Morgunblaðið - 05.01.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 05.01.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 37 Ólafía G. Blöndal — Minningarorö Fædd 14. mars 1903 Dáin 21. desember 1983 Það fer sjaldan hátt er lífi aldr- aðrar konu lýkur. Andlát Ólafíu G. Blöndal snertir samt strengi þakklætis og virðingar í hugum þeirra sem nutu velvildar hennar einhvern tíma á lífsleiðinni, og þeir eru margir. Ólafía Guðrún fæddist 14. mars 1903 í Bæ í Kjós, elsta barn hjón- anna Ólafar Gestsdóttur og Andr- ésar Ólafssonar, en þau fluttust síðar að Neðra-Hálsi í sömu sveit. Árið 1929 giftist Ólafía Magnúsi Blöndal á Grjóteyri og hófu þau búskap þar, fyrst í sambýli við móður Magnúsar og fóstra, Sigríði Magnúsdóttur og Jóni Magnús- syni. Faðir Magnúsar var Jón Blöndal læknir í Stafholtsey. Ólafía og Magnús tóku fljótlega við öllum búsforráðum og bjuggu farsælu búi á Grjóteyri í 34 ár. Natni og snyrtimennska ein- kenndi öll störf þeirra utan húss sem innan. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp fóstur- dóttur, Unni Ingu Pálsdóttur. Fjölskyldan var ákaflega samrýnd og Unnur hefur alla tíð verið for- eldrum sínum til mikillar gleði og ómetanleg stoð á efri árum er heilsu þeirra hrakaði. Ástúð henn- ar og umhyggjusemi lýsti upp ævikvöld þeirra. Magnús lést 5. júlí 1979. Nú óma minningarnar í huga mér. Ég man ólafíu móðursystur mína fyrst á heimili foreldra minna þegar ég var fárra ára. Ung fór ég svo að dveljast sumarlangt á Grjóteyri. Sumarbörnin hennar Ólafíu voru mörg; ég man að eitt sumarið vorum við 7 á svipuðu reki. Sjaldan þurfti Ólafía þó að brýna raust og ónot eða skammir heyrðust ekki á því heimili. Upp- örvun og leiðsögn voru aðferðir Ólafíu. Éf ekki varð hjá því kom- ist, voru veittar ákúrur, en þeim fylgdi venjulega samtal um hvern- ig bæta mætti úr því sem miður fór. Ég man vel þegar þau Magnús gerðu verkáætlanir fyrir daginn í eldhúsinu á morgnana, og ekki man ég betur en við börnin legðum þar stundum orð í belg. Geta má nærri að það hefur þurft útsjón- arsemi til að láta okkur öll hafa gagnlegt verkefni en þó aldrei ofviða þeim sem verkið var falið. Seinna hef ég oft hugsað um hvað þau voru samtaka og samhuga, hjónin á Grjóteyri, þó ólík væru, hann nokkuð örgeðja en hún ró- lynd og stillt. Það mátti mikið af þeim iæra. Ólafía treysti okkur börnunum til alls góðs. Hún var jafnan sjálfri sér samkvæm og fylgdi því eftir af festu, ef því var að skipta, að við gerðum það sem til var ætlast. Éinhvern veginn Minning: Eiríkur Helgason rafvirkjameistari Fæddur 14. desember 1907 Dáinn 24. október 1983 Árið 1983 er liðið í aldanna skaut, með því eru horfin á braut úr lífi okkar bæði móðurfaðir og föðurmóðir. Afi okkar Eiríkur var fæddur i Keflavík 14. desember 1907. Faðir hans var Helgi Eiríksson bakara- meistari frá Karlsskála við Reyð- Það fór gott orð af afa hvort sem var í starfi eða leik, enda var hann hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var einstak- lega barngóður maður og fórum við barnabörnin ekki varhluta af því. Minningin um afa með fullan bíl af börnum og brjóstsykur í vasa mun seint gleymast. „Far þú í friði, ^ friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ IJnnur, Katrín og Kristján. var það svo, að allir lögðu sig fram um að gera sitt besta, og þá var notalegt að fá viðurkenningu að loknu verki. Eflaust hefur þó stundum vantað eitthvað á að það væri óaðfinnanlega af hendi leyst. Það var gott að leita til ólafíu ef á bjátaði. Oft þurfti hún að stilla til friðar með okkur krökkunum, en þó sjaldnar en hefði mátt ætla. Ég finn það núna, þegar ég hlusta á minningarnar, að hún Ólafía skildi vel ungar sálir. Það rifjast upp fyrir mér sáttasamtöl hennar þegar deilumál voru komin í óefni og áflog. Hún vissi sitthvað um hugsanagang og tilfinningar svona fólks og hún höfðaði alltaf til betri manns. Við börnin sóttum til hennar öryggi og hlýju, og við vorum velkomin að Grjóteyri á öllum árstímum. Raunar höfðu nokkrir unglingar verið þar lang- dvölum árið um kring. Ég man líka gamalt fólk sem átti heima á Grjóteyri í skjóli Ólafíu og Magnúsar. Ég man gestakomur, kaffi og kökur, mat og uppbúin rúm. Ég man skömmtunarseðla, sem voru sóttir að Grjóteyri, og sjúkrasam- lag, og útsvar var greitt á Grjót- eyri. Svo voru stundum hrepps- nefndarfundir og fleiri