Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 46

Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 46 Tilraunastöðvar landbúnaðarins: Skulda samtals 1,5—2 milljónir — Óákveðið hvernig starfseminni verður hagað á Reykhólum TilraunastöAvar landbúnaðarins, sem eru fimm talsins, eru skuldugar vegna langvarandi hallareksturs, sem þó niði hámarki á síðastliðnu ári þar sem engin aukafjárveiting fékkst til reksturs þeirra. Samtals skulduðu stöðvarnar 1,5—2 milljón- ir króna síðari hluta síðasta árs. Þetta kom fram í samtali sem blm. átti við Gunnar Olafsson forstjóra Rannsóknarstofnunarinnar (RALA). „Allar tilraunastöðvarnar eru á B-hluta fjárlaga og eiga þær því að rekast á eigin tækjum. Það hef- ur ekki gengið vegna þess að reksturinn er gífurlega kostnað- arsamur og þær þurft fjárfram- lög, en við höfum alltaf verið í vandræðum með að fjármagna þær þar sem fjárframlög til þeirra á fjárlögum hafa alltaf verið að minnka. Venjulega hefur þeim verið bjargað með aukafjárveit- ingu seinni hluta árs en engin slík fjárveiting fékkst á síðastliðnu ári þannig að sámtals skulduðu til- raunastöðvarnar 1,5—2 milljónir síðari hluta ársins en uppgjör liggur ekki fyrir," sagði Gunnar. „Eg get nefnt sem dæmi um kostnaðinn að starfsfólk þeirra er ráðið samkvæmt samningum BSRB, samningum sem miðast að mestu leyti við skrifstofufólk í Reykjavík og vinnur á milli 9 og 5. Þetta fyrirkomulag er hinsvegar ekki hentugt í svona sveitavinnu eins og vinnan á tilraunastöðvun- um er og ekki verður unnin á skrifstofutíma, og felst ekki síst í hirðingu búfjár. Því hefur launa- kostnaðurinn verið langtum meiri en upphaflega var áætlað. Nú er staðan sú að til hreinna vandræða horfir hjá sumum tilraunastöðv- anna vegna skorts á fjármagni. Til dæmis hefur ekki verið hægt að sinna nauðsynlegasta viðhaldi bygginga og tækja og peningar til stofnkostnaðar eru einnig mjög af skornum skammti. Hluti tekna stöðvanna á þessu ári kemur því til með að fara til greiðslu skulda frá fyrra ári,“ sagði Gunnar enn- fremur. Varðandi Tilraunastöðina á Reykhólum, sem að undanförnu hefur verið talsvert til umræðu hér í blaðinu vegna þess að stjórn RALA hefur ákveðið að leggja niður fjárbúskap þar og flytja féð, sem ræktað hefur verið með tilliti til sérstakra eiginleika, annað, sagði Gunnar: „Eins og starfsemin hefur verið á Reykhólum á síðast- liðnum árum hefur mikill kostn- aður verið af búrekstrinum. Með þvf að leggja búreksturinn niður sparast mannafli og er ætlunin að hluti hans fari til jarðræktartil- rauna, eins og áður hefur komið fram. Að þessu er stefnt en ákvarðanir um starfsemina þar verða þó ekki teknar fyrr en um miðjan febrúar og þá í ljósi þess fjármagns sem til þeirra hefur fengist. Ljóst er að vinnan þar mun eitthvað dragast saman. Þar vinna nú 3 fastráðnir starfsmenn auk aukafólks við heyskap og sauðburð, þannig að þar hafa á undanförnum árum verið unnin 4,5 ársverk. Búið er að segja fjár- manninum upp en þessi starfs- mannamál skýrast ekki fyrr en starfsemin verður endanlega ákveðin," sagði Gunnar. Vildi Gunnar taka það fram að á stjórn- arfundi RALA sem haldinn var fyrir skömmu hefðu þessi mál ver- ið rædd og hefði þar komið fram eindreginn vilji til að varðveita Reykhólastofninn en enn væri ekki búið að ákveða hvert féð yrði fLutt. I því efni kæmu nokkrir staðir til greina. U-BÍX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa og pantanir streyma inn. LOFTSKRALL RYÐVARNARSPRAUTA LOFTHAMAR L OFTSLIPIROKK UR L OFTB YSSA (JUÐAR!) FEITISPRAUTA MEÐ OG ÁN MÆLIS LOFTBORVÉL MÁLNINGAR— SPRAUTA LOFTSLfPISKÍFA LOFTHÖGGSKRALL HREINSIEFNA- SANDBLÁSTURS— SPRAUTA SPRAUTA Cinhell vandaðar vörur Skeljungsbúðin SÍÖumúla33 símar 81722 og 38125 Breiðholtsbúar athugið Viö höfum nú tekiö upp nýja opnunartíma sem hér segir: wm V/SA E ■UBOCARO Virka daga opiö kl. 9—19. Föstudaga kl. 9—19.30. Laugardaga kl. 9—16. VERIÐ VELKOMIN í VERSLANIR OKKAR. Ásgeir Breiöholtskjör Hólagaröur Tindaseli Arnarbakka Lóuhólum Kjöt og fiskur Straumnes Valgaröur Seljabraut Vesturbergi Leirubakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.