Morgunblaðið - 17.01.1984, Qupperneq 48
Tölvupappír
llllFORMPRENT
Hverfisgolu 78. sim.-v 25960 25566
HUKKUR í HEUMSKEÐJU
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1984
VERÐ I LAUSASÖLU 20 KR.
Fiskveiðiheimildir við Bandaríkin:
Coldwater og Iceland Sea-
food samstarfsaðilar vestra?
836 umsóknir um íbúðir
hjá Verkamannabústööum:
Um 220
íbúðum
úthlutað á
þessu ári
UMSÓKNIR um fbúðir hjá Verka-
mannabústoðum voru 836 talsins,
en umsóknarfrestur rann út 8.
janúar sl. Til úthlutunar á þessu ári
koma um 100 íbúðir í nýbyggingum
og 100—120 endursöluíbúðum
verður einnig úthlutað, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Hilmari Guðlaugssyni, vara-
formanni stjórnar Verkamanna-
bústaða.
Bjóst Hilmar við því að íbúð-
unum yrði úthlutað í kringum
páska. Þær nýju íbúðir, sem út-
hlutað verður, eru á Ártúnsholti
og í Nýjum miðbæ, en þær skipt-
ast þannig að um 70 íbúðir eru á
Ártúnsholti og um 30 í Nýjum
miðbæ og munu þær standa við
Neðstaleiti.
Fyrstu íbúðirnar á Ártúnsholti
verða tilbúnar um næstu áramót,
en íbúðirnar við Neðstaleiti
verða tilbúnar til afhendingar á
tímabilinu mars/júní árið 1985.
Því verður um 220 íbúðum út-
hlutað á vegum Verkamannabú-
staðakerfisins í ár og samkvæmt
því tekst að fullnægja um 26%
eftirspurnar.
Hilmar gat þess að þær endur-
söluíbúðir sem úthlutað verður
myndu losna á þessu ári og
eitthvað fram á næsta ár.
VSÍ um 40% al-
menna kauphækkun:
Verðbólga
í árslok
yrði 175%
Vinnuveitendasamband íslands
hefur gert athugun á því hver þróun
verðbólgunnar og gengisins gæti
orðið ef laun hækkuðu almennt um
40% 1. febrúar og þau síðan endur-
metin á þriggja mánaða fresti í sam-
ræmi við þær kröfur sem gerðar eru
til ÍSAL. Niðurstaðan er sú að verð-
bólgan frá upphafi til loka ársins
1984 yrði ekki undir 175% og verðið
á Randaríkjadollara yrði komið yfir
90 krónur um næstu áramót.
„Allt tal um að þeir séu að
brjóta ísinn með þessum aðgerð-
um er auðvitað út í hött. Með þess-
um aðgerðum eru verkalýðsfélögin
í Straumsvík að brjóta ísinn und-
an sjálfum sér. Kröfur þeirra eru
alveg úr tengslum við raunveru-
leikann," sagði Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri VSÍ, í
samtali við Mbl., er hann var innt-
ur álits á framkomnum kröfum
verkalýðsfélaga hjá íslenzka álfé-
laginu.
„Afleiðingar þess, að gengið
væri að kröfum verkalýðsfélag-
anna, sem hljóða upp á 40%
launahækkun, eru augljósar.
Verðbólgan myndi geysast af stað
á nýjan leik og við værum komin í
sama vítahringinn og áður,“ sagði
Magnús Gunnarsson.
Sjá ennfremur fréttatilkynn-
ingu VSÍ á miöopnu blaðsins.
SENDIRÁÐ íslands í Washington
kannar nú nánar þær leiðir, sem
mögulegt er að fara varðandi fisk-
veiðiheimildir íslands við Bandarík-
in. Meðal þeirra leiða, sem kannað-
ar eru að beiðni utanríkisráðuneytis-
ins, er hvort ('oldwater og lceland
Seafood geti verið þau fyrirtæki
bandari.sk, sem gætu orðið sam-
starfsaðilar íslendinga þar í landi.
