Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
Sigríður Guðmunds-
dóttir — Minning
„Þótt eg talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika,
yrði eg hljómandi málmur eða hvell-
andi bjalla.
Og þótt eg hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking,
og þótt eg hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað
en hefði ekki kærleika,
væri eg ekki neitt.“
I. Kor. 13.
Við andlát Sigríðar Guð-
mundsdóttur, sem fædd var í Bol-
ungarvík en lifði mestan hluta
æviskeiðs síns á Akureyri, skýrist
ljúf mynd af konu, sem var hvort
tveggja f senn, traust móðir og
uppalandi og tryggur lífsförunaut-
ur og félagi eiginmanns síns,
Björns Þórðarsonar. Þó var hún
kannski umfram allt hin fórnandi
kona, sem ætíð hugsaði fyrst um
annarra heill, kona kærleika,
fórnfýsi og mildi í garð ástvina og
samferðamanna. Kona, sem skil-
aði margföldu öllu því, sem örlög-
in veittu henni, kona, sem í senn
var gædd kátínu, alvöru og greind,
kona heimilis, tryggðar og vin-
áttu, miðdepill fjölskyldulífs,
trygg móðir barna og barnabarna.
Eg minnist eilítið heimilis
hennar og fjölskyldu hennar á Ak-
ureyri, jafnvel áður en þau kynni
áttu eftir að verða með öðrum
hætti. Sigríður var glæsileg kona,
sem eftir var tekið í bæjarlífi þess
tíma. Ef til vill hafa hinir óvenju
skýru skapgerðareiginleikar henn-
ar mótast þegar við erfiðleika í
bernsku, er báðir foreldrar hennar
féllu frá með stuttu millibili frá
stórum barnahóp og við kröpp
kjör. Oft þarf erfiðleika til að
skapa fórnfýsi gagnvart öðrum og
efla jafnframt vináttu og örlæti
gagnvart þeim, sem minna mega
sín eða eiga við mótlæti að stríða.
Þessi skaphöfn bjó með Sigríði
alla tíð — allt til dauðadags, og eg
veit að þeir eru ófáir, sem notið
hafa þessa ríka eðlisþáttar í fari
Móðir okkar. t RAGNHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, Ægisgötu 26,
er látin. Lilja Magnúsdóttir, Svana Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir.
Eiginmaöur minn. t SIGURJÓN GUÐBERGSSON, mélarameistari, Hverfisgötu 99 A,
lést 3. janúar. Jóhanna Sveinsdóttir.
t Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓLAFURJÓNSSON, ritstjóri, Hagamel 27,
er látinn. Sigrún Steingrimsdóttir, Jón Ólafsson, Halldór Ólafsson, Valgeröur Ólafsdóttir.
t
ASGERÐUR HANNESDÓTTIR BENEDIKZ,
lést 23. desember 1983. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á Grensásdeild Borg-
arspítalans.
Þökkum auösýnda samúð.
John Benedikz,
Margrét Benedikz,
Eiríkur Benedikz,
Kristína Benedikz,
Ríkharöur Þór Benedikz.
t
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi, langafi og bróöir,
Högni Högnason,
bóndi,
Bjargi Arnarstapa,
andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. janúar.
Soffia Þorkelsdóttir,
Sigurlína Högnadóttir,
Ólöf Högnadóttir,
Þorkell Geir Högnason,
Dorothea M. Högnadóttir,
Högni Unnar Högnason,
Björk Högnadóttir,
Tryggvi Högnason,
Heiðlindur Högnason,
Högni Hjörtur Högnason,
Kristján Högnason,
barnabörn og
Jón Þór Ólafsson,
Hafdís Ásgeirsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson,
Hrund Sigurbjörnsdóttir.
Jóhann Bjarnason,
Elísabet Jónsdóttir,
Birgitta Borg Viggósdóttir,
Esther Rut Astþórsdóttir,
barnabarnabörn.
hennar, þótt unnið væri í hljóði og
af þeirri hógværð, sem henni var
eiginleg.
