Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 Grímsyatnahlaupin minnkandi Rannsóknastöðin sendir frá Grímsfjalli Jöklarannsóknafélag íslands heldur í kvöld, fimmtudaginn 26. janúar, fund á Hótel Hofi við Rauð- arárstíg, þar sem fjallað verður um Vatnajökul og Grímsvötn. Jón Sveinsson segir þar frá rannsókna- stöðinni á Grímsfjalli, sem gengur sjálfvirk í vetur og sendir upplýs- ingar niður í Skaftafell. M.a. komu fram á þeim mælum hræringar þeg- ar íshettan var að springa í nýlegu Grímsvatnahlaupi. Björn Rúriksson býður með myndum í flugferö yfir jökla, þ.á m. yfir maígosiö í Gríms- vötnum og Valdemar Valdemarsson og Vilhelm Andersen segja frá skíöagöngu yfir Vatnajökul á sl. sumri. í fréttabréfi félagsins skrifar formaðurinn, Sigurjón Rist, grein undir fyrirsögninni: „Vesælu Grímsvatnahlaupi lokið". Hlaupið hófst í október 1983 og Ragnar í Skaftafelli gaf út dánarvottorðið 3. janúar sl. Komst rennslið í Skeiðará hæst í 60 teningsmetra á sek. Hlaupvatnið varð alls röskur 'h rúmkm. Til skýringar er þess getið að vatnsmagnið í Skeiðará var í fyrri Grímsvatnahlaupum var 1972 3,2 rúmkm, 1976 2,4 rúmkm, 1982 1,3 rúmkm og nú 0,55 rúmkm. Hlaupin eru alltaf að minnka, bæði er stytrra á milli þeirra og eins gæti vatnið verið búið að finna sér farveg úr enda Grímsvatna. Grimsvötnin sjálf eru nálega 20 ferkm að flatarmáli og segir Sigurjón Rist að eftir því ætti íshellan að hafa sigið í síð- asta hlaupi um 25—30 m. Gallerí Langbrók: Kynning á verkum Sig- urlaugar Jóhannesdóttur í GALLERI Lamgbrók stendur nú yfir kynning á verkum Sigurlaugar Jóhannesdóttur, vefara. Á kynning- unni eru verk sem Sigurlaug vann úr hrosshári á árunum 1980—1982. Sigurlaug lauk vefnaðarkenn- araprófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árið 1967. Síðar var hún við nám í Mexikó. Hún hefur tekið þátt í samsýningum utan lands sem innan. Sýningin í Galleri Langbrók stendur til 3. febrúar, en hún hófst þann 24. janúar sl. Opið er á venjulegum opnunartíma Galler- ísins, alla virka daga frá kl. 12.00-18.00. flr frétUtilkjnningu Athugasemd VEGNA fréttar um bruna að Fitjamýri undir Eyjafjöllum í blaðinu sl. þriðjudag hefur Mark- ús Jónsson fréttaritari á Borgar- eyrum óskað eftir að taka fram, að fréttin er ekki frá honum komin. „Ekki má glata trú á bata“ KARNABÆR heldur áfram með batamerkin á nýju ári. Bata- merki janúarmánaðar er „Ekki má glata trú á bata“, og er höf- undurinn Gunnhildur Gunnars- dóttir, Hringbraut 98, Reykja- vík. Áfram verður haldið með batamerkin og í frétt frá fyrir- tækinu er hvatt til bjartsýni í svartasta skammdeginu. Enn- fremur er óskað eftir fleiri til- lögum að batamerkjum, sem gjarnan mega tengjast hækk- andi sól. Síðbúin frétt um Búseta I MORGUNBLAÐINU í gær var síðbúin frétt þar sem höfð voru eftir Reyni Ingibjartssyni, fram- kvæmdastjóra húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta og Alex- ander Stefánssyni, félagsmála- ráðherra, ummæli varðandi það hvort Búseti ætti rétt á lánum úr Byggingarsjóði verkamanna eða ekki. Var fréttin skrifuð mánu- daginn 16. janúar og miðuð við birtingu daginn eftir, en birtist óbreytt rúmri viku síðar. