Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 23 Skriðdrekar Simamynd AP. Skriðdrekar stjórnarhersins hafa verið áberandi á helstu strætum höfuðborgar Túnis eftir að lýst var yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar mikilla óeirða að undanförnu. óeirðirnar hófust þegar stjórnvöld tilkynntu um hækkun á ýmsum tegundum matvara. Óopinberar heimildir segja að alls hafi 25 manns látið lífið, en hundruð slasast. Dönsku þingkosningarnar: Stytting vinnutímans orðið eitt aðalmálið Kaupmannahöfn, 4. janúar, frá Ib Björnbak fréttaritara Mbl. STYTTING vinnutíma, sem fæli í sér 35 stunda vinnuviku, er að verða eitt aðalmálið í þingkosningunum í Danmörku sem fram fara á þriðju- dag í næstu viku. Sósíalísku flokk- arnir sex sem í framboði eru hafa allir lýst fylgi við hugmyndina, en þá greinir á um hvernig á að fram- kvæma hana og hve hratt. Þeir stjórnmálaflokkar sem lengst eru til vinstri vilja að sam- þykkt verði lög um sveigjanlega 35 stunda vinnuviku án launataps. Jafnaðarmannaflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn telja að aðilar vinnumarkaðarins eigi að semja sín á milli um styttingu vinnutímans, en til þurfi að koma þrýstingur frá þinginu. Jafnað- armenn vilja og telja mögulegt að 35 stunda vinnuvika komist í framkvæmd fyrir árið 1990. Stjórnarflokkarnir telja að þetta sé mál sem aðeins eigi að útkljá á vettvangi vinnumarkað- arins. Það er skoðun talsmanna verka- lýðshreyfingarinnar að 35 stunda E1 Salvador: Mesta afhroð stjórnar- hersins í fjögur ár San SalvaHor 4. ianúar. AP. ^ ^ San Salvador, 4. janúar. AP. HERNAÐARYFIRVÖLD í El Salvador hafa greint frá því að fleiri en eitt hundrað hermenn hafi fallið í síðustu árás skæruliða á herstöð stjórnarhers- ins. Þetta er talið vera mésta mannfall sem herinn hefur orðið fyrir í einni orrustu á þeim fjórum árum sem borgarastríð hefur geysað í landinu. f tilkynningu sem herinn sendi ista, hinar svokölluðu dauðasveitir frá sér í gær sagði að herstöðin í E1 Paraiso hefði „að hluta til verið gereyðilögð" í árás vinstrisinn- aðra uppreisnarmanna á föstudag í síðustu viku. Árásin á herstöðina kom stjórn- völdum í E1 Salvador mjög á óvart, svo og önnur árás skæruliða tveimur dögum síðar á brú sem tengir austur og vesturhluta landsins. í tilkynningu hersins sagði að aðeins 350 hermenn hefðu gætt herstöðvarinnar í E1 Paraiso, sem er 37 mílur norður af höfuðborg- inni, vegna þess að aðrar hersveit- ir — um eitt þúsund hermenn — hefðu þurft að hafa eftirlit með flóðgarði í nágrenninu. Útvarpsstöð uppreisnarmanna staðhæfði að þeir hefðu fellt eða sært 300 hermenn, þar á meðal 20 foringja, í árásinni á E1 Paraiso. Uppreisnarmenn segjast einnig hafa tekið 200 hermenn til fanga. Leynilegur her and-kommún- hægrimanna, hefur harðlega gagnrýnt afskipti Bandaríkja- stjórnar af málefnum E1 Salvador, og sagt að íhlutun um herstjórn landsins verði ekki liðin. Heimildir úr stjórnarhernum herma að tveir herforingjar sem nefndir hafa verið í tengslum við starfsemi dauðasveitanna hafi verið sendir úr landi. Sérlegur sendifulltrúi Banda- ríkjastjórnar, Richard Stone, er á ferðalagi um ríki Mið-Ameríku. Hann hefur sagt að fundur fimm utanríkisráðherra Mið-Ameríkur- íkja sem fyrirhugaður er í Pan- ama um næstu helgi sé mjög mik- ilvægur til að koma á friði í þess- um hluta álfunnar. Ráðherrarnir eru frá E1 Salvador, Guatemala, Costa Rica, Hondúras og Nicar- agua. Á fundinn munu einnig mæta utanríkisráðherrar Conta- dora-hópsins, Mexíkó, Panama, Kolumbíu og Venezúela. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, sagði að Richard Stone myndi fara til Costa Rica í dag, og á fimmtudag færi hann til Nicar- agua til að hitta að máli leiðtoga hinnar vinstrisinnuðu stjórnar sandinista. Sandinistar eiga í bar- áttu við uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkja- manna. Heimildir í E1 Salvador greindu frá því að svo virtist sem margir hermenn hefðu tekið sér frí um síðustu helgi án leyfis á sama tíma og herinn beið hinn mikla ósigur í átökum við uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn hafa mjög gagn- rýnt það agaleysi sem virðist ríkja í stjórnarhernum. Þeir hafa einn- ig gagnrýnt stjórnvöld fyrir að takmarka ekki starfsemi dauða- sveitanna, en þær, ásamt öryggis- sveitum hersins, eru taldar bera ábyrgð á dauða flestra þeirra 35 þúsund óbreyttra borgara sem fallið hafa í borgarastríðinu. Sarah Keays Sarah Keyaes orðin léttari Lundúnum. 4. janúar. AP. Ungfrú Sarah Keyaes, fyrrum ástkona breska innanríkisráð- herrans Cecil Parkinsons, eign- aðist í gær stálhraust stúlkubarn, 3,7 kflógrömm að þyngd. Barn þetta og móðir þess voru miðdepillinn í miklu hneyksli i breskum stjórnvöld- um á dögunum, en Parkinson missti ráðherraembætti sitt eftir að upp komst um sam- band hans og ungfrú Keyaes. Hinn 52 ára gamli Parkinson sagði í gær að hann óskaði barninu og móður þess alls hins besta í framtíðinni. vinnuvika muni geta af sér 200 þúsund ný störf, en óvíst er hvort svo verði þó í reynd. Skýrsla sem tekin hefur verið saman á vegum sænskra stjórnvalda bendir tíl þess að stytting vinnutima muni ekki leiða til fleiri atvinnutæki- færa. Kasparov hærra metinn en Karpov Lucerne, 4. janúar. AP. GARRY KASPAROV, sovéski stór- meistarinn, er meira metinn en heims- meistarinn Anatoly Karpov, landi hans, í nýjustu stigatöflu alþjóðaskák- sambandsins. Það kemur raunverulega ekki á óvart, og byggist fyrst og fremst á frábærum árangri Kasparovs í áskorendaeinvíginu í Lundúnum á dögunum, þar sem hann vann fræk- inn sigur gegn Victor Kortsnoi. Kasparov var með 2.710 stig á lista FIDE, en Karpov með 2.700. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1975, er Karpov varð heimsmeistari, að hann er ekki efstur á blaði. Dollarinn aldrei hærri London, 4. janúar. AP. SÖKUM hærri vaxta varð gengi banda- ríska dollarans hærra í dag en nokkru sinni áður gagnvart franska frankan- um og ítölsku lírunni. Verð á gulli lækkaði hins vegar. Ásóknin í dollar- ann jókst mjög í kauphöllum víðs veg- ar um heim, eftir að vextir á fé, sem bandarískir bankar lána hver öðrum í viðskiptum þeirra innbyrðis, hækkuðu upp í 11,5% í gær. Eins og svo oft áður hefur Banda- ríkjadollar einnig styrkzt af þeirri óvissu og ókyrrð, sem verið hefur ríkjandi sums staðar í heiminum undanfarna daga. Er óvissan um rás atburða fyrir botni Miðjarðarhafs- ins talin ráða þar mestu. Kaupmannahöfn, 4. janúar. AP. VICTOR BORGE, danski píanist- inn og háöfuglinn kunni, hélt upp á 75 ára afmæli sitt í fæðingarborg sinni, Kaupmannahöfn, á þriðju- dagskvöldið. í tilefni dagsins hélt hann tveggja stunda uppákomu með 50 manna hljómsveit í Floren- tinesalnum. Gestir voru vinir, vandamenn, diplómatar og stjórn- málamenn. „Pabbi minn var fiðluleikari með þessari hljómsveit i 35 ár,“ sagði Borge og benti á sveitina að baki sér. Bætti svo við: „Mamma þekkti hann ekki loks- ins er hann kom heim!