Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
39
stöðugt og þjonustan varð fjöl-
breyttari.
Veitingareksturinn átti í erfið-
leikum, en var þá tekinn yfir af
BSf og lengdur daglegur þjónustu-
tími, næsta skref var nætursala á
veitingum og bensíni. Þegar hér
var komið var Bifreiðastöð íslands
einhver besta þjónustumiðstöð
sem til var hér á landi, almenn
farþegaþjónusta í 16 klst. á dag
alla daga og eini staðurinn sem
veitti nauðsynlegustu þjónustu
um nætur, samtímis var fjárhagur
fyrirtækisins orðinn traustur.
Það skal enginn halda að starfs-
tími forstjórans hafi bara verið 8
stundir fimm daga vikunnar.
Maður skyldi halda að áður tal-
in verkefni væru nóg að fást við,
en Kristjón var ekki maður
kyrrstöðu, hann var fyrstur
manna að taka undir þær hug-
myndir að stofna ferðaskrifstofu
til að taka þátt í eflingu nýs at-
vinnuvegar og afla meiri viðskipta
fyrir sérleyfishafana.
Áður en Kristjón lét af störfum
hafði ferðaskrifstofa BSl komist í
fremstu röð ferðaskrifstofa sem
vinna að því að fá erlenda ferða-
menn til landsins.
Kristjón hafði mikla starfs-
reynslu þegar hann hóf störf fyrir
sérleyfishafa, en hann hafði einn-
ig óþrjótandi eljusemi og mjög
sérstakt starfslag, sem var okkur
sem mikið störfuðum með honum
sérstök lífsreynsla að kynnast.
Einn af hans sterkustu eiginleik-
um var að velja sér starfsfólk.
Hann gat verið, sem kallað er,
strangur húsbóndi og gerði kröfur
til fólksins, en ég þekki varla
nokkur dæmi þess að yfirmaður
væri í jafn miklum metum hjá
sínu starfsfólki og Kristjón. Það
vissu nefnilega allir að hann gerði
mestar kröfur til sjálfs sín og var
alltaf sanngjarn og bóngóður ef á
reyndi.
Annar sérstakur hæfileiki
Kristjóns sem hér skal minnst á
var glöggskyggni hans á fjármuni.
Hann gerði sér alltaf grein fyrir
hvernig reksturinn gekk, hvar
skórinn kreppti, og hvað mátti
gera til úrlausnar. Hann notaði
ekki tölvu eða stórar skýrslugerð-
ir, hann fylgdist nákvæmlega með
rekstrinum frá degi til dags og
vissi alltaf þannig hvað gera
þyrfti til úrbóta til að fá góða
heildarafkomu.
Þessi eiginleiki var áreiðanlega
hans sterkasta vopn, þegar hann
réðst í verkefni sem aðrir höfðu
ekki trú á, en hann skilaði með
sóma.
Síðast en ekki síst vil ég undir-
strika hið góða samstarf og óskor-
aða traust sem allir stjórnarmenn
og félagar í Félagi sérleyfishafa
álagi. Hann var að vísu hættur að
sjást sviga niður Hlíðarfjall síð-
ustu tvö árin, en hann fór ávallt í
þrjár gönguferðir á dag ákveðinn
tíma, nánast hvernig sem viðraði,
en í verstu veðrum hélt hann sig í
vari.
Ég hitti hann oft á þessum
gönguferðum, og tókum við tal
saman. Auk þess að hugurinn leit-
aði mikið til unglingsáranna á
Grenivík, beindi hann athygli
sinni að umhverfi okkar. Við
ræddum um garð- og trjárækt,
uppbyggingu og vöxt.
Hermann var mikið glæsimenni
og sópaði að honum hvar sem
hann fór, einn af þeim mönnum
sem sett hafa svip á bæinn.
Hófsmaður var hann í hvívetna
og allra manna líflegastur í góðum
hópi vina.
Eg vil nota tækifærið og þakka
þær ánægjustundir, sem ég ásamt
konu minni hef átt á hlýlegu
heimili Þórhildar og Hermanns.
Víst er að ekki hefði hann komið í
verk öllu því sem raun varð á ef
hann hefði ekki notið fyllsta
stuðnings eiginkonu sinnar. Þau
virtust óvenju samhent, og þó ekki
fari hún með hávaða, hefur Þór-
hildur ávallt stutt við bak bónda
síns í blíðu og stríðu.
