Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 13 Sigrún Eðvaldsdóttir góðum kennurum og nemendum, heldur mun þessi konsert og öll frammistaða ungu listamann- anna verða öðrum til eftir- breytni. Tónleikunum lauk með Akademíska forleiknum eftir Brahms og var leikur sveitarinn- ar í heild mjög góður. Oft hefur hljómsveitin verið skömmuð fyrir of sterkan undirleik en nú brá svo við að hljómsveitin lék mjög vel undir og má þar þakka Páli P. Pálssyni fyrir þá aðgæslu og tillitssemi, sem kom fram í undirleik hljómsveitarinnar að þessu sinni. Hér er um að ræða vandamál er snýr mjög illilega að hlustendum og verður að mestu leyti, ef ekki öllu, að reiknast verk hljómsveitarstjór- ans, þó nokkuð hafi útlendingar það sér til afsökunar að þekkja lítið til „hljómgunar" Háskóla- bíós. Akureyri: Sérfræðingar frá Heyrnar- og talmeinastöð með tíma í Lundarskóla EINAR Sindarson, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásamt öðrum sérfræð- ingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands, verða í Lundarskóla á Akur- eyri 10. og 11. febr. nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Þeir, sem hafa hug á að notfæra sér þessa þjónustu, panti sér tíma i almenna háls-, nef- og eyrna- læknisskoðun hjá Eiríki Sveins- syni, háls-, nef- og eyrnalækni, á stofu hans að Hafnarstræti 95 f.h. í síma 22100 dagana 31. janúar og 7. febrúar, segir í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borist. SCHIPHOL Besti flugvöllur heims* Schiphol-flugvöllurinn viö Amsterdam er ár eftir ár kjörinn besti flugvöllur veraldar af þeim sem best til þekkja - þeim sem stöðugt eru að ferðast um heiminn í viðskiptaerindum. Þeir eru ekki í vafa um það á hvaða flugvöll er best að koma, eins og kosningar margra virtra ferðatímarita sýna. Frábær staðsetning Schiphol í hjarta Evrópu, stórkostlegar samgöngur til og frá vellinum í lofti, á láði og legi, þaulskipulögð þjónusta 30 þúsund starfsmanna og stærsta fríhöfn heims, leggjast á eitt við að gera Schiphol að drauma- viðkomustað reyndra ferðalanga sem óreyndra. Þangað flýgur Arnarflug. Flugfélag með ferskan blæ ^lfARMRFLUG m. Lágmúla 7, sími 84477 '°rth BEST-LIKEDINTERNATIONAL ille AIRPORT 1 Schiphol (Amsterdam) ntjagCn ■ 2 Changi (Singapore) 1 3 Zurlch October 1982 EXECUTIVE TRAVEl * Samkvæmt kosningum tímaritanna Business Travellerog ExecutiveTravel um þjónustu á alþjóðlegum flugvöllum, staðsetningu, tímatöflur, samgöngumöguleika o.fl. Opidtil kU9 mánudaga þriöjudaga miövikudaga fimmtudaga TJAPU’ ATTT> Skeifunni 15 IlAuIiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.