Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 17 Nimrod-þota tekur eldsneyti á flugi. I*egar breska stjfirnin ákvaA að senda flota til Falklandseyja var á fáeinum vikum settur búnaáur á Nimrod-þ<»turnar svo aú þær gætu tekiú eldsneyti á flugi, jafnframt þurfti art kenna flugmönnunum aö nýta þessa nýju ta'kni. Kftir þetta geta þoturnar veriö mun lengur aö eftirlitsstörfum hverju sinni og verdur það vafalaust til að auka varnarmátt vélanna í GIlIK-hliðinu og noröur af því þar sem er helsta athafnasvæöi þessara fullkomnu leitarflugvéla. á ekki aö takast aö granda þeim >g veit því að hann getur átt vor. ú ógurlegri sprengjudrífu úr hafdjii:>- unum grípi hann til vopna. Kafbái unum er úthlutað ákveðnu hafsv; áður en þeir halda af stað og har dveljast þeir þögulir úthaldstím; en áhöfnin eyðir tímanum við lausar æfingar og margvíslega tómstundaiðju á frívöktum. Þótt báturinn sé risastór er þröngt inni í honum en öllu er hag- anlega fyrir komið á þeim þremur hæðum sem við skoðuðum. Um borð eru um 150 manns og á hverjum báti eru tvær áhafnir sem þjóna 200 daga í senn en síðan tekur við dvöl í Bandaríkjunum fyrir þá kafbáta- menn sem sendir eru til Holy Loch þar sem bátarnir hafa fast aðsetur. Mér er ógjörlegt að lýsa öllu þvi sem fyrir augu bar á ferðinni um kafbátinn. Yfir sum t^gki voru breidd hlífðartjöld af öryggisástæð- um, siglingatækin, miðunartækin og vopnakerfin eru margflókin. Fremst í bátnum eru tundurskeyti en eld- flaugarnar miðskipa. Við gengum á milli skeytanna og umhverfis eld- flaugahólfin þar sem eru margflók- in tölvuborð fyrir skytturnar. Það þarf meira en atbeina eins manns til að skjóta eldflaugunum á loft, að minnsta kosti þrír þurfa að leggja hönd á það verk með aðstoð dul- málslykla og vinna saman þannig að engu skeiki. Ekki fer fram hjá nein- um sem þessi furðutæki skoðar að þar er allt þannig úr garði gert að engin mistök verði, enda gætu þau orðið hin síðustu í mann- kynssögunni. Áhöfnin býr þröngt en áhersla er lögð á að matur sé hollur og góður. Hreinlæti og snyrtimennska sýndist vera með afbrigðum mikil. Á hverj- um degi eru kvikmyndasýningar og margt annað mönnum til afþrey- ingar. Vatns- og lofthreinsunarkerfi er þannig úr garði gert að úthaldi kafbátsins eru engin takmörk sett vegna skorts á þessum lífsnauðsynj- um. Sorpkerfið kemur í veg fyrir að báturinn skilji eftir sig leifar sem koma upp um hann. Kjarnakljúf- urinn getur séð vélunum fyrir orku í nokkur ár og þannig mætti áfram telja. Það er hinn mannlegi þáttur mm ■ w £ ■ Hlustunarbaujum eins og þeirri sem breski flugliðinn heldur á er kastaö til sjávar úr Nimrod-þotum eða Orion-leitarflugvélum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum sitja síðan menn með hlustunartæki og meta hljóðin sem baujan nemur og sendir til þeirra. Þessar baujur gegna lykilhiutverki til að staðsetja kafbáta nákvæmlega. sem veldur því að báturinn verður af og til að koma að landi. Tækja- búnaður bátsins sýnir einn að í áhöfninni eru í raun hámenntaðir sérfræðingar sem standa í fremstu röð við framkvæmd tæknilegra vís- indaafreka samtímans ekki síður en geimfararnir. Mikil umsvif í kringum þessa kafbáta og skipin sem þeim þjóna eru mikil umsvif. Sú stefna var mótuð strax og stöð- inni í Holy Loch var komið á fót fyrir rúmum tuttugu árum að hún skyldi vera sjálfri sér nóg og þess vegna er birgðaskip jafnan í förum á milli hennar og Bandaríkjanna. Hermennirnir sem starfa í stöðinni búa annaðhvort um borð í móður- skipinu eða í landi ef þeir eru fjöl- skyldumenn. Um borð í Hunley er heilsugæslu- stöð þar sem tekið er á móti um 10 þúsund manns á ári og teknar rúm- lega 3000 röntgenmyndir árlega, svo að dæmi séu nefnd. Árlega eru 23 kafbátar teknir til eftirlits og við- gerða í stöðinni. I skipinu er póst- hús, skrifstofa lögfræðinga, tann- læknastofa og þannig mætti áfram telja, því að úti á Holy Loch er í raun fljótandi bær. Flotkvíin er gífurlegt mannvirki. 