Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Búseti er bjarg- fastur veruleiki — eftir Jón Rúnar Sveinsson Pétur H. Blöndal, nýbakaður formaður Húseigendafélags Reykjavíkur, ritar grein um Hús- næðissamvinnufélagið Búseta hér í Morgunblaðið þann 17. desember sl. Grein Péturs er samfelld árás á Búseta og þau 5% heimila á höf- uðborgarsvæðinu sem félagið nú þegar, tæpum fjórum vikum eftir að það var stoínað, nær til. Hvað formanni Húseigendafélagsins gengur til með þessu er mér hulin ráðgáta. Búseti varð til vegna starfs fé- laga Leigjendasamtakanna og annarra áhugamanna um nýjar og betri leiðir í húsnæðismálum okkar. Sem stjórnarmanni í Leigj- endasamtökunum er mér full- kunnugt um að Páll S. heitinn Pálsson, forveri Péturs í for- mannssæti Húseigendafélagsins, gerði sér ætíð far um að eiga kurt- eisleg og vinsamleg samskipti við Leigjendasamtökin. Mér er nær að halda, að sjálfstætt framtak og sjálfsbjargarviðleitni leigjenda, eins og hún birtist í tilurð Búseta, hefði verið Páli að skapi. En því miður hefur tónninn frá Berg- staðastræti 11 harðnað verulega á síðustu mánuðum. Með nýjum Aðalatridi greinar Péturs Megininntak greinar Péturs birtist í eftirfarandi klausu í grein hans, sem ég leyfi mér hér að vitna orðrétt til: „Það er alvarlegur hlutur að koma fram með þær (1) óraun- hæfu tölur sem birst hafa og miða við gamalt verð á íbúðum, (2) óeðlilega hátt lánahlutfall, (3) óraunhæfa vexti og (4) skattleysi og lokka þannig fólk til fylgis við búsetustefnu, sem hugsanlega nyti ekki fjöldafylgis ef spilin væru lögð á borðið" (ég hef tölusett meginröksemdir Péturs, mér og lesendum Morgunblaðsins til hægðarauka). Síðasta ásökunin er raunar al- varlegust, sú að við sem gerst höf- um frumkvöðlar húsnæðissam- vinnufélaga hérlendis höfum ekki „lagt spilin á borðið" og þannig blekkt á þriðja þúsund samlanda okkar til fylgis við draumsýnir og loftkastala. Ég mun hér á eftir sýna fram á að fullyrðingar Péturs hafa ekki við rök að styðjast. Hann hefur að mínu áliti vaðið af stað í fljót- færni og að óyfirveguðu máli og látið hleypidóma og vanþekkingu stýra penna sínum. (1) „Óraunhæfar tölur“ Pétur lætur í það skína að hús- næðissamvinnufélög hafi verið kynnt með of lágum tölum og fjár- hæð Búsetagjalds (þ.e. mánaðar- gjalds þess er búseti greiðir). Hann notar til þess tölur sem birt- ust í haust í Leigjandanum, mál- gagni Leigjendasamtakanna, sem upprunalega eru teknar úr grein- argerð eftir undirritaðan frá því í apríl sl. Ég gaf ritstjóra Leigjand- ans leyfi til þess að birta þessa greinargerð, en hins vegar voru tölurnar ekki framreiknaðar til verðlags eins og það var orðið í haust. Ég tel þó ekki að þetta komi að sök, þar sem það kom skýrt fram í Leigjandanum að tölurnar væru miðaðar við marsmánuð 1983. A árinu hafa hins vegar birst fjölmargar greinar í bæði DV og í öðrum víðlesnum dagblöðum, svo og einnig í ríkisfjölmiðlum, þar sem tölur um kostnað búseta hafa Jón Rúnar Sveinsson „Ég vil leyfa mér að gera þá lágmarkskröfu til manns, sem kjörinn hefur veriö til for- mennsku í svo mikils- metnu félagi sem Hús- eigandafélagið vissulega er, að hann kynni sér þróun og stöðu megin- íöggjafar okkar um hús- næðismál áður en hann skrifar árásargreinar á aðra aðila húsnæðis- markaðarins.