Morgunblaðið - 05.01.1984, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
39
fclk í
fréttum
Bæjarstjórinn býr með
átta konum a.m.k.
+ í síðasta mánuði gengu íbúar í bænum Big Water í Utah í Bandaríkjunum til kosninga og kusu sér
bæjarstjóra. Fyrir valinu varð maður að nafni Alex Joseph mormón eins og margir í þessu ríki og fjölkvænis-
maöur að auki þótt sá siður sé reyndar fyrir löngu aflagður meðal mormóna. Að vísu er ekki um eiginlegt
hjónaband að ræða með honum og konunum, enda varðaði þaö við iög, heldur búa þær bara með honum. l*að
fylgdi ekki fréttinni hve margar konurnar eru heldur sagði aðeins að á meðfylgjandi mynd sæjust nokkrar
þeirra. I*ær eru þó hvorki meira né minna en átta talsins og mætti ætla, að þaö væri gott bctur en nóg fyrir einn
mann.
COSPER
— Hvernig líst þér á nýju gardínurnar okkar?
»Eg er
orðin of
gömul“
+ ^Ég vissi ekki mitt rjúkandi
ráð og varð að byrja nýtt líf ann-
ars staðar," segir Annifried
Lyngstad, Frida í Abba, sem hef-
ur nú í fyrsta sinn frá því hún
settist að í London sagt eitthvað
af sínum högum í viðtali við „The
Mail on Sunday".
„Abba var orðið að nokkurs
konar peningamaskínu og við
vorum svo upptekin af fjármála-
vafstrinu, að við höfðum ekki
tíma til að sinna tónlistinni, Ég
vildi brjóta mér mína eigin braut
en ég vissi, að það myndi ég aldr-
ei geta gert í Svíþjóð," segir Frida
og bætir því við, að Abba eigi
ekki eftir að fara í fleiri hljóm-
leikaferðir saman. Hún segist þó
búast við, að þau muni gera fleiri
hljómplötur.
Frida segist ekki búast við
miklum frama í Englandi. „Hlut-
irnir ganga svo hratt fyrir sig í
poppheiminum og ég er einfald-
lega orðin of gömul," segir Frida,
sem verður fertug á þessu ári.
Um skilnað sinn við Benny
Andersson í Abba hefur hún
þetta að segja:
„Við Benny skildum af því að
hann fann sér aðra konu en ég
held að ástæðan hafi fyrst og
fremst verið sú, að við höfðum
aldrei tíma til að vera neitt annað
en Abba. Við áttum aldrei stund
aflögu fyrir okkur sjálf. Við get-
um hins vegar unnið saman eftir
sem áður.“
Frida hefur fundið sér annan,
franskan kaupsýslumann, „og ég
er mjög ástfangin og mjög ham-
ingjusöm. Annað hef ég ekki um
það að segja.“
Videóhornið
The Sting, Night Hawks (Sylvester Stallone), Frenzy,
New York Nights, The Killers (Lee Marvin og Ronald
Reagan), Brain Wash, The Lunatic meö Liv Ullman,
Max Von Sydow og Trevor Howard. Þessar og marg-
ar fleiri nýjar myndir höfum viö til leigu í VHS. Höfum
einnig eldra efni í VHS og Beta. Leigjum út VHS- og
Beta-tæki.
Videóhornið Fálkagötu 2.
Opið 14—22. Sími 27757.
6 vikna námskeiö aö hefjast. Einkum fyrir heimavinn-
andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Morguntímar,
dagtímar. Leiöbeinandi Garðar Alfonsson.
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur,
Gnoðarvogi 1.
r /r
JWSS
BALLETT
Dansstúdíó auglýsir innritun í ný nám-
skeið bæöi fyrir byrjendur og framhalds-
flokka. Allir aldurshópar frá 7 ára aldri,
jafnt konur sem karlar.
Sérstök áhersla er lögð á jazzballett eins
og hann gerist bestur og góöa leikfimi
við nútímatónlist.
Auk þess sem kenndir verða sviðs- og
sýningardansar.
Námskeið hefjast þann 9. jan. í
Reykjavík og 16. jan. í Hafnarfiröi.
Innritun:
Reykjavík:
Alla daga kl. 13—17 í síma 78470.
Hafnarfirði:
Alla daga kl. 14—17 í síma 54845.
Ath Kennt verður einu sinni í viku í
Hafnarfiröi í Þrekmiðstöðinni.
dANSSTÚdíÓ
Sóley Johannsdottir