Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 15

Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 15 MeisUri Hitchcock í mynd sem hann leikstýröi 1929 og nefndi Black- mail. Framhaldsmyndajól Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson FRAMHALDSMYNDAJÓL Nafn á frummáli: Psycho II Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Richard Franklin. Handrit: Jiin Holland. Tónlisl. Jerry Goldsmith. Myndataka: Dean Cundey. Óvenju mikið ber á fram- haldsmyndum á jólavertíð kvik- myndahúsanna þetta árið. í Nýja bíói er þriðja stjörnustríðið háð og Súpermann er þríefldur á tjaldi Austurbæjarbíós, að ekki sé talað um James Bond í Tóna- bíói og uppí Bíóhöll. Ég veit ekki hvað veldur slíku nema kvik- myndaframleiðendur séu orðnir uggandi um sinn hag og tefli ekki í tvísýnu um val myndefnis. Bnda virðist næstum óbrigðul regla að áhorfendur sópist inná myndir sem hafa unnið sér sess, hvort sem þær eru fjölfaldaðar í tveimur eða fleiri eintökum. Áhorfendur virðast jafn íhalds- samir í þessu efni og framleið- endur. Það er engu líkara en menn vilji vera vissir í sinni sök áður en þeir kaupa bíómiðann. Ég held að hér sé sama lögmál að verki og þegar menn kaupa þekkt vörumerki í kjörbúðinni. Merkið tryggir gæðin, eins og þar stendur. Samt er það nú einu sinni svo, að góðar bíómyndir verða oft til fyrir slysni. Þannig tel ég Súp- ermann númer þrjú bera af öðr- um ofurmennismyndum, þrátt fyrir að hann gleymist jafn- skjótt og aðrar glansmyndir hvíta tjaldsins. Annað eintak hinnar frægu myndar Alfreðs Hitchcock Psycho eða Psycho II er hins vegar að mestu rúið þeim sjarma er fylgdi meistaranum. Ekki vantar svo sem að leik- stjórinn, Richard Franklin, leggi sig allan fram um að magna óhugnað í kringum Norman Bat- es sem snýr aftur til mótelsins fræga eftir tveggja áratuga dvöl á geðspítala, enda sjöfaldur morðingi frá hendi Hitchcocks. Er ég ekki frá því að Franklin takist oft að kitla magaveggi áhorfandans með ýmsum brell- um sem flestar eru velþekktar úr hryllingsmyndum fyrri ára, en honum tekst ekki að reisa þessu meistaraverki Hitchcocks verð- ugan minnisvarða, fyrst og fremst vegna þess að söguþráð- urinn verður full ævintýralegur og ótrúverðugur er líða tekur á myndina. Ég átti til dæmis erfitt með að kyngja því er hinum sjö- falda morðingja Norman Bates var sleppt undir lok myndarinn- ar, en þá lágu að minnsta kosti fjögur lík sundurstungin í mótel- inu. En að sjálfsögðu verður að láta kappann sleppa, svo unnt sé að hleypa Psycho III af stokkun- um. Já, gróðafýsnin lætur ekki að sér hæða og ég fæ vart skilið að jafn ágætur leikari og Anthony Perkins skuli láta teyma sig útí slíkt, nema gullasninn hafi dreg- ið hann útí foraðið. Annars eru þær senur er Anthony Perkins heiðrar með nærveru sihni vel þess virði að skoðast með augum hins einlæga kvikmyndaáhuga- manns. Perkins býr ekki aðeins yfir fádæma liðugum líkama sem fangar augað líkt og cobra- slanga, heldur er andlitið lista- verk útaf fyrir sig. Það er barns- legt ásýndum, búið sjónum sem ýmist varpa eldingum yfir sviðið eða breytast í lygnar tjarnir þar sem hvergi sér til botns. Detta mér helst í hug til samanburðar af íslensku leiksviði leikararnir Benedikt Árnason og Júlíus Hjörleifsson. En slíkum mönnum hentar einstaklega vel að fást við nevrótíska kleyfhuga, slíka sem bera svipmót Norman Bates. Ef menn vilja kynnast einum slíkum, ættu þeir að skreppa uppá Laugarás eitthvert síðkveldið. Verst hve mót- leikurum Anthony Perkins tekst illa upp, enda njóta þeir ekki styrkrar leiðsagnar meistara Hitchcocks, sem sagði eitt sinn um leikara að þeir væru einsog börn sem þyrfti að aga, annars vissu þeir ekki sitt rjúkandi ráð fyrir framan kvikmyndatöku- vélina. ViÓ drögum lO.janúar WT 1 V —/-— Umboðsmenn í Reykjavík og nágrenm Hver þeirra I er næstur þér? Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130 Umboðið Grettisgötu 26, sími 13665 Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 16814 Hreyfill, bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 25966 SIBS- deildin Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, Kópavogi, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720 Vilborg Sigurjónsdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045 Lilja Sörladóttir, Túngötu 13, Bessastaðahreppi, sími 54163 Happdrætti SIBS 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.