“ Fyrri grein ætíð verið byggðar á nýjustu fá- anlegum tölum um byggingar- kostnað vísitöluíbúðar. Tölurnar frá því í mars sem Pétur reynir að rangtúlka miðast við vísitöluíbúð sem er um 3 herbergja (3.1 her- bergi) að stærð. Tölurnar sem Pét- ur notar úr DV-grein Franz Gísla- sonar miðast hins vegar við 4 herbergja íbúð sem eðlilega hlýtur að vera um þriðjungi dýrari en 3 herbergja íbúð. 3 herbergja íbúðin frá því í mars reiknáðist kosta 3642 kr. á mánuði, en 4 herbergja íbúðin í október kostaði 6987 kr. Munurinn á tölunum stafar jafn- mikið af stærðarmun íbúðanna og af feiknalegum verðhækkunum milli mars og október. (2) „Óeðlilega hátt launahlutfall“ Það er greinilegt, að Pétur H. Blöndal hefur ekki lagt sig eftir því að kynna sér stjórnarfrum- varp að nýri húsnæðislöggjöf sem lagt var fram á Alþingi fyrir full- um þremur vikum. Hefði hann gert það, þá hefði hann aldrei komið með fullyrðingar sínar um lánshlutfall og lánstíma lána til byggingar leiguíbúða með bú- seturétti. Ég vil leyfa mér að gera þá lág- markskröfu til manns sem kjörinn hefur verið til formennsku í svo mikilsmetnu félagi, sem Húseig- endafélagið vissulega er, að hann kynni sér þróun og stöðu megin- löggjafar okkar um húsnæðismál áður en hann skrifar árásargrein- ar á aðra aðila húsnæðismarkað- arins. Með tilliti til framansagðs vil ég upplýsa Pétur H. Blöndal um það, að í fyrrgreindu stjórnarfrum- varpi (frv. til laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins, þgskj. 158, 106. lgjþ. 1983), er gert ráð fyrir því að félagasamtök á borð við Búseta, sem byggja leiguíbúðir, fái lán er nema 80% af byggingarkostnaði til 31 árs. Þessi lánstími er sá sami og boðið var upp á til leigu- íbúða félagasamtaka sem síöasta ríkisstjórn lagði fram á Alþingi fyrir ári (Pétur hefði líka getað kynnt sér það frumvarp). Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar komið enn frekar til móts við óskir Búseta og félaga- samtaka á borð við Félagsstofnun stúdenta og hækkað lánshlutfall til byggingar leiguíbúða félaga- samtaka úr 65% í 80% af bygg- ingarkostnaði. I áætlunum Búseta er hins veg- ar gert ráð fyrir því að aðeins 5% byggi ngarkostnaðar verði lögð fram af búsetunum sjálfum sem s.k. búseturéttargjald. Þar sem frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir aðeins ráð fyrir 80% láni, þá vant- ar hér augljóslega 15%. Raunar er það krafa Búseta að lánshlutfall bæði Búsetaíbúða og verkamanna- bústaða verði 90%, og að lánstími beggja verði minnst 43 át. Þessara 15% sem á vantar má afla með ýmsum hætti. Þeir stóru hópar leigjenda og ungs fólks sem mikið er af eru í Búseta hafa hingað til ekki notið lífeyrissjóðslána í neinu, en hins vegar margt greitt til þeirra stór- ar fúlgur um árabil. Ég tel aug- ljóst að lífeyrissjóðir fjölmenn- ustu launþegasamtakanna myndu bregðast vel við og miðla lánsfé til Búseta fyrir hönd sinna sjóðfé- laga. Búseti mun sömuleiðis innan tíðar koma upp víðtækum sparn- aði („búsparnaði") meðal félaga sinna. Slíkur skipulagður sparnað- ur myndi án efa gefa viðskipta- bönkunum gott svigrúm til sér- stakrar lánafyrirgreiðslu til fé- lagsins. Ef Pétur vill ekki trúa því að vilji löggjafans sé sá að veita Bú- seta lán til byggingar búseturétt- aríbúða, þá vil ég benda honum á það, að í greinargerð með frum- varpi fyrrverandi ríkisstjórnar frá desember 1982 segir svo í athuga- semd við 21. grein: „Þegar rætt er um félagasamtök og stofnanir sem framkvæmdaað- ila við byggingu leiguíbúða eru hafðar í huga sjálfseignarstofnan- ir svo sem Félagsstofnun stúdenta og aðrar sambærilegar stofnanir, samtök leigjenda, verkalýðsfélög og fleiri hagsmunaaðilar sem myndað gætu samtök til þess að byggja leigu- íbúðir til afnota fyrir félagsmenn eða til útleigu