Morgunblaðið - 17.01.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.01.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 13 Martin Berkofsky Tónlist Jón Ásgeirsson Á fjórðu tónleikum Tónlist- arfélagsins lék Martin Berk- ofsky verk eftir J.S. Bach, Schumann, Beethoven og nýtt verk eftir Thomas R. Ogden. Berkofsky er feikna mikill pí- anóleikari en helst til öfga- fullur í allri túlkun sinni. Hann leikur með ýtrasta styrk og annarsvegar svo veikt að varla heyrist, í hraða, sem virðist vera við mörk hins mögulega og svo hægt, að lagferlið nær því missir allan hryn. Slíkar and- stæður geta átt vel við á Martin Berkofsky stundum en mega ekki verða til að breyta verkunum og enn síður til þess að hlustend- ur hætti að heyra tónverkið en verði aðeins varir við pían- óleikarann, hversu mjög hann leikur sér með tónmál höf- undarins. Orgelprelúdía og fúga í a-moll, eftir J.S. Bach, var hér leikin í píanógerð eft- ir Liszt. Rómantísku tón- skáldin gerðu mikið af því að endurrita verk eldri höfunda og má segja að þeir hafi með því reynt að skila tónlistinni til áheyrenda með sömu blæ- brigðum og samtimatónlist þeirra bjó yfir og á nýrri og betri hljóðfæri. Prelúdían var leikin með þessari hvössu tækni, sem einkennir raf- magnaðan leikmáta Berk- ofskys. Framsaga fúgunnar var mjög fallega leikin, í róm- antískum stíl, sem á vel við ef skila á því sem Liszt lagði áherslu á. Kinderszenen eftir Schumann, er allt annarrar gerðar en sú tónlist er Berk- ofsky hefur mikið lagt sig eft- ir, verk sem ekki reynir á getu í hröðum leik en því meir á túlkun og tónmótun lítilla lagbrota, viðkvæmt skáld- verk. Þar ofgerði Berkofsky túlkuninni, beinlínis gerði of mikið úr leiktækni sinni, svo þessi litlu en yndislegu smá- lög voru alltof hæg og allt og veik, sýning á tækni, sem er í andstöðu við hraðann og kraftinn. Þarna vantar ekk- ert á kunnáttuna. Hér er um að ræða andstæðu hins magn- aða leikmáta, öfgafull leit að ýtrustu mörkum andstæðn- anna. Berkofsky lék Beethov- en-sónötuna frábærlega vel, með sérkennilegum skírleik og leikni, en án þess mann- eskjuleika sem einkennir Beethoven. Hlustandinn undrast tækni píanóleikarans en gleymir tónlistinni. Svona stórkostlegur leikur á vel við í tónlist þeirri er Berkofsky lék sem aukalag, þ.e.a.s tónlist eftir Liszt, en er eitthvað ofgert og jafnvel ósatt í skáldverkum eins og eftir Beethoven. Um sónötuna eftir Ogden er fátt að segja, hún er erfið í flutningi en að inni- haldi eins og hún sé „impróv- íseruð" og því laus í formi. Tónmálið er samsafn tónhug- mynda, sem birtast oftlega á sömu nótunum, sitt á hvað og litið unnið úr þeim. Ekki verður sagt að verkið sé frumlegt, sem þó ætti ekki að saka ef verkið væri að öðru leyti góð tónlist. Basso-profundo Sven-Anders Benktsson er feikna mikill bassi, með vold- uga og vel skólaða rödd. í efn- isskrá er hann sagður hafa lagt sig eftir tónlist saminni fyrir svonefnda „basso pro- fundo“. Djúp-bassa söngur hans er mjög sérstæður söng- ur, þar sem rjátlað er við lág- mörk mannlegs raddsviðs og kemur þá mest til góða sér- stæð raddgerð og hæfileiki söngvarans til að syngja djúpt, frekar en að munur sé á tónlistinni þar til ætlaðri og annarri söngtónlist. Tónleik- ar þeir er Benktsson bauð uppá, voru haldnir sunnudag- inn var, á vegum Norræna hússins, en hann mun og eiga að syngja með á næstu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Á efnisskránni voru verk eftir Monteverdi, Moz- art, Beethoven, Schubert, Tsjaíkofský, Sjögren, Hem- berg og Verdi. Síðasta lagið á efnisskránni, aríu Don Basil- osar úr Rakaranum eftir Rossini, lét söngvarinn ógert að syngja sökum lasleika, er tilkynnt var um fyrir tónleik- ana og kennt um miskunnar- leysi veðurguða gagnvart Norðurlandabúum þessa daga. Þrátt fyrir þessi afföll sýndi söngvarinn að hann kann að syngja. Honum lætur vel að syngja „út“, enda hefur hann óhemju mikla rödd. í þeim lögum þar sem leikið er með viðkvæmari tónun, var röddin ekki í eins góðu jafn- vægi og þegar sterkt var sungið og má vera að kvefsótt hafi valdið þar nokkru um. í fyrsta laginu, eftir Monte- verdi, sýndi söngvarinn söngtækni sína og í aríu Fil- ipusar úr Don Carlos eftir Verdi leikræna túlkun. Hér er á ferðinni góður söngvari, „þrumubassi", sem gaman væri að heyra í sínu besta formi, óheftan af þeim höml- um að röddin geti bilað hon- um þegar mest á reynir. Jón Ásgeirsson Slitbols- IDE próftin húsgögn áklæóa þér raunverulegan arð Með því að vera hluthafar í IDÉ MÖBLER A/S, stærstu innkaupasamsteypu norö- urlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83ja stórra húsgagnverzlana í Danmörku, víða um lönd, tekst okkur að hafa á boðstólum úrvals húsgögn — öll með 2ja ára ábyrgð — á miklu lægra verði en aðrar húsgagnaverzlanir geta boðið. Gæðaeftirlit IDÉ er svo geysistrangt, að þú ert örugg(ur) um að fá góð húsgögn þó verðin séu svona lág. Etyd veggskápur. Þaö er áreiöanlega leit- un aö hagstæöari kaupum á mark- aönum í dag, enda stoppa þessar samstæöur venjulega stutt viö í verzluninni. Mahony-litur — bæsuö eik — sýruhert lakk. L248xH173x026/45 17.890 Þeir sem hafa dýran smekk kaupa sér auövitaö beiki í boröstofuna. Borö Cello úr massífu beiki. B90xL180 12.620 Stóll Cello 3.170 JZ T\ rcmr----- Vanessa er eins vandaö og rúm getur verið — allt massíft. Viö eigum núna I á lager meira en 30 mismunandi geröir af allskonar fururúmum, en | eins og þú veist eru fururúm alltaf í tísku. Vanessa-rúm með dýnum Til lökkuö og lútuð, 180 og 140 sm. 10.590... 2460 IDSDlCmBÖLLIH BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 4 1 790

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.