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum drætti. Þorgilsson en ekki Þorgeirsson í VIÐTALI við Grænlendinginn Kelly Nicolaisen í blaðinu í gær, var sagt að hann hefði átt samtal við Birgi Þorgeirsson hjá Ferða- málaráði. Það er rétt að Nicolai- sen ræddi við Birgi hjá Ferðamálaráði, en sá Birgir er Þorgilsson en ekki Þorgeirsson. Morgunblaðið biður Birgi afsök- unar á þessum mistökum. (Ljósm. Mbl. RAX) Svipmynd frá Alþingi: Ingvar Gíslason, forseti nedri deildar, hlustar gaumgæfinn á Karvel Pálmason (A). Orva þarf eiginfjármyndun og fjárfestingu í atvinnulífi Pingtíöindi í stuttu máli — sagði fjármálaráðherra Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, mælti sl. miðvikudag fyrir stjórnarfrumvarpi til að örva fjár- festingu og eiginfjármyndun í at- vinnulífinu. Frumvarpið, sem þing- síða Mbl. hefur áður gert grein fyrir, gcrir ráð fyrir að arður af hlutafjár- eign verði frádráttarbær til skatts (allt að 10% af nafnverði, þó mun hámark vera kr. 25.000.— hjá ein- staklíngi); heimilt verði að draga frá tekjum hluta af framlögðu áhættufé í atvinnurekstri (20.000.— hjá ein- staklingi); að af hlutabréfa- og stofn- fjárreikningseign verði heimilt að draga frá eignaskattsstofni (allt að 250.000.—). •• Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um tekjustofna sveitarfélaga. Verðlagning þjón- ustu, sem sveitarfélög láta í té, blandaðist inn í þá umræðu. Svav- ar Gestsson (Abl.) gagnrýndi m.a. verðlagningu Hitaveitu Reykja- víkur, væntanlega 25% hækkun. Sverrir Hermannson, iðnaðar- ráðherra, taldi vísitöluleik fyrri stjórnar hafa leikið þetta fyrir- tæki grátt og neytt það til tap- rekstrar og skuldasöfnunar, sem tafið hafi viðhald og nýfram- kvæmdir og aukið á skuldakostnað og hækkunarþörf. Með 25% hækk- un heitavatnsverðs verði það 27% af verði óniðurgreiddrar olíu en heitavatnsverð í landinu sé víðast mun hærra, allt upp í 78%. Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, mælti fyrir stjórn- arfumvarpi sem gerir ráð fyrir að því að létta skemmtanaskatti af kvikmyndasýningum í sveitarfé- lögum. Þessi skattskylda nær ekki í dag til sveitarfélaga með undir 1.500 íbúa. Ef frumvarpið verður samþykkt verða mörkin færð upp í 2.500 íbúa. Þá fellur skatturinn niður af kvikmyndahúsum í Borg- arnesi, Sauðarárkróki, Siglufirði og Neskaupstað. Kvikmyndahúsa- rekstur hefur átt mjög undir högg að sækja í fámenni næstliðin ár. Miklar umræður urðu um þetta mál og vóru þingmenn alls ekki á einu máli. •• Jón Helgason, dómsmála- ráðherra, mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um íslenskan ríkisborg- ararétt til 26 einstaklinga. Svavar Gestsson (Abl.) mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur um þrengri skilyrði en nú er veit- ingu heimilda til verslunar- rekstrar. Samkvæmt frumvarpi skal leyfi til smásöluverslunar gilda í 5 ár en til milliríkja- verslunar í 3 ár. Leyfi verði ekki endurnýjuð nema með meðmælum Verðlagsstofnunar í fyrra til- fellinu og gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans í því síðara. Kjartan Jóhannsson (A) mælti fyrir frumvarpi að orkulögum, sem m.a. kveður á um að djúphiti á háhitasvæðum verði almenn- ingseign. Jarðvarmi á lághita- svæðum og yfirborðshiti verði áfram undir eignarrétti landeig- enda. Tuttugu og sex nýir íslendingar? FRAM hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um veitingu ríkisborgara- réttar til 26 einstaklinga. