Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Kjarnorkuvopn á Atlantshafí Sovétmenn aö taka í notkun nýja meðaldræga stýriflaug í skipum Eftir Björn Bjarnason Þegar um það var rstt hvernig bregðast ætti við ógninni af SS-20-kjarnorkueldflaugum Sovét- manna könnuðu sérfræðingar á vegum NATO-ríkjanna tillögur um að banda- rískum, meðaldrægum eldflaugum og stýriflaugum yrði komið fyrir á kafbát- um eða herskipum sem væru á sveimi á Atlantshafi. I>essum tillögum var hafnað meðal annars með þeim rök- um, að ekki mætti líta fram hjá sál- rænu gildi þess fyrir Vestur-Evrópu- þjóðir að sjá það á landi að varnir þeirra hefðu verið efldar með kjarn- orkuvopnum. Eftir að friðarhreyf- ingarnar komust á legg og meðan þær voru háværastar var því oftar en einu sinni hreyft, hvort ekki væri betra að flytja bandarísku Evrópueldflaugarnar á haf út. !>á var vísað til fyrri athugana og ekki hvikað frá því að koma eld- flaugunum fyrir á landi. Hafa þær þeg- ar verið fluttar til Bretlands, Italíu og Vestur-I>ýskalands. Sovésk kjarnorkuvopn á höfunum Sé því haldið fram eins og stund- um er gert í umræðum hér á landi, að kjarnorkusprengjum hafi fiölgað á og í hafinu umhverfis Island vegna ferða skipa frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, er erfitt að koma auga á haldbær rök fyrir því, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Á hinn bóginn bendir margt til þess að ferðum sovéskra herskipa og kafbáta með kjarnorkuvopn í nágrenni ísiands hafi fjölgað á und- anförnum árum og nú velta ýmsir því fyrir sér að þær muni enn aukast sé tekið mið af hótunum Sov- étmanna um að þeir ætli að ógna Bandaríkjunum með fleiri nálægum kjarnorkueldflaugum en áður. Frá 1968 hafa Sovétmenn haldið úti eldflaugakafbátum af svonefndri Yankee-gerð. Eldri tegund þeirra er búin 16 eldflaugum sem draga um 3000 km. Yngri tegund Yankee- kafbátanna er búin 12 eldflaugum sem draga 3900 km. Einn til þrír slíkir kafbátar eru að jafnaði undan austurströnd Bandaríkjanna og það tæki eldflaugar þeirra um 10 mínút- ur að ná til Washington, höfuðborg- ar Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Kafbátarnir komast ekki til þessara skotstöðva frá heimahöfn- um á Kóla-skaganum nema með því að sigla fram hjá Islandi. Ails telja Bandaríkjamenn að 15 sovéskir Yankee-kafbátar séu á Atlantshafi. Eftir tilkomu þessara kafbáta varð eftirlitskerfið í GIUK-hliðinu, á hafsvæðinu á milli Grænlands, fs- lands og Skotlands, mikilvægara fyrir varnir Atlantshafsbandalags- ins en áður og varð í raun hluti af miðkerfinu svokallaða á milli Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna, það er að segja tengdist þeim kjarnorku- herafla sem risaveldin geta beitt hvort gegn öðru. Eftir að Leonid Breshnev og síðar Júrí Andropov hótuðu Bandaríkja- mönnum því að Sovétmenn ætluðu að svara uppsetningu bandarísku Evrópueldflauganna með nýjum kjarnorkueldflaugum á hafinu í nágrenni Bandaríkjanna hefur at- hyglin að nýju beinst að Yankee- kafbátunum en einnig hafa orðið umræður um það hvort Sovétmenn ætluðu ef til vill að nota kafbáta af Oscar-gerð í þessu skyni. Upplýs- ingar eru fyrir hendi um að Sovét- menn séu að smíða stýriflaug af gerðinni SS-NX-21 sem geti borið kjarnorkusprengju og skjóta megi úr tundurskeytarauf á herskipum og kafbátum á skotmark í landi í allt að 3000 km fjarlægð. Kunni flaugin að verða tekin í notkun á þessu ári, 1984, og með henni ætli Sovétmenn að ógna Bandaríkjunum af Atl- antshafi og Kyrrahafi. Verði Yankee-kafbátum hugsanlega breytt á þann veg að þeir flytji stýriflaugar í stað eldflauga og síð- an verði Oscar-kafbátar látnir taka við af Yankee. Nú er einn Oscar- kafbátur í notkun hjá Sovét- mönnum en talið er líklegt að reynslusiglingar hins næsta hafi byrjað 1983. SS-NX-21-stýriflaugin er arftaki sovéskrar stýriflaugar af svonefndri Shaddock-gerð sem fyrst kom til sögunnar 1960 og dregur 835 km með kjarnorkusprengjuna sem í henni er. Kjarnorkuvæðing Sovét- manna á hafinu með tilstyrk stýri- flauga er því alls ekki ný af nálinni. En með því að setja