Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
25
i. Hér hefur Haukur brotist í gegn í horninu og
Ljósm./Kristján Einarsson
lag. Sóknarleikur FH-inga var bitlaus meö öllu
Mbl. Krístján Einarsson
rliði FH:
)ur og
angur
var staöan 16:15 í hálfleik fyrir Tatab-
anya. „í byrjun síöari hálfleiksins ætl-
uðum viö aö reyna aö róa leikinn,"
sagði Guðmundur, „en þeir skoruöu
þá fjögur mörk í röö, og á þeim kafla
tel ég okkur hafa tapaö leiknum. Við
náöum reyndar aö minnka muninn
aftur en sprungum svo í lokin.
Mér fannst dómararnir leyfa þeim
aö hanga allt of lengi á boltanum í
dag. Þaö var einmitt þaö sem þeir
vildu fá aö gera. Þeir hugsuðu um að
vinna sem stærstan sigur á heimavelli
og var svo alveg sama um útileikinn.,,
Guömundur sagöi aö þegar rútin-
eraðir menn í FH-liöinu færu aö
klikka og eigingirni næöi yfirhöndinni
í liöinu væri kannski ekki viö góöu aö
búast. „En nú er næsta mál hjá okkur
bara aö vinna íslandsmótið." — SH.
KR-ingar náðu sjö marka
forskoti en misstu það niður
KR-INGAR sigrudu ísraelska lióið Le Zion með tveimur mörkum,
16—14, í síðari leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór á
sunnudagskvöldiö í Laugardalshöllinni. í hálfleik hafði lið KR yfir-
burðastöðu í leiknum, 10—3, og allt útlit var fyrir að liöið kæmist áfram
( Evrópukeppninni en í síðari hálfleik náðu leikmenn Le Zion betri
tökum á leik sínum og þrátt fyrir að tapa með tveimur mörkum komust
þeir áfram. Reyndar var þessi leikur heimaleikur Zion-liðsins og heföi
KR-liöiö því þurft að sigra með 4ra marka mun, 18—14 til dæmis, til að
komast áfram. Eöa 20—17 þar sem Zion-liðið skoraði 19 mörk í fyrri
leiknum, í útíleík sínum. KR hefði því fallið úr þó svo aö þeir heföu
sigraö 17—14, eins og þeir áttu góða möguleika á. Leikur liöanna á
sunnudagskvöldið var mjög sveiflukenndur og einkenndist öðru frem-
ur af mikilli taugaspennu leikmanna og undir lok leiksins var darraö-
ardansinn, sem stiginn var á fjölum Laugardalshallarinnar, með ólík-
indum. KR-ingar léku þá maöur á mann og allt var á suðupunkti.
Gangur leiksins
Framan af fyrri hálfleik var jafn-
ræöi meö liöunum, og eftir átta
mínútna leik var staöan jöfn, 2—2.
Liö KR-inga lék allvel framan af,
sér í lagi í varnarleiknum og leik-
menn sýndu bæöi meiri frískleika
og baráttuvilja en í fyrri leiknum.
Enda lét útkoman ekki á sér
standa. KR-ingum tókst aö ná
góöum tökum á leiknum og smá-
juku forskot sitt og þegar flautaö
var til leikhlés haföi liöiö náö sjö
marka forskoti. Var þar fyrst og
fremst aö þakka góöum varnarleik
og frábærri markvörslu hjá Gísla
Felix Bjarnasyni, sem fékk aðeins
þrjú mörk á sig allan fyrri hálfleik-
inn. Mjög vel af sér vikið.
Flestir hafa sjálfsagt átt von á
því aö sjö marka forskot í vega-
nesti i síöari hálfleikinn tækist nú
KR-ingum aö halda í horfinu og
komast áfram i keppninni. En þaö
fór nú á annan veg. Þaö gekk
hvorki né rak í sóknarfeiknum í
síöari hálfleiknum og vörnin fór aö
opnast illa hjá KR. Leikmenn Le
Zion, sem voru mjög örvæntingar-
fullur í leik sínum í upphafi síöari
KR - Le Zion
16:12
hálfleiks, gengu á lagiö og minnk-
uöu muninn hægt en bítandi. Þeg-
ar síöari hálfleikur var hálfnaöur
var staöan 12—10 fyrir KR. Og
þegar 10 mínútur voru til leiksloka
var staöan oröin jöfn, 12—12. ís-
raelsmenn höföu þá skoraö níu
mörk gegn tveimur mörkum KR-
inga. Já, KR skoraöi aöeins tvö
mörk í heilar tuttugu mínútur.