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt fjölgar íslendingum á einu bretti um þessa tölu. Frumvarpið nær til eftirtalinna einstaklinga: 1. Anna Björg Michaelsdóttir, verkakona í Reykjavík, f. 21. ágúst 1957 á íslandi. 2. Araujo de Souza, Ruben, raf- suðumaður í Reykjavík, f. 17. febrúar 1953 í Brasilíu. 3. Arnþórsson, Joan, (f. Lewis), starfsþjálfari á Akureyri, f. 9. nóvember 1946 á Englandi. 4. Assmann, Wolfgang, verka- maður í Reykjavík, f. 25. maí 1940 í Þýskalandi. 5. Bang, Ánne Lise, húsmóðir í Reykjavík, f. 14. október 1942 á íslandi. 6. Campbell, Duncan Wilson, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 5. nóvember 1950 í Skotlandi. 7. Chinotti, Gérard Marcel Fer- nard Henri, kennari í Reykja- vík, f. 13. júní 1941 í Frakk- landi. 8. Christiansen, Johan Sophus Dahl, nemi í Reykjavík, f. 6. mars 1955 á íslandi. 9. Coenca, Carol, húsmóðir í Reykjavík, f. 20. janúar 1953 í Frakklandi. 10. David, Marie Ivy Doris, nemi á Akureyri, f. 7. apríl 1960 í Afr- íku. 11. Fougler, Gillian Rose, jarðeðl- isfræðingur í Reykjavík, f. 9. desember 1952 í Englandi. 12. Huijbens, Hermanus Henric- us, matreiðslumeistari á Ak- ureyri, f. 18. ágúst 1948 í Hol- landi. 13. Hwang, Jin Soon, húsmóðir í Reykjavík, f. 12. október 1954 í Suður-Kóreu. 14. Ilec, Dusan, vörubílstjóri í Reykjavík, f. 28. júní 1955 í Júgóslavíu. 15. Knútsson, Hope Nancy, (f. Loeweinstein), iðjuþjálfi í Reykjavík, f. 8. september 1943 í Bandaríkjunum. 16. Lareau, Jean Noel, flugvirki í Reykjavík, f. 28. maí 1956 á íslandi. 17. Marth, Ulrike Elenore, fóstra í Djúpárhreppi, f. 12. mars 1955 í Þýskalandi. 18. Miljevié, Stanko, aðstoðar- maður í brauðgerð í Kópavogi, f. 28. september 1952 í Júgó- slavíu. 19. Nilssen, Julianne Marie, hús- móðir í Keflavík, f. 2. október 1949 á íslandi. 20. Pescia, Enrico Emanuel, verkamaður í Njarðvík, f. 18. september 1954 í Bandaríkjun- um. 21. Renner, Margo Jeanne, lista- maður í Vestmannaeyjum, f. 29. desember 1953 í Bandaríkj- unum. 22. Scobie, William James, verka- maður í Reykjavík, f. 27. apríl 1962 á íslandi. 23. Vestergaard, Ingibjörg, mat- ráðskona í Garðakaupstað, f. 24. apríl 1938 í Færeyjum. 24. Webster, Decarsta Unsont, verkamaður í Hafnarfirði, f. 7. maí 1955 í Bandaríkjunum. 25. Zak, Marjan, verkamaður í Kópavogi, f. 18. júlí 1953 í Júgóslavíu. 26. Zarioh, Mohamed Hammadi, rafsuðumaður á Akureyri, f. 17. október 1950 í Marokkó. íslenzkir aðalverktakar: Beiðni um skýrslu frá utanríkisráðherra TÍU ÞINGMENN úr Alþýðufiokki og Bandalagi jafnaðarmanna, með Jóhönnu Sigurðardóttur (A) í broddi fylkingar, hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá utanrfkisráðherra um starfsemi íslenzkra aðalverktaka, með tilvísan til 31. gr. laga um þing- sköp Alþingis. Skýrslan nái til „mál- efna íslenzkra aðalverktaka svo og tollfrjáls innflutnings vegna varnar- liðsframkvæmda og annars innflutn- ings tengdum varnarliðinu'*. Tilgreind eru sextán atriði, sem skýrslan skuli ná til, m.a. eignar- aðila, eiginfjárstöðu, fjármögnun húseignarinnar Höfðabakka 9, heildarveltu, árlegan hagnað, tekjur íslenzka ríkisins og eigna- aukningu hjá fyrirtækinu, stofn- fjárframlag íslenzka ríkisins, gjaldeyrisskil, verðmæti tollfrjáls innflutnings, eftirgjöf ríkisins I tollum, innflutning tækja og véla, kaupgreiðslur og fyrirkomulag verkútboða á vegum varnarliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.