Með þessu kveð ég góðan vin, og
votta þeim Þórhildi, Stefáni og
Birgi ásamt fjölskyldum þeirra
samúð mína og fjölskyldu minnar.
Magnús H. Ólafsson
Deilurnar við Apavatn:
Skurðurinn verði fylltur aftur
og Bifreiðastöðvar Islands báru til
Kristjóns.
Fyrir mig persónulega hefir
áratuga samstarf við Kristjón og
hans dugmiklu og samhentu fjöl-
skyldu verið ánægulegt, árang-
ursríkt og góður skóli. Á kveðju-
stund er því mikið að þakka,
margar góðar minningar að
geyma. Ég votta Elísabetu eigin-
konu Kristjóns, börnum þeirra og
fjölskyldum dýpstu samúð og óska
þeim allrar blessunar um ókomin
ár.
Ágúst Hafberg
Föðurnafn mis-
ritaðist í fyrirsögn
FÖÐURNAFN misritaðist í fyrir-
sögn í blaðinu á föstudinn var. Þar
stóð Sigurleif Þorleifsdóttir í stað
Þórhallsdóttir. — Eru hlutaðeig-
andi beðnir afsökunar á þessum
mistökum.
ÉG HEF fyrir hönd umbjóðenda
minna, landeigenda og ábúenda við
Apavatn, mótmælt skurðgreftrinum
í landi Uteyjar I og krafist þess að
jarðraskið verði lagfært fyrir 1.
febrúar. Við áskiljum okkur rétt til
að láta gera þetta á kostnað Laugar-
lax hf. og eigenda Úteyjar II, sem
létu grafa frárennslisskurðinn,"
sagði Eiríkur Tómasson hdl., lög-
maður landeigenda við Apavatn,
sem óttast mengun frá fyrirhugaðri
fiskeldisstöð Laugarlax hf. þar.
„Annars er allt með kyrrum
kjörum þarna, við bíðum nú eftir
formlegum umsögnum Hollustu-
verndar ríkisins og Náttúru-
verndarráðs," sagði Eiríkur. „Svo
verður að koma í ljós hvort
hreppsnefndin veitir stöðinni
starfsleyfi — mínir umbjóðendur
eru mjög ákveðnir í sinni afstöðu
og harðir á að stöðin megi ekki
fara í gang fyrr en tryggt sé að
ekki verði hætta á mengun í Apa-
vatni, Kvíslum eða Djúpum, sem
renna í vatnið, enda eru þar mjög
mikilvægar uppeldisstöðvar fyrir
silunginn í vatninu."
Einn eigandi Úteyjar II sagði
nýlega í yfirlýsingu í Morgun-
blaðinu að skurður þessi væri
fiskeldisstöðinni óviðkomandi,
skurðinn hefði hann sjálfur látið
grafa til að ræsa fram land.
Skv. upplýsingum Morgun-
blaðsins er það álit Hollustu-
verndar og Náttúruverndarráðs
að tryggja þurfi mun betur en
þegar sé ætlað að mengun frá
stöðinni sé lífríki Apavatns ekki
hættuleg. Hollustuverndin leggur
til að frekari rannsóknir fari
fram á mengunarhættunni, enda
sé fyrirhugaður hreinsunar-
búnaður stöðvarinnar ekki staðl-
aður og á engan hátt ljóst að hve
miklu gagni hann muni koma. Sú
rannsókn gæti tekið a.m.k. mánuð
og er því víst, að einhver bið verð-
ur á að stöðin geti tekið til staxfa.
„Þegar tryggt er að stöðin mun
ekk; valda mengun í vatninu eða
ánum, sem renna í það, þá verður
þetta að sjálfsögðu í fínu lagi,“
sagði einn landeigendanna í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins í
gær. „Við erum ekkert að eltast
við þessa menn eða stöðina sem
slíka, við viljum bara tryggja að
vatnið haldist hreint."
- «
of London
Jatakk!
Vinsamlega sendið mér nýja Freemans
pöntunarlistann í póstkröfu.
Sendist til:
Freemans
of London
c/o Balco hf.
Reykjavíkurvegi 66
220 Hafnarfirði.
simi 5 39 00.
Nafn:
Heimili
Staður