Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL —
Hagtölur iðnaðarins:
Einkaneyzla dregst
saman um 9% á árinu
Samneyzla mun hins vegar standa í stað
SAMKVÆMT bráöabirgðatölum mun einkaneyzla dragast
saman um nær 9% á þessu ári, en samneyzla mun hins vegar
standa nokkurn veginn í staö, að því er segir í nýútkomnum
Hagtölum iðnaðarins, sem Félag íslenzkra iðnrekenda gefur
út.
Þar kemur fram, að fjár-
munamyndun muni ef að lík-
um lætur dragast saman um
10% á árinu. Innlend verð-
mætaráðstöfun muni síðan af
framansögðu dragast saman
um 10,9%. Gert er ráð fyrir, að
einkaneyzlan verði upp á
34.240 milljónir króna, sam-
neyzlan upp á 6.575 milljónir
króna og fjármunamyndun
upp á 13.300 milljónir króna.
Innlend verðmætaráðstöfun
verði því upp á 54.215 milljónir
króna.
í Hagtölum iðnaðarins er
því spáð að útflutningur á vöru
og þjónustu muni aukast um
sem næst 7,8%, en um 9,3%
samdráttur varð á útflutningi
og þjónustu á síðasta ári. Inn-
flutningur á vöru og þjónustu
muni hins vegar dragast sam-
an um 6,2%, en á síðasta ári
varð um 0,3% aukning.
Verg þjóðarframleiðsla er
sögð muni dragast saman um
5,5% á þessu ári, en hún dróst
saman um 3,5% á síðasta ári,
en jókst hins vegar um 1,7% á
árinu 1981. í Hagtölum iðnað-
arins er því spáð, að vergar
þjóðartekjur muni dragast
saman um 3,9%, en þær dróust
saman um 4,1% á síðasta ári.
Aukning varð á vergum þjóð-
artekjum á árinu 1981 upp á
um 2,0%.
Búvörudeild Sambandsins:
Selja æðardún fyrir
Fasteignum hefur fjölg-
að um 2,86% milli ára
FASTEIGNUM fjölgaði á
þessu ári um 2,86%, en 1.
desember sl. var heildar-
fjöldi fasteigna 183.793, en
til samanburðar var heildar-
fjöldinn 178.678 á sama tíma
í fyrra. Þessar upplýsingar er
að finna í fréttabréfum Fast-
eignamats rfkisins.
Ef litið er á stærðir fasteigna í
í rúmmetrum er
aukningin um 4,55%
rúmmetrum talið, þá er aukn-
ingin um 4,55% á milli ára, eða
65.505 þúsund rúmmetrar, borið
saman við 62.657 rúmmetra á
sama tíma í fyrra.
Heildarfasteignamat fast-
eigna á öllu landinu hækkaði um
57,87% milli ára. Matið 1. des-
ember sl. var um 140.930 millj-
ónir króna, en á sama tíma í
fyrra var matið um 89.271 millj-
ón króna.
Ef hins vegar er litið á endur-
stofnverð, þá hækkaði það um
78,13% milli ára. Það var um
188.985 milljónir króna, en til
samanburðar var endurstofn-
verðið um 106.094 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
Um 3% út-
flutnings-
aukning
hjá Toyota
TOYOTA-bílaverksmidjunnar jap-
önsku gera ráð fyrir um 3% aukn-
ingu á útflutningi á þessu ári, þannig
að alls verða fluttir út 1.710.000 bíl-
ar, borið saman við 1.660.000 bíla á
síðasta ári.
Talsmaður Toyota sagðist
ennfremur gera ráð fyrir um 3%
aukningu á sölu fyrirtækisins inn-
anlands, þannig að alls yrðu seldir
um 1.660.000 á Japansmarkaði á
þessu ári.
10 milljónir króna
Búvörudeild Sambandsins
gerði fyrir skömmu samn-
inga við brezkt fyrirtæki um
sölu á 1.200 kílóum af æðar-
dúni. Söluverð er um 200
sterlingspund fyrir kílóið,
sem gerir samtals 240.000
sterlingspund, eða sem næst
10 milljónum íslenzkra
króna.
Verðlag á æðardúni var mjög
hátt á árinu 1979 og árin þar á
eftir. Hins vegar lækkaði verðlag
nokkuð á síðasta ári, sem hafði í
för með sér nokkra birgðasöfnun
hér á landi.
í nýjasta hefti Sambandsfrétta
segir, að markaðsstaða Sam-
bandsins hafi breytzt verulega til
hins betra á þessu ári. Fyrstu tíu
mánuði ársins hafi Búvörudeild
Sambandsins selt um 1.100 kíló, en
til samanburðar um 600 kíló á
sama tíma í fyrra. Þessi nýi samn-
ingur er ekki þar með talinn.
Breytingar hjá Sláturfélagi Suðurlands:
Jóhannes Jónsson ráð-
inn yfirverzlunarstjóri
Guðjón Guðjónsson tekur viö starfi markaðsfulltrúa
JOHANNES Jónsson tók vió
sUrfi yfirverzlunarstjóra Slátur-
félags Suóurlands um áramótin,
en fyrirtækió starfrækir nú 8
verzlanir í Reykjavík og eina á
Akranesi. I>á tók Guðjón Guð-
jónsson við starfi markaðsfull-
trúa í heildsöludeild Sláturfélags-
ins um áramótin.
Jóhannes er 43 ára að aldri,
lærður prentari, starfaði nokk-
ur ár í Prentsmiðjunni Odda og
hjá Morgunblaðinu 1961 — 1964.
Hann var ráðinn aðstoðarverzl-
unarstjóri hjá SS í Hafnar-
stræti á árinu 1964 og tók við
verzlunarstjórn þar í septem-
ber 1968. Hann varð síðan
verzlunarstjóri í SS í Austur-
veri í nóvember 1974 og hefur
gegnt því starfi síðan. Enn-
fremur hefur Jóhannes stjórn-
að Sparimarkaði SS í Austur-
veri.
Guðjón Guðjónsson, sem er
51 árs gamall, hefur um árabil
Jóhannes Jónsson, yfirverzlunar-
stjóri SS
Guðjón Guðjónsson, markaðs-
fulltrúi SS
verið verzlunarstjóri SS í
Glæsibæ. Hann hóf störf hjá
Sláturfélaginu í aprílmánuði
1947, þá 14 ára gamall. Guðjón
var síðan ráðinn aðstoðarverzl-
unarstjóri Matardeildar SS í
Hafnarstræti 1949 og síðan
verzlunarstjóri nýrrar verzlun-
ar SS að Bræðraborgarstíg 43 í
Reykjavík árið 1955. Guðjón
tók síðan við verzlunarstjórn í
Austurveri 1964 og gegndi því
starfi til 1974, þegar hann tók
við starfi verzlunarstjóra í SS
Glæsibæ í nóvemberbyrjun
1974.
Við verzlunarstjórn í SS í
Austurveri taka þeir Sveinn
Símonarson og Gunnar V.
Hannesson, sem verið hafa að-
stoðarverzlunarstjórar. Við
verzlunarstjórn í Glæsibæ taka
þeir Friðjón Eðvarðsson, sem
hefur verið verzlunarstjóri SS
á Akranesi og Guðmundur
Gestsson, sem verið hefur að-
stoðarverzlunarstjóri í Glæsi-
bæ undanfarin ár.