SS-NX-21-stýri- flaugar um borð í Yankee-kafbáta og Oscar-kafbáta, en báðar tegund- irnar eru kjarnorkuknúnar, eru Sov- étmenn að gera það á höfunum sem þeir gerðu í Evrópu með því að taka SS-20-eldflaugina í notkun og beina henni gegn öllum þjóðum Vestur- Evrópu. Kjarnorkuvopn næst íslandi á landi Sovéskir kafbátar og herskip hlaðin kjarnorkuvopnum eru ávallt á sveimi í nágrenni íslands. Banda- ríkjamenn, Bretar eða Frakkar — kjarnorkuvopnaþjóðirnar þrjár í NATO — hafa ekki komið kjarn- orkusprengjum fyrir í stýriflaugum á hafi úti eins og Sovétmenn en hins vegar eru kjarnahleðslur um borð í kafbátum þeirra sem sigla um und- irdjúp Atlantshafsins. Þessar hleðslur eru í eldflaugum sem draga 3000 til 4600 km sem gefur til kynna á hvaða hafsvæðum kafbátarnir þurfa að vera til að ná til skotmarka í Sovétríkjunum. Á eftir Yankee-kafbátnum smíð- uðu Sovétmenn eldflaugakafbáta af Delta-gerð sem geta sent banvænan farm sinn allt að 8000 km og nú síðast risakafbát af Typhoon-gerð með 20 SS-NX-20-eldflaugum sem draga 10 þúsund kílómetra. Eld- flaugar þessara sovésku kafbáta geta náð til skotmarka í Bandaríkj- unum frá Barentshafi og heim- skautaslóðum. Þessir kafbátar þurfa því ekki að koma nálægt Is- landi eða sigla fram hjá því til að þjóna meginhlutverki sínu. Sömu sögu er að segja um nýjasta eld- flaugakafbát Bandaríkjanna af Ohio-gerð en hann er búinn Tri- dent-eldflaugum sem draga 8000 km. Frakkar eiga fimm eldflaugakaf- báta og samkvæmt nýjustu áætlun- um á hver þeirra að hafa 16 M4-eldflaugar sem draga 5000 km og verða sex 150 kílótonna kjarn- orkusprengjur í hverri eldflaug. Bretar eiga 4 eldflaugakafbáta og um borð í hverjum þeirra eru 16 Polaris A-3-eldflaugar sem draga 4600 km og geta flutt 3 kjarnorku- sprengjur hver. Bandaríkjamenn Kafbátastöðin í Holy Loch. í rúm 20 ár hafa bandarískir eldflaugakafbátar hlaðnir kjarnorkusprengjum athafn- að sig frá þessari fljótandi bækistöð skammt frá Glas- gow í Skotlandi. A þessum slóðum eru kjarnorkuvopn næst íslandi á landi. eiga 19 kjarnorkuknúna eldflauga- kafbáta búna 16 Poseidon C-3-eld- flaugum hver. Þær draga 4600 km og eru tíu 50 kílótonna kjarnorku- sprengjur í hverri eldflaug. Það eru kjarnorkusprengjur Poseidon-bát- anna sem eru næstar íslandi á landi ef tekið er mið af þeim upplýsingum sem fyrir liggja til staðfestingar á því hvar bandarísk kjarnorkuvopn sé að finna. KomiÖ til Holy Loch Stöðvar þar sem kjarnorkuvopn er að finna hafa verið mjög til um- ræðu síðustu mánuði vegna mót- mæla í Vestur-Þýskalandi, Bret- landi og á Ítalíu. Stöðin næst Islandi er í Holy Loch í Skotlandi en Glas- gow er næsta stórborg við hana. Holy Loch er smáfjörður norður úr Clyde-firði en við botn hans í suð- austri stendur Glasgow. Hugmynd mín um aðstæður í kafbátastöðinni í Holy Loch var röng. I stað þess að aka inn í flota- stöð fórum við með léttabáti út að skipaþyrpingu úti á firðinum. Við stórt móðurskip lágu fjórir kol- svartir kafbátar og risastór flotkví var þar einnig við festar. Alls staðar voru einkennisklæddir menn á fleygiferð og við vorum drifnir úr móðurskipinu um borð í einn kaf- bátanna. Um leið og við komum að lunn- ingu móðurskipsins þar sem stiginn lá niður á þilfar kafbátsins hittum við fyrir bandaríska landgönguliða sem stóðu þar gráir fyrir járnum og munduðu stóra riffla í áttina að öll- um ókunnugum. Mikil spenna var í loftinu og það var ógnvænlegt að ganga um borð í Poseidon-kafbátinn Ulysses Grant undir byssuhlaupum og ekki tók betra við á þilfari hans. Þar stóðu enn fleiri alvopnaðir land- gönguliðar og störðu hörkulega á okkur undan eldrauðum hjálmum. Hvað var á seyði? Jú, það var verið að skipta um flaugar í eldflauga- hólfum kafbátsins. Tvö af hólfunum sextán stóðu opin og sjá mátti trón- ur eldflauganna en í hverri þeirra I>annig sér teiknari franska vikuritsins l’Express það þegar eldflaug kafbáts er skotið á borg í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. í oddi eld- flaugarinnar eru fjórar sprengjur sem lenda á jafnmörgum stöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.