Morgunblaðið - 17.01.1984, Page 41

Morgunblaðið - 17.01.1984, Page 41
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 41 Er Karólína ófrísk? Það var mikið um dýrðir þeg&r Karólína giftist Fransmanninum Philippe Junot. Karólína ásamt Stephano. + Það kom öllum á óvart þegar Rainer fursti af Mónakó tilkynnti, að dóttir hans Karólína ætlaði að ganga í hjónaband með ítalska auðkýfingssyninum Stephano Cas- iraghi. Að vísu vissu allir um sam- bandið milli þeirra, en að þetta skyldi bera svona brátt að þótti hins vegar dálítið undarlegt. Skýringin á nú að vera fundin. Þýska dagblaðið Bild-Zeitung fullyrðir, að Karólína sé ófrísk og komin þrjá mánuði á leið. Karólina hefur aldrei dregið dul á, að hennar heitasta ósk sé að eignast barn og þá fyrst yrði hún fullkomlega hamingjusöm. Ef rétt er hermt frá, mun hún brátt fá ósk sína uppfyllta og hún læt- ur sér það trúlega í léttu rúmi liggja þótt barn hennar fæðist utan hjónabands að þvi leytinu til að kirkjan hefur enn ekki lagt blessun sína yfir skilnað hennar við franska glaumgosann Phil- ippe Junot. Vonir standa þó til að af þvi verði. Getty-ævintýrinu lokið J. Paul Getty III Gordon Getty Getty gamli + Hann ber það ekki utan á sér að hann hafi verið að gera sölu- samning upp á 90 milljarða króna en svona er það nú samt. Gordon Peter Getty, 49 ára gamall sonur J. Paul Getty, sem á sinni tíð var ríkasti maður í heimi, er búinn að selja fjölskyldufyrirtækið og kaup- andinn er Texaco, þriðja stærsta olíufélagið í Bandaríkjunum. I Dallas- og Dollars-þáttunum er dregin upp mynd af fólki, sem auðgast hefur á olíunni, en í samanburði við Getty-fjöískyld- una er þar um hreina fátæklinga að ræða, eins og dós af maskinu- olíu við hliðina á stórum olíu- tanki. Salan á Getty-fyrirtækinu kemur ekki til af góðu. Á bak við hana er mikill fjölskylduharm- leikur. J. Paul Getty gamli, sem tók við fyrirtækinu af föður sínum, lést árið 1976 og hafði ætlast til, að synir hans þrír héldu merkinu áfram á loft. Það fór þó á annan veg. Einn þeirra dó á unga aldri og annar, J. Paul jr., býr í Englandi einn út af fyrir sig og vill helst ekkert hafa við aðra menn að sælda. Hann sagði snemma skilið við fjölskylduna og í erfðaskrá föður hans er hans varla getið. J. Paul jr. er faðir J. Paul Getty III, sem fyrir nokkrum ár- um var rænt á Italíu og var ekki látinn laus fyrr en of fjár hafði verið greitt í lausnargjald. Þá höfðu ræningjarnir skorið af honum annað eyrað. J. Paul Getty III er andlegt og líkamlegt flak, eiturlyfjasjúklingur, sem býr hjá moður sinni í Los Angel- es og fær ekki eyri frá föður sín- um. Þá er eftir Gordon Peter Getty en hann hefur meiri áhuga á listinni en olíunni og þess háttar vafstri. Hans eina áhugamál er „ríkasta listasafn í heimi“, sem er í Malibu í Kaliforníu og fer með meira en þrjá milljarða fsl. kr. í listaverkakaup á ári. Það rekur enginn fyrirtæki á borð við Getty Oil nema hann hafi áhuga á því og þess vegna ákvað Gordon að ljúka Getty-ævintýr- inu. COSPER — Vill hcrrann Ijóshærða eða dökkhærðá konu? V ( Suðurnesja- 1 « konur athugið Líkamsþjálfun — leikfimi Ný 6 vikna námskeið hefjast 16., 18. og 19. janúar, 50—60 mínútna leikfimi með músík, fyrir dömur á öllum aldri. Njarðvík: Morgun-, dag- og kvöld- tímar tvisvar sinnum í viku, á þriöjudögum og fimmtudögum, í íþrótta- húsi Njarövíkur. Kennsla hefst 19. janúar. Keflavík: Kvöldtímar á mánudögum og miövikudögum í íþrótta- sal barnaskólans í Kefla- vík. Kennsla hefst 18. jan- úar. Sandgerði: Kvöldtímar á mánudögum og miðvikudögum í íþrótta- húsinu í Sandgerði. Kennsla hefst 16. janúar. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldsflokkar. Vaktavinnufólk! Ath. lausir tímar. 65 mínútna leikfimi fyrir ungar dömur, 16 ára og eldri (þjálfunarkerfi fyrir jassballett), Keflavík og Njarðvík, tvisvar í viku og frjáls mæting á laugar- dagsmorgnum. Upplýsingar og innritun í síma 6062. Birna Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.