1 fávisku minni hafði ég álitið að hún væri ekki annað en fljótandi umgerð utan um skip, sem látin væri síga í hafið til að taka á móti kafbátum og síðan lyft að nýju svo að unnt væri að gera við skrokk þeirra. En þegar við komum um borð í kvína vorum við leiddir að hlera á henni og boðið að renna okkur niður stiga undir honum. Blöstu þá við stórir matsalir, véla- Kldflaui;akafbáturinn Ulysses S. (irant (SSBN 631) er einn 19 kaf báta Bandaríkjamanna sem sijjla um hafdjúpin með 16 Poseidon eldflaujfar innanborðs. I»egar blaðamaður Mori;unblaðsins gekk um borð í kafbátinn í Holy Loeh var verið að skipta um flauuar í eldllauL.'ahóllunum oj» stóðu land Könguliðar j;ráir fyrir járnum vörð í kringum odd flauuarinnar en í honum eru 1« fimmtíu kílótonna kjarnorkusprenjyur. eru 10 kjarnorkusprengjur ef marka má opinberar heimildir. Okkur gest- unum tveimur sem komumst þarna í fyrsta sinn í návígi við kjarnorku- sprengjur leið ekki vel þegar við tipluðum yfir leiðslur og víra á þil- farinu í áttina að turni kafbátsins. Þegar við bárum saman bækur okkar að heimsókninni lokinni kom í ljós að um hug okkar beggja fór hið sama: Ef ég geri eitthvað óvenjulegt verða landgönguliðarnir ekki lengi að grípa til sinna ráða. Öryggisgæslan í kringum skipa- lægið í Holy Loch er mikil. Skipin láta ekki mikið yfir sér þegar á þau er litið úr landi. En þegar komið er um borð í móðurskipið Hunley, fyrsta skipið (1961) sem smíðað var í því skyni að það gæti verið aðstoð- ar- og móðurskip fyrir kjarnorku- knúna eldflaugakafbáta, sannast enn að ekki er allt sem sýnist. Uti á firðinum er sem sé heil flotastöð með tæplega 2000 manna liði sem þjónar 10 eldflaugakafbátum og sér þeim fyrir öllu, jafnt vistum, vopn- um og viðgerðum. Til Holy Loch sækja einnig kjarnorkuknúnir árásarkafbátar þjónustu, en þeirra hlutverk er að verja skipaleiðir og elta uppi aðra kafbáta. Kafbáturinn skoðaður Neðst á turni kafbátsins Ulysses Grant var op og þar fórum við inn og síðan beint niður mióan járn- stiga og i stjórnklefann. Eg var ekki laus við innilokunarkennd á leiðinni niður stigann en þegar í stjórnklef- ann var komið hittum við Joseph Sabatini, skipherra, og menn hans. Næstæðsti foringinn gekk með okk- ur um kafbátinn. Hann sagðist hafa verið um langt árabil á eld- flaugakafbátum og var greinilegt af yfirbragði hans og framkomu allri að dvölin um borð hafði hvorki svipt hann öryggi né einlægni. Hver ferð kafbáta af þessari gerð tekur um 70 daga og má segja að þann tíma sé kafbáturinn sam- bandslaus við land enda gegnir hann ekki hlutverki sínu sem skyldi ef önnur skip vita um ferðir hans. Segja má að kafbátar af þessari gerð séu lokaþátturinn í fælingar- kerfinu — hugsanlegum árásaraðila verkstæði og híbýli. Þessi fljótandi skipakví var sem sé sjálfstæð eining sem draga má hvert sem er og koma fyrir þar sem helst er talin þörf fyrir hana. Um borð er allur nauð- synlegur tækjabúnaður til skipavið- gerða og sá mannafli sem þarf til að sinna þeim. Kafarar sinna gæslu umhverfis skipin og eftir að hafa