gestakom- ur sem fylgdu oddvitastörfum Magnúsar. Ættingjar og vinir lögðu leið sína að Grjóteyri því að þar var gott að koma. Ólafía og Magnús voru samtaka í því sem öðru að gera vel við þá sem að garði bar og þau voru bæði ákaf- lega frændrækin. í huga mér koma ferðalög með Ólafíu, Magnúsi og Unni. Þessar ferðir urðu sérstaklega minnis- stæðar vegna þess að þau þekktu víðast hvar örnefni og bæjarnöfn þar sem við fórum, og oft nöfn ábúenda og ættir. ólafía var mjög ættfróð og minnug og hafði gaman af að rekja ættir manna. Þau höfðu yndi af að ferðast og sóttu oft heim frændur og vini víða um land. Þar kom að líkamsþrekið tók að þverra og aldurinn að færast yfir. Þá fluttist fjölskyldan frá Grjót- eyri að Ásbraut 5 í Kópavogi. Ég hef oft dáðst að þvi með sjálfri mér hve vel þeim tóks að laga sig að breyttum aðstæðum. Það er stórt stökk frá búi í sveit yfir í blokk í borg. Þá kom enn í ljós þessi dýrmæti eiginleiki að geta gert gott úr öllu. I blokkinni eign- aðist Ólafía vini sem héldu tryggð við hana til æviloka, og börnin voru fljót að finna að til ólafíu var gott að leita. Ólafía G. Blöndal hefur nú lokið lífi sínu. Hún vann störf sín í kyrrþey innan heimilisins, en því hef ég fest þessi minningabrot á blað, að árangurinn af lífsstarfi hennar greinist best með fólkinu sem naut umönnunar hennar. Áhrif hennar hafa markað efni- viðinn sem hún átti þátt í að móta, og ég er ein af mörgum sem eiga Ólafíu frænku minni mikið að þakka. Guð blessi minningu góðr- ar konu. Hólmfríður Pétursdóttir arfjörð. Móðir hans var Sesselja Árnadóttir frá Kálfatjörn, Vatns- leysuströnd. Hann var einkasonur en systurnar sex og eru aðeins elsta og yngsta á lífi. 30. október 1931 giftist hann eftirlifandi konu sinni Unni Jónsdóttur, þau eign- uðust sex börn. Auður, gift Bene- dikt Sigurðssyni, Nína gift Þor- valdi Ólafssyni, Helgi giftur Elin- borgu Karlsdóttur, Sesselja gift Óla Jósefssyni, Þorsteinn giftur Jóhönnu Gunnarsdóttur og Aðal- heiður gift Erni Alexanderssyni. Barnabörnin eru 22 og barna- barnabörnin 9. Amma og afi stofnuðu heimili í Reykjavík en fluttu til Stykkishólms árið 1937 og bjuggu þar æ síðan. i Móöir okkar. MARÍA GUDMUNDSDÓTTIR, sem lézt 28. desember verður jarösett frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 6. janúar kl. 14.00. Guðrún Einarsdóttir, Gunnar Einarsson, Ingimar Einarsson. t Kveðjuathöfn um manninn minn og fööur, HARALD KRISTJÁNSSON, bónda, Sauðafelli, fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 10.30. Jarösett á Sauöafelli laugardaginn 7. janúar Athöfnin hefst í Dala- búö kl. 14.00. Finndís Finnbogadóttir, Höröur Haraldsson. t Móöir min, GUÐBJORG GUNNARSDÓTTIR BRIEM frá Nefbjarnarstööum, Baldursgötu 26, andaöist í Borgarspítalanum aö kvöldi 2. janúar. Jarösett verður frá Fossvogskapellu 6. janúar kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ólafur Briem. t Móðir, tengdamóöir og amma, UNNUR EINARSDÓTTIR, Ásvallagötu 37, lést á nýársdag. Útförin fer fram í dag kl. 15.00 frá Dómkirkjunni. Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Helga I. Pálsdóttir, Björn Sigurbjörnsson, Unnur Steina Björnsdóttír. t Maöurinn minn og faðir okkar, GUOLAUGURGUDLAUGSSON frá Ysta-Hóli, andaöist aö heimili sinu, Kirkjubraut 18, Innri-Njarövík, föstudag- inn 30. desember. Jarðarförin ákveöin laugardaginn 7. janúar kl. 14.30. Sólveig Halldórsdóttir og börn. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, HALLA JÓNSDÓTTIR, Hlíð, ísafiröi, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 15.00. Sigmundur Guömundsson, Guölaugur Fr. Sigmundsson, Guöný Emilsdóttir og sonarbörn. t Útför móöur minnar, SALVARAREBENEZERSDÓTTUR, Grenimel 33, veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Kjartan Jónsson. t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför okkar hjartkaeru systur, mágkonu og móður- systur, BJARGARJÓHANNESDÓTTUR, Sunnuvegi 27. Guö blessi ykkur öll. Svava Jóhannesdóttír Guömundur Guðmundsson, Þórir Sigtryggssún og systrabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför EGILS S. KRISTJANSSONAR, bankaritara, Einarsnesi 46. Katla Nielsen, Gréta Egilsdóttir, Olga Egilsdóttir, Margrét Egilsdóttir Kristján Steindórsson, Ásrún Kristjánsdóttir Guöjón Vilbergsson, Gréta Nielsen, Bjarney Guðmundsdóttir, Þór Niel*en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.