á almennum mark- aði“ (leturbreyting JRS). „Frv. til laga um breytingu á lögum nr. 51 9. júní 1980 um Húsnæðisátofnun ríkisins, þskj. 151,105. lgjþ. 1982). I frumvarpi núverandi ríkis- stjórnar hnígur vilji löggjafans í sömu átt, þar má m.a. sjá eftirfar- andi atriði (í 58. grein) um svipað hlutareignarfyrirkomulag og bú- seturéttur felur í sér: „Heimilt er aðilum er byggja leiguíbúðir skv. c-lið 33. gr. (sú grein tekur til leiguíbúða félaga- samtaka, innskot JRS) að selja leigutaka eignarhluta í íbúð með þeim kvöðum að eignarhluti kaup- anda standi óhreyfður í íbúðinni á meðan hann hefur afnot af henni, en greiðist síðan með fullum verð- bótum skv. lánskjaravísitölu auk vaxta." Fullyrðingar Péturs um að Bú- seti eigi ekki kost á lánum eru þannig augljóslega úr lausu lofti gripnar. Staðreyndin er sú, að Leigj- endasamtökin og nefnd á þeirra vegum sem undirbjó stofnun Bú- seta hafa í meira en ár verið í nánu sambandi við æðstu yfirvöld húsnæðismála. Viðræður þessar hafa ætíð einkennst af gagn- kvæmum skilningi og stjórnvöld (bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn) hafa tekið verulegt tillit til sjónarmiða Leigjenda- samtakanna, sem við höfum gert okkur far um að setja fram á sem málefnalegastan hátt. Undirbún- ingsnefndin að stofnun Búseta var t.a.m. fyrst allra umsagnaraðila til þess að skila af sér ítarlegri greinargerð til nefndar þeirrar sem núverandi félagsmálaráð- herra skipaði snemmsumars til þess að vinna að þeim breytingum á húsnæðislöggjöfinni sem nú á aðventu hafa séð dagsins ljós í nýbirtu frumvarpi. (3) „Óraunhæfir vextir“ Pétri H. Blöndal þykir sem við húsnæðissamvinnufólk sýnum fjarskalega bjartsýni er við gerum ráð fyrir um 0,5% vöxtum af lán- um þeim sem við reiknum með að fá frá hinu opinbera húsnæðis- lánakerfi. Pétur virðist ekki gera sér grein fyrir því, að þar sem Bú- setaíbúðir koma til með að standa utan þess braskmarkaðar sem mestallt húsnæði á Islandi nú gengur kaupum og sölum á, þá teljast þær vera félagslegar íbúð- ir. Þær eru í rauninni félagslegar íbúðir í enn ríkari mæli en eign- aríbúðir verkamannabústaðakerf- isins, eigendur þeirra fá sem kunnugt er endurgreiddan „áunn- inn eignarhluta" sinn, þó svo að þeir fái ekki að selja þær á hinum „frjálsa" markaði. Af þessum sökum er í fyrirliggj- andi stjórnarfrumvarpi gert ráð fyrir því að leiguíbúðir félaga- samtaka fái lán úr Byggingarsjóði verkamanna, þeim opinbera fjár- festingarsjóði sem ætlað er það hlutverk að fjármagna félagslegar íbúðarbyggingar (bæði Búseti og Félagsstofnun stúdenta hafa reyndar lagt til að nafni sjóðsins verði breytt í Byggingarsjóður fé- lagslegra íbúða). Vextir af lánum Byggingarsjóðs verkamanna til leiguíbúða munu verða þeir sömu og til verkamannabústaða, þ.e. 0,5%. Niðurstaðan er því sú, að ef stjórnarfrumvarp það sem nú liggur fyrir verður samþykkt, sem enginn efast víst um, þá mun Hús- næðissamvinnufélagið Búseti ótvírætt eiga rétt á 80% láni til 31 árs með 0,5% vöxtum. Persónulega er ég hinsvegar að nokkru leyti sammála Pétri um það, að óeðlilegt sé að greiða niður vexti opinberra húsnæðislána í þeim mæli sem gert er. I húsnæðislagafrumvarpi því sem Magnús H. Magnússon, þá- verandi félagsmálaráðherra, lét semja haustið 1979, var gert ráð fyrir bæði hærri vöxtum og styttri lánstíma en varð í endanlegri lagagerð þessa frumvarps (þ.e. nú- gildandi húsnæðislög, 1. nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins). Alþingismenn virtust haldnir þeirri reginfirru að heppi- legt sé að