Lífsstarf hennar, eins og svo
margra annarra íslenzkra kvenna,
var fyrst og fremst fólgið í því að
rækta sinn eigin garð, garð heim-
ilis og fjölskyldu. Ef nefna skal
einhver áhugamál öðrum fremur,
sem settu mark sitt á lífshlaup
hennar og fjölskyldu hennar, þá
voru það afar tíð ferðalög þeirra
Björns og síðar dætra þeirra, eftir
því sem þær uxu úr grasi. Var þá
leitað á vit íslenzkrar náttúru,
kyrrðar og fegurðar, hvort sem
það var í faðmi eyfirzkrar sumar-
fegurðar eða að farið var lengra til
öræfa og landshluta, sem á J)eim
árum voru í raun fjarlægir. A síð-
ari árum bættust ferðalög til fjar-
lægra landa í þetta fjölskrúðuga
minningasafn, en eflaust hafa þau
Sigríður og Björn notið sín bezt,
þegar þau voru ein með sjálfum
sér í íslenzkri náttúruvin og fáa
fslendinga þekki eg, sem þó eru
unnendur náttúru og fegurðar,
sem tekið hafa sér ferð á hendur
um miðja sumarnótt til þess að
verða vitni að því, þegar miðnæt-
ursólin rís úr hafi við Kaldbak í
norðri. Án nokkurs vafa hafa
sterkustu vináttubönd þeirra
hjóna við aðra samferðamenn ein-
mitt verið hnýtt í tengslum við
slík ferðalög, ekki síst við sam-
starfsfólk í samvinnuhreyfingunni
og ferðasamtökum, og margar
góðar endurminningar eru tengd-
ar fögrum reitum í nágrenni Ak-
ureyrar, á Svalbarðsströnd eða í
Vaglaskógi austan Vaðlaheiðar.
I erlendu spaxmæli segir: „Þeir
sem mikið elska, verða aldrei
gamlir." Sigríður Guðmundsdóttir
var alla t;ð ung — ung á sál og
líkama og þannig munu eftirlif-
endur geyma með sér minningu
hennar. Þetta kom líka skýrt fram
í veikindastríði hennar. í sjúk-
dómi sínum háði hún tvö dauða-
stríð. Hið fyrra hófst á Akureyri
fyrir rúmu ári, því stríði lauk með
sigri lífsins og eru á því engar
skýringar, hvorki vísindalegar né
annars eðlis. Stórafmæli var
framundan, en helsjúk reis hún
sem heil á fætur. Gekk hún um
götur Akureyrar, flaug suður til
Reykjavíkur og í sumarfegurð
Þingvalla var stórafmælið haldið.
Líður sú stund seint úr minni
þeim er þar urðu vitni að.
{ öðru erlendu spakmæli segir
(Krystallar. Sr. Gunnar Árnason):
„Kærleikur Guðs er skráður í
hvert mannshjarta eins og í bók
væri. Þótt bandið losni, blöðin
fúni eða letrið máist er innihaldið
ódauðlegt." Eins og sá kærleikur,
er hafður er eftir postulanum frá
Tarsos hér að framan, var þessi
kærleikur skráður í brjóst þeirrar
konu, sem kvödd er í dag. Síðara
dauðastríðinu lauk að kvöldi ann-
ars jóladags, á hátíð friðar og
kærleika.
Útförin fer fram í dag frá Akur-
eyrarkirkju, þeirri kirkju, er hún
hafði ætíð í sjónmáli bæði í hinum
daglegu störfum og ekki síður sem
viðmiðun í lífinu sjálfu. Helgur
reitur á hæðinni gegnt heimilinu á
Brekkunni bæði nú og áður, eftir
að losað hefur verið um bönd og
blöð tekin að fúna, letrið mun
mást, en eftir verður hið eiginlega
innihald — ódauðlegt.
Ástvinir Sigríðar Guðmunds-
dóttur harma og kveðja góða
konu, sem var ógleymanlegur
þáttur í lífi þeirra. Blessuð sé
minning hennar.
Heimir Hannesson
Salvör Ebenezers-
dóttir - Minning
Hinn 28. desember síðastliðinn
andaðist Salvör Ebenezersdóttir,
lengi húsfreyja á Grettisgötu 8 í
Reykjavík, síðar að Ósi við Elliða-
árvog. Hún varð 86 ára að aldri.
Salvör var fædd í Þernuvík við
ísafjarðardjúp 21. júní 1898,
yngsta barn hjónanna Ebenezers
Ebenezerssonar frá Reykjarfirði
og Valgerðar Guðmundsdóttur,
hreppstjóra Guðmundssonar á
Eyri í Mjóafirði. Eru þær ættir
auðraktar til hins mesta mann-
dómsfólks við Djúp, skörulegra
kvenna og frægra sjósóknara.
Bjuggu foreldrar Salvarar um nær
þrjátíu ára skeið í Þernuvík, flutt-
ust þaðan að Hvítanesi, en all-
mörg síðustu árin dvöldust þau á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar í Reykjavík.
Ebenezer í Þernuvík hafði verið
dugnaðarmaður og ötull sjómaður.
Vegna sjósóknarinnar var hann
oft langdvölum fjarri heimili sínu
í Bolungarvík og öðrum verstöð-
um. Mæddi búskapur og barna-
uppeldi því mjög á Valgerði, og
fórst henni hvort tveggja vel úr
hendi. Hún hafði á yngri árum
verið annáluð fríðleikskona, og
allt til hárrar elli sameinaði hún
ytri og innri göfgi í ríkara mæli en
flestar konur aðrar. Salvör erfði
bestu eiginleika foreldranna,
mannkosti þeirra og dugnað, og þó
öðru fremur göfgi og hjartayl
móður sinnar.
