Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 20 . &JJ&1 BALLETTSKOU EDDU SCHEVING Skúlatúni 4 Ný námskeið hefjast mánudaginn 9. janúar. Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 5 ára aldri. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—18. Afhending og endurnýjun skírteina laugardaginn 7. jan. kl. 14.00—16.00. URyALS SNJODEKK FYRIR VANDLÁTA STÆRDIR VERD FRÁ: 155-13 ...... 1-890 kr. 165-13 ...... 2.174 kr. 185/70-13 .... 2.553 kr. 175-14 ...... 2.574 kr. 185-14 ...... 3.514 kr. HRINGIÐ í HILMAR j SÍMA 28411 OG FÁID NÁNARIUPPLÝSINGAR. |>b| /4uslgrbakki hf. r BORGARTUNI20 fs^íSy Mörgblöð með einni áskri) V AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Midausturlönd: en um áramót Ófriðlegra nú mörg umliðin ÞEGAR nýtt ár gengur í garð er fátt sem bendir til kyrrari stunda í stríðshrjáðu Líbanonslandi og friður í þessum heimshluta fjarlægari en nokkru sinni. Líbanon er enn hersetið af sýrlenzkum og ísraelskum sveitum og það er margskipt innbyrði»- nftt ár viröist aðeins boða frekari blóðsúthellingar og bræðravíg. Harðnandi átök í Líbanon í lok ársins 1983 og í byrjun ársins 1984 gefa til kynna að borgarastyrjöldin færist enn í aukana og þeir svartsýnustu eða raunsæjustu þykjast ekki geta útilokað átök milli Araba og ísraela á líbönsku landi og væri þá enn meira í húfi. Færi svo er nokkurn veginn víst, að stórveld- in, Bandaríkin og Sovétríkin, sætu ekki hjá aðgerðarlaus og þarf ekki mikla spádómsgáfu til að sjá hversu hörmuiegar afleið- ingar slíkt gæti haft. Og reyndar kom til átaka milli bandarískra og sýrlenzkra hermanna í Líban- on og hefur það vakið mikinn ugg í Bandaríkjunum. Annars staðar í Miðaustur- löndum er ekki friðvænlegt held- ur. Styrjöldin milli íraka og fr- ana heldur áfram og hefur nú staðið í þrjú ár með nokkrum hléum að vísu. Styrjöld háð af mikilli grimmd og í henn' hefur mannfall á báða bóga orðið geigvænlegt. Friðarumleitanir með milligöngu erlendra aðila hafa runnið út í sandinn eða far- ið fyrir lítið og mjög takmarkað- ar fréttir og þaðan af síður ár- eiðanlegar berast frá vígstöðv- unum. í ísrael blasir við margþættari vandi en nokkru sinni fyrr í sögu ríkisins. Yitzak Shamir sem tók við forsætisráðherraembætti af Menachem Begin verður ekki að- eins að huga að öryggi ríkisins út á við, innan ísraels magnast deilur og þar er hver höndin upp á móti annarri. Efnahagsþreng- ingar landsins eru ólýsanlegar og virðast nánast óleysanlegar, ágreiningur hefur magnazt vegna veru ísraelskra hermanna í Líbanon og síðast en ekki sízt eru svo enn að færast í aukana deilur og illindi milli Asíu- og Afríku-Gyðinga annars vegar — Sephardim- og Evrópu-Gyðinga — Ashkenazy — hins vegar. Margir telja að sá ágreiningur muni draga stærri dilk á eftir sér en deilurnar við nágranna- þjóðirnar, hina úfnu Araba. Ekki blæs heldur byrlega fyrir leiðtoga PLO, Yassir Arafat, hann hefur nú hrökklazt frá Líb- anon við lítinn orðstír og pólitísk staða hans innan Frelsissam- taka PLO veikari en nokkru sinni. Ein af ástæðunum fyurir því er tortryggni herskárra PLO-skæruliða sem gruna hann um að vilja semja við ísraela með Jórdani sem milligöngu- menn. Ekki hefur heldur hinum svokölluðu friðarsveitum Banda- ríkjamanna, Frakka, ítala og Breta vegnað vel í Beirut á ár- inu. Þeir hafa sætt árásum sem hafa útheimt fjölda mannslífa og eins og áður hefur komið fram dregizt inn í átök og allar vonir um að þessum sveitum tækist að draga úr spennu milli Hafez Assad, Sýrlandsforseti, er hvarvetna með puttann. Bandarískir friðargæzlumenn í Beirút. stríðandi aðila hafa að engu orð- ið. Lengi vel var því haldið á loft, að bardagar í Beirut stöfuðu ekki hvað sízt af nærveru PLO- skæruliðanna þar. Þeir eru far- nir eins og allir vita og þá brjót- ast bara út alvarlegir bardagar milli Líbana innbyrðis. Þann 17. maí var gert sam- komulag fyrir tilstilli Bandaríkjamanna milli ísraela og Líbana um að ísraelar drægju lið sitt á braut. Fljótlega varð ljóst að þetta samkomulag yrði fánýtt: Sýrlendingar neituðu að hverfa á braut, þar með lýstu ísraelar náttúrlega yfir að þeir færu hvergi. Síðla októbermánaðar tókst að fá forystumenn deiluaðila í Líb- anon til fundar í Genf og skyldi nú reynt að stefna að þjóðarsátt. En sú þjóðarsáttarráðstefna fór út um þúfur og það er ekki trú- legt að reynt verði að efna til annarrar í bráð. Enda hefur Walid Jumblatt leiðtogi drúsa lýst því yfir hástöfum að hann sjái engan tilgang með því að hefja á ný viðræður við Gemeyei forseta. Stjórnmálasérfræðingar og hvers kyns spekingar hafa reynt að velta fyrir sér, hver geti orðið lausnin á vanda Líbanons. Þrá- teflið þar verður íbúunum æ óbærilegra, en herskáir bar- dagamenn shita, sunna, krist- inna og drúsa kæra sig kollótta. Hvað fyrir þeim vakir er auðvit- að ekki öldungis ljóst; hver mað- ur ætti að geta séð að enginn þessara fylkinga getur náð af- gerandi völdum í landinu. Hugmyndir um skiptingu þessa litla lands hafa vitaskuld verið ræddar, en menn eru svo ekki á einu máli um, hvernig slíkri skiptingu yrði við komið. í suð- urhlutanum eykst svo reiði manna vegna veru ísraela og þess sem margir kalla algert hernám svæðisins. Fréttir frá suðurhluta landsins eru um þessar mundir af skornum skammti, en þar hefur vissulega dregið til tíðinda: verkföll og mótmælaaðgerðir hafa verið hafðar uppi gegn ísraelunum. Sennilega hefur það komið stjórnvöldum og hernaðaryfir- völdum í ísrael töluvert á óvart, þar sem ísraelar hafa í mörg ár álitið að Suður-Líbanir myndu þakka þeim að þeir hröktu PLO-skæruliða að mestu burt af landsvæðinu. En það þakklæti er ekki nema kannski í nálægustu landamærabæjunum við ísrael. Líbanir segjast vilja verða sjálfstæð og sameinuð þjóð, hvort sem er í suðri eða norðri. Sjálfsagt eru slíkar yfirlýsingar einnig uppi hafðar í Beirut. Veik forysta landsins, illindi og bræðravíg gefa þeim yfirlýsing- um heldur holan og lítt sannfær- andi hljóm. (Heimildir: AP — Jerusal- em Post, Jordan Times). Jóhanna Krístjónsdóítir er blaða- maður í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.