kommúnistaflokks (bls. 152). Það er engin ástæða til annars en ætla, að þessi áhrif frá heimsþinginu og starfsemi Komintern hafi haft áhrif á þá ákvörðun að stofna hér kommúnistaflokk. Hve þau áhrif hafa vegið þungt er erfiðara að segja og verður hér ekkert fullyrt um það. Það er fleira forvitnilegt í þess- ari bók. Kaflinn um uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á Norð- urlandi er einkar fróðlegur. Þegar Einar kemur heim frá námi sezt hann að á Akureyri og kennir við Gagnfræðaskólann, sem þá var. Jafnframt kennslunni tekur hann til við að starfa í verkalýðshreyf- ingunni og fer víða um Norðurland í því skyni. Þetta starf hans ber ríkulegan ávöxt, því að kommún- Einar Olgeirsson istar eru mjög sterkir á Akureyri um og upp úr 1930. Árið 1931 flyt- ur Einar suður til Reykjavíkur ásamt konu sinni og þar er starfs- vettvangur hans síðan. Annar kafli, sem var mjög skemmtilegur aflestrar, var kaflinn um undir- búninginn að stofnun Sósíalista- flokksins, enda voru stjórnmál fjórða áratugarins mjög reyfara- leg. Það kann að vera mikill kostur í stjórnmálabaráttu að hugsa lítt um sjálfan sig og eigin hag. En það er ekki kostur á ævisögu að láta svo lítt sjá í sjálfan sig, eins og Einar Olgeirsson gerir í þessari bók sinni sem hinni fyrri. Það er afskaplega iítill fróðleikur um manninn sjálfan á þessum átta hundruð síðum, sem þegar eru komnar. Sú mynd, sem maður fær af honum af þessum síðum, er heldur flatneskjuleg. Nú vita það allir, sem vita vilja, að Einar var og er mjög dáður í röðum félaga sinna og öllum, sem einhver kynni hafa af honum haft, ber saman um, að hann hafi haft persónu- töfra, sjarma, verið mikill menn- ingarmaður í góðum skilningi þess orðs, og hann var mikill mælsku- maður. Það er nánast ekkert af þessu, sem maður sér í textanum nema mælskan. Hún nýtur sín ein- faldlega ekki nógu vel á pappír. Þeir kaflar, sem eru skemmtileg- astir, eru þeir sem eru persónu- legastir. Það er ekki hægt að skiljast svo við þessa bók, að ekki sé reynt að varpa nokkru ljósi á skilning Ein- ars á hlutverki sínu í pólitískri baráttu. Hann segir á einum stað frá því, er hann hélt ræðu yfir verkakonum í Skjaldborg á Akur- eyri 1927. Hann segir: „Þegar ég flutti hana, fann ég, að ég var að setja fram heitustu óskir og drauma þessara fátæku verka- kvenna og húsmæðra, ekki aðeins um betra og réttlátara mannfélag, um getu þeirra til að veita börnum sínum nægan mat, fatnað, gott húsnæði og uppfræðslu heldur og að vísa þeim leiðina til þess að láta þessa drauma rætast: órjúfandi stéttarleg og pólitísk samtök allra alþýðukvenna, hvort sem þær unnu úti eða heima eða hvort- tveggja, sem var tíðast, — og sams konar samtök karlmanna." (Bls. 83.) í þessum kafla kemur fram mjög skýrt, hvaða hlutverk Einar telur sig hafa: að vísa verkalýðn- um veginn til hagsmuna sinna, hann er í framvarðasveitinni, sem lýsir fram á við. Hér er hin len- líkneskju af systur Napóleons í Borghesehöllinni í Róm, eins og hún vitrast honum í styttu Canova af Venusi: „Innst í litla herberginu var ein líkneskja. Hún var af kviknakinni konu sem hvíldi í rúmi og virtist rétta fram epli. Sóliman reyndi að átta sig, þrátt fyrir vínruglið, og nálgaðist líkneskjuna valtur á fót- unum. Undrunin hafði slegið örlít- ið á ölvímuna. Hann þekkti andlit- ið og líkamann líka, allan likam- ann sem minnti hann á eitthvað. Hann þreifaði i ákafa um marm- arann og hélt augunum og ilm- skyninu vakandi. Hann fór hönd- um um brjóstin. Hann strauk lóf- anum í hring um magann og nam staðar með litlafingur í naflanum. Hendur hans struku um mjúklegu lautina í n.ióhryggnum, líkt og hann ætlaði að snúa líkamanum. Fingurnir leituðu að hnellnum mjöðmunum, mjúkum hnésbótun- um, stinnum brjóstunum. Þetta ferðalag handanna hressti upp á minnið og færði huganum fjar- lægar minningar. Hann hafði inska flokkskenning klár og skýr. En í þessum orðum gætir líka nokkurrar viðkvæmni, sem skaðar að vísu ekki hér, en verður á köfl- um heldur óviðfelldin. Einar gerir það líka hvað eftir annað að leggja Sósíalistaflokkinn og verkalýðinn að jöfnu, sem er þvættingur ein- ber. Meirihluti verkamanna hefur að öllum líkindum ekki verið fylgj- andi Sósíalistaflokknum heldur öðrum. Svo koma stundum setn- ingar eins og þessi, sem segir frá atviki eftir kosningarnar 1942: „Ég hitti verkamann fyrir utan alþing- ishúsið, eftir að nýkjörið Alþingi kom saman, og hann segir við mig hreykinn: „Nú erum við búnir að eignast stóran flokk.