lækka vexti og lengja lánstíma samtímis. Hið rétta er auðvitað að lenging lánstíma gef- ur svigrúm til þess að hækka vexti, án þess að greiðslubyrði lántakandans þyngist verulega. Ég skal skýra þetta örlítið nán- ar í eftirfarandi töflu. Taflan sýnir með hverjum hætti árleg greiðslubyrði lána breytist með breytilegum vöxtum og láns- tíma. Notaður er svokallaður annuitetsstuðull (öll lán sem Hús- næðisstofnun veitir eru annui- tetslán, þ.e. jafngreiðslulán), sem gefur til kynna hve stór hluti láns greiðist árlega samanlagt í af- borganir og vexti. Einnig er sýnt hver yrði mánaðarlegur kostnaður vegna afborgana og vaxta af láni sem nemur 95% af byggingar- kostnaði vísitöluíbúðar nú í des- ember 1983. (Athuga ber, að rekst- urskostnaður er ekki tekinn með í töflunni. Hann er nú af stærð- argráðunni 2000 kr. á mánuði, þannig að búsetugjald yrði hærra sem því næmi.) Taflan sýnir skýrt fram á það, að ef lánstími er lengdur, þá er hægt að krefjast vaxta sem nálg- ast markaðsvexti, án þess að greiðslubyrði verði óhófleg. Vart þarf uð taka það fram, að fyrir þjóðfélagið er þetta miklu hag- kvæmara. Lán til Búsetaíbúða samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verða væntanlega með 0,5% vöxt- um til 31 árs. Éf vextirnir væru hækkaðir upp í 1,5% jafnframt því sem lánstími yrði sá sami og til verkamannabústaða, 43 ár, þá yrði greiðslubyrðin samt sem áður 10% léttari. Væru vextir ákveðnir 2,5% og lánstíminn lengdur í 60 ár (sem er miklu eðlilegri lánstími fyrir félagslegar íbúðir) þá yrði greiðslubyrðin svipuð og af 43 ára láninu. Ég fellst því á það sjónarmið Péturs, að það sé óeðlilegt að greiða vexti jafnmikið niður og gert er. Það er engum greiði gerð- ur með því að láta honum í té hús- næðisform sem felur í sér stór- kostlegar niðurgreiðslur af hálfu samfélagsins. Ég tel að félagsleg- ar íbúðir geti og eigi að „standa undir sér“. Það gera þær, eins og ég hef sýnt fram á, ef lánstími byggingarlána er nægilega langur. (4) Skattleysi Pétur virðist halda að á Búseta- íbúðir verði lagðar þungar skatta- álögur. Því er til að svara, að það tíðkast hvergi að skattleggja fé- lagslegt húsnæði sem lögum sam- kvæmt-er ekki unnt að selja með hagnaði á frjálsum markaði. Bú- setafélagið sem er eigandi Búseta- íbúðanna, verður rekið þannig að það „standi á sléttu" og enginn hagnaður eða leigutekjur verða fyrir hendi til þess að skattleggja. Hinsvegar hljóta búsetar sam- kvæmt núgildandi skattalögum að eiga rétt á að draga helming bú- setugjalds síns frá skattskyldum tekjum sínum. Ég hefi hér að framan hrakið öll hagfræðileg rök Péturs H. Blöndal gegn Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta. í síðari grein minni á þessum vettvangi mun ég svara þeim hluta málatilbúnaðar hans sem fremur er hugmyndafræði- legs og almenns eðlis. Jón Rúnar Sreinsson er formaóur IIúsnæóissamrinnufélagsins Bú- seía í Reykjarík. Hann er félags- frieóingur aó mennt og rinnur nú að doktorsritgerð rið háskólann í Lundi. TAFLA 1 Lánstími, vextir og greiðslubyrði annuitetslána Lánstími: 31 ár 43 ár 61 ár Vextir 0,5%: Greiðslustuðull 0,0360 0,0265 0,0193 Mánaðargreiðsla af vísi- töluíbúð í desember 1983 3.707 kr. 2.729 kr. 1.987 kr. Vextir 1,5%: Greiðslustuðull 0,0416 0,0323 0,0254 Mánaðargreiðsla af vísi- töluíbúð í desember 1983 4.283 kr. 3.326 kr. 2.615 kr. Vextir 2,5% Greiðslustuðull 0,0478 0,0387 0,0324 Mánaðargreiðsla af vísi- töluíbúð í desember 1983 4.922 kr. 3.985 kr. 3.336 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.