Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 20

Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Ábendingar Iðju og Sóknar Sárast af öllu er áhuga- leysið innan verkalýðs- nreyfingarinnar sjálfrar að flýta samningum og lyfta þeim, sem lakast eru settir," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, í viðtali við Mbl. um helgina. Bjarni Jak- obsson, formaður Iðju, og Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, en þessi tvö verkalýðsfélög hafa flest lág- launafólk innan sinna vébanda, hafa sett fram nýja hugmynd, hvern veg megi koma til móts við láglaunafólk. Hugmynd þeirra er í stuttu máli sú að málið verði leyst um trygg- ingakerfið með milligöngu verkalýðsfélaga, þ.e. „að teknar verði upp nýjar bætur, sem við viljum kalla afkomutrygg- ingu“, svo notuð séu þeirra eig- in orð. „Við höfum alveg misst trú á að þessu fólki verði hjálp- að gegn um kjarasamninga," segja þau ennfremur, „og raun- ar óttumst við, að yrðu lág- markslaun hækkuð upp í 15 þúsund krónur í samningum, þá fengju hinir betur settu samsvarandi prósentuhækkun upp eftir öllum launastigan- um.“ Þeir sem við kröppust kjör búa hér á landi eiga sanngirn- iskröfu á því að mál þeirra séu skoðuð sérstaklega. Um það eru allir sammála, þó skiptar skoðanir séu um hitt, hvernig að málum skuli staðið, Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður VMSÍ, segir í viðtali við Mbl. sl. sunnudag, að hann muni berjast „hatrammlega gegn því að jöfn prósenta legg- ist jafnt á öll laun“. Hér kemur fram hliðstætt mat og hjá Bjarna og Aðalheiði, að skoða verði mál láglaunafólks sér- staklega. Við ríkjandi aðstæð- ur eru þessi sjónarmið vel skiljanleg. Á hitt ber að líta að það hefur sjaldan, ef nokkru sinni, tekizt að bæta kjör lág- launafólks umfram aðra. Þar hefur verkalýðshreyfingin sjálf verið Þrándur í Götu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, víkur að vandamálum láglaunafólks í áramótagrein. Þar segir orð- rétt: „Fyrir þá sök er mikilvæg- ast, að ríkisstjórnin kalli aðila vinnumarkaðarins til sam- starfs í atvinnumálanefnd er fjalli um atvinnuuppbyggingu, skipulag og stjórnun atvinnu- mála og fjárfestingar. Það væri launafólki meira virði en gagnslaus launahækkun er leiddi til nýrrar verðskriðu og pólitískrar upplausnar í land- inu. Erfiðleikarnir verða ekki yfirstignir nema með sam- stilltu átaki. — Ef aðilar vinnumarkaðarins eru ásáttir með að halda vinnufrið á þess- um grundvelli má ræða opin- berar tilfærslur í þágu lág- launafólks til viðbótar þeim ákvörðunum í skattamálum, sem þegar hafa verið teknar í þeim tilgangi. Eina raunhæfa leiðin til að treysta stöðu þeirra, sem við kröppust kjör búa, er í gegn um skatta- og tryggingakerfið." Það á eftir að koma í ljós hvort hugmyndir Þorsteins Pálssonar, Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur og Bjarna Jakobs- sonar um að leysa vanda lág- launafólks í gegn um skatta- og/eða tryggingakerfið komast í framkvæmd. Hitt er alveg ljóst, að versti kosturinn fyrir láglaunafólk væri sá, að verð- bólgan ykist á ný. Eimskip — afl- vaki framfara að var stór stund í Islands sögu þegar Eimskipafélag íslands var stofnað fyrir 70 ár- um, 14. janúar 1914. Þá var stigið stórt skref í þá átt að taka flutninga til og frá land- inu í íslenzkar hendur. Fá- mennur hópur frumkvöðla stóð fyrir þjóðarvakningu, sem náði til allra byggra bóla á landinu og íslendingabyggða vestan hafs, og gerði draum að veru- leika. Félagið varð síðan afl- vaki framfara í atvinnumálum landsins og samgöngum. Eimskipafélagið hefur síðan vaxið jafnt og þétt sem þjón- ustufyrirtæki í þágu landsins alls. Það gerir út 20 skip að meðaltali, þar af 15 sem það á sjálft. Það hefur komið sér upp góðri aðstöðu á 18 hektara svæði í nýja farskipahöfninni við Sund. Vörugeymslur og af- greiðslur spanna 30 þúsund fermetra. Starfsmenn félagsins á sjó og landi eru um 700 tals- ins. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips, leggur á það áherzlu í afmælisviðtali við Mbl. í dag, að styrkja þurfi grunninn að alhliða flutninga- þjónustu með því að vera stöð- ugt með málefni félagsins í endurskoðun og fylgja fram endurnýjun skipastóls og tækjavæðingu. Það sé forsenda þess að veita sífellt betri þjón- ustu í formi flutningaöryggis og lægri flutningskostnaðar. Morgunblaðið árnar Eim- skipafélagi íslands farsældar í tilefni 70 ára starfsafmælis. Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Umsóknir hafa aldrei verið fleiri — segir Friðrik Stefánsson framkvæmda- stjóri „ÁHUGI á laxveiði fer vaxandi með hverju árinu sem líður. Um- sóknir hrönnuðust upp hjá okkur, og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þær hafa aldrei verið fleiri, og þaö má heita fullvíst að það komist færri að en vilja í margar ár,“ sagði Friðrik Stefáns- son, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við blm. Mbl. en umsókn- arfrestur í ár á vegum félagsins fyrir næsta sumar rann út þann 6. þessa mánaðar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur leigir út um 15 ár og vatnasvæði, samtals 5.500 stangveiðidaga á timabilinu frá 1. júní til 20. sept- ember. í félaginu eru um 2 þús- und félagar og fer ört fjölgandi, að sögn Friðriks. Friðrik sagði að mikil ásókn væri í Elliðaár og Norðurá, og reyndar margar fleiri. „Það er ljóst að enginn fær meira en einn og hálfan dag í Elliðaám og útlit fyrir að ýmsir verði að bíða til næsta árs. Það eru þá nýir félagar sem verða að sætta sig við biðina, þar sem farið er eftir félagatalinu við úthlutun. Það er ekki alveg komið á hreint ennþá, en þeir sem hafa félagsnúmer yfir 1.850 gætu þurft að bíða til næsta árs.“ Hálfur dagur í Elliðaám kost- ar 1.200 krónur, en í Norðurá, sem er dýrasta á SVFR, er verð- ið frá 2.200 krónum hver dagur upp í 9.900 krónur í júli. Friðrik sagði að félagið væri að leita að fleiri vatnasvæðum til að mæta þessari auknu eftir- spurn. Umsóknir um laxveiðileyfi í ám Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa aldr- ei verið fleiri en nú. Vinnuveitendasamband íslands um kröfugerö starfsmanna ÍSAL: Verðbólga yrði ekki undir 175% frá upphafí til loka árs MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Vinnuveit- endasambandi íslands vegna vinnudeilna hjá íslenzka álfélaginu hf. í Straumsvík: Verkalýðsfélög hjá ISAL hafa farið fram á 40% hækkun launa hjá ÍSAL, þeim vinnustð sem greiddi hæst laun 1982 skv. ný- birtum upplýsingum Framkvæmdastofnunar. Hug- myndin er sögð að ná á nýjan leik kaupmætti launa ársins 1982. Eina leiðin til þess að starfs- menn ÍSAL geti náð raunverulegri 40% kauphækkun er að laun þeirra hækki um 40% meðan laun annarra hækki alls ekki neitt. Öllum er fullljóst að ekki er hægt að meta stöðuna á vinnu- markaðnum þannig að unnt sé að hækka laun í ÍSAL um 40% á meðan aðrir fá ekki neitt. Líklegt er að 40% hækkun á hinum háu launum starfsmanna ÍSAL myndi vera upphafið að samsvarandi skriðu launahækkana í öllum starfsgreinum, með hliðstæðri gengisfellingu þegar í stað. Vinnuveitendasamband íslands hefur gert athugun á því hver þróun verðbólgunnar og gengisins gæti orðið ef laun hækkuðu al- mennt um 40% 1. febrúar og þau síðan endurmetin á þriggja mán- aða fresti í samræmi við þær kröf- ur sem gerðar eru við ÍSAL. Niðurstaðan er sú að verðbólgan frá upphafi til loka ársins 1984 yrði ekki undir 175% og verðið á Bandaríkjadollara yrði komið yfir 90 krónur um næstu áramót. Reiknaður kaupmáttur yrði eitthvað hærri en fyrirliggjandi efnahagsáætlanir gera ráð fyrir. Samt yrði kaupmátturinn um 20% lægri en að meðaltali árið 1982. Ljóst er að allir kaupmáttarút- reikningar eru nánast hlægilegir í slíkri óðaverðbólgu, þar sem engin leið væri til þess að koma í veg fyrir atvinnubrest. Mjög margir fengju kaupmátt atvinnuleysis- bótanna í stað reiknaðs kaupmátt- ar, þar sem atvinnureksturinn augljóslega gæti ekki tekið á sig slíkar byrðar. Verkalýðshreyfingin hefur látið í veðri vaka að undanförnu að fyrst og fremst yrði að reyna að bæta kjör hinna verst settu í þeim samningaviðræðum sem nú standa yfir. Því kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti að níu verkalýðsfélög skuli setja fram kröfu um 40% launahækkun í fyrirtæki sem greiðir ein hæstu laun í landinu. Kröfugerð sem þessi er árangursríkasta leiðin til þess að auka enn frekar á erfið- leika þeirra sem illa eru staddir í þjóðfélaginu og yrði vafalaust til þess að fjölga þeim einstaklingum sem ættu í miklum erfiðleikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.