Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
22
Átök á knattspyrnuvelli
Hinn 19. desember kom enn einu sinni til átaka á knattspyrnuvelii í Buenos Aires, höfuöborg Argentínu, þegar
aðdáendur liös sem beöið haföi lægri hlut þustu inn á völlinn til aö láta í Ijós óánægju meö leik sinna manna.
Sérsveitir lögreglunnar uröu að skerast í leikinn eins og sjá má á meðfylgjandi símamynd frá AP-fréttastofunni.
3000 myrtir
í Indónesíu
Jakarta, 4. janúar. AP.
HOLLENSKI UTANRÍKISRÁÐHERRANN, Hans Van Den Broek, sagði í
gær, að yfirvöld í Indónesíu mættu til meö aö draga úr og helst koma með
öllu í veg fyrir óhugnanlega öldu manndrápa sem gengið hefur yfir landið
síðan í aprfl á síðasta ári. Um 3.000 manns hafa verið myrtir. Eru það
strokufangar og aðrir sem setið hafa í fangelsi og gerst sekir um gróf afbrot.
Talið er að óeinkennisklæddir
lögreglumenn hafi staðið fyrir
morðunum, en öll hafa fórnar-
lömbin verið sundurskotin, mörg
af stuttu færi. Hollenski ráðherr-
ann hefur verið í Indónesíu að
undanförnu og ræddi hann við
utanríkisráðherra landsins um
morðin. Ráðherrann, Mochtar
Kusumaatmadja, svaraði ekki
spurningu hollenska starfsbróður
síns um hve margir hefðu verið
drepnir, en fór að útskýra hvers
vegna aðgerðirnar væru gerðar.
Herforingi nokkur á Jövu ýtti að-
gerðunum úr vör eftir að hafa
fengið lista hjá lögreglunni hverj-
ir væru óæskilegir.
Þá ræddi hollenski ráðherrann
við Adam Malik, fyrrum varafor-
seta Indónesíu, og sagðist hann
hafa rætt við Suharto forseta um
málið, en sá siðarnefndi hefðu
engu viljað svara. Van Den Broek
sagði við fréttamenn eftir viðræð-
ur sínar við ráðamenn í Indónesíu,
að það hefði út af fyrir sig verið
fróðlegt að heyra hver kveikjan
hefði orðið. Hún var sú, að
afbrotatíðnin hefði verið orðin svo
stórkostleg, að almenningur óttað-
ist nær alltaf um líf sitt og limi.
Hefði það því í vaxandi mæli tekið
lögin í sínar hendur. Væri af og
frá að morðin væru í óþökk meiri-
hluta alþýðu. „Hins vegar hlýtur
að vera boðlegri úrlausn fyrir
hendi,“ sagði Van Den Broek.
Frelsissveitir í Afganist-
an felldu 31 stjórnarhermann
INýju Delhí, 4. janúar. AP.
FRELSISSVEITIR múhameðstrúar-
manna í Afganistan felldu 31 her-
mann og særðu 10—12 í árás sem
þær gerðu á bækistöð stjórnar-
hersins í Kandahar, næst stærstu
borg landsins, 22. desember sl., og
sovéskar orrustuþotur og þyrlur
ERLENT
svöruðu með sprengjuárásum á jóla-
dag, að því er vestrænir sendifulltrú-
ar greindu frá í dag.
Meðal hinna föllnu voru sovésk-
ir hermenn, en ekki er vitað um
fjölda þeirra.
Sömu heimildir herma að Sov-
étmenn gruni foringja úr afg-
anska hernum um að hafa aðstoð-
að frelsissveitirnar við undirbún-
ing árásarinnar, og hafi þeir
framkvæmt húsleit í herbækistöð-
inni á Þorláksmessu. Ekki er vitað
hvað þeir höfðu upp úr krafsinu.
Að sögn sendifulltrúanna, sem
ekki vildu láta nafna sinna getið,
virðist staða frelsissveitanna
nokkuð sterk í Kandahar og ná-
Jólamartröð
verðbréfasala
PitLsburgh, Pennsylvaníu, 4. janúar. AP.
BANDARÍSKUR verðbréfasali, Robert J. Haye að nafni, varð fyrir
óskemmtilegri lífsreynslu um jólin. Maður nokkur sem dulbúinn var
jólasveinakíæðum rændi honum úr jólaboði og refsaði honum í heima-
gerðum pyntingarklefa í 12 daga vegna þess að hann taldi Haye bera
ábyrgð á því að hann tapaði hálfri milljón dollara í verðbréfaviðskipt-
um, að því er lögreglan í Pittsburgh skýrði frá í gær.
Lögreglan fann Haye á mánu- að verðbréfasalinn hafi gefið sér
dag á sveitabæ um 80 km fyrir
utan Pittsburgh, og var hann þá
hlekkjaður og hendur hans
bundnar við rúm í pyntingar-
klefanum.
Jólasveinninn reyndist vera
kunnur grískur héraðslæknir,
Grover H. Philippi að nafni, en
annar maður hafði aðstoðað
hann við ránið og pyntingarnar.
Lögreglan segist ekki vita um
aðra ástæðu til verknaðarins en
þá sem Philippi hefur gefið upp,
vond ráð og hann því tapað
miklu fé.
Meiðsli Haye reyndust ekki
mjög alvarlegs eðlis, hann var
nefbrotinn og hafði margar
skrámur, en var útskrifaður af
sjúkrahúsi fljótlega. Á meðan á
refsingunni stóð í hinum heima-
gerða pyntingarklefa var verð-
bréfasalinn neyddur til að borða
margs konar óæti og yfirheyrð-
ur. „Við vorum heppnir að finna
hann á lífi,“ sagði lögreglan.
Flýði frá A-Þýzkalandi
Hannover, 4. ianúar. AP.
AUSTUR-ÞYZKUR lögreglumaður flýði til Vestur-Þýzkalands í dag. Var
hann í einkennisbúningi sínum en vopnlaus, er hann flýði. Skýrðu landa
mærayfirvöld í Vestur-Þýzkalandi frá þessu í dag.
Manninum, sem er 30 ára að
aldri, tókst að komast heilu og
höldnu yfir dauðagildrur komm-
únista við landamærin milli þýzku
ríkjanna við Luchow-Dannenberg
um 60 km fyrir norðan Braun-
schweig. Talið er víst, að félagar
mannsins^ í austur-þýzku landa- _ flóttans.
mæragæzlunni hafi ekki séð, er
hann flýði og hafi það orðið hon-
um til lífs. Haft var eftir mannin-
um, að hann hafi verið mjög
óánægður með stjórnarfarið og
efnahagsástandið í Austur-Þýzka-
landi og hafi það verið ástæðan tii
grenni, og hafa þar verið daglegir
bardagar að undanförnu. Aftur á
móti höfðu frelsissveitirnar ekki
nægan styrk til að gera árás á höf-
uðborgina Kabúl á fjögurra ára
innrásarafmælinu 27. desember,
vegna víðtækra öryggisráðstafana
Sovétmanna.
Giorgio Calissoni segist vera eftir atvikum hress. Hér hefur broshýr
systir hans, Laura Calissoni, heimsótt hann á sjúkrahúsið. Simamynd ap.
Calissoni í
eyrnaaðgerð
San Franci.sco, 4. janúar. AP.
HINN 16 ára gamli Giorgio ( alissoni, sem rænt var á dögunum á Ítalíu,
ásamt móður sinni, er nú kominn á sjúkrahús í San Francisco í Kali-
forníu, en þar ætla læknar að freista þess að gera að meiðslum hans, en
mannræningjarnir voru svo hrottalegir, að skera annað eyrað af ungl-
ingnum til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um svimandi hátt
lausnargjald.
Burt Brent, skurðlæknir, sagði
í gær, að skorið hefði verið í örið
á höfði piltsins og sárið „hreins-
að og lagfært". Brent sagði það
hins vegar taka 6 mánuði að
setja saman nýtt.eyra og væri
ekki alveg ljóst enn hvort að-
gerðin gæti heppnast fullkom-
lega. „Við verðum að notast við
gervieyra, því það gamla var
ekki geymt í kæli svo dögum
skipti og myndi áreiðanlega
valda ígerð og sýkingum," sagði
Brent, sem mun smíða nýtt eyra
úr brjóski úr rifjum sjúklings-
ins.
Saad Haddad
Haddad major
fárveikur
af gulu
Haifa, fsrael. 4. janúar. AP.
SAAD Haddad majór liggur nú
þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ram-
bam í suðurhluta Líbanon. Herma
fregnir að majórinn sé með gulu og í
lífshættu. Sjúkrahúsyfirvöld hafa til
þessa aðeins játað þvf að hann sé
„þreyttur“.
Haddad hinn líbanski er majór
sem klauf sig frá líbanska stjórn-
arhernum og stjórnar nú 1.000
manna herliði sem er hliðhollt
ísraelum. Þetta er í annað skiptið
á þremur mánuðum sem hann er
lagður á sjúkrahús með ill veik-
indi. Meðal þeirra sem heimsótt
hafa majórinn að sjúkrarúminu
nú eru fyrrum og núverandi varn-
armálaráðherrar ísrael, Ariel
Sharon og Moshe Arens.
V-Þýskaland:
Atvinnuleysi
aldrei meira
NUrnbcrg, 4. janúar. AP.
ATVINNULEYSI jókst í Vestur-
Þýskalandi í desember um 0,7 pró-
sent í 9,5 prósent.
Fjöldi atvinnulausra í desember
var 2,348 milljónir manna, 155.655
fleiri en í nóvember. Meðalfjöldi
atvinnulausra í Vestur-Þýska-
landi á árinu 1983, var 2,258 millj-
ónir, eða 9,1 prósent. Hefur
atvinnuleysið aldrei verið meira
eftir að síðari heimsstyrjöldinni
lauk. Meðalfjöldi atvinnulausra
miðað við 1982 jókst um 1,83 millj-
ónir.