Guðmundur Eiríksson, þjóðrétt-
arfræðingur hjá utanríkisráðu-
neytinu, rakti stöðu þessa máls í
samtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu: „Mál sem þessi þurfa að
fara í gegn um svæðisstofnanir í
Bandaríkjunum, sem sjá þá meðal
annars um hafsvæðin umhverfis
landið. Þar eru ýmiss konar
nefndir og undirnefndir, sem mál-
ið þarf að fara fyrir áður en kem-
ur fyrir aðalráð. Lýsingu þarf að
fá á þessu stjórnkerfi og hver sé
bezta leiðin til að tryggja sam-
þykki þessara nefnda og stjórna.
Þá er verið að kanna hvaða fiski-
tegundir hægt sé að veiða, á hvaða
svæðum, hversu mikið og hve
lengi. Þá er verið að athuga hvort
enn standi það boð Bandaríkjanna
frá því að deilt var um hvalveiðar,
að þeir sendi hingað nefnd til að
kynna þessi mál. Þá er verið að
kanna löndunarmöguleika þar
vestra, en í lögum þarlendum seg-
ir, að aðeins bandarísk skip megi
landa afla þar. Þá verða athugaðir
möguleikar á löndun í Kanada.
Ennfremur er verið að athuga
hvort rétt sé að efla þátttöku
okkar í NAFO, Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndinni,
sem sér um hafsvæðið utan 200
mílna markanna, en komið hefur
til tals að hætta þátttöku í henni.
Þá er í lögum um fiskveiðiheim-
ildir við Bandaríkin ákvæði um
gagnkvæmni og verður það ákvæði
kannað frekar, til dæmis með það
í huga, að hugsanlega gæti ein-
hver þriðja þjóð skráð skip sitt í
Bandaríkjunum og þar með kraf-
izt fiskveiðiréttinda fyrir það hér
við land. Að lokum er verið að
kanna hvort fyrirtækin Coldwater
og Iceland Seafood í Bandaríkjun-
um, gætu verið þau fyrirtæki þar í
landi sem aðild ættu að Banda-
rísk-íslenzkum fyrirtækjum og
gætu sýnt fram á hagnað af þeim
samskiptum samkvæmt því, sem
krafizt er í bandarískum lögum
þar að lútandi," sagði Guðmundur.
Yfir 30 gráðu frost á Fjöllum:
„Bítur lítið á okkur en
skepnurnar bera sig illa“
„ÞAÐ ER búið að vera kalt það er
rétt, en þetta bítur nú lítið á okkur,
við erum þessu vön og svo er aiveg
stillt og heiðríkt," sagði Benedikt
Sigurðsson, bóndi í Grímstungu á
Fjöllum, er blaðamaður sló á þráð-
inn til hans í gærkvöldi. „Frost
hefur hér á Grfmsstöðum mælst 27
gráður og enn kaldara var í nótt í
segir Benedikt Sigurðsson í Grímstungu
Möðrudal, því þar fór frostið niður
fyrir 30 gráður," sagði Benedikt
ennfremur.
„Hér háttar þannig til að við
erum með upphitaða véla-
geymslu og því eru engin vand-
kvæði á að koma vélum í gang,
og helst er að maður sjái það á
skepnunum að þeim finnist kalt
ef þær eru látnar út, þær bera
sig hálf illa. — Snjór er hér ann-
ars ekki mikill, en hann er harð-
ur og illa lagaður sem gerir hann
erfiðan yfirferðar. í gær var
unnið að því að gera slóð frá
Grímsstöðum að Reykjahlíð, var
notaður til þess jeppi og farið í
slóð sem fyrir var, eftir snjóbíl-
inn, sem kemur með póst til
okkar. Kuldinn kom ekki að sök í
þessari ferð, inni í jeppanum, en
ill mögulegt hefði trúlega verið
að fara þetta á opnum vélsleða,
þar sem næðir um rnann," sagði
Benedikt að lokum.