Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 27 Stúdentaleikhúsið: Jakob og Meistarinn frumsýnt í kvöld STÚDENTALEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld kl. 20.30 leikritið Jakob og Meistarinn eftir tékknesk-franska rithöfundinn Milan Kundera í leik- stjórn Sigurðar Fálssonar og íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Verður leikritið sýnt í Tjarnarbæ (gamla Tjarnarbíói), sem Stúdenta- leikhúsið hefur nú tekið á leigu. Jakob og Meistarann skrifaði Kundera, sem nú er 55 ára gamall, skömmu eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu 1968, en verkið var ekki sviðsett fyrr en árið 1981, í París. Þangað fluttist Kundera eftir að honum hafði verið gert ókleift að búa í heimalandi sínu, bækur hans fjarlægðar af almenn- ingssöfnum, hann sviftur tékkn- eskum ríkisborgararétti og nafn hans máð út af opinberum plögg- um. Leikritið er tilbrigði við skáld- söguna Jakob örlagatrúar, sem franski 18. aldar heimspekingur- inn og rithöfundurinn Diderot skrifaði. Greinir í því frá ferðalagi Jakobs og meistara hans. í ævin- týri þeirra fléttast siðan sögur og atburðir sem áður hafa gerst í lífi beggja. Sagnaritarar verða á vegi þeirra og eru óðfúsir að segja sög- ur sem flestar tengjast ást, girnd og heimspekilegum spurningum. Með aðalhlutverk í leikritinu fara þeir Arnór Benónýsson og Helgi Björnsson, auk 17 annarra leikara. Leikmynd og búningar eru í höndum Guðnýjar B. Rich- ards, lýsingu annaðist Lárus Björnsson og tónlist þau Eyjólfur B. Alfreðsson og Hanna G. Sigurð- ardóttir, sem flytja hana auk sjö annarra hljóðfæraleikara. Að sýn- ingunni standa alls um 40 manns. „Treystu mér“ í Aust- urbæjarbíói „TREYSTU mér“ heitir ný banda- rísk kvikmynd, sem Austurbæjarbíó hefur tekið til sýningar. Myndin fjallar um Buffy, 17 ára lífsglaða skólastúlku og baráttu hennar við óvæntan vágest í lífi hennar, illkynja krabbamein. Þjóðminjasafnið: Öryggisverðir komu að þjófum Á mánudagskvöldiö var brotist inn á skrifstofur Þjóðminjasafnsins en þjófarnir forðuðu sér áður en þeir höfðu unnið umtalsverð spjöll þegar öryggisverði Securitas bar að garði. „Farið var inn á skrifstofur Þjóðminjasafnsins, en ekki inn í sýningarsali. Rúða var brotin og rótuðu þjófarnir í skrifstofuskúff- um, en sem betur fer höfðu þeir lítið upp úr krafsinu — höfðu á brott með sér 2—3 þúsund krónur auk þess sem þeir stálu myndavél í minni eigu og ljósmyndatösku, sem safninu hafði verið færð að gjöf og beið skráningar," sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður, í samtali við Mbl. „Þeir fóru fram á stigagang en öryggisvörður á vegum Securitas bar þá að garði og forðuðu þjóf- arnir sér og komust undan með þýfið. Þetta eru heldur ógnvekj- andi tíðindi fyrir okkur hér, þó auðvitað megi segja að við höfum sloppið vel. En ef til vill er þetta bara tímanna tákn — atburðirnir í Hallgrímskirkju eru mönnum enn ofarlega í huga. Öryggisgæzla Securitas kom þarna að góðum notum en jafnframt undirstrikar þetta nauðsyn þess að koma upp öryggisbúnaði og er unnið að því,“ sagði Þór Magnússon. Leiðrétting í FRÉTT Mbl. um stofnun Frí- klúbbsins slæddist inn meinleg prentvilla. Þar var skýrt frá því að listi yfir íslenzk fyrirtæki, sem veita Frí-klúbbfélögum afslátt liggi fyrir f lok ferðalagsins. Það er rangt. Hið rétta er að listinn liggur fyrir í lok febrúar. Hlutað- eigandi eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Kelloggs kornflakes.... 58,20 500 gr. Snap kornflakes......... 94,00 1000 gr. Lybbis tómatsósa......... 21,40 340 gr. Coop spaghetti.......... 55,65 1000 gr. Píllsbury Besthverti .... 47,45 5 Ibs. SparWCpappír............ 92,40 12 rúllur Spar eldhúsrúllur.......36,00 2 rúllur Spar eldhúsrúllur..........36,00 2 rúllur Dún Iva mýkingarefni 1 Itr. þvottaefni 2,3 kg. B6S Okonomi bleyjur Þvol þvottalögur 60 k 15870 0,505 Itr. Úrvals þonrabakkar pr. kg. V/SA K5.- m MARINERAÐ LAMBAKJÖT, kr. pr. kg.: Lambahryggur....... 199,00 Lambaframpartur.... 148,80 Lambalæri........... 189,00 Lambakótilettur.... 145,40 Lambarif............. 45,00 Lambasirioinsteik... 145,40 /HIKLIG4RÐUR MARKAÐUR VÐSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.