kynnst ör- yggisgæslunni kæmi mér ekki á óvart þótt bækistöðvar væru neð- ansjávar í firðinum til að tryggja að engir óboðnir komist of nálægt eftir hafsbotninum. Engin óþægindi Þá daga sem ég dvaldist í Bret- landi að þessu sinni var víða efnt til mótmæla vegna kjarnorkuvopna og i fjölmiðlum var mikið um þessi mótmæli fjallað. Hins vegar varð ég ekki var við það umhverfis Holy Loch að þar væru höfð í frammi mótmæli. Þegar ég spurðist fyrir um þetta var mér sagt að íbúarnir í Dunoon, bænum á ströndinni þaðan sem bátar sigla út á skipalægið, væru síður en svo að amast við kaf- bátastöðinni. Samskipti við þá væru eins og best yrði á kosið. Þeir tækju illa á móti öllum sem hefðu uppi mótmæli gegn dvöl herskipanna og kafbátanna á firðinum. Um nokkurt skeið hefði hópur mótmælenda búið í tjöldum fyrir utan bæinn en hann væri nú farinn annað. Áhyggjur af norðurslóðum Innar við Clyde-fjörðin eru Bretar með stöð fyrir kjarnorkukafbáta sína. Á þessum slóðum i Skotlandi, aðeins um 50 kílómetra frá Glas- gow, hafa því um langt árabil verið helstu kjarnorkustöðvarnar á Bret- landseyjum. Ég heimsótti ekki þessa bresku kafbátastöð en ók í norð- austur þvert yfir Skotland til Inv- erness og fór þaðan til Kinloss, þar sem Bretar reka flugeftirlit með skipum og kafbátum á Norður- Atlantshafi. Bækistöðina í Kinloss bar á góma í þorskastríðunum því að þaðan koma Nimrod-þoturnar sem halda uppi samskonar eftirliti á Atlantshafi og AWACS-ratsjárvél- arnar og Orion-kafbátaleitarflug- vélarnar frá Keflavíkurflugvelli. Ér náið samstarf á milli þessara stöðva. Var greinilegt af viðtölum við for- ingjana í Kinloss að þar hafa menn vaxandi áhyggjur af ferðum sov- éskra kafbáta, herskipa og herflug- véla á Norður-Atlantshafi. Hið sama kom fram í viðtölum við menn í London og eru ýmsir sérfræðingar í Bretlandi nú farnir að ræða það á ráðstefnum og fundum að Bretar þurfi að leggja mun meiri áherslu á varnirnar í norðri og á höfunum þar en gert hefur verið. Athyglin ætti frekar að beinast að norðurslóðum en Mið-Evrópu. Komi til þess sem í upphafi er lýst að Sovétmenn endurhervæði kaf- báta sína og herskip með stýriflaug- inni SS-NX-21 munu áhyggjur Vest- urlandabúa af þróun kjarnorkuvíg- búnaðar á hafsvæðunum umhverfis ísland margfaldast. Reynslan af því hvernig Sovét- menn hafa hagað sér við endurher- væðinguna á kjarnorkueldflaugun- um í Evrópu lofar ekki góðu um þróunina á höfunum. Yfirgangur sovéska flotans við strendur Sví- þjóðar sýnir að hlutleysi dugar ekki til að bægja honum í burtu. Svíar hafa ákveðið að stórefla flotavarnir sínar. Sé hugað að aðgerðum til að setja skorður við því að Sovétmenn stór- efli kjarnorkustyrk sinn á höfunum er ekki í mörg hús að venda. Eina raunhæfa leiðin er að fá þá til að semja um takmörkun þessa vígbún- aðar og framfylgja samningum með eftirliti. Á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna eru Islendingar með- flutningsmenn að tillögu sem miðar að því að viðræður hefjist í því skyni að vígbúnaður á heimshöfunum sé takmarkaður. Sovétstjórnin hefur hins vegar á síðustu vikum slitið öll- um afvopnunarviðræðum við Vest- urlönd. Sovétmenn hófu vígbúnað- arkapphlaupið með Evrópueldflaug- arnar og það eru einnig þeir sem eru að búa sig undir að fjölga enn kjarn- orkuvopnunum umhverfis ísland. Verði ekki unnt að stemma stigu við þessum nýju áformum þeirra verður fljótlega krökkt af sovéskum kjarn- orkuvopnum í næsta nágrenni okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.