““ (Bls. 396.) Skrásetjarinn, Jón Guðnason, hefði gjarnan mátt forða höfund- inum frá svona elliglöpum. Meginhugmynd bókarinnar er sú að á því tímabili, sem segir frá, verði lífskjarabylting meðal verka- fólks á íslandi, sem enginn dregur í efa, og að efling verkaiýðshreyf- ingarinnar sé orsökin fyrir þeirri byltingu. Sú efling stafi meðal annars af pólitískri baráttu Einars og skoðanabræðra hans. Þetta hygg ég að sé röng hugmynd. Aðal- skýringin á lífskjarabyltingunni er aukin tækni, aukin framleiðni, aukin verkaskipting, sem á sér stað á þessum árum ásamt ýmsum ytri aðstæðum. Verkafólkið sjálft, vinnuveitendur og fyrirtækin, sem þeir hötuðust hvað mest við Einar og félagar, eiga heiðurinn af bylt- ingunni. Hinir pólitísku fulltrúar skipta þar miklu minna máli. Það var áður nefnt, að það væri eins og Einar hefði slæma sam- vizku vegna Vetrarstríðsins. Þessi bók er enginn Skáldatími Einars Olgeirssonar. Hér er hvergi hallað orði á Sovétríkin. Menn, sem hafa í blindni trúað á böðla eins og Stalín og neita að viðurkenna staðreynd- ir, eiga að hafa vonda samvizku. þekkt áður sömu viðkomu. Með sömu hringlaga fingurhreyfingu hafði hann liðkað öklann sem hafði einu sinni snúist og stirðnað. Efnið var ólíkt en löngunin sú sama.“ Hér er lýst fundum nuddara fyrirmyndar við hana í formi ódauðleikans. { fyrrnefndum eftirmála Guð- bergs Bergssonar, er því slegið fram að bókmenntir Suður- Ameríku séu innst inni „ófrumleg- ar og kynblendingslegar". Ekki er gleymt að minna á hinn frumstæða kraft. Þetta er eflaust rétt hjá Guð- bergi og ekki síst það sem hann hefur að segja um hið ævintýra- kennda raunsæi. Ljóst er að þessar bókmenntir eins og þær birtast hjá Carpentier og García Márquez til dæmis hafa orkað á marga höf- unda og búa yfir frjómagni. En þær eru líka fallnar til að gleðja lesendur sem lítið sem ekkert vita um grundvöllinn, en taka fegins- hendi nýjum sjónarhornum og nýjum aðferðum við að segja sögu. Þjóðlegur fróðleikur frá Kúbu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Alejo Carpentier: Kíki af þessum heimi. Guðbergur Bergsson þýddi. Iðunn 1983. í ítarlegum og mjög virðingar- verðum eftirmála Guðbergs Bergssonar við Ríki af þessum heimi segir svo: „Með útkomu Frásagnar um margboðað morð hófst útgáfa á röð af bókum eftir fremstu höfunda landa Suður-Ameríku. Tilgangur- inn með útgáfunni er sá að reyna að gefa talsvert skýra innsýn í hugarheim ákveðins menning- arsvæðis, þannig að lesandinn geti gert sér hugmynd um hvað fólki í þessum löndum liggur á hjarta, hver hugarheimur Jæss er, trú, og við hvernig þjóðfélagsástand það býr. Bækurnar eru valdar með þetta í huga, auk þess að vilja kynna íslenskum lesendum sagna- list sem þeim er kannski framandi en auðgar um leið.