Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 t Móðir okkar, GUDRÚN RÖGNVALDSDÓTTIR, kaupkona, Hlíðarvegi 35, Siglufirði, andaöist i St. Jósefsspítala Hafnarfirði 24. janúar. Hekla Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir. t Faöir okkar. GRÍMUR GRÍMSSON, Óóinsgötu 18C, iést á Vífilsstaöaspítala 24. janúar. Elín Grímsdóttir, Guömundur Grímsson, Grímur Grímsson, Sævar Grímsson, Þórólfur Grímsson. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR ORMSSON, Hólmaseli, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands 24. janúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t STEFÁN STEFÁNSSON frá Móakógum, Hvanneyrarbraut 2, Siglutiröi, er látinn. Brynja Stefánsdóttir, Skjöldur Stefánsson og fjölskyldur. t Útför fööur okkar, GUÐBRANDAR fSBERGS, fv. sýslumanns, fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 27. þ.m. kl. 14.00. Börn hins látna. t Móöir okkar tengdamóöir og amma. MATTHILDUR STEFÁNSDÓTTIR frá Hvítadal, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10.30. 27. janúar kl. Börnin. t Konan min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Núpabakka 25, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfólag íslands. Ingimar Guömundsson, Guömundur Ingi Ásmundss., Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn S. Ásmundsson, Elsa B. Ásmundsdóttir og barnabörn. t Utför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GEIRS ÞORLEIFSSONAR, múrarameistara, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Borga Jakobssen, María Geirsdóttir, Frank James, Steinunn Geirsdóttir, Brynjólfur Einarsson, Geirdís Geirsdóttir, Ómar Einarsson, Þorleifur Geirsson, Katrín Magnúsdóttir og barnabörn. Björn Jónsson flugstjóri Sigurjón Ingi Sigurjóns- son stgrimaður - Minning Björn fæddur 10. nóvember 1931 dáinn 8. nóvember 1983 Sigurjón Ingi fæddur 24. mars 1939 dáinn 8. nóvember 1983 I dag verður haldin í Dómkirkj- unni minningarathöfn um starfs- félagana Björn Jónsson, flug- stjóra, og Sigurjón Inga Sigur- jónsson, stýrimann, sem fórust með Gæzluþyrlunni TF-RÁN í Jökulfjörðum þann 8. nóvember á síðasta ári. Starfsmannafélag Landhelgis- gæzlunnar vill minnast þessara föllnu félaga sinn með nokkrum orðum og sendir ástvinum þeirra sína dýpstu samúð. Björn Jónsson var fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1931, son- ur hjónanna Margrétar Björns- dóttur frá Hvammstanga og séra Jóns Jakobssonar frá Galtarfelli í Hrunamannahreppi. Árið 1932 vígðist faðir Björns til Bíldu- dalsprestakalls og fluttist þá fjöl- skyldan vestur. Séra Jón þjónaði því prestakalli til ársins 1943 er hann fórst með v/b Þormóði. Fljótlega eftir hið hörmulega slys fluttist ekkjan með börnin til Reykjavíkur og giftist nokkrum árum seinna Þorgils Ingvarssyni, bankafulltrúa, sem reyndist börn- unum eins og bezti faðir. Að loknu gagnfræðaprófi hélt Björn á sjó- inn og starfaði sem háseti og stýrimaður hjá Eimskipafélagi ís- lands á árunum 1949—57. Prófi frá Farmannadeild Stýrimanna- skólans í Reykjavík lauk hann 1953. Björn hafði mikinn áhuga á flugi og lauk atvinnuflugmanns- prófi í Englandi 1958 og var að því loknu atvinnuflugmaður í Eng- landi og Þýskalandi um eins árs skeið. Arið 1959 snéri Björn aftur heim til íslands og réðst þá sem stýrimaður á varðskipið Albert og væntanlegur þyrluflugmaður Landhelgisgæzlunnar. Þá var Landhelgisgæzlan með þyrlukaup á prjónunum sem ætlað var að hafa jafnt aðsetur um borð í varð- skipunum sem í landi og Björn því talinn tilvalinn í það starf, sem jafnvígur á flug og sjó. Árið 1960 lauk hann þyrluflugmannsprófi í Bandaríkjunum og varð fyrsti þyrluflugmaður íslendinga þegar þyrla Landhelgisgæzlunnar TF-EIR kom til landsins. Á þess- ari þyrlu flaug Björn margt