Ebenezer og Valgerður í Þernu-
vík eignuðust fimm börn, sem upp
komust, dugmikið fólk og mynd-
arlegt. Tveir bræðurnir, Guð-
mundur og Ágúst, fóru ungir til
Englands, ruddu sér þar braut
með harðfylgi og dugnaði og urðu
víðkunnir togaraskipstjórar og
aflagarpar í Grimsby. Þriðji bróð-
irinn, Kristján, beykir, var heil-
steyptur maður og traustur og
glæsimenni sem bræður hans.
Systurnar frá Þernuvík voru
tvær. Hét hin eldri Kristjana.
Hún fór ung til Skotlands, lærði
þar mjólkufræði og fleiri búvís-
indi, kom heim og stjórnaði hér
rjómabúi um skeið. Síðan fluttist
hún til Bandaríkjanna og dvaldi
þar langa ævi, uns hún kom nær
áttræð heim til Salvarar systur
sinnar, og bjó hjá henni síðustu
æviárin. Kristjana var gerðar-
kona, eins og hún átti kyn til. Hún
andaðist háöldruð fyrir tæpu ári.
Ung að árum giftist Salvör
Ebenezerdóttir Jóni Kjartanssyni
frá Efrihúsum í Önundarfirði,
mikilhæfum atkvæðamanni. Jón
hafði að loknu prófi frá Kennara-
skóla íslands gerst erindreki ung-
mennafélaganna og ritstjóri blaðs
þeirra, Skinfaxa. Síðar gerðist
hann iðnrekandi í Reykjavík, og
fékkst einnig nokkuð við útgerð.
En þrátt fyrir langdvalir í Reykja-
vík við erilsöm störf þar, stóð hug-
ur Jóns löngum til búskapar. Kom
hann upp stórbúi á Helgavatni í
Þverárhlíð og rak það um skeið
með myndarbrag. Á efri árum
keypti hann nýbýlið ós við Elliða-
árvog, og þar höfðu þau Salvör
einnig nokkurn búskap.
Ég sem þessar línur rita kynnt-
ist Salvöru Ebenezersdóttur
haustið 1935, er ég hóf nám í
Reykjavík. Faðir minn og Jón
Kjartansson voru góðkunningjar
frá æskuárum. Er þar skemmst
frá að segja, að þau Salvör tóku
mér þegar í stað sem nákominn
ættingi væri og reyndust mér
hvort öðru betur. Átti ég síðan at-
hvarf á heimili þeirra öll skólaár-
in og kynntist þar aldrei öðru en
einstöku trygglyndi og drengskap.
Oft var margt um manninn á
heimili þeirra Salvarar og Jóns á
Grettisgötu 8. Þar var húsrúm all-
mikið, en hjartarúm þó meira.
Þótt húsbændur væru ólíkir um
sumt, var rausnarskapurinn þeim
sameiginlegur, frændræknin og
vinfestin. Salvör húsfreyja bar,
þess vott í sjón og raun, að hún
var af heilsteyptu kjarnafólki
komin. Hún var þeirrar gerðar, að
hjá henni sameinuðust með ákaf-
lega skemmtilegum hætti skör-
ungsskapur og ljúflyndi. Hún var
svo lánsöm lengst af ævinnar, að
geta miðlað öðrum og látið gott af
sér leiða, enda var það svo ríkt í
eðli hennar, að ella hefði hún ekki
notið sín. Slíkar konur sem Salvör
Ebenezersdóttir skilja eftir góðar
minningar og auka manni bjart-
sýni og trú á manneðlið.
Börn Salvarar og Jóns eru
Kjartan, lögfræðingur í Reykja-
vík, og Guðfinna, húsfreyja á
Helgavatni í Þverárhlíð. Kjörson-
ur þeirra er Eiríkur Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri, bróður-
sonur Salvarar.
Þegar Salvör Ebenezersdóttir er
lögð til hinstu hvílu að lokinni
langri, starfsamri og fagurri ævi,
fylgja henni hlýjar kveðjur og
þakkir okkar allra sem kynntumst
henni.
Gils Guómundsson
t
Eiginkona mín, móöir okkar og systir,
LOVÍSA SCHIÖTH HANSEN,
Æftebjergvej 105,
Hvidövre 2650,
lést 2. janúar síöastliöinn. Útförin fer fram i Kaupmannahöfn í dag,
fimmtudaginn 5. janúar.
Aage Hansen og börn,
Margrét Guðlaugsdóttir.
t
Systir mín,
SIGRÍDUR ÁRNADÓTTIR
frá Stóra-Ármóti,
andaöist í sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, þriöjudaginn 27. des-
ember.
Jarösett veröur í Laugardælum 7. janúar nk. en kirkjuathöfnin fer
fram í Selfosskirkju sama dag kl. 3 e.h.
Ingileif Arnadóttir.