“ Ríki af þessum heimi er stutt skáldsaga eftir Alejo Carpentier (1904—1980), einn fremsta höfund Kúbu. Carpentier fæddist í Hav- anna, faðir hans franskur, móðir- in rússnesk. Carpentier menntað- ist í Frakklandi, starfaði með súrrealistum og sá land sitt bæði úr nálægð og fjarlægð. Hann var lengi sendiherra Kúbu í París. Oftar en einu sinni hvarflar það að lesanda að Carpentier sé eins konar skrásetjari þjóðlegs fróð- leiks, en sem slíkur var hann meira skáld en fræðimaður. Ríki af þessum heimi er mjög einkennileg skáldsaga, byggist á stuttum þáttum, myndum sem verða heild. Söguefnið er þræla- uppreisn á Haití á átjándu öld, lýsir því hvernig hatur svartra og kynblendinga brýst fram gegn hvítum drottnurum. í öndvegi eru uppreisnarmaðurinn Mackandal og Tí Noel, þrællinn sem uppgötv- ar að gömlu frönsku nýlenduherr- arnir voru jafnvel betri en hinir nýju valdhafar, innlendir kúgarar. Ein fegursta lýsing þessarar myndrænu skáldsögu er frásögn af fundum frumstæðs manns og Alger kúvending Hljóm nrHTTn Siguröur Sverrisson ABÍ’ Beauty Stab Mercury/ Fálkinn Oft hefur það verið haft á orði, að æskilegt væri að listamenn, þ.m.t. popparar, reyndu að forð- ast endurtekningar og troðnar slóðir til þess að viðhalda vin- sældum og viðurkenningu. öll um er kunnugt að þetta hefur tekist svona upp og ofan. Strákarnir í ABC eru greini- lega ekkert á því að hjakka í sama farinu, því þessi nýja plata þeirra, Beauty Stab, er eins mik- il kúvending frá fyrstu plötu þeirra, Lexicon of Love, og hugs- ast getur. Mér þótti sá gripur lítt áhugaverður á sínum tíma. Stíllinn hjá ABC er algerlega nýr. Lögin eru öll mun rokkaðri en áður var, þegar „soul“-áhrifin voru mjög rík í flestum laganna. Þótt tónlfstin sé öll fjörlegri nú en þá, getur hún enn ekki flokk- ast undir annað en rokkað popp. Með annarri álíka stökkbreyt- ingu er aldrei að vita nema ABC verði orðinn flokkur harðsvír- aðra rokkara á næstu plötu sinni. Litlar sögur hafa farið af ABC frá því fyrsta platan leit dagsins ljós, en hún vakti jafnframt feikilega athygli í Bretaveldi. Á þeim tíma var þetta fimm manna flokkur með Martin Fry í broddi fylkingar. Einhver læddi því að mér um daginn að einung- is þrír væru eftir í sveitinni. Þrátt fyrir mannafækkun og umtalsverðar breytingar á tón- listini finnst mér Beauty Stab ekki vera nema miðlungi góð plata, sem þó lumar á hörkugóð- um lögum innanum. Með lög á borð við The Power of Persuat- ion, Bite the Hand og Unzip í pokahorninu tel ég rétt að fylgj- ast vel með framgangi mála hjá ABC og bíð spenntur eftir næsta framlagi. Neistann vantar Siouxie And The Banshess Nocturne Polydor/Fálkinn Sú var tíðin að söngkonan Siouxie Sioux og flokkur hennar The Banshees voru í framvarða- sveit pönksins, a.m.k. á meðan sú tónlistarstefna var enn við lýði. Reyndar er hún enn við lýði, en allur þorri manna hefur snúið við henni bakinu og tiltölulega fámennur hópur heldur tryggð við hana. Svipað og í bárujárns- rokkinu. Siouxie Sioux var réttilega titluð drottning pönksins hér fyrir einum 5—6 árum. Tónlist hennar og fylgisveinanna er þó allt annað en grjóthart og óhefl- að pönk, því í lögunum er iðulega að finna snotrar laglínur sam- fara mjög ákveðnum áherslum og oft á tíðum „aggressívum" hljóðfæraleik. Það gætti þvi óneitanlega nokkurra vonbrigða hjá mér er ég hlustaði á Nocturne, tvöfalda hljómleikaplötu tekna upp í Roy- al Albert Hall um mánaðamótin september/október. Plata þessi kom til landsins rétt fyrir jól og er sjaldgæft að svo snör handtök séu viðhöfð þegar tónleikaplötur eru annars vegar. En aftur að plötunni sjálfri og vonbrigðun- um. Það er skemmst frá að segja að fyrstu þrjár hliðar platnanna tveggja eru ákaflega flatar og iitlausar. Upptakan reyndar frá- bær, einhver sú tærasta sem ég minnist af tónleikaplötu, en hún ein megnar ekki að gera plöturn- ar góðar. Það er ekki fyrr en á lokahliöinni, að einhver fjör- kippur færist í leikinn, en hann kemur bæði of seint til að bjarga því sem á undan er gengið og er auk heldur ekki nægilega kraft- mikill. Það er ótrúlegt en satt, að Nocturne er hægt að spila án þess nokkru sinni að veita því almennilega athygli að þarna er hin eina sanna Siouxie á ferð. Öðruvísi mér áður brá. Ég veit sannast sagna ekki hvort Siouxie og co. eru tekin að lýjast. Tónleikaalbúmið Noc- turne gefur slíkt óneitanlega til kynna þótt ótrúlegt megi virð- ast. Neistann vantar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.