gæzlu- og sjúkraflugið og þá oft í misjöfnum veðrum, og þegar þyrl- ur Landhelgisgæzlunnar urðu stærri og betur útbúnar bættist sjúkra- og björgunarflug á haf út við. Margs er að minnast frá erf- iðu sjúkra- og björgunarflugi sem Björn fór í og öll heppnuðust giftusamlega. Björn naut þess að fljúga í góðu skyggni yfir hálendi íslands og virða fyrir sér fegurð Islands. Hann var mjög glögg- skyggn á öll kennileiti sem kom sér oft vel þegar flogið var í lág- þoku. Þá var nóg fyrir Björn að sjá eina hundaþúfu, eins og við sögðum oft, og þá gat hann gert sér fyllilega grein fyrir hvar vélin var stödd. Björn var mikill slysa- varnafélagsmaður og átti sæti í stjórn Slysavarnafélagsins í nokk- ur ár. Á 50 ára afmæli sínu 1981 var hann sæmdur þjónustumerki félagsins úr gulli. Björn var ávallt hægur og prúður í framkomu við félaga sína og aðra þá sem hann þurfti að hafa viðskipti við og þó hann væri nokkuð dulur dags dag- lega hvarf það á góðri stundu. Björn Jónsson var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann 3 börn, Margréti, fædd 1956, Þorlák, fæddur 1962, og Ingunn, fædd 1965. Seinni kona Björns er Elísa- bet Kristjánsdóttir frá ísafirði. Þau hjón voru mjög samrýnd í. öllu, notuðu flestar frístundir sín- ar til göngu- og skoðunarferða auk þess að stunda sundlaugarnar mikið. Elísabet kona Björns hafði búið honum gott og yndislegt heimili þar sem Björn gat notið ró og hvíldar eftir erfitt flug. Þegar við nú kveðjum Björn Jónsson, flugstjóra, á þessari minningarstundu í Dómkirkjunni, biðjum við Guð að blessa minn- ingu hans og veita eiginkonu, börnum, barnabörnum og aldraðri móður svo og öðrum ástvinum hans styrk í sorgum sínum. Sigurjón Ingi Sigurjónsson, stýrimaður, fæddist í Miðfirði 24. mars 1939, sonur Ingveldar Pét- ursdóttur og Sigurjóns Sveinsson- ar, bónda Efri-Svertingsstöðum, Miðfirði, V-Húnavatnssýslu. Faðir Sigurjóns lést 2 mánuðum fyrir fæðingu sonarins. Eftir fæðingu Sigurjóns Inga fluttist móðir hans með soninn að Efri-Svertingsstöð- um til Guðbjargar Sveinsdóttur og manns hennar, þar sem Guðbjörg tók að sér uppeldi Sigurjóns að mestu leyti og að öllu leyti þegar hún fluttist suður til Reykjavíkur. Sigurjón Ingi gekk venjulega skólagöngu og að loknu gagn- fræðaprófi frá Laugarnesskóla, fór hann, 15 ára gamall, sem há- seti á togara og síðar meir sem háseti á skip Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hann varð stýri- maður hjá því skipafélagi að loknu prófi frá Farmannadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík 1962 og starfaði þar til 1. desember 1966 að hann réðst sem stýrimaður til Landhelgisgæzlunnar. Sigurjón Ingi starfaði á skipum og flugvél- um Landhelgisgæzlunnar og sótti nokkur námskeið á hennar vegum, siðast árið 1983 er hann sótti nám- skeið í Bandaríkjunum varðandi vita- og baujuþjónustu. Sigurjón Ingi var traustur sjó- maður og verklaginn og duglegur við þau verkefni sem honum voru fengin. Hann var dulur og fáskipt- inn og flíkaði ekki tilfinningum sínum, og hann var tryggur vinum sínum. Sigurjón Ingi var giftur Jó- hönnu Hlöðversdóttur, en þau skildu 1976. Með henni eignaðist hann tvö börn, Sunnu Reyr, fædd 1963, og Svein Reyr, fæddur 1965, auk þess ættleiddi hann son Jó- hönnu, Hlöðver, fæddur 1961. Þegar við nú kveðjum Sigurjón Inga Sigurjónsson, stýrimann, við minningarguðsþjónustu í Dóm- kirkjunni, biðjum við Guð að blessa minningu hans og veita aldraðri fósturmóður og móður, börnum hans og öðrum ástvinum styrk í sorg þeirra. Helgi Hallvarðsson Kveðja frá Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna. Þyrluslysið í Jökulfjörðum 8. nóvember í haust er leið er mönnum enn ráðgáta, en það er samt óbifanleg vissa okkar, sem þekktum þá menn, sem þarna fór- ust, að það hefur eitthvað óvænt og óviðráðanlegt borið að höndum. Björn heitinn Jónsson, sem við minnumst nú, var einn reyndasti þyrluflugmaður landsins, öruggur maður og snarráður, en við vitum það, sem höfum flugið að atvinnu, að sú bilun getur orðið í farkosti okkar, að það dugi ekki til bjargar, að maðurinn sé þessum kostum búinn. Það er ekki í mannlegu valdi að koma í veg fyrir slysið. Þessum tilvikum fer sífækkandi en þeim verður aldei alveg eytt. í fluginu er eytt gífurlegu fjár- magni í að ganga svo frá öllum tækjum að skyndileg bilun geti ekki valdið óumflýjanlegu slysi og mikill árangur hefur náðst, en ekki fullkomnun og hún næst lík- lega aldrei á þessu sviði fremur en öðrum. Við mennirnir eru ekki full- komnir og tækin sem við búum til ekki heldur. Það er lífsins lögmál, sem allir verða að hlíta, að það er ekki til fullkomið öryggi í þessum heimi. Á þessa staðreynd mann- lífsins erum við minnt, þegar þau slys ber að höndum, sem við töld- um að gætu ekki orðið, en þau slysin verða oft sárust sem enginn á von á. Við flugmenn söknum félaga okkar, en getum við minnst Björns Jónssonar og þeirra sem með hon- um fórust með betri hætti, en vinna ötullega að rannsókn á hin- um tíðu þyrluslysum hérlendis til að komast að því, hvað það er helzt, sem getur gerst og færustu flugmenn fá ekki við ráðið. Björn heitinn Jónsson var sem fyrr segir einn af reyndustu og jafnframt öruggustu þyrluflug- mönnum okkar Islendinga; búinn að stunda þyrluflug í rúmlega tvo áratugi. Hann var hinn ágætasti dreng- ur og góður félagi. Ekkju hans og börnum frá fyrra hjónabandi, svo og öðrum aðstandendum vottum við í Félagi íslenzkra atvinnuflug- manna innilegustu samúð og biðj- um guð að styrkja allt það fólk í raunum þess. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Geir Garðarsson 1 dag er Björns Jónssonar flug- höfðingja á þyrlum minnst í Dóm- kirkjunni, en frá eigin brjósti þetta. Björn var líka lærður skip- stjórnarmaður og á sjónum yfir- maður þegar réttindum var náð. Hann hafði bestu próf í þessum fögum og má því segja að meðan líf entist var hann í lofti, láði og sfðast í legi. Feilspor i stjórninni í hinstu ferðinni kom ekki til greina — alfaðir ræður. Leiðir okkar Björns og Elísabetar konu hans lágu saman þegar við hjón fluttum í nýbyggt slot í ágúst 1977. Kynnin voru dásamleg. Björn var ljúfur maður á jörðinni. Hann kunni öll ráð ef eitthvað fór úrskeiðis f slot- inu, hagur á tré og járn, enda ekki langt að sækja það, í föðurætt af heimsfrægum og í móðurætt af snillingum. Blessuð sé minning mæts drengs. Elísabetu, börnunum og öðrum aðstandendum biðjum við öll í Eskihlíð 26 guðs blessunar. Guðmundur Kristjánsson Kveðja frá Slysavarna- félagi Islands Það kom sem reiðarslag yfir alla landsmenn, er það spurðist 9. nóvember sl., að þyrla Landhelg- isgæslunnar, TF-Rán, hefði hrap- að í sjó kvöldið áður vestur f Jök- ulfjörðum. Fljótt varð ljóst, að áhöfnin hafði öll farist, en hana skipuðu flugstjórarnir Björn Jónsson og Þórhallur Karlsson, Bjarni Jóhannesson, flugvélstjóri, og Sigurjón Ingi Sigurjónsson, stýrimaður. Hér voru í einu vet- fangi á brott kallaðir fjórir úr- valsmenn í þjónustu Landhelgis- gæslunnar, menn, sem m.a. höfðu öðlast mikla reynslu í björgun- armálum og aflað sér virðingar og aðdáunar alþjóðar fyrir störf að þeim málum. Flugmennirnir báðir áttu að baki langt starf sem þyrlu- flugmenn og höfðu lagt stóran skerf til þróunar björgunar- og þyrluflugs hér á landi. Sýndu þeir margsinnis ótvíræða hæfni sína á þessu sviði og fádæma öryggi og snarræði á hættustundum, öðrum til bjargar. Við fráfall allra þessara manna er auðvitað stærstur missir og harmur aðstandenda, vina og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.