Síöustu 10 mínútur leiksins voru
mjög spennandi og vart mátt á
milli sjá hvort liöiö ætlaöi aö merja
sigur. KR náöi tveggja marka for-
skoti, 14—12, en Zion jafnar
14—14, og þannig var staöan þeg-
ar tvær mínútur voru til leiksloka.
Tvö síöustu mörkin skoruöu svo
KR-ingar en þeir brugöu á þaö ráö
aö leika maöur á mann alveg undir
lokin og virtust leikmenn Zion ekki
vita sitt rjúkandi ráö og allt fór í
handaskol hjá þeim. KR haföi bolt-
ann á síöustu sekúndum leiksins
og var þaö enginn annar en Jens
Einarsson, markvörður, sem átti
síöasta skotiö í leiknum. Hann var
kominn í sóknina en skot hans var
laust og var auöveldlega variö.
Þegar ieiknum lauk brast út
óstjórnlegur fögnuöur í liöi Israel.
Liöiö er nú komiö í 4-liöa úrslit í
Evrópukeppni bikarhafa.
Langbesti maöur KR-liðsins í
leiknum var markvöröurinn, Gísli
Felix Bjarnason. Hann varöi stór-
kostlega vel allan leikinn og hélt
liöi sínu á floti langtímum saman.
Varnarleikurinn hjá KR var góöur í
fyrri hálfleiknum en gaf sig í þeim
síöari. Sóknarleikurinn var þokka-
legur framan af en í síðari hálfleik
var hann alveg bitlaus. Haukur
Geirmundsson kom líka nokkuö
vel frá leiknum, en aðrir leikmenn
voru slakir.
Liö Zion lék illa í fyrri hálfleik en
leikur þess lagaöist er líöa tók á.
Liöiö er þó langt frá því aö vera
sterkt. Besti maöur iiösins var
Drukur Yoav og var hann líka
markahæstur með sex mörk.
Mörk KR: Haukur 4, Jakob 3,
Guömundur 3, Ólafur 2, Jóhannes
2, Björn 1 og þjálfari liösins, Vulju-
anic, 1. — ÞR.
Landsliðið valið
ÍSLAND mætir Norömönnum þrí-
vegís í landsleikjum í handknatt-
leik síöar í þessum mánuði; 27.,
28. og 29 janúar. Einn þessara
leikja fer aö öllum líkindum fram
á Akureyri og annar í Vestmanna-
eyjum.
Bogdan landsliösþjálfari hefur
nú valiö hóp sinn fyrir þessa leiki.
Hann er þannig skipaöur: Mark-
menn eru þeir sömu og áöur: Einar
Þorvarðarson, Val, Brynjar Kvar-
an, Stjörnunni, Jens Einarsson, KR
og Ellert Vigfússon, Víkingi.
Aörir leikmenn eru þessir:
Kristján Arason, Þorgils Óttar
Mathiesen og Atli Hilmarsson úr
FH, Siguröur Gunnarsson, Hilmar
Sigurgíslason, Guömundur Guö-
mundsson og Steinar Birgisson úr
Víkingi. Þorbjörn Jensson, Jakob
Sigurösson og Steindór Gunnars-
son koma úr Val, Páll Ólafsson úr
Þrótti, Þorbergur Aöalsteinsson úr
Þór Vestmannaeyjum, Sigurður
Sveinsson frá Lemgo, Jóhannes
Stefánsson og Guömundur Al-
bertsson úr KR og Sigurjón Sig-
urösson úr Haukum.
Liöið hefur æfingar saman 19.
þessa mánaöar — á fimmtudag-
inn, og síöan veröur æft af krafti
fram aö leikjunum.