“ í samtali við danska útvarpið sagði Borge, að hann ætti Adolf Hitler frægð sína að þakka. Foreldrar hans flýðu nefnilega til Svíþjóðar er þýski herinn réðist inn í Dan- mörku í síðari heimsstyrjöld- inni. Þaðan hefði leiðin legið til Victor Borge skemmtir löndum sínum á afmælisdaginn. Símamynd AP. Victor Borge hélt upp á 75 ára afmælið Bandaríkjanna og eftir aðeins fárra mánaða dvöl þar í landi fékk hann fyrsta tækifærið. „Það var þremur dögum fyrir árás Japana á Pearl Harbour og ég held að talið sé að sú árás hafi verið mér að kenna, því ég vissi ekkert hvað ég var að tala um í útvarpsþætti Bing Crosbys. Nokkrir brandarar voru þýddir fyrir mig af dönsku yfir á ensku og síðar var mér tjáð að ég væri álitinn sá fyndnasti sem komið hefði fram á því ári,“ sagði Borge jafnframt. Aðspurður um hvernig sér liði að vera orðinn 75 ára sagði Borge: „Mér finnst ég aldrei vera gamall nema þegar ég lít í speg- il, þá hrekk ég í kút. Ég er viss um að mamma myndi deyja úr hlátri ef hún sæi mig nú.“ LeMonde íkröggum: Fyrirhugaðar breytingar á útliti og efnistökum París, 3. janúar. AP. EITT virðulegasta dagblað Frakk- lands, Le Monde, á nú í miklum og alvarlegum fjárhagskröggum. Út- breiðsla þess hefur minnkað veru- lega, skuldirnar nema tugmilljón- um franka og sýnt þykir að gera verður einhverjar breytingar á efni blaösins og útliti til að afla fleiri kaupenda. „Le Monde hefur, svo að segja, ekki verið í tísku sl. þrjú ár,“ sagði aðstoðarútgáfustjóri blaðsins, Jean-Marie Dupont, í viðtali við AP-fréttastofuna. „Ekki svo að skilja að það sé okkar verkefni að vera í tísku, en við framleiðum og seljum frétta- blað sem verður að höfða til kaupenda." Le Monde er afar gamaldags í útliti, og birtir mjög sjaldan ljósmyndir. Það hafa verið svartir og hvítir litir sem ein- kennt hafa ásjónu þess, og því þótti það svolitlum tíðindum sæta í frönskum blaðaheimi að notað var rautt letur í forsíðu- frétt á dögunum af láti málarans Joan Miró. Fyrirsagnir blaðsins eru líka í gömlu og íhaldssömu formi, og letur sjaldan stækkað þótt skýrt sé frá meiriháttar tíð- indum. Útgefendum blaðsins virðist nú ljóst að það er ekki fyllilega í takt við tímann. Öðruvísi verður fækkun kaupenda og auglýsenda varla skýrð. Á sl. fimm árum hefur Le Monde tapað nærri ein- um af hverjum sjö kaupendum, og fjárhagsleg staða blaðsins er orðin slík að um það er talað í fullri alvöru að selja einhverjar skrifstofur og aðrar fasteignir til að afla reiðufjár. Sem dæmi um hnignunina má nefna að kaupendur blaðsins voru 445 þúsund árið 1979, en eru nú 385 þúsund. Greint hefur verið frá því að blaðstjórnin hyggist segja upp 110 starfsmönnum blaðsins sem eru eldri en 55 ára einhvern tíma í upphafi þessa árs. Meðal blaða- manna og ritstjóra sem koma til með að láta af störfum eru nokkrir kunnustu pennar blaðs- ins: Claude Julien, Bertrand Poi- rot-Delpech, Marcel Niedergang og Eric Rouleau. Þessar upp- sagnir hafa ekki mælst vel fyrir. Meðal nýjunga sem fitjað verður upp á til að afla nýrra lesenda er útgáfa á tveimur fylgiblöðum, öðru um læknis- fræði og vísindi og hinu um ferðamál. Megináhersla Le Monde hefur fram að þessu verið lögð á innlend stjórnmál, utan- rikismál og efnahagsmál. í bígerð eru breytingar á útliti blaðsins og efnistökum, sem væntanlega munu m.a. birtast í styttri og hnitmiðaðri fréttum og stærri fyrirsögnum. Ákvarð- anir um þetta verða teknar í febrúar. Hvað sem úr fyrirhuguðum breytingum verður á endanum er ljóst að erfitt verkefni býður útgefenda og starfsmanna Le Monde og ritstjóri blaðsins segir að engar töfraformúlur séu til. „Þetta verkefni verður ekki leyst nema á löngum tíma.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.