— SH
10. sigurleikur Þórs
Þór Vestmannaeyjum vann sig-
ur á Breiðabliki í gærkvöldi
20—17 í íslandsmótinu í hand-
knattleik 2. deild. í hálfleik hafði
Breiöablik forystu 11—9. Var
þetta 10. sigurleikur Þórs í röð í 2.
deildinni og stefnir liöið nú
hraöbyri í 1. deildina. Leikur liö-
anna í gærkvöldi var mjög harður
og var alls fjórtán leikmönnum
vikið af leikvelli til kælingar í
tvær mínútur. Sjö úr hvoru liði.
Framan af var leikur liöanna jafn
en undir lok fyrri hálfleiks náöi
Breiðablik tveggja marka forskoti.
Þór jafnaöi metin þegar í upphafi
síöari hálfleiksins og náöi síöan
forystunni og hélt henni út leikinn.
Var sigur Þórs nokkuö öruggur
undir lokin. Leikmönnum Breiöa-
bliks mistókust þrjú vítaköst í
leiknum. Tvö þeirra varöi Sigmar
Þröstur.
Bestu menn í liöi Þórs voru
Ragnar, Gylfi og Þorbergur sem þó
var tekinn úr umferö allan leikinn. j
liði UBK átti Aöalsteinn góöan leik
svo og Björn.
Mörk Þórs: Þorbergur 7 2v, Gylfi 5,
Ragnar 4, Óskar 2, Karl 2.
Mörk UBK: Aöalsteinn 5, Björn 4
2v, Ólafur 3, Kristján H. 3, Kristján
3.
HKJ/ÞR.
Kristján Arason:
„Botninn datt alveg
úr þessu hjá okkur“
FH-INGAR voru frekar daufir í
dálkinn inni í búningsklefa eftir
leikinn. Krístján Arason sagði eft-
ir leikinn að FH-liöið heföi átt
slakan dag og náð illa saman.
Bæði ég og Hans vorum lélegir í
leiknum, viö náðum okkur aldrei
almennilega á strik, því miður.
Eftir góöa byrjun datt botninn al-
veg úr þessu. Það er ekki gott aö
segja hvað olli því, sagði Kristján
Arason. — ÞR.
• Þaö var mikiö fjör á bekknum hjá þjálfara og leikmönnum Zion á
meöan á leiknum stóð gegn KR. Það var bæöi skammast og fagnað.
Stór Valssigur
VALSARAR tryggöu sér sæti í efri
úrslitakeppni íslandsmótsins í
handbolta er þeir sigruöu Stjörn-
una örugglega 28:19 í Laugar-
dalshöll á laugardaginn. Staöan í
hálfleik var 13:8 fyrir Val.
Valur hefur ásamt FH tryggt sér
sæti í úrslitakeppninni, en hart
verður barist um hin sætin tvö.
Víkingur og Þróttur standa best aö
vigi í dag.
Þaö var aldrei vafi á því hvort
liðiö færi meö sigur af hólmi á
laugardaginn, Valsmenn höföu yf-
irburöi frá upphafi til enda, enda
munaöi níu mörkum á liöunum í
lokin. Leikmenn voru jafnir aö getu
og markaskorunin dreiföist vel.
Hannes Leifsson var aftur á móti
sá eini hjá Stjörnunni sem sýndi
sitt rétta andlit. Hann var marka-
hæstur Stjarnanna meö 9/3 mörk,
Magnús Teitsson geröi 3, Eyjólfur
Bragason 3, Bjarni Bessason 2,
Handknaltlelkur
...- ........
Gunnlaugur Jónasson 1 og Sigur-
jón Guömundsson 1. Mörk Vals:
Brynjar Harðarson 7/4, Steindór
Gunnarsson 6, Jakob Sigurösson
4, Geir Sveinsson 3, Valdimar
Grímsson 3, Júlíus Jónsson 2,
Þorbjörn Jensson 1, Jón Pétur
Jónsson 1 og Björn Björnsson 1.
Staðaní
1. deild
Staðan í 1. deild karla er nú
þessi:
FH 10 10 0 0 307:198 20
Valur 11 8 1 2 244:215 17
Víkingur 10 6 0 4 235:218 12
Þróttur 10 4 2 4 219:232 10
KR 10 4 1 5 173:171 9
Stjarnan 11 4 1 6 213:255 9
Haukar 10 1 1 8 195:249 3